Tíminn - 22.02.1981, Qupperneq 8

Tíminn - 22.02.1981, Qupperneq 8
8 M'MiH'I'I Sunnudagur 22. febrúar 1981. Rósmundur G. Ingvarsson: t Timanum 3. febr. s.l. getur á að lita greinarkorn undir nafninu Gullkálfurinn bisperti. Þar er Magnús Ólafsson að svara grein minni er birtist 22. og 23. jan. Að- ur var Magnús búinn að senda mér kveðju sina og þakka fyrir „tilskrifið” af þvi það gæfi tæki- færi til að skrifa meira um Blönduvirkjun. Raunar virðist hann ekki þurfa neitt sérstakt tækifæri. Ég þakka Magnúsi fyrir svarið þó ekki virðist það ýkja upp- byggilegt og ég fái ekki háa eink- unn þar fyrir mina ritmennsku. En það gefur mér ástæðu til að stinga niður penna á ný og mun ekki af veita ef min skrif um Blönduvirkjun eiga að vega á móti öllu þvi sem hann hefur skrifað og talað um þá fyrirhug- uðu framkvæmd og komið á framfæri i blöðum, á mannfund- um og i útvarpi. Þætti mér eigi óliklegt að fast þurfi að girða svo ekki snarist um hrygg á merinni og mun ég þvi til að minnka áhall- ann, láta fremur stutta grein nægja að sinni en koma þenni þvi fljötar i baaeann. Magnús virðist hafa gripið pennann mjög fljótt eftir lestur greinar minnar, en leggur ekki i að svara svo sem neinu. Þess i stað hefur hann i örvæntingu sinni gripið til þess ráðs, að tina saman smáklausur til og frá úr greinum minum, slitnar úr sinu samhengi, og gefur i skyn að um mótsagnir sé að ræða, en um leið opinberar hann vanþekkingu sina á þvi sem um er rætt. Kannske hefur mér tekist miður vel að koma orðum að þvi er ég vildi segja, en þeir sem til þekkja munu fáar mót- sagnirfinna. Sem dæmi um þenn- an samti'ning má nefna, að eftir- farandi klausur eru settar á vogarskálarnar, hvor gegn annari: „Óliklegt er að hann (þ.e. Magnús) hafi verið beðinn að koma þessum tölum á framfæri, enda er hann búsettur utan þeirra sveitarfélaga sem kemur mál þetta við”. Og „Þessi eyðilegging á graslendi er ekkert einkamál okkar hér i viðkomandi sveitum. Hún er mál allrar þjóðarinnar”. 1 fyrra atriðinu var ég að skrifa um tölur um beitarþol Eyvindar- staðarheiðar og vil meina að Sveinsstaðahreppi komi það ekki við. En i siðari kaflanum var ég að skrifa um eyðileggingu a.m.k. 56 fermk. gróöurlendis og vil meina að það komi öllum Islend- ingum við. Ég fæ ekki séð að þetta stangist á, jafnvel þó að ekki sé gerður greinarmunur á einstakl- ingi og sveitarfélagi. Rithamur í algleymingi Magnús fjölyrðir um rit- mennsku mina og segir m.a. „... vera kann að sumt hafi hrokkið úr pennanum þá rithamurinn hefur verið kominn i algleyming”. Einnig segir hann aö það sé algengt við skrif min að segja að- eins það sem hentar hverju sinni og að stundum sé hálfur sannleik- urinn sagður og siðan ætlast til að menn geti i eyðurnar eins og mál- stað minum henti hverju sinni. Einhversstaðar las ég eigi fyrir löngu, að þeirsem skrifa um aðra lýsi fyrst og fremst sjálfum sér. Hugsanlega gæti það átt við i þessu tilfelli. E.t.v. kann þaö að vera rétt hjá Magnúsi að finna megi eitthvað i skrifum mi'num sem sumir menn flokka undir áróöur gegn Blöndu- virkjun, en hafa ber i huga að ég skrifaöi grein mina til mótvægis áróöri Magnúsar o.fl. og reyni aö bæta úr þegar hann vanrækir aö greina frá dekkri hliöum málsins. Og ég hefi lika reynt aö gæta þess að spilla ekki samningsaðstöðu sveitarstjórnanna. Auðvitaö mið- uöu skrif Magnúsar um, aö aðeins 4% af beitarþoli Eyvindarstaða- heiðar eyðileggist við þá fyrir- huguðu virkjun og fullyröing um aö það sé staðreynd, að þvi að grafa undan samningsstöðu eig- enda heiðarinnar og koma þeirri skoðun inn hjá mönnum að tjón af Svar til Magnúsar Ólafssonar völdum virkjunar verði sáralitið og auðvelt að bæta fyrir það. Þessvegna skrifaði ég greinina til að benda á fleiri hliðar á málinu. Hann reynir ekkert að hrekja i svari sinu af þvi sem ég segi, en stangast á þessum 4% sem hann getur enganvegin> ábyrgst að sé rétt tala. Þvi miður hafa fleiri spillt fyrir sveitarstjórnunum með tilliti til hugsanlegra samn- inga um bætur fyrir spjöll af völd- um fyrirhugaðrar virkjunar, en of langtmál yrði að rekja það hér. Kannske verður það gert af öðr- um. Skórnir troðnir niður Það skortir sist þrýstihópa til að reyna að troða skóna niður af bændum. Við vitum það að bændastéttin er i sárum eftir erfiðleika siðustu ára. Við könn- umst við hugtök eins og sölu- tregðu landbúnaöarvara, offram- leiðslu, kvóta, búmark, fóður- bætisskatt, tekjurýrnun vegna árferöis 1979 og siðast áfall af völdum öskufalls. Það þykir vist kjörið tækifæri að knýja á um samninga um eyðileggingu af- réttarlanda meðan svo er þrengt aö bændum á flestum sviðum og fjöldi landsmanna trúir þeirri dellu að fækkun sauðfjár og fækk- un bænda sé hin mesta nauðsyn. Þess vegna veröur eflaust sótt fast á um að ná samningum nú, þótt alsendis sé óvist aö Blöndu- virkjun verði næsta stórvirkjun. Magnús ræðir um „staðreynd- imar um fyrirhugaöa Blöndu- virkjun”. En hvað kallar hann staöreyndir? Getur hann t.d. ábyrgst að það sem frá rann- sóknaraðilum kemur sé allt óbrygöult* Getur þeim ekki mis- sýi>t eins og öðrum mönnum? Hvað um leku lónin syöra? Má helstekki viðurkenna staðreyndir nema að þær séu jákvæöar fyrir virkjunarkostinn? Frá sjónarhóli Magnúsar er vist óskapleg synd að hafa eitthvaö við þetta óska- barn hans að athuga. Vafasamur gullkálfur Magnús virðist hrifinn af gull- kálfum og segir að margir muni vilja fá gullkálf á sina lóð. A hann þá við að skagfirðingar vilji fá Villinganesvirkjun sem mun út af fyrir sig vera nokkuð rétt. Hann hefur sjálfur verið manna dug- legastur að spilla fyrir þeirri virkjun, með skrifum sinum um yfirburði Blönduvirkjunar. Var það einkum meðan þessum tveim virkjunum var stillt upp hvorri á móti annari, sem reyndar var alla tið röng uppstilling.þvi önnur hentaði ef stóriðja var i spilinu en hin ef virkja átti fyrir almennan markað. Nú er Villinganesvirkj- un litið á dagskrá vegna þess hve litil hún er, en kemur þó alltaf til greina t.d. ef brúa þarf bil orku- öflunar meðan stærri virkjun er i byggingu. Hinsvegar er það mis- skilningur hjá Magnúsi að ég hafi sérstaklega verið að vinna að henni með þvi að benda á galla Blönduvirkjunar, enda hefi ég varla minnst á Villinganesvirkj- un i' minum skrifum. Ég er heldur ekkisérlega hrifinn af gullkálfum þótt auðvitaö verði mikil atvinna um tima. Hún tekur enda og pen- ingar ganga fljótt til þurrðar og þá hugsa menn kannske svo, að betra hefði verið aö sitja kyrr að búi sinu. Rafmagn fáum við eftir Byggðalinu og hún hefur reynst vel ogþvi'er nokkuð sama hvar á landinu virkjað er bara ef virkj- anirnar standa sina plikt og jarð- skjálftar granda þeim ekki. Hins- vegar hefi ég ekki spillt fyrir Villinganesvirkjun en það hafa ýmsir gert með þjónkun sinni við Blönduvirkjun og landeyðingu þar. En sumir Húnvetningar og ekki síöur Akureyringar o.fl. mega sjá eftir þvi nú að hafa ekki stutt viö bakið á þeim mönnum sem unnu að þvi að virkjaö yrði hjá Villinganesi meðan sú virkjun kom sterklega til greina, þvi varla heföi hún brugðist eins hrapalega í vetur eins og miðlunarlónin syðra. Þeir hefðu þá siður þurft að vera hrópandi og krefjandi um Blönduvirkjun i dag og trúlega mega þeir hrópa hátt og mikið ef takast á að fá þvi framgengt að Blönduvirkjun verði næsta stórvirkjun, þó að ekki standi á samningum. Vandamál Vatnsdæla Eins og að er vikið hér að ofan, er mikill þrýstingur frá flestum kaupstöðum og kauptúnum og jafnvel frá stöku hreppum á Norðurlandi, sem beinist að þvi að fá Blönduvirkjun og að eigend- ur afréttanna gefi land sitt eftir undir miðlunarlónið. Jafnvel sumir ibúar sveitanna sem eiga afréttina, aðallega úr hópi þeirra sem hafa nóg land heima, hafa gerst liðhlaupar og gengið i lið með þessum hávaðasömu krefj- endum sem heimta Blönduvirkj- un eins og hún var fyrirhuguð með eyðileggingu um 60 ferm. úr- vals beitilands og skora á rikis- vald og landeigendur að semja um þetta strax. Undir þessum þrýstingi eru nú hafnar viðræður um hugsanlega samninga. Þetta minnir dálitið á þorskastriðið við Breta og samn- inga sem þá voru gerðir. Stór- veldið beitti þvingunum og of- beldi. Samningarnir voru nefndir nauðungarsamningar. Mörgum af þeim mönnum sem mynda þennan stóra þrýstihóp, kemur mál þetta harla litið við nema eins og hverjum öðrum Islendingi. Það eru aðeins rikis- valdið og fimm sveitarfélög sem koma til með að semja, ef til samninga dregur. Vini okkar Magnúsi kemur málið þó liklega ivið meira við heldur en mörgum félögum hans I þrýstihópnum, svo og sveitungum hans og Vatnsdæl- ingum. Þeim kemur þetta við vegna hættu á að Vatnsdalsá verði fyrr eða siðar tekin meö i vatnsmiðlun fyrir Blönduvirkjun, þvi að svo viröist að fyrirhuguð miölun nægi aðeins fyrir cal35 MW. en virkjað verður fyrir 177 MW. Til að fullnýta vélarnar þarf trúlega meira vatn og mun lang- auðveldast að taka það sem renn- ur til Vatnsdal. Aætlanir hafa veriðá dagskrá um annað lón upp við Draugháls. Krítað nokkuð liðugt Magnús talar um öfgar, en hverjir ætli séu öfgamenn i þessu virkjunarmáli. Við sem erum i andófinu höfum góða sýn til allra hliða málsins og það er meira en hægter aðsegjaum þrýstihópinn. T.d. virðist Magnús ekki viður- kenna að virkjunin geti valdið eyðingu eða skemmdum á gróð- urlendi kringum lónið væntan- lega, svo sem vegna leka út fyrir stiflugarða, eða vegna kulda- áhrifa. Hann ætti nú samt að spyrja Svinvetninga hvort þeir verði ekki varir við kuldaáhrif frá Svinavatni á vorin. Það er þó ekki stórt miðað við ósköpin sem þrýstihópurinn vill láta búa til uppi á afréttunum. Mér þykir Magnús krita nokkuð liðugt þegar hann hefur eftir mér aö „uppgufun úr lóninu valdi svo mikilli þokumyndun að sneiðast fari um heyþurrk i norðlenskum byggðum og i kjölfarið komi bú- seturöskun og jafnvel eyðing byggða”. Ég mun hafa látið mér nægja að nefna nálæga dali og vitna jafnframt i rit Orkustofnun- ,ar sem nefnist Virkjun Blöndu I. (bls.82). Og einnig vitnaði ég i umsögn S.U.N.N. (Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi) þar sem segir m.a.,,.. Loks getur lón- ið haft áhrif á veður á nærliggj- andi afréttum og einnig i nálæg- um sveitum t.d. með aukinni þokumyndun...” Er þetta nú ekki of frjálsleg málsmeðferð hjá sveitarhöfðingjanum? Hefði ekki verið nær að kikja svolítið i þær ritgerðir sem til er vitnað og láta svo nægja að nefna nálæga dali fremur en þeyta þokunni um allt Norðurland. Fleira tinir Magnús til i svargrein sinni og gerir svip- uð skil, en ég læt nægja að benda á þetta. Með þessu skrifi er hann að reyna að læða þvi inn hjá les- endum að min skrif séu mark- laust kjaftæði, en athyglisvert er að hann reynir ekkert að hrekja af þvi sem ég held fram. Listinn sem hvarf Ég vek athygli á að Magnús minnist ekkert á listann sem hvarf. Trúlega gæti hann þó frætt okkur eitthvað um það dularfulla fyrirbrigði. Þessi undirskrifta- listi, sem mun hafa verið áskorun eða krafa um Blönduvirkjun (með eyðileggingu 60 ferkm. graslendis), mun hafa legið frammi á þéttþýlisstöðum Húna- vatnssýslu og verið ætlaður til upplesturs og áhrifa á kynningar- fundi um fyrirhugaða viriijun. Forlögin höguðu þvi svo til, að fundinum var frestað vegna veð- urs og oddvitar aðildarhreppa Eyvindarstaðaheiðar fréttu um plaggið um það bil er fundurinn átti að vera. Þeir gengust þá fyrir undirskriftasöfnun til mótvægis og höfðu lokið þvi og komið sinum listum i hendur ráöherra áöur en fundurinn var svo haldinn i Húna- veri. Þrýstihópurinn lét þá sina undirskriftalista hverfa, en þess i stað röðuðu málpipur hópsins sér á mælendaskrá og tókst aö breyta fundinum að verulegu leyti frá þvi að vera kynningarfundur yfir i að vera áróðursfundur fyrir fyrir- hugaða Blönduvirkjun. Undan- tekningar frá þvi voru ræður framsögumanna og fleiri gesta að sunnan svo og andstæðinga land- eyðingarinnar o.fl. Tefldi þrýsti- hópurinn fram þjálfuðum ræöu- mönnum (m.a. frá Sauöárkróki) og fjölmennu klappliði og yfir-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.