Tíminn - 10.03.1981, Page 8

Tíminn - 10.03.1981, Page 8
8 Þriðjudagur 10. mars 1981 Háskóla- tónleikar Þótt deilt hafi verið á sumar kenningar Maós i seinni tið, standa þó aörar sem klettar i hafróti timans, eins og sú, að það eigi að lofa öllum blómum að vaxa. Sem dæmi um blóm, sem hefur gefiö af sér fagra á- vexti, eru Háskólatónleikarnir, en þar hefur sitthvað heyrst gegnum árin, sem vandséð er hvern annan vettvang ætti sér, t.d. ymis sjaldgæf tónlist, nú- tímatónlist og nú siðast málm- blásarakvintett. En laugardag- inn 7. mars lék kvintett skipaður Lárusi Sveinssyni og Jóni Sigurðssyni (trompett), Þor- katli Jóelssyni (horn), William Gregory (básúna) og Bjarna Guðmundssyni (túba), en þeir eru allir lykilmenn i aftursætis- liði Sinfóniuhljómsveitarinnar. Það er skemmst frá þvi að segja, að þetta urðu tónleikar dagsins þeim sem þá heyrðu, bæði fallegir, fjörugir og skemmtilegir, þvi ekki getur göfgari hljóma en vel-leikna málmblásturssamhljóma, auk þess sem tónlist fyrir þessa samsetningu er yfirleitt af skemmtilegra taginu. Þá er sal- ur Félagsstofnunar vel fyrir þessa tónlist fallinn, þvi undir tekur i veggjunum, enda hannaðir af einum gifuryrtasta húsameistara þjóðarinnar. Efnisskráin var skemmtilega samansett: fyrir hlé var dæmi- gert blásarastykki, Fanfare eftir Paul Dukas. Þá fylgdi Exhibition eftir Bandarikja- manninn Fisher Tull (f. 1934) e.k. kynningá hljóöfærunum, og loks Intrada und Allegro, sem Páll P. Pálsson, þá fyrsti trompet i Sinfóniuhljómsveit- inni, samdi árið 1954, ágætt verk. Eftir hlé var einkum leikin barokk-tónlist, þó að undantek- inni „Sinfóniu óp. 5” eftir rússneska verkfræðinginn Victor Ewald (1860-1935), sjald- heyrðan mann. Þá þrir dansar Fjórða Béið Tdbuleikarinn eftir Steinberg. eftir Pezel (1639-94), Contrapuctus IX úr Kunst der Fuge eftir Bach, og loks Canz- ona Bergamasca eftir Scheidt (1587-1654). Þeir félagar léku þetta allt af miklu öryggi og tilþrifum, enda ljómuðu tónleikagestir af fögn- uði, og einn kunnáttumaður lét þau orð falla i hléinu, að „það væri feikna fútt i blásurunum”. Málmblásturshljóðfærin eiga sér geysivitt svið, i hvers kyns tegund af tónlist: þau ljá sin- fónium Beethovens sterku lit- ina, þau eiga sitt barrokk- „repertoir”, nútimaverk, og auðvitað lúðrasveitartónlistina, en Urþeim óþrjótandi sjóði jusu þeir fimmmenningar aukalög- um sinum. Nú veit maður a.m.k. hvað brassið getur. 8.3. Bach, Beethoven og Brahms eru kallaðir „stóru Béin þrjú” og sumir vilja telja Bélu Bartók hið fjórða. En Bartók á einmitt 100-ára afmæli á þessu ári — hann fæddist árið 1881 og dó 1945. Markl-kvartettinn þýzki, sem hér tók þátt i flutningi Beethoven-kvartettanna um ár- ið — stórskáldin eru orðin svo mörg, að næstum þvi hvert ár er júbilár af einhverju tagi — kom hér aftur á vegum Kammer- músikklóbbsins til að flytja fáein verk eftir Bartók, ásamt TÓNLIST Sigurður Steinþórsson með ýmsu öðru. Kvartettinn lék tvisvar i BUstaðakirkju, laugar- daginn 28. febrúar og mánudag- inn 2. marz, en ég sótti aðeins fyrri tónleikana. Efnisskráin var þannig: Kaflar úr Dúóum fyrir tvær fiðlur eftir Bartók, Strokkvartett i G-dúr K 387 eftir Mózart, og Kv^rtett nr. 1 op. 7 eftir Bartók. Markl-kvartettinn hefur tekið talsveröum breyt- ingum siðan hann var hérna sið- ast og er núna þannig skipað- ur: Jósef Markl og David John- son, fiðlur, Bernhard Pietralla, lágfiðla, Manfred Becker, kné- fiðla. Still hans hefur samt ekkert breyzt, hann leggur höfuð- áherzluá fágaða spilamennsku, en tekur aldrei verulega á — hann er „kvæntur” i framkomu sinni.með orðum Adolfs Busch. Maður hlýtur að dást að tónin- um og samspilinu, en einhvern veginn er allt dauft i höndum Béla Bartók. þessa kvartetts. Það varð þó ekki sagt um Dúóin, sem eru 44 að tölu og gefin út 1931. Þau eru útsetningar á ungverskum þjóð- lögum, hvert öðru skemmti- legra, og prýðilega leikin af þeim M’árkl og Johnson. Bartók hóf rannsóknir sinar á ung- verskri alþýðutónlist áriö 1905, ásamt vini sínum Zoltán Kodály, sem breytti allri hans tónlistarsköpun þaöan I frá. Kvartettinn nr. 1 óp. 7 er frá árinu 1908, en þar gætir enn mestra áhrifa Wagners, þykk raddsetning og rómatismi, nema helzt i siðasta kaflanum. Markl kvartettnum tókst ekki að lyfta verkinu, né greiða úr flækjum þess. K. 387 er hinn fyrsti af hinum sex Haydn-kvartettum, sem skáldið tileinkaði Jósef Haydn með bréfi dags 1. sept. 1785. Sið- an spiluðu þeir kvartettana saman: Haydn lék 1. fiðlu, en Mózart lágfiðluna. Kvartettinn er i' D dúr, sem fræðimenn segja að sé lifsgleöi-dúr Mózarts — t.d. syngur Papageno i Töfra- flautunni mest i G-dúr og loka- kaflinn minnir um margt á Papageno. En svk. minni kenn- ingu er Stuttgart, heimaborg Markl-kvartettsins, of norðar- lega til að ráða við Mózart þannig að fullt gagn verði að. Béla Bartók fæddist semsagt 25. mars 1881, sonur skólastjóra landbúnaðarskóla. Hann lærði i tónlistarháskólanum i Búda- ;-est, og fyrstu verk hans drógu dám af Bramhs og Liszt. Arið 1905 fór hann að fást við þjóðlög Ungverja, Slóvaka og Rúmena, og ferðaðist um allt ásamt Kodalý, meö upptökutæki, eins og Hallfreður Orn Eiriksson um Island, og tók upp tónlist, alls ein 16000 lög. Fyrir tilstilli þess- ara rannsökna gerbreyttist still hans sjálfs, þó ekki þannig að hann tæki upp þjóðlög og útsetti þau, heldur fékk hann annan skilning á grundvallaratriðum tónlistar, svo sem kemur fram i verkum hans. Arið 1980 gerðist hann pianó- leikari við tónlistarskólann i Búdapest, en sagði af sér árið 1934 af pólitiskum ástæðum og snéri sér að þjóðlagarannsókn- um sinum af alefli. Þegar Ung- verjar tóku að daðra við þýzku nazistana ofbauð Bartók, og hann flutti til Bandarikjanna árið 1940, sextugur að aldri, þar sem hann var gerður að heiðursprófessor við Columbia- háskólann. Hann dó úr hvit- blæði, snauður maður og vina- fár. Hin sorglegu endalok tón- skáldsins spurðust brátt út, og ollu áður- óþekktum áhuga á manninum og verkum hans. Hann hafði komizt að nýjum sannleik með rannsóknum sin- um, og búið tíl nýtt „tungumál tónlistarinnar”, án dúrs, molls, eða taktastrika, sem fylgis- menn hans halda fram að hafi verið hin sanna rót tónbyltingar þessarar aldar miklu fremur en tólftónamúsik Schönbergs. 8.3. Mikhail Tal, alþjóðlegur stórmeistari: Grúsíska undratréð Það er orðin hefð að halda Heimsmeistaraeinvigi kvenna i skák i' Grúsiu. Þetta komst á fýrir tæpum tuttugu árum. Það er langt siðan að skákunnendur hættuað undrast þessa tilhögun og þegar þeir fletta nýjum skák- timaritum, biða þeir eftir frétt- um af nýrri skákstjörnu, sem hefur verið alin upp i Grúsiu. Undanfarin ár hafa keppend- umir I heimsmeistaraeinviginu verið frá Grúsiu. Knattspyrnan i Brasiliu, ishokkey i Kanada, skáklist i Grúsi'u. Iþróttagreinar, sem eru þjóðunum I blóö bornar. 1 Grúsiu var ekki aðeins um að ræða, að skáklistin nyti virðing- ar og skipaði heiðurssæti. Þaö er kunnugt,aðstúlkurfengu tafl i heimanmund ásamt öðrum sjálfsögðum hlutum. I lýðveld- inu er skáklist kvenna I leiðandi sæti. 1 nokkra áratugi hefur Grúsia getað státað af mörgum góöum skákkonum. Þær hafa náð góð- um árangri á Sovétmeistara- mótum, en ekki var um neinn afburðaárangur að ræða. Svo kom að þvi I lok sjötta áratugs- ins, að ung stúlka skaust upp á skákminininn. Um hana gengu ótrúlegar sögur. Hún tekur þátt i skákmótum drengja og sigrar alla. Þessi stúlka heitir Nona Gaprindasvili og er frá borginni Zugdili. Ég hitti hana fyrst á unglingameistaramóti, þar sem ég var þjálfari lettneska liðsins. Leikstill hennar var undraverð- ur. Hjá skákkonum hefur varnarleikur ætið verið rikj- andi, þær voru varar um sig, biðu eftir hentugu tækifæri og lögðu þá til atlögu. En hér var um alltannaö aö ræða. Nona lék djarflega, I leik hennar var samræmi og hún lét fórnir sér ekki fyrir brjósti brenna. Þá þegar kom i ljós, að hún vildi ætið hafa frumkvæðiö. Ariö 1961 tók hún þátt I keppninni um áskorendaréttinn til að skora á heimsmeistarann, Ellsabetu Bykovu. Hinir áskorendurnir höfðu alla yfirburði fram yfir Nonu Gaprindasvili, sem var ung, óreynd og óþekkt. I fyrstu undaneinvigunum sigraði Nona hvern andstæðinginn á fætur öðrum og hún hélt uppteknum hætti allan timann og að ári liðnu sigraði hún heimsmeistar- ann með glæsibrag og hafði ekki tapað einni einustu skák. Gaprindasvi1 i varð átrúnaðargoö grúsiskra stúlkna. Frá skákhöllinni i Tbilisi komu ungar, upprenn- andi skákstjörnur. Þegar ég kom fyrst til Tbilisi, þekktumst við Nona vel. A alþjóðlegu skák- móti á Islandi tókst mér aö vinna hana i spennandi skák. Ég get ekki annað en verið hreyk- inn af þessu afreki, þar sem það eru ekki margir karlmenn, sem geta hreykt sér af þvi að hafa erindi sem erfiði viö skákborðið með Nonu. 1 Tbilisi hitti ég þjálfara Nonu, Vahktang Karseladze, sem hefur unnið mikið starf til eflingar skákiist i Grúsfu. Allir leiðandi skák- meistarar i Grúsiu á minum aldri koma undan verndarvæng hans. Og þá sagði hann mér, að hann væri að þjálfa stúlku, sem ætti eftir að tefla við Nonu Gaprindasvili. Þessi ummæli hans kölluðu fram efasemdar- bros. En þessar tvær skákkon- ur, sem hann haföi þjálfað, hitt- ust á Sovétmeistaramótinu 1964. Þá var sú yngri aöeins fimmtán ára. Það var Nana Alexandria. Lengi sóttist hún eftir fyrsta sætinu, en óheppni I lokakeppn- inni spillti árangrinum talsvert. A þessu móti veittu ritstjórnir dagblaða og timarita verðlaun fyrir góðan árangur og Alexandrfa fékk ein þessi verð- laun. Hún hlaut verölaun fyrir best endatafl; gott endatafl krefst reynslu, þolinmæði og leikhæfni. Jafnvel við karl- mennirnir töldum, að endataflið væri glæsilegt hjá henni. Og eftir 11 ár rættist draumur Vahktangs Karseladze. Nona Gaprindasvili og Nana Alexandrfa kepptu um heims- meistaratitilinn. Nona hafði reynsluna og hreppti titilinn. I Grúsiu eru oft haldin skák- mót kvenna og ef til vill er það ein af ástæðunum fyrir þvi hversu sigursælar grúsiskar skákkonur eru. Það má heita að nýjar stjörnur komi fram á hverju nýju móti. Maja Tsjibúrdanidze vakti fljótlega athygli manna. Fyrir sjö árum sagði stórmeistarinn Eduard Gufeld mér af mikilli hrifningu frá stúlku, sem fljót- lega mundi keppa um heims- meistaratitilinn. Og ég viður- kenni það, að aftur lék efa- semdarbros um varir minar Mér fannst, að enginn gæti náð Nonu. Og Nana Alexandria var lika til. En skák nokkur, sem Maja tefldi á móti i Júgóslavíu árið 1974 fékk mig til að minnast þessara hugsan§. Hún hefði get- að notað þekkta leikfléttu úr skákheiminum, náð yfirburðum og sigrað. En Maja fór aðrar leiðir og notaði aðferð, sem ekki hafði sést áður á siðum skák- sögunnar. Hún náði yfirburöum og sigraði. Hún var ellefu ára og vann sér titil sem undrabarn i skákheiminum. Tveim árum siðar varð hún meistari. Þrettán ára. Aldrei haföi annað eins gerst i skáksögunni. Hún varð Sovétmeistari kvenna eftir djarflega baráttu. Hún sigraði á alþjóðamótum og árið 1978 sigr- aði hún Nonu Gaprindasvili, sem hafði borið heimsmeistara- titilinn í 16 ár. Og upp á síðkastiö hefur verið rætt um tvær framúrskarandi skákkonur frá Grúsiu. Það eru þær Nino Joseliani, sem er 16 ára og Nino Gurieli, 17 ára. Þær eru e.t.v. greinar á grúsiska undratrénu. Ég hef ekki enn komist að þvi I hverju leyndar- mál þess er fólgið. Maya Chiburdanidze og Nona Gaprindashvili að tafli.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.