Tíminn - 30.01.1981, Page 11

Tíminn - 30.01.1981, Page 11
Föstudagur 30. janúar 1981 IÞROTTIR ÍÞROTTIR Úli Ben. hættur i landsliðinu „Hef ákveðiö að gefa ekki kost á mér af persónulegum ástæðuhi” Ólafur Benediktsson ieikur ekki meö landsliöinu i B-keppninni I Frakk- landi. „Ég er búinn að hugsa þetta mál lengi og verið á báðum átt- um hvort ég ætti að halda áfram i landslið- inu eða ekki. Það var ekki auðvelt fyrir mig að taka þessa ákvörðun um að gefa ekki kost á mér i þann landsliðshðp, sem halda mun til Frakk- lands og taka þátt i B-keppninni. Það er að segja, ef Hilmar hefði óskað eftir þvi að ég ætti sæti i þeim hóp. Ég er ekki að hætta við vegna meiðsla i baki, ég er j mjög góðu formi um þessar mundir og það er ekki ósætti við landsliðs- þjálfarann eða lands- liðshópinn, heldur er ég að hætta við af per- sónulegum ástæðum, sem ég get ekki greint frá”, sagði ólafur Benediktsson, lands- liðsmarkvörður úr Val, er Timinn ræddi við hann i gær. Þaö er mikiö áfall fyrir is- lenska landsliöiö aö missa úia Ben. nú rétt fyrir B-keppnina. OÍi er okkar besti markvörður i dag, það er ekkert vafamal, og erfitt verður að fylla skarðið i landsliðinu sem ‘hann skilur eftir sig, Timinn spuröi Olaf hvort þessi ákvörðun hans væri vis- bending um, aö hann hygðist nú draga sig i hlé? „Nei, það er alveg á hreinu að ég er ekki aö hætta, ég ætla að leika áfram handknattleik meöan not eru fyrir mig og það eraldreiað vita, að ef landsliöið hefði not fyrir krafta mina seinna, þá væri ég tilbúinn. En eins og nú stendur á, þá get ég ekki verið með af per- sönulegum ástæðum", sagði Ölafur. röp—. Njarðvíkingar verða að sigra — Ármann í kvöld Njarðvikingar halda áfram hlotið tvö stig það sem at er ferð sinni i átt að Islandsmeist- mótinu og ef leikur liðsins fer aratitiinum i körfuknattleik i ekki að batna til mikilla muna kvöld er þeir leika gegn Ar- verða þau ekki fleiri i vetur. manni og fer leikurinn fram i Njarðvíkingar verða að sigra Njarðvik. i kvöld eigi þeir að halda stöðu Njarðvikingar verða að telj- sinni i deildinni og eins og áður ast mun sigurstranglegri þar sagði, verður að teljast mjög sem Ármenningar hafa aðeins liklegt að svo verði. —SK. Vl^——i \\m+ Knn sigruðu Stúdentar KR-ingana — í leik liðanna i úrvalsdeildinni i körfu i gærkvöldi 73:69 IS-liðið sigraði KR mjög sannfærandi í gærkvöldi/ þegar liðin léku i úrvals- deildinni í körfuknattleik. Leikið var í iþróttahúsi Kennaraháskólans og lokatölur urðu 73:69 eftir að staðan hafði verið 40:34 KR í viI. Stúdentar sönnuðu þaö i gær- kvöldi að það var engin tilviljun að liðið sigraði KR i næst siðasta leik sinum i deildinni, en ástæðan fyrir þvi að liöin léku aftur saman i gærkvöldi var sú, að leiknum var frestaö og hann settur á i gær- kvöldi. KR-ingar sem léku án Jóns Sigurösaonar i gærkvöldi höföu yfirhöndina til að byrja með, voru oftast 2-4 stigum á undan IS og i leikhléi munaöi sex stigum eins og áöur sagði. Stúdentar mættu ákveönir til leiks i siöari hálfleik og áttu KR- ingar ekkert svar viö góðum leik þeirra. Þegar 12 minútur voru liðnar af siöari hálfleik var stað- an þó jöfn 58:58 og þremur minút- um siðar var staðan oröin 67:64 KR i vil. Þegar hér var komið sögu fengu Stúdentar tvö vitaskot viö hverja villu KR-inga, vegna þess að KR-ingar voru komnir meö meira en 9 villur samanlagt. Stúdentar fengu slatta af vita- köstum en hittni þeirra var ákaf- lega léleg, en það kom þó ekki að sök i þetta skipti. Þegar þrjár minútur voru til leiksloka var staðan 71:69 IS i vil og þegar 20 sekúndur voru til leiksloka skor- aði Gisli Gislason siöustu kröfu leiksins fyrir 1S og gulltryggöi sigurinn. Lið IS var nokkuð jafnt i þess- um leik. Þeir Mark Coleman, Jón Oddsson, Gisli Gislason, Arni Guömundsson ásamt Inga Stefánssyni áttu allir mjög góðan leik, en þó var Bjarni Gunnar besti maöur liðsins og stigahæst- ur skoraði 19 stig. Mark kom næstur, skoraöi 18 stig. Hjá KR var Garðar Jóhannes- Framhald á bls. 19 „Þurfum að sýna betrí leik tíl að sigra” ísland og Frakkíúnd leika landsleik i Keflavík i kvöld „Ég vona að okkur takist að sigra Frakkana og að við getum sýnt betri leik en gegn þeim i fyrrakvöld” sagði Hilmar Björnsson landsliðsþjálfari i samtali við Timann i gærkvöldi. Hilmar hefur nú valið þá 12 leikmenn sem leika gegn Frökk- um i kvöld og eru það þessir leik- menn: Markverðir: Kristján Sigmundsson, Viking Einar Þorvarðarson, HK Aörir leikmenn: Olafur H. Jónsson, Þrótti Steindór Gunnarsson, Val Stefán Halldórsson, Val Bjarni Guðmundsson, Val Guðmundur Guðmundsson, Vik- ing Sigurður Sveinsson, Þrótti Atli Hilmarsson, Fram Páll Olafsson, Þrótti Þorbergur Aðalsteinsson, Viking Páll Björgvinsson, Viking Þeirsem hvila ikvöld eru: Axel Axelsson Fram, Jóhannes Stefánsson, KR, Alfreð Gislason KR, Jens Einarsson, TÝ, Þor- björn Guðmundsson, Val, Brynj- ar Haröarson Val, Steinar Birgis- son Viking sem átti að leika en er veikur. Landleikur lslands og Frakk- lands verður i iþróttahúsinu i Keflavik og hefst hann kl. 20. röp-. Jón Sigurðsson var fjarri góðu gamni I gærkvöldi er félagar hans I KR töpuðu fyrir IS I úrvalsdeildinni i körfuknattleik. Hér er hann á fullri ferö I leik gegn Njarövikingum. TimamyndrRóbert.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.