Tíminn - 30.01.1981, Qupperneq 4
4 _ Míwmm
"i spegli tímans...............
Munkarnir á Meteora
A meðan munkarnir héldu sig innan dyra i Klaustri heilagrar þrenningar, varð kvik-
myndafólkið að láta sér lynda að dveljast I eftirlikingunni, sem það hafði byggt á næsta
kletti (t.v.)
Framleiðendur James Bond mynda
hafa gert víðreist um heiminn i leit aö
hinu sérstæða landslagi, sem einkenn-
ir myndirnar og við könnumst við. Er
nú svo komið, að þeir eru að verða
uppiskroppa með nýja staði. Þóttust
þeir þvi hafa himin höndum tekið, þeg-
ar þeir fundustaðinn Meteora i Grikk-
landi til að taka 12. myndina sina, For
Your Eyes Only.
Það, sem einkennir Meteora, er
mjög klettótt landslag, og uppi á
klettunum er að finna 6 forn munka-
klaustur. Þau voru byggð á 14. öld og
þótti það aðalkostur staðarins, hversu
óaðgengilegur hann er öllum utanað-
komandi, og til að firra munkana allri
veraldlegri freistni, svo sem samneyti
við konur, var eina samgönguleiðin
stigar og kaðlar. Munkar nútimans
standast liklega freistingarnar betur,
a.m.k. hafa verið lagðir vegir, sem
veita miklum ferðamannastraumi
auðveldan aðgang að Meteora. Ferða-
mönnunum selja munkarnir fæði og
minjagripi. Samt sem áður þykir
staðurinnenn minna á forna sögu sina,
og það var það andrúmsloft, sem
framleiðendur myndarinnar sóttust
eftir. Leist þeim sérlega vel á eitt
klaustrið, Klaustur heilagrar þrenn-
ingar. Sömdu þeir við munkana um að
byggja eftirlikingu af klaústrinu til
innimyndatöku, en að fá að taka úti-
myndir af rétta klaustrinu. Þ.e.a.s. þvi
halda þeir fram. En þegar átti að taka
til við myndatökurnar, lokuðu
munkarnir að sér og lýstu þvi yfir, að
kvikmyndafólkið myndi vanhelga
staðinn, og þegar leikarinn Roger
Moore mætti á staðinn, var aðkoman
ekki sérlega aðlaðandi. Munkarnir
höfðu hengt á veggi og girðingar nær-
föt, rúmfatnað, plastumbúðir,
salernispappir og yfirleitt allt sem
nöfnum tjáir að nefna! — Okkur tókst
samt að ná myndum, þar sem allt
þetta drasl sást ekki, segir einn fram-
leiðendanna.
Nú eru sögusagnir komnar á kreik
um það, að munkamir ætli að fara
fram á skaðabætur fyrir þau viðskipti,
sem þeir hafi misst af á meðan þeir
lokuðu siginni i klaustri sinu. En aðrar
tungursegja, að ástæðan fyrir hegðun
munkanna hafi verið sú, að þeir hafi
reiknað með að fá „gjöf” frá framleið-
endunum, en hafi, þegar til kom, fund-
ist hún of ómerkileg!
Ekki er hægt að segja að uppátæki munkanna fegri umhverfið.
Og kannski hafa þeir orðið að hirast innan dyra vegna klæðleys-
is.
Roger Moore lét sér hvergi bregða, þrátt fyrir óvinsamlegar við-
tökur munkanna.
— Það er ekkert fyrir þig aö gera
hér i dag — ennþá.
Föstudagur 30. janúar 1981
krossgáta
w
■■
<ft
3496. Krossgáta
Lárétt
1) Hor. 5) Spik. 7) Bók. 9) Vatn. 11) Fæði.
12) Eins. 13) Berja. 15) Ungviði i þolfalli.
16) Grönn. 18) GljSber.
Lóörétt
1) Dulræn. 2) Fylgt eftir. 3) Röö. 4) Svik.
6) Kvartar. 8) Slæm. 10) Hljóðfæri. 14)
Tunna. 15) Drykkur. 17) Stafrófsröð.
Ráðning á gátu No. 3495
Lárétt
1) Orgels. 5) Æla. 7) Tær. 9) Kór. 11) Ið.
12) Me. 13) Nit. 15) Mók. 16) Api. 18) Hlóö-
ir.
Lóðrétt
1) Ostinn. 2) Gær. 3) El. 4) Lak. 6) Frek-
ar. 8) Æði. 10) Omó. 14) Tal. 15) Miö. 17)
Pó.
bridge
Boðsmót Bridgeíélags Akraness var
haldiðum siðustu helgi ogyfirburða sigur
vegarar urðu Jón Baldursson og Valur
Sigurðsson. Þeir voru rúmum 100 stigum
fyrir ofan sveitaríélaga sina, Skúla
Einarsson og Þorlák Jónsson, sem voru i
öðru sæti. í spilinu hér á eftir sýndi Valur
hvernig á að fá toppana i bútaspilunum.
Norður.
S. D5
H. 10752
T. KG73
L. G32
Vestur.
S. G3
H. KDG94
T. 654
L. AK10
Suður.
S. A10986
H. A8
T. A8
L. D654
Austur.
S. K742
H. 63
T. D1092
L. 987
Valur sátu i NS og sagnir gengu
Jón og
þannig:
Vestur.
1 hjarta
2hjörtu
pass
Norður.
pass
pass
pass
Austur.
1 spaði
pass
pass.
Suður.
pass
2spaðar
2spaðar hjá Vaki suður var hörkumeld-
ing en vestur gaf honum tækifærið sem
þurfti þegar hann spilaði út laufás. Hann
skipti i hjartakóng í öðrum slag en þá var
það of seint. Valur gaf fyrsta hjartað en
tók næst á ásinn. Siðan lagði hann niður
spaðaás og spilaði litlum spaða. Þegar
spaðagosinn kom hjá vestri, einsog Valur
hafði lika vonast eftir, þá var eftirleikur-
inn auðveldur. Austur gat ekki spilað
vestri inn nema á lauf og Valur gat þvi
trompað næsta hjarta, tekið trompin og
átt afganginn. 140 gaf toppinn i NS: þau
pör sem spiluðu spaðabút töpuðu annað-
hvort spilinu eftir hjarta út eða ranga
spaðaiferð eða fengu þá aðeins 8 slagi.
Nokkur pör reyndu grandbút i NS og eftir
hjarta út fengust 6-7 slagir og þá skipti
máli hvor hendin átti útspilið.