Tíminn - 07.02.1981, Síða 20

Tíminn - 07.02.1981, Síða 20
— ósamið við vélstjóra verksmiðj anna, sem hafa boðað verkfall frá miðnætti annað kvöld AB — Sáttafundur stóð frá kl.13 i fyrradag til kl.8 i gærmorgun incð deiluaðilum i rikisverksmiðju- deilunni. Samkomulag náðist á milli þeirra sem eru aðildarfélag- ar ASÍ, og vinnumálanefndar rík- isins. Hins vegar náðist ekki sam- komulag við vaktstjúrana, eða vélstjóra i rikisverksmiðjunum, en þeir eru fyrir utan ASt. Samn- ingar strönduðu á margumtalaðri launaflokkaröðuninni. Vélstjórar i ríkisverksiniðjunum hafa þvi boðað verkfall frá miðnætti annað kvöld. Launahækkunin sem samið var um viö starfsfólkið nemur 11.2% á laun frá 15. nóvember sl., en samningurinn gildir út árið 1981. Samkomulag þetta byggist að miklu leyti á Grundartanga- samningnum. 1 gær var unnið að þvi að raöa niður i launaflokka samkvæmt samningnum. Ekki er ljóst hvort verkfall vél- stjóranna veröur til þess að loka verði verksmiðjunum. Framtalsfrestur einstaklinga: Fram- lengdur til 18. febrúar JSG — Akveðið hefur verið aö lengja frest einstaklinga til að skila skattframtölum sinum til 18. febrúar. Fresturinn átti að renna út þ. 10 febrúar. Að sögn Ævars tsberg, rikisskattstjóra, er þetta gert vegna meðferðar Alþingis á breytingum á skattalögum, sem snerta vaxtafrádrátt og frádrátt- arbærni áhaldakostnaðar iðnað- armanna. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um lengingu fram- talsfrest einstaklinga með at- vinnurekstur eða félaga. „Satt best að segja vona ég að framtalseyöublöðin séu nú komin til allra sem búa i þéttbýli,” sagði Ævar Isberg. „Dreifing i sveitum hefur sjálfsagt gengið misjafn- lega, en það gerir nú ekki eins mikiö til, þvi flestir þar hafa lengri framtalsfrest,” sagði Ævar aö lokum. Laugardagur 7. f ebrúar 1981 Ríkisverk- smiöjufólk- iðiASÍ samdi í Veður raskaði áætlun innanlandsflugs í gær AM Vrnsar tafir urðu á innan- landsflugi i gær vegna veðurs og raskaðist áætlun Ft þvi talsvert, t.d. varð ekki flogið til'Akureyrar fyrr en i gærkvöldi, en þá komust þrjár vélar norður. Sagði Pétur Maack, vaktstjóri innanlands- flugs að allt hefði þvi gengið upp að lokum. Akureyrarflugvöllur lokaðist um hádegisbil i gær, en áður hafði Flugfélagi Norðurlands tekist að fara með hóp suður tii Reykjavik- ur og-annan norður aftur. Þá flaug FN til Isafjarðar siðari partinn i gær, eftir að létti til aft- ur. gærmorgun Nútíma búskapur þarfnast HAUER haugsugu Guðbjörn Guðjónsson heildverslun, Kornagarði 5 Simi 85677 Gagnkvæmt tryggingafélag Ráðgjafaþjónusta ítilefni 25 ára afmælis Verzlunarbank- ans á þessu ári heíur hann sett á laggirnar nýja þjónustu sem nefnist Hagdeild heimilisins. Aðalverkefni hennar er ráðgjafaþjónusta. Þangað geta viðskiptavinir bankans, einstaklingar sem fjölskyldur, leitað til þess að fá upplýsingar og ráðgjöf um flestþað sem varðar peninga- og bankamál. Upplýsingamappa og greiðsluáætlun Auk þessarar persónulegu ráðgjafa- þjónustu sem veitt erí öllum afgreiðslum bankans eiga viðskiptavinir nú einnig kost á að taka heim með sér nýstárlega möppu. Hún hefur að geyma ýmsar upplýsingar sem til gagns mega koma, s. s. um sparnað og sparn- aðarleiðir, útskýringar á reikningsaðíerðum og skattalegri meðferð sparifjár og vaxta. Einnig fylgja möppum þessum sér- hönnuð eyðublöð þar sem fólk færir inn ' greiðsluáætlanir og leiðbeiningar um hvern- ig best verður að þeim staðið. Er þetta þín deild? Viljir þú þiggja góð ráð og sýna fyrir- hyggju í fjármálum þá er Hagdeild heimilis- ins þín deild. Kynntu þérþessa nýju þjónustu Verzlunarbankans - þú ert alltaf velkominn. mm. VCRZLUNflR BANKINN

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.