Tíminn - 30.01.1981, Blaðsíða 8

Tíminn - 30.01.1981, Blaðsíða 8
Föstudagur 30. janúar 1981 8 Listviðburður í fatahenginu Þótt eigi séu allir á eitt sáttir með vissa þætti i norrænu sam- starfi, og þá kannski helst skilgreiningu þjóða og þjóðfélags- hópa, er ekki á þvi minnsti vafi, að margt er þessum þjóðum sameiginlegt, og breyt- ir þar engu þótt ýmsir sænskir menningar- menn telji íslendinga með sigaunum, Löpp- um og öðrum villu- mannahópum, er nefn- ast þjóðarbrot i dag- legu tali, fremur en þjóðir. Misvandfariö er þó meö öll samskipti þessara landa, hvort. heldur þau eru peningaleg, i formi réttlætis, eöa i listum og menningu. Til aö mynda stend- ur sifelldur vindnúningur gagn- rýni um Konsó-stööina i Vatns- mýrinni, þar sem reynt er aö halda uppi menningarlegu kristnihaldi handa tslendingum sérstaklega, þar sem fóöur- fræöingar annast kerfisbundna menningarneyslu og félagslega innrætingu, til aö viöhalda and- legu lífi á tslandi, sem taliö er i vanda. Meðferðin á frægasta málara Norðurlanda Eitt af þvi skásta i starfsemi Norræna hússins, ef frá er taliö bókasafniö, tónlist og söngur, eru málverkasýningarnar, eöa myndlistarsýningarnar væri ef til vill réttara aö nefna þetta, þvi oft hafa veriö sýndir list- munir ekki siöur en myndir. Nú stendur yfir i Norræna húsinu, þaö er aö segja i forstof- unni, sýning á myndverkum norska snillingsins Edvard Munch (1863-1944), stórmerk sýning, en af einhverjum ástæö- um kýs þessi menningarstöð aö hengja verkin upp i fataheng- inu, sem liklega veröur aö telj- ast meiriháttar móögun viö svo kunnan snilling, fyrir utan þá áhættu sem I þvi er fólgin aö hengja verðmætar myndir á gangveginn (óvarin oliumál- verk), jafnvel þótt fulltryggö séu, peningalega. Þessu hljóta allir vitibornir menn aö mótmæla, aö ekki sé fundinn samboöinn staöur á ís- landi fyrir verk þessa látna meistara og þá stendur þaö auð- vitað Islendingum næst aö mót- mæla. Edvard Munch var einn af ex- pressionistunum og er einn dáö- asti málari veraldarinnar á þessum tima. Sumar myndir hans hafa hlotiö heimsfrægö og þær er aö finna i öndvegi á lista- söfnum er standa undir nafni, eöa telja sigþurfa aö gera þaö. Ég veit ekki hvers vegna Nor- ræna húsiö tekur feil á myndum Munch og heröatrjám. Þó er þetta yndisleg sýning, alls upp undir 40 verk, þar af nokkrar skógarmyndir, málaöar I hinu fræga sumarhúsi, eða frá As- garösströnd, þar sem hús málarans stóö viö ströndina, og Edvard Munch. ljósiö lék sér i skóginum innan- um álfa, mús og fugl, og sumar- skýin breyttu veröldinni frá einu andartaki til annars með sólinni og regninu. Þarna á sýningunni i Norræna húsinu er t.d. að finna „Sjúka barniö”, sem er fræg mynd, og „Ibsen á Grand Cafe”, enn- fremur þekkta sjálfsmynd af listamanninum og ýmsar aðrar minna þekktar, nema af sér- fræöingum. En þó verður aö segjast eins og er, aö sjaldan hefur merkari sýning gist þetta hús, oger þá hvorki fatahengið, né aörir húshlutar undanskildir. Það eru leiö mistök, aö þess- ari sýningu skyldi ekki veröa fagnaö, sem vert er og henniaö minnstakosti boöið inn I þennan bæ. Þetta er nefnilega listvið- buröur. Jónas Guðmundsson LEIKFÉLAG REYKJAVtKUR ÓTEMJAN eða Snegla tamin eftir William Shakespeare Þýðandi: Helgi Ilálfdánarson Forleikur færður i texta: Böðvar Guðmundsson Lýsing: Daniel Williamsson. Tónlist: Eggert Þorleifsson Búningar: Una Collins. Leikmynd: Steinþór Sigurðsson. Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir. Frumsýning. The Taming of the Shrew William Shakespeare (1564-1616), enski leikarinn og skáldið, er oft talinn mesta leik- skáld sem uppi hefur verið, og sem dæmi um hylli hans, má það vera, að álitið er að ekkert rit nema biblian hafi veriö þýdd á fleiri mál en rit hans, og til- vitnanir i rit skáldsins komi einnig næst á eftir þeirri helgu bók. Og þótt maöur hafi eigi viö höndina skirskotun um stööuna i þrætubókarlist, þá er það vist, að um margt hefur um dagana verið rifist, er varðar persónu og rit Williams Shakespeare, og sem dæmi um það má geta þess aö til eru a.m.k. 16 aðferðir við að rita eftirnafn höfundarins rétt, en þessar þrjár eru algeng- astar: Shakespeare, Shakspere og Shaxpere. Mismiklar deilur eru þó um einstök verk þessa skálds, og ekki hefur Ótemjan alveg slopp- ið við þær þrætur. I leikskrá er m.a. gerö grein fyrir verkinu meö þessum oröum: „Leikritið Ótemjan eöa Snegla tamin (The Taming of the Shrew) er meðal fyrstu gamanleikja höfundar. Þaö er talið samið og frumsýnt á tima- bilinu 1592-94 en var fyrst gefið út á prenti i fólió heildarútgáfu á verkum skáldsins 1623. Ýmsar getgátur hafa verið á lofti um, hvort Shakespeare hafi byggt Ótemjuna á eldra leikriti svip- aös efnis, þvi aö vitaö er aö 1594 kom út leikritiðThe Taming of a Shrew. Ýmsir fræðimenn telja þó, aö siðarnefnda leikritið sé léleg endurritun á verki Shake- speare og þriðji hópurinn hall- ast helst aö þvi aö bæöi þessi verk byggi á þriöja verkinu, sem nú sé óþekkt. Um slikt má Gleöistund á fjölunum i Iönó. Að keppa við orðið eflaust lengi deila en vist er um það, að efnisþættir þeir eða minni, sem tekin eru upp i leik- ritinu eru þekkt i ýmsum öðrum myndum. Forleikur og eftirleik- ur verksins hjá Shakespeare greinir frá almúgamanninum Slæg, sem aðalsmenn rekast á drukkinn, dubba upp I fin klæöi og bera inn i rikulegan bústað og telja honum trú um aö hann sé aöalsmaöur. Siðan er leikið fyrir hann leik- ritið Snegla tamin. Þetta minni var meðal annars þekkt úr Ara- biskum nóttum og hefur sem kunnugt er oft verið notað siðan i leikverkum, m.a. af Holberg i Jeppa á Fjalli. Forleik þessum eða umgjörð er sleppt i sýning- unni hér i kvöld og nýr kominn i staðinn. Minnið um ungu, fögru ogeftirsóttu dótturina (Bjönku) og alla biölana er einnig þekkt úr ýmsum leikverkum, en er þó i þessu tilviki augljóslega tekið upp úr itölskum gamanleik I Suppositieftir Ariosto (1509), en þar skipta þjónar og húsbóndar m.a. um gervi i þvi skyni að ná ástum ungu stúlkunnar. Ensk þýöing þessa verks var vel þekkt i Bretlandi á dögum Shakespeare. Þriöja og megin- minnið: hin skapstygga dóttir, sem enginn vill lita við, skassið, og staöa konunnar i hjúskap var efni sem margar sögur, ballöð- ur og bæklingar þessara tima fjölluðu um. Sjálfur hafði Shakespeare litillega minnst á stööu konunnar i gamanleiknum Allt i misgripum (Comedy of Otemjan hjá LR Errors) nokkru áður en hann samdi ótemjuna og i háðs- og ádrepubæklingum var óspart gert grin að skyldum eigin- kvenna og ýmsu öðru sem að kvenfólki sneri, svo sem öfga- kenndri kventisku i klæða- burði.” „Forleikur færður i texta” En hvað sem þrætubókum lið- ur, þá er þaö staðreynd, að Shakespeare gjörði Ótemju sinni ramma með forleik og eft- irmála. Þaö er þvi örðugt fyrir Jónas Guömundsson: LEIKLIST menn sem koma fyrirvaralitið að þessu verki með aögöngu- miöa aö skilja hvaö átt er viö meö oröunum „Forleikur færð- ur i texta af Böövari Guðmunds- syni”, en þannig er þetta orðað i leikskrá, en formáli þessi snýst um einhvern innanhúsfund hjá leikfélaginu, að manni helst skilst. Þessi forleikur er ekki nein sérstök hagleikssmíð, og kemur gamla manninum, þ.e. William Shakespeare, ekkert við, þannig séð, og vist hefðu margir allt eins vel viljað fá texta Shake- speares.eða sömu sort og Ziem- sen brúkar sjálfur. Og skiptir þá engu þótt Böövar Guðmundsson sé skemmtilegur maður. Þóstakkeinhver upp á þvi, að þessi nýi botnlangi við leikinn væri til þess að skýra það, hvers vegna konur leika hlutverk karla og eins ýmsar innri breyt- ingar, sem leikstjórinn gjörir frá hinu hefðbundna, en það held ég að sé nú óþarfi. Hitt er svo annað mál, hversu sannfærandi leikstjórnin er i smæstu atriðum. Þórhildi Þorleifsdóttur tekst þarna að skapa lifandi og frjálsa sýningu. Viö margt er að etja, til aö mynda þrengsli um þann mannfjölda er fer meö hlutverk. Þórhildur er að þvi er virðist ekki neinn sérstakur talsmaöur texta i leikritum og 'henni hættir um of til að keppa við orðiö i stað þess að styðja það. Þegar Tranió þjónn Lúsent- siós fær sér allt i einu Coca Cola að drekka, brosum við, og eins þegar kennarinn úr Mantúu birtist meö stresstöskuna. Þá brosum við lika. En þó er þarna rofið visst samband við fortið- ina, samband sem á hinn bóginn eflist i bráðsnjallri tónlist Egg- erts Þorleifssonar, er þeir Kjartan Ragnarsson og Harald G. Haraldsson leika með hon- um. Þeir flytja mann aftur i aldir með undarlegum hætti og text- inn verður samstiga þeim veru- leika er hann gjörist i. Þórhildur Þorleifsdóttir er snjall leikstjóri, en ef til vill ætti hún frekar að setja upp vond leikrit i texta en góð. Leikbrögð koma oft að góðu haldi, en þau má lika ofnota. Hreyfingar á sviðinu, inn- komur og þess háttar gengu bærilega fyrir sig og nóg var að gera, og við skemmtum okkur yfirleitt vel. Leikmynd Steinþórs Sigurðs- sonar mun gjörð úr afgöngum (hefi ég fyrir satt) og þótt turn- ar Hallgrimskirkju og Dóm- kirkjunnar verki ankannanlega i fyrstu, þá venst maður þessu, lika stöðumælinum, ef ég er ekki farinn að sjá þeim mun ver. Slik leikmynd er það þvi leyti til örvandi, að maður getur bú- ist við hverju sem er og hún ber þannig séð eftirvæntinguna i fanginu. Leikur og leikendur Ég hygg að um það bil 15 manns fari með hlutverk i þess- um leik, og sumir með fleiri en eitt. Vil ég sérstaklega geta um frammistöðu þeirra Lilju Guð- rúnar Þorvaldsdóttur og Þor- steins Gunnarssonar, en leikur þeirra varínjög góður á flestum stööum verksins. Sama má reyndar segja um Jón Sigur- björnsson, Lilju Þórisdóttur, og Ragnheiði Steindórsdóttur. Fleiri áttu góðan hlut, en það væri að æra óstöðugan að telja þá upp. Framsögn var yfirleitt góð, en það er auðvitað lykillinn að þessu auðuga bókmenntaverki, sem þýðandinn skilar á sinn ágæta hátt, sem endranær, enda nú svo komið að þessar bækur nálgast ekki aðrir þýðendur meir. Þaö hvarflar að manni, svona i lokin, að ef til vill hefði gamal- dags og raunsæ sýning á þessu verki verið skemmtilegri en þessi, og þá með þeim formála og eftirmála er Shakespeare vildi láta fylgja. En hvaö um það. Þetta er um margt ágæt sýning, sem ég hygg að margir muni sjá og kunna að meta. Jónas Guðmundsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.