Tíminn - 07.02.1981, Síða 7

Tíminn - 07.02.1981, Síða 7
Laugardagur 7. febrúar 1981 7 Eysteinn Jónsson: Á að hætta við þingræðið? i liðinni viku var Eysteinn Jónsson, fyrrum ráðherra, að þvi spurður i sjónvarpinu, hvort hann væri þvi hlynntur aö þingræði yrði afnumið og upp tekin forsetastjórn, og hvort hann teldi að slik breyting stjórnskipunar gæti leitt til minni rikisumsvifa i þjóðféiaginu. Timinn hefur fengið svar Eysteins til birtingar, og fylgir það hér. Þingræði hefur reynst okkur vel. Rikisstjórnir eru háðar.Al- þingi. Ráðherrar eru tengdir Alþingi og oftast þingmenn jafnframt. Þingmenn eru kjörnu fulltrú- arniri stjórnkerfinu og verða að hafa náið samband við almenn- ing: atvinnulif, félagslif og menningarlif. Þingbundin stjórn er þrátt fyrir allt likleg til að halda átt- unum i samræmi við vilja meirihluta þjóðarinnar þótt út af geti borið stundum. Ekki mæli ég með þvi að af- nema skuli þingræðið. Þá yrði vafalaust sú leið farin að kjósa forseta sem skipaði rikisstjórn án afskipta Alþingis og yrði þvi i engu háð. Vald Alþingis myndi minnka. Vald kjörinna fulltrúa i stjórn- kerfinu yrði sem sé stórlega skert. I stað þingbundinna og i raun og veru þingvalinna ráðherra kæmi ný tegund ráðherra, sem ekki þyrftu að sæta almennum kosningum, og það leiðir af eðli málsins að þeir myndu ekki telja nauðsyn að hafa jafnnáið samband við almenning og þingræðisráðherrar. Þeir myndu heldur ekki telja nauðsyn bera til að taka jafn- mikið tillit til kjörinna fulltrúa á Alþingi og þingræðisráðherrar gera. í þess háttar kerfi, þ.e.a.s. með afnámi þingræðis, tel ég auðsætt að embættisvaldi, og eigum við að segja, sérfræð- ingavaldi — I málum sem eiga þó að vera pólitisk — mundi vaxa ásmegin, en dvina áhrif kjörinna fulltrúa almennings. Þá álit ég alvarlega hættu á þvi að tviskinnungur og tog- streita kæmi upp, til baga, milli þings og rikisstjórnar ef horfið yrði frá þingræði. Við erum mikið togstreitufólk. Þetta er allt að þvi þjóðariþrótt og sist á þau ósköp bætandi. Þá kemur að hinu, hvort rikis- umsvif muni minnka ef þing- ræði væri afnumið. Það er erfitt að setja rikisum- svif undir einn hatt; svo óliks eðlis eru þau og ólikur að þeim hvatinn. Ég nefni aðeins tvennt. Annars vegar er samhjálp sem er einn stærsti liðurinn i rikisumsvifum. Ég óttast að úr samhjálp drægi við afnám þing- ræðis. Á hinn bóginn nefni ég mið- stýringu margs konar, m.a. i at- vinnu- og viðskiptalifi, sem er gildur þáttur. Þar er nú yfirvof- andi að minu viti ótrúleg og vaxandi hætta á ofstjórn, sem i auknum mæli byggist á leyfum og beinu skömmtunarkerfi sem nær til einstaklinga, og i þessa átter þrýstingur úr ýmsum her- búðum, sem vinna þjóðnýt störf af mikilli kunnáttu með aðstoð góðra reiknivéla og likana. Ég tel hættu á of nákvæmri miðstýringu vaxa með afnámi þingræðis og skertum áhrifum þingmanna, þvi þeir eru lik- legri en hinir sem aukið vald myndu fá, til að spyrna gegn auknum rikisumsvifum af þessu tagi. Þingræðið finnst mér liklegra til að mótast af áhrifum frá al-' menningi en hitt kerfið. Yfirleitt vilja menn ekki láta stjórna sér um of og þar kemur þvi við- spyrna gegn of mikilli miðstýr- ingu. Ég vil búa við þingræðið áfram, en bæta framkvæmd þess með ýmsu móti, sem of langt yrði hér að telja. Ég nefni þó i simskeytastil: — Afnám þingrofsréttar, — Nokkra lengingu þingtima, til að koma skaplegu lagi á um- ræður og bæta nefndastarf. — Setja ákveðinn frest handa Eysteinn Jónsson. Alþingi til að mynda stjórn hverju sinni, — Auka verulega tengsl þing- flokka við samtök atvinnulifsins og við sérfræðistofnanir sem leggja til i vaxandi mæli þá þekkingu sem pólitiskar ákvarðanir kjörinna fulltrúa verða að byggjast á. Loks má ég til með að skjóta þvi hér fram að hvaða fyrir- komulag sem haft verður á framkvæmd lýðræðisins, þá fer ekki vel nema fram sé lögð sú félagsvinna i myndarlegum stjórnmálaflokkum sem til þarf að koma. Þaö verður ekki smiðuð póli- tisk eilifðarvél i þingræðisformi eða með öðru byggingarlagi, sem malar pólitiskt frelsi og farsæld án þess að til komi myndarleg pólitisk félagsvinna i stjórnmálaflokkum. Reykj avlkurborg og íþróttamálefni Þess hefur orðið vart að ýmsir úr röðum borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins m.a. sá ágæti iþróttafrömuður Sveinn Björns- son, forseti ÍSl, virðirðist þeirr- ar skoðunar að iþróttamálefni hafi orðið útundan hjá nú- verandi meirihluta borgar- stjórnar Reykjavikur. Jafn- framt er sagt að við framsóknarmenn höfum engu fengið ráðið i þeim efnum innan meirihlutans, þvi engum dettur i hug annað en við séum eindregnir talsmenn og stuðn- ingsmenn iþrótta, sem vissu- lega er hverju orði sannara. Með þessum pistli vil ég leiðrétta misskilning, sem mér hefur virst gæta varðandi fjár- framlög borgarinnar til iþrótta- málefna: 1. Styrkir borgarinnar á liðun- um 05-050 og 05-051 hafa i tið núverandi meirihluta jafnan verði i samræmi við útreikninga IBR. Hér er um að ræða kennslu- og húsaleigustyrki til iþrótta- félaganna og styrkir vegna framkvæmda. Samtals nemur þessi upphæð i ár 415.4 millj. gkr. Varla verður það talið núverandi meirihluta til hnjóðs að hækka hlut borgarinnar i húsnæðiskostnaði félaganna úr 50% i 65% svo sem gert var fyrir tveim árum. 2. Á fjárhagsáætlun borgar- innar fyrir árið 1981 er áætlað að verja 936 millj. gkr. til framkvæmda við iþróttamann- virki. Sumum finnst þetta e.t.v. litið. Miðað við framkvæmdafé borgarinnar er þetta töluvert mikið. Hvernig á svo að verja þessu fé? Kr. 60 millj. eiga að ganga til byrjunarframkvæmda við Skautahöll. Þetta mannvirki hefur verið hannað og þvi valinn staður austan við iþróttahöllina i Laugardal. Það er mér og okk- ur framsóknarmönnum alveg sérstakt ánægjuefni að sam- komulag skuli vera um að hefja þessa framkvæmd á þessu ári. Kr. 300 millj. eiga að fara til byggingar á húsi við Sundlaug- ina i Laugardal þar sem eiga að vera böð og búningsklefar.Stærð þessa húss er 1400 fermetrar. Þessi bygging var upphaflega áætluð þegar sundlaugin var reist. Þáverandi meirihluti hvarf frá þeirri framkvæmd, og holaði búningsklefunum niður i kjallara sundlaugarbyggingar- innar og eyddi tveggja ára framlagi borgarinnar til iþróttamála til þess að reisa áhorfendastúku við sundlaug- ina. Hún tekur sig vissulega vel út á myndum en hefur orðið til litilla nota svo sem kunnugt er. Kr. 450 millj. eiga að fara til að ljúka á þessu ári við bygg- ingu þjónustumiðstöðvar i Bláfjöllum. Við þessa framkvæmd var unnið fyrir um 100 millj. kr. á sl. ári. Hér er um byggingu að ræða sem allir skiðaáhugamenn hljóta að fagna og þeir eru margir. Næsta stóra verkefnið verður að koma Bláfjöllunum i vegasamband suður á bóginn. Kr. 26 millj. eiga að fara til ýmissa smærri verkefna i Bláfjöllum. Kr. 50 millj. eiga að ganga til að kaupa hlut ÍBR i Laugardals- höllinni. Er þar um að ræða 1. greiðslu af þremur, en IBR er eigandi að 8% hluta Hallarinn- ar. Þetta frjármagn ætlar BR að nota til að hefja framkvæmdir á jörð, sem það á austur i Grimsnesi, en þar er áformað að risi i framtiðinni iþróttamið- stöð fyrir Reykvikinga. Kr. 50 millj. eru áætlaðar tií lokaframkvæmda við aö koma upp heitum pottum við Sund- höllina. Af þeim 936 millj. gkr., sem hér hefur verið getið, er ráðgert að rikið og önnur sveitarfélög leggi fram 76 milljónir. Nettó- framlag Reykjavikur verður þvi 860 milljónir. 3. Varðandi framkvæmdir borgarinnar á sviði iþróttamála siðustu tvö árin er rétt að benda á að mjög miklu fjármagni eða á þriðja hundruð millj. gkr. hef- ur verið varið til endurbóta á Sundhöllinni. Þetta mannvirki, sem Framsóknarflokkurinn beitti sér fyrir að reist var á sin- um tima, var svo illa farið vegna skorts á viðhaldi að um annaö var ekki að gera en hefja endurbætur. Einnig hefur mikið fjármagn fariö til lagfæringa á stúku Laugardalssundlaugarinnar. Sú framkvæmd var talin nauðsyn- leg vegna slysahættu. Báðar þessar framkvæmdir hafa verið færðar á rekstrar- kostnað og hefur þvi ekki komið i reikningum sem nýbyggingafé til iþróttamála. Þá lenti þaö i hlut núverandi borgarstjórnar- meirihluta að borga stóru lyft- una i Bláfjöllum, sem þar var reist árið 1973. Ég vænti þess að þeir sem lesa þessa grein komist að raun um að núverandi meirihluti borgarstjórnar hefur siður en svo verið tómlátur um iþrótta- málefni og að við framsóknar- menn höfum verið vel á verði i þeim efnum. Kristján Benediktsson.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.