Tíminn - 22.02.1981, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.02.1981, Blaðsíða 6
6 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdótt- ir. Afgreiðslustjóri: Siguröur Brynjólfsson. —Ritstjórar: Þórar- inn Þórarinsson, Jón Helgason, Jón Sigurösson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur V. ólafsson. Fréttastjóri: Kjartan Jónasson. Blaöa- menn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur Stefáns- dóttir, Friörik Indriöason, Friöa Björnsdóttir (Heimilis-Tfm- inn), Heiöur Helgadóttir, Jónas Guömundsson (þingfréttir), Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson (borgarmál), Kristin Leifsdóttir, Ragnar örn Pétursson (iþróttir), Ljósmynd- ir: Guöjón Einarsson, Guöjón Róbert Ágústsson. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristfn Þor- bjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. — Ritstjórn, skrif- stofur og auglýsingar: Siöumúla 15, Reykjavik. Sfmi: 86300. Auglýsingasfmi: 18300. Kvöldsimar: 86387,86392. — Veröilausa-’ söiu 4.00. Askriftargjald á mánuöi: kr. 70.00. — Prentun: Blaöaprent hf. Rautt epli Þjóðviljinn og Morgunblaðið hafa enn einu sinni gengið i fóstbræðralag. Að þessu sinni er það fólgið i þvi, að eigna Timanum kenningu um menningar- legt samsæri þessara blaða. Það er hreint hugarfóstur Þjóðviljans og Morg- unblaðsins, sem gæti bent til órólegrar samvizku, að i Timanum hafi verið minnzt á samsæri i sam- bandi við hin einróma skrif þeirra um skáldverk og rithöfunda. Þetta hefur verið nefnt miklu virðulegri nöfnum, eins og t.d. samstaða, samvinna og sam- spil. Bæði reyna blöðin að bera það af sér, að um slikt samspil þeirra hafi verið eða sé að ræða. Margir ár- gangar af þessum blöðum vitna um hið gagnstæða. Um alllangt skeið hafa margir ritdómar þeirra og fleiri bókmenntaskrif borið andlegum skyldleika óbrigðult vitni. Vitanlega má leita ýmissa skýringa á þessu fyrirbrigði. Hér i blaðinu hefur verið bent á, að það væri rannsóknarefni fyrir glöggan fræðimann að leita orsakanna. Matthias Jóhannessen, ritstjóri Morgunblaðsins, vill ekki kannast við, að hann hafi verið barinn til ásta. Hann hafi gengið til samstarfsins i Rit- höfundaíélagi íslands af friðarumhyggju. Timinn getur vel tekið þá skýringu Matthiasar Jóhannessen til greina, að hann hafi stjórnazt af kristilegu hugarfari, fyrirgefið árásirnar á sig og gengið til samstarfs i Rithöfundafélaginu af friðar- vilja. Hann er þá ekki fyrsti friðarsinninn, sem hefur fallið i svipaða gröf. Jafnframt þvi, sem rétt er að leita fræðilegra skýringa á umræddu samspili Morgunblaðsins og Þjóðviljans, er það ekki ómerkilegra rannsóknar- efni að kanna þau áhrif, sem það kann að hafa haft á þróun skáldskapar og sagnagerðar á þvi timabili, sem það hefur haldizt. Hefur þetta samspil t.d. leitt til þess, að ákveðin ljóða form hafa verið tekin framyfir önnur af ungum skáldum? Hefur þetta orðið orsök meiri rót- tækni en ella? Hefur þetta stuðlað að þvi, að ljóða- gerð íslendinga hefur risið hærra en áður, eða hefur þetta haft öfug áhrif? Fleiri spurningar mætti nefna. En ótvirætt er það, að umrædd samstaða þessara áhrifamiklu fjölmiðla hefur haft mikil áhrif. í Lesbók Morgunblaðsins birtist nýlega ljóð, sem lýsir viðhorfi verðandi skálds til gagnrýnandans. Það er eftir Gunnar Sigfússon og er á þessa leið: Yfir eyðimörkina þokast úlfaldalest min klyfjuð orðum á vinstri hönd situr gagnrýnandinn við skrifborð sitt vegur og metur klyfjar úlfalda minna gegnum gleraugu fræðimannsins og að lokum stenst hann ekki mátið og fær sér rautt epli. Aðalgagnrýnendur Þjóðviljans og Morgun- blaðsins, Árni Bergmann og Jóhann Hjálmarscon, eiga það sameiginlegt, að ekkert gleður meira auga þeirra en rautt epli. Þ.Þ. Sunriiiödgur 22. febrúár 'Í981. Þórarinn Þórarinsson: Erlent yfirlit Shirley er nú miklu vinsælli en Margaret Verður kosið milli þeirra í næstu kosningum? Shirlev Wiliiams aö halda ræðu ÞAÐ VAKTI mikla athygli i byrjun mánaðarins, þegar Shirley Wiliiams tilkynnti, að hún hefði sagt sig úr miðstjórn Verkamannaflokksins. Tveim- ur dögum síðar skýrði hún frá þvi, að hún myndi segja sig úr Verkamannaflokknum. Þessi yfirlýsing Shirley Will- iams var talin merki þess, að teningnum hefði verið kastað á þann veg, að bráðlega verði stofnaður nýr sósialdemókrat- iskur flokkur undir forustu Shir- ley Williams og þriggja annarra fyrrverandi ráðherra Verka- mannaflokksins. Klofningurinn i Verkamannaflokknum væri þar með endanlegur. Shirley Williams er langsam- lega þekktust og vinsælust þeirra, sem verða helztu leið- togar hins nýja flokks. Siðustu árin hefur verið mjög um það rætt, að hún ætti eftir að verða formaður Verkamannaflokks- ins og væntanlegur forsætirráð- herra. Sennilega hefði hún orðið sigursælli en Denis Healey i samkeppninni við Michael Foot um formennskuna i flokknum. Shirley Williams gat ekki tek- ið þátt i þeirri samkeppni. Það óvænta gerðist i þingkosningun- um vorið 1979, að hún féll i kjör- dæmi, þar sem talið var að hún ætti örugga kosningu. Hún hafði talið sig svo vissa, að hún sinnti kosningabaráttunni meira annars staðar en á heimavig- stöðvum. Talið er, að Callaghan hafi boðið henni að láta einhvern af þingmönnum flokksins hætta og tryggja henni þannig kjördæmi. Hún hefði þá fengið strax sæti i þinginu. Hún er talin hafa hafn- að þessu og kosið heldur að heyja baráttuna utan þings. Það hefur lika verið vanda- laust fyrir hana að vera i sviðs- ljósinu. Fréttamenn hafa snúizt i kringum hana og flest sem hún hefur sagt og gert hefur þótt gott fréttaefni. Shirley Williams er fimmtug að aldri. Foreldrar hennar voru rithöfundar og bjuggu við sæmi- leg efni. Faðir hennar, Sir George Catlin, var eldheitur só- sialisti og fór með dóttur sina kornunga á fundi sósialista. Sextán ára gömul gekk hún i Verkamannaflokkinn og er þvi búin að vera i honum i 34 ár, þegar hún gengur úr honum. Móðir hennar, Vera Brittain, höfundur „Testament of Youth”, lagði meiri áherzlu á frjálsræði kvenna en að þær væru fullkomnar við heimilis- störf. Shirley Williams segir, að matargerð sé ekki uppáhalds starf hennar. Árið 1939, þegar heimsstyrj- öldin hófst voru hún og bróðir hennar send til ættingja i Bandarikjunum og voru þau þar til 1943. Eftir heimkomuna til Bretlands hóf hún nám við kvennaskóla en lauk siðar há- skólaprófi i Oxford. Að námi loknu, stundaði hún blaðamennsku um nokkurt skeið m.a. við Daily Mirror, en féll hún ekki. Áhugi hennar beindist mest að stjórnmálum. Árið 1964 var hún kosin á þing og átti þar samfleytt sæti til 1979. Á árunum 1966-1970 gegndi hún ýmsum aðstoðarráðherra- störfum. Þegar Harold Wilson myndaði stjórn að nýju 1974, skipaði hann Shirley Williams verðlagsmálaráðherra. Þegar Callaghan tók við stjórnarfor- ustunni 1976, fól hann Shirley Williams embætti menntamála- ráðherra og gegndi hún þvi til stjórnarskiptanna vorið 1979. Hún þótti reynast vel i báðum þessum erfiðu ráðherraembætt- um. EFTIR að Margaret Thatcher var kosin formaður Ihalds- flokksins jókst mjög umtal, um, að Verkamannaflokkurinn ætti að tefla Shirley Williams fram sem keppinaut hennar. Þær eru þó harla ólíkar. Margaret Thatcher er ströng og stif og vandar mjög klæða- burð sinn. Framkoma hennar einkennist af myndugleika og hafa gárungar þvi á orði, að hún sé eina karlmennið i rikisstjórn- inni Shirley Williams er hins veg- ar látlaus og alþýðleg i fram- göngu og umgengst háa sem lága sem jafningja. Hún er hirðulitil i hárgreiðslu og klæða- burði, enda mun lafði Astor hafa sagt henni, að hún kæmist ekk- ert áleiðis i stjórnmálum með sitt úfna hár. Lafði Astor var fyrsta konan, sem átti sæti i brezka þinginu. Framkoma Shirley Williams hefur þó ekki spillt vinsældum hennar. Shirley Williams telur sig ekki hægri krata, þótt hún hafi lent i deilum við vinstri arminn i Verkamannaflokknum. Hún segir ekki ætla að taka þátt i stofnun venulegs miðflokks, heldur vinstri sinnaðs flokks. Liklegt þykir, að hún muni ráða miklu um stefnu nýja flokksins. Það er ekki sizt i utanrikis- málum, sem leiðir hennar og vinstri armsins hafa ekki legið saman. Hún er eindregið fylgj- andi Atlantshafsbandalaginu og aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu. Shirley Williams var um skeið gift þekktum félagsfræðingi og heimspekingi, Bernard Will- iams, en þau skildu þegar hann ákvað að giftast annarri konu. Dóttir þeirra hefur búið hjá móður sinni. Um skeið gekk sá orðrómur, að Shirley Williams hygðist gift- ast kanadiskum prófessor, Anthony King. Úr þvi varð þó ekki og er sagt, að það hafi átt sinn þátt i þvi, að Shirley Will- iams er kaþólsk. Flest bendir nú til, að hún muni setja svip á brezk stjórn- mál, a.m.k. næstu misserin. Shirlev Williams hugsar ráð sitt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.