Tíminn - 30.01.1981, Síða 6
Föstudagur 30. janúar 1981
Wimrn
Eínstaklega mikilvægt
í ræðu þeirri sem sjávarútvegsráðherra Stein-
grimur Hermannsson flutti á fundi Evrópuráðsins
i vikunni um sjávarútvegsmál gaf hann yfirlit yfir
helstu hagsmuni íslendinga og ræddi þau vanda-
mál sem þjóðin stendur frammi fyrir vegna fisk-
veiða nágrannaþjóðanna á hafsvæðinu umhverfis
landið.
Að veigamiklu leyti verður það sagt að sjálf
landhelgismálin séu að baki eftir harða baráttu ís-
lendinga, en fram undan er hins vegar hið mikla
verkefni að standa svo að nýtingu auðlinda hafsins
að i senn sé gætt hráefnisþarfanna og nauðsyn-
legrar verndunar fiskstofnanna til þess að miðin
séu tryggð til framtiðarinnar.
Liklega er þetta verkefni þess eðlis að það verð-
ur aldrei unnið til fullnustu, heldur þarf jafnt og
þétt að togast á um það og bregðast við breytileg-
um aðstæðum. Við þær aðstæður sem myndast
hafa á höfunum er þetta mjög flókið fjölþjóðlegt
verkefni, og þess jafnan að vænta að komið geti til
harkalegra hagsmunaárekstra þjóða i millum.
Reyndar er það ljósasti vottur þeirrar þróunar
sem átt hefur sér stað að i stað frjálsra veiða virð-
ist útvegurinn munu þróast jafnt og þétt i átt ein-
hvers konar „hjarðbúskapar” þar sem hver þjóð
fylgir sinum „hjörðum” i „afréttunum”. Með vax-
andi framþróun þeirra fræðigreina sem að þessum
málum lúta má búast við þvi að þessi búskapar-
einkenni verði æ skýrari, og má vænta þess að si-
fellt fyllri og betri upplýsingar verði grundvöllur
ákvarðana um aflaskiptingu.
i þessu fjölþjóðastarfi verða íslendingar að
halda sinu og standa óhikandi á réttindum sinum
og hagsmunum. Á þeim sviðum sem við getum
haft áhrif á má fullyrða að ekki hefur skort á
frumkvæði íslendinga eða harðfylgi, en til álita
koma einnig önnur svið útvegsmálanna sem eru
miklu örðugari fyrir okkur og gersamlega utan
seilingar okkar áhrifa.
Þar skiptir mestu um þá miklu styrki sem ná-
grannaþjóðirnar veita fiskimönnum sinum. Þess-
ar þjóðir eru fyrst og fremst iðnaðarþjóðir og
stunda fiskveiðar aðeins aukalega, ef svo má a&
orði kveða um þjóðhagslegt gildi atvinnuvegarins.
Þessar þjóðir eiga þess þannig kost að láta eitt-
hvað renna til sjávarútvegarins frá öðrum at-
vinnugreinum. Þannig er vitað að t.d. Vest-
ur-Þjóðverjar allt að þvi halda sjávarútvegi gang-
andi margviða með opinberri fyrirgreiðslu, og frá
Noregi eru þau tiðindi ekki dregin I efa að beinir
rikisstyrkir við útgerð fiskiskipa þar jafngilda öll-
um launakostnaði i útgerðinni, hvorki meira né
minna!!!
Vist er að brögðum sem þessum verður ekki við
komið hér á landi. Hér er sjávarútvegurinn
meginuppspretta verðmætanna, og aðrir atvinnu-
vegir hafa þegið stuðning frá honum.
Hér er um að ræða einstaklega mikilvægt mál-
efni fyrir alla islensku þjóðina og framtið hennar.
Við verðum að hefja mjög viðtæka kynningarher-
ferð erlendis til þess að skýra sérstöðu íslendinga i
þessum málum og gera aðilum erlendis grein fyrir
þvi að samstarf og samvinna i atvinnu- og við-
skiptamálum sem ekki virðir þessa sérstöðu er
ekki eftirsóknarverð i augum okkar.
JS
Þórarinn Þórarinsson:
Erleiít yfirlit
Verður miðfylkingin
stærsti flokkurinn?
Thatcher og Benn gefa henni byr í seglin
DAVID STEEL, formaöur
Frjálslynda flokksins i Bret-
landi, hélt blaðamannafund i
brezka þinghúsinu 12. þ.m. Sitt-
hvaö bendir til, að þessi fundur
muni teljast sögulegur siöar.
A þessum fundi skýröi Steel
frá þvi, að hann heföi sent 420
þingmönnum, ásamt nokkrum
mönnum öðrum, greinargerö,
þar sem m.a. eru rakin tiu
stefnumál, sem ættu að geta
sameinað frjálslynt og umbóta-
sinnað fólk, sem hvorki hallast
að vinstri armi Verkamanna-
flokksins eða hægri armi
íhaldsflokksins.
Þeir þingmenn, sem Steel
sendi þessa greinargerð, eru
flestir i Verkamannaflokknum,
en einnig allmargir i Ihalds-
flokknum, eins og ráöa má af
þvi, aö þingmenn eru alls 635.
Steel tók fram á blaðamanna-
fundinum, aö hann sendi þing-
mönnunum þessa greinargerð
með hliðsjón af þvi, aö innan
tveggja vikna yröi haldinn
aukalandsfundur Verkamanna-
flokksins, þar sem endanlega
yrði gengið frá þvi, hvernig
kjöri á formanni flokksins
skyldi háttað.
Steel taldi allar horfur benda
til þess, að á landsfundinum
myndi vinstri armur flokksins
undir forustu Tony Benn beita
hægri arminn ofriki.
Margir hægri manna myndu
þá að likindum ganga úr flokkn-
um eöa mynda sérstök sósial-
demókratisk samtök, sem gætu
meö einum eða öðrum hætti haft
samvinnu við Frjálslynda
flokkinn i næstu þingkosning-
um.
Margir fylgismenn Ihalds-
flokksins ættu einnig heima i
þessum samtökum.
Þessi boðskapur Steels, sem
ekki er nýr af hálfu hans, virtist
eiga meiri hljómgrunn hjá al-
menningi en áður, þvi að nokkru
siðar var birt niöurstaða
skoðanakönnunar, sem leiddi i
ljós, að færu kosningar fram nú,
myndu 31% þeirra, sem spurðir
voru, kjósa umrædda miðfylk-
ingu, 27% Verkamannaflokkinn
og 24% Ihaldsflokkinn.
ÞAÐ REYNDIST rétt hjá
Steel, að vinstri sinnar myndu
beita ofriki á aukalandsfundi
Verkamannaflokksins, sem var
haldinn siðastl. laugardag.
Til þessa aukafundar var boð-
aö sökum þess, að ákveöiö var á
landsfundi flokksins siöastl.
haust, að þingflokkurinn einn
skyldi ekki lengur kjósa for-
David Steel
mann flokksins, sem væri jafn-
framt forsætisráðherraefni
hans eöa forsætisráðherra,
heldur skyldu flokksfélög og
verkalýðsfélög einnig taka þátt i
valinu. Hins vegar náðist ekki
þá samkomulag um hiö nýja
fyrirkomulag. Þvi var ákveðið
að ráða því máli endanlega til
lykta á aukalandsfundi.
A aukafundinum fóru fram
atkvæðagreiðslur um margar
hugmyndir. Að lokum stóðu
tvær eftir.
Onnur var sú, sem var studd,
af Michael Foot, formanni
flokksins, að formaðurinn
skyldi kosinn á sérstökum kjör-
fundi, sem væri þannig skipaö-
ur, að þingflokkurinn veldi 50%
af fulltrúunum, flokkssamtökin
25% og verkalýðssamtökin 25%.
Hin tillagan var sú, að verka-
lýðssamtökin veldu 40% af full-
trúunum, flokkssamtökin 30%
og þingflokkurinn 30%.
úrslitin urðu þau, að fyrri til-
laganfékk 2.865þús.atkvæði, en
siðari tillagan 3.375 þús. Hún
var þvi samþykkt. Hún var svo
borin upp aftur til fullnaðar-
samþykkis og fékk 5.252 þús. at-
kvæði, en 1.868 þús. voru á móti.
Atkvæðagreiðslu er þannig
háttað á landsfundum Verka-
mannaflokksins, að fulltrúar
fara meö jafnmörg atkvæði og
Shirley Williams
félagsmenn eru i samtökum
þeirra.
ÞVl var fyrirfram lýst yfir af
hægri arminum, að hann myndi
ekki sætta sig við þessi úrslit.
Með þessu móti væri verkalýðs-
samtökunum, sem væru ekki
aðeins skipuð fylgismönnum
Verkamannaflokksins, heldur
einnig kommúnistum og ihalds-
mönnum veitt alltof mikil áhrif.
Fylgismenn annarra flokka
gætu raunverulega fengið að-
stöðu til að ráða valinu á for-
manni flokksins.
Hægri menn brugðust lika
hart við. Fjórmenningarnir sem
ákveðnast hafa beitt sér gegn
vinstri arminum, gengust þegar
fyrir stofnun sósialdemókrat-
iskrar nefndar, sem er skipuö 9
þingmönnum flokksins til við-
bótar. Nefndin skyldi fyrst um
sinn starfa innan flokksins.
Fjórmenningarnir eru þrir
fyrrverandi ráðherrar, eða þau
Shirley Williams, David Owen
og William Rodgers, auk Roy
Jenkins, sem lét nýlega af störf-
um sem formaður fram-
kvæmdanefndar Efnahags-
bandalags Evrópu.
Siðan þessi sósialdemókrat-
iska nefnd var stofnuð, hafa
deilur enn harðnað i flokknum,
og virðist ekki annað fyrirsjá-
anlegt en að flokkurinn klofni.
Þó er ekki talið liklegt, að til
flokksstofnunar komi fyrr en
eftir sveitarstjórnarkosningar,
sem eiga aþ fara fram i mai-
mánuði.
Fyrirætlunin er, ef það heldur
áfram aö fá góðar undirtektir,
að stofna sósialdemókratiskan
flokk i likingu við slika flokka á
Norðurlöndum. Slikur flokkur
ætti að geta haft bandalag viö
Frjálslynda flokkinn I næstu
kosningum.
Skoðanakannanir halda
áfram að vera þessari hugmynd
hagstæðar. Hin nýjasta gefur til
kynna, að yrði kosið nú, myndi
slik miðfylking fá 43% atkvæða
og veröa langstærsti þingflokk-
urinn.
Sú skoðanakönnun gaf einnig
til kynna, að David Steel nýtur
mest- fylgis af væntanlegum
leiötogum slikra samtaka. Næst
kemur Shirley Williams og þá
Roy Jenkins.
Óánægjan meö Margaret
Thatcher og óttinn viö Tony
Benn eiga vafalitið mestan þátt
i þeirri velgengni, sem væntan-
leg miðfylking nýtur um þessar
mundir.
6
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri:
Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdótt-
ir. Afgreiðslustjóri: Siguröur Brynjólfsson. —Ritstjórar: Þórar-
inn Þórarinsson, Jón Helgason, Jón Sigurðsson. Ritstjórnarfull-
trúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kjartan Jónasson. Blaða-
menn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur Stefáns-
dóttir, Friðrik Indriðason, Friða Björnsdóttir (Heimilis-TIm-
inn), Heiður Helgadóttir, Jónas Guðmundsson (þingfréttir),
Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson (borgarmál),
Kristin Leifsdóttir, Ragnar örn Pétursson (iþróttir), Ljósmynd-
ir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Agústsson. Myndasafn:
Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þor-
bjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. — Ritstjórn, skrif-
stofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300.
Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387,86392. — VeröIIausa-
sölu 4.00. Askriftargjald á mánuði: kr. 70.00. — Prentun:
Blaðaprent hf.