Tíminn - 14.03.1981, Page 2
2
Laugardagur 14. mars 1981
Nýr veitingastaður:
„TOMMA hamborgarar”
BS— Nýr veitingastaður hefur
verið opnaður að Grensásvegi 7,
„TOMMA hamborgarar” heitir
sá staður, og eins og nafniö ber
með sér eru hamborgarar sér-
réttur þar. Einnig er hægt aö fá
miniítusteikur og fleiri grillrétti.
Fram að páskum hangir uppi i
veitingastaðnum stærsta páska-
egg sem búið hefur verið til á
Islandi, og eiga viðskiptavinir að
geta sér til um þyngd eggsins. Sá
sem getur næst réttri þyngd hlýt-
ur eggið, en 100 aukavinningar
em fvrir þá sem næstir eru. Það
eru allt „hamborgara-vinn-
ingar”.
Eigendur TOMMA-ham-
borgara eru þau Tómas Tómas-
son og Helga og Guðrún Bjarna-
dætur. Þau hafa ákveðið að 1% af
sölu skiptist milli S.A.A. og
Félags einstæðra foreldra.
Feikna mikil hljómburðartæki
eru á staðnum og sjónvarp með
52” skermi.
Teikningu að húsnæðinu gerðu
Tómas og Vifill Magnúss. en yfir-
smiður var Siguröur Ólafsson frá
Grindavik.
TOMMI og Tómas Tómasson, einn af eigendunum. TOMMI (upp-
stoppaði apinn) er „lukkutröll" staðarins. I horninu sést stóra
páskaeggið, sem keppa á um i getrauninni.
UTBOÐ
Tilboð óskast i uppsteypu og utanhúss-
frágang póst- og simahúss, Suðurlands-
braut 28, Reykjavik. (Bygging D og E, 2.
útboðsáfangi).
Upplýsingar um verkefnið verða veittar á
skrifstofu Umsýsludeildar, Landsimahús-
inu við Austurvöll þar sem útboðsgögn
fást afhent gegn skilatryggingu, kr.
2.500.00.
Tilboð verða opnuð á sama stað
þriðjudaginn 7. april 1981, kl. 11 árdegis.
Póst- og simamálastofnunin.
Fósturheimili óskast
fyrir 14 ára gamlan heimilislausan pilt
sem fer á heimavistarskóla i haust.
Æskilegur staður: Stór-Reykjavikursvæð-
ið. Nánari upplýsingar veittar á Félags-
málastofnun Reykjavikurborgar Aspar-
felli 12, mánudaga-föstudaga simi 74544.
MJl Felagsmálastofnun Reykjavíkurborgar
t Asparfelli 12 sími 74544
Auglýsið i Timanum
Aðeins 1 íbúi við
7 götur í borginni
HEI — ibúar Reykjavikur —
samtals 83.449 — eiga heima við
539 ákaflega mismunandi fjöl-
mennar götur i Borginni. Við
aðeins 4 þessara gatna búa yfir
þúsund ibúar. Hraunbær er
langfjölmennasta gatan með
2.727, við Kleppsveg búa 1.664,
við Vesturberg !.532og 1.477 við
Háaleitisbraut. Við 58 götur búa
hinsvegar færri en 1« manns.
Þaraf er aðeins 1 ibúi i Bolholti,
Funahöfða, Laugamýrarbiett,
Pósthússtræti, Skeifunni,
Stekkjarbakka og Vagnhöfða.
Við samtals 327 götur eru ibúar
færri en 100.
Annað eftirtektarvert sem
kemur I ljós i yfirliti um mann-
fjöldann i Reykjavik er það, að
við nokkrar götur i borginni er
hlutfall karla og kvenna mjög
mismunandi. Sérstakiega er
áberandi, hve sumar götur
borgarinnar eru miklar
„kvennagötur". Þar á Dalbraut
metið, þar búa 66 konur en 33
karlar. Við Norðurbrún, Hring-
braut, Eiriksgötu, Austurbrún,
Fjölnisveg, Reykjavikurveg og
Skúlagötu búa einnig frá 53-84%
fleiri konur en karlar. Við um 10
götur i viðbót eru konur 30%
fleiri en karlar.
En það eru einnig til „karla-
götur” i Reykjavik, Þannig eru
17 af 19 ibúum i Brautarholti
karlar og 17 af 25 ibúum Kirkju-
strætis einnig. Við Þormóðs-
staðaveg, Þrastargötu, Þverár-
sel og Brekkulæk eru karlar
einnig frá 50-77% fleiri en konur.
Aliar ofangreindar tölur mið-
ast við 1. des. 1980.
Umbótasinnar undirbúa
samstarfsviöræður
Einstakir starfshópar vinna að ákveðnum málaflokkum
AB — i fyrrakvöld komu umbóta-
sinnar saman til fundar, þar sem
niðurstöður kosninganna voru
ræddar. Fjallað var um það á
fundinum hvernig rétt væri að
haga viðræðum við Vöku menn og
Félag vinstri manna, sem koma
væntanlega i kjölfar þessara úr-
siita.
Töldu fundarmenn að rétt væri
að unnið yrði að frekari tillögu-
gerð á grundvelli þeirrar stefnu-
skrár sem umbótasinnar sendu
frá sérá sinum tima. 1 framhaldi
af þvi var valin ákveðin nefnd
sem hafa skal umsjón með þess-
ari tillögugerð, en auk hennar
verða starfshópar sem vinna að
einstökum málaflokkum.
Reiknað er með þvi að þessir
vinnuhópar skili niðurstöðum sin-
um fyrir miðja næstu viku, og þá
verða menn reiðubúnir til þess að
ræða einstök mál við fulltrúa
hinna listanna.
Fundarmenn iýstu furðu sinni á
þeirri eindregnu afstöðu sem
vinstri menn höfðu tekið gegn
umbótasinnum og samstarfi við
þá, en eins og kunnugt er þá lýsti
Ingólfur Gislason einn vinstri
maður þvi yfir að samstarf við
umbótasinna, sem væru helblátt
ihald, kæmi ekki til greina af
hálfu vinstri manna.
Annars staðar i blaðinu i dag
kemur fram i viðtali við Stefán
Jóhann Stefánsson formann
stúdentaráðs að þarna var um
persónulega skoðun Ingólfs að
ræða, en ekki almenna afstöðu
Félags vinstri manna.
„Skoöun Ingólfs Gislasonar speglaði ekki afstöðu Félags vinstri
manna,” sagði Stefán Stefánsson formaður stúdentaráðs
Vinstri menn undir-
búa málefnagrundvöll
AB — „Það má gjarnan koma
fram að það sem Timinn hafði
eftir Ingólfi Gíslasyni á forsiðu
Timans i fyrradag, var hans
persónulga skoðun. Félag
vinstri manna hefur ekki enn
fjallaðum úrslit kosninganna og
þvi ekki tekið afstöðu til hugs-
anlgs samstarfs,” sagði Stefán
Jóhann Stefánsson formaður
stúdentaráðs í viðtali við Tim-
ann.
Stefán sagði að það hefði ekki
komið vinstri mönnum á óvart
að umbótasinnar hefðu náð tals-
verðu fylgi. Vinstri menn hefðu
fastlega búist við þvi eftir að
þriðja framboðið kom fram að
þeir myndu tapa meirihlutan-
um, en hinsvegar hefðu um-
bótasinnar fengið öllu meira
fylgi en almennt hefði verið bú-
ist við.
„Félag vinstri manna mun
ræða það i dag, og eftir helgi
hvernig félagið hyggst bregðast
við þessari aðstöðu, og væntan-
lega verður þar lagður niður
einhver málefnalegur grund-
völlur til viðræðna við hina list-
ana, og þeim siðan boðið upp á
viðræður á þeim grundvelli,”
sagði Stefán.
Stefán sagðist telja að nokkr-
ar skýringar lægju að baki fylgi
þvi sem umbótasinnar, nýi list-
inn, fékk í þessum kosningum. 1
fyrsta lagi sagði hann, þá væri
um að það að ræða, að margir
stúdentar kysu ekki fyrst og
fremst eftir hagsmunamálum
stúdenta, heldur hefðu þeir tek-
ið mið af þvi hvernig þeir kysu
almennt i landsmálapólitik.
Þetta taldi hann að ætti sérstak-
lega við fyrsta árs stúdenta,
sem ekki hefðu verið búnir að
taka afstöðu til þess hvort þeir
fylgdu hægri eða vinstri mönn-
um að máli.
Þá sagði Stefán að talsvert
stór hópur viðskiptafræðinema,
sem margir hverjir kæmu úr
Samvinnuskólanum, hefði fylgt
umbótasinnum að máli. Þessir
menn sagði Stefán, hefðu að
mestu leyti fylgt Vöku áður. Þá
taldi Stefán að eitthvað af fólki
úr heimspekideild og verkfræði-
og raunvisindadeild, sem áður
hefðu fylgt vinstri mönnum
hefðu nú flutt fylgi sitt yfir á
umbótasinna.
Eins sagði Stefán að ekki væri
ómögulegt að stóru orðin sem
umbótasinnar hefðu haft i
frammi, hefðu útvegað þeim
talsvert fylgi, en nú yrðu um-
bótasinnar að axla ábyrgðina,
sýna ábyrgð og festu og ganga’
til liðs við aðra hvora fylking-
una, því útilokað væri að þeir
tækju afstöðu til hvers máls
fyrir sig, en tækju ekki þátt i
starfhæfum meirihluta.
A þessu stigi málsins sagðist
Stefán ekki vilja spá um það
með hverjum umbótasinnar
kæmu til með að starfa frekar
það væru viss atriði þar sem
þeir ættu frekar samleið með
Vöku, t .d. varðandi reksturinn á
Félagsstofnun, en i öðrum mál-
um kæmu þeir nær stefnu
vinstri manna, t.d. i lánamálun-
um að hluta.