Tíminn - 14.03.1981, Síða 3

Tíminn - 14.03.1981, Síða 3
Laugardagur 14. mars 1981 3 Verkefni viturra manna og góðra að leysa málin Blöndu-samningurinn — segir Aðalbjörn Benediktsson á Hvammstanga HEI — ,,Það er verk- efni viturra manna og góðgjarnra að leysa þessi mál, svo allir aðilar megi við una”, sagði Aðalbjörn Bene- diktsson, ráðunautur á Hvammstanga er hann var spurður álits á gangi mála verðandi Blönduvirkjun. ,,Ég hef starfað all lengi með bændum og verð, sem betur fer, oft vitni að metnaði þeirra fyrir sig, sitt ftílk og jörð sina. Ahuga- mál þeirra er að skila jörðinni sinni betri af sér, en þegar við henni var tekið. Á þessum metnaði byggist ma. hin geysi- öra þrtíun i ræktunar- og bygg- ingamálum, sem orðið hefur i islenskum landbúnaði”, sagði Aðalbjörn. Hann sagðist þvi ekki undr- andi á þvi, þótt landeigendum við Blöndu séu óljúfar þær að- gerðir, að myndað verði uppi- stöðultín á afréttinni. Slikt myndi að sjálfsögðu skerða gæði jarðanna. „Hinsvegar er úr vöndu að ráða. Eigi er fundin önnur væn- legri leið til orkuöflunar, en virkjun fallvatna, og þvi hætt við að sama staða komi upp sið- ar, gagnvart Blöndu. Þótt ekki verðiaf framkvæmdum nú, yrði þvi aðeins um seinkum málsins að ræða. Ynnist þá litið, en tap- aðist mikið, þvi tíumdeilanlega yrði virkjunin mikill styrkur nærliggjandi héruðum og raun- ar til öryggis fyrir allt landið”. Varðandi bætur, sagði Aðal- björn það ekki sitt mál að semja um. En almenns eðlis sagðist hann telja að þær eigi að fylgja jörðunum, en ekki að greiðast út i eittskipti fyrir öll. Og þótt góð- ur hugur fylgi uppgræðslumál- um afréttarinnar, þá sé reynsla mjög takmörkuð á því sviði. „Enginn veit um það fyrirfram hvernig til myndi takast”. Bókagerðarmenn: Verkalýðs- hreyfingin haldi vöku sinni Nýskipáð Trúnaðarmanna- ráð Félags bókagerðarmanna mótmælir á 1. fundi sinum 24. febrúar 1981 harðlega þeirri kaupránsstefnu sem núver- andi rikisstjórn hefur tekið upp með setningu bráðabirgð- arlaganna nr.87/1980. Trúnaðarmannaráð FBM fordæmir að enn einu sinni skuli rikisvaldið ráðast að frjálsri samningsgerð með fyrirskipunum i lagaformi. Sérstök ástæða var til að ætla að núverandi rikisstjórn brygðist ekki við eins og raun ber vitni eftir allar hástemdu yfirlýsingarnar, meðan á samningsgerð stóð, þess efnis að rikisstjórnin myndi ekki hafa afskipti af samningum. Nú höfum við efndirnar. Trúnaðarmannaráð FBM á- skilur sér allan rétt til að bregðast við upptekinni kjaraskerðingarstefnu rikis- valdsins á viðeigandi hátt og hvetur verkalýðshreyfinguna til að halda vöku sinni. — Framanskráð mótmæli voru samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. hefur einnig verið rætt um það, hvort stórt stöðuvatn, sem frysi á veturna, gæti orsakað kaldari veðráttu. Likur munu taldar á þvi að slikt myndi eiga sér stað, sér- staklega á vorin þegar verst gegnir, þ.e. að gróðri gæti seinkað af þessum orsökum. Frá Blönduósi. (Timmynd: Róbert) Blöndu-samningnum haldiö áfram á Blönduósi eftir viku: Að vernda land - að taka land — Ljóst aö einhverju verður að fórna, en hve miklu er spurningin, segir Sigurður Sigurðsson einn fulltrúa norðanmanna HEI— „Þessum fundi er lokið, en næsti fundur hefur verið ákveðinn mánudaginn 23. mars n.k. á Blönduósi, þannig að þessar við- ræður eru raunverulega ennþá i gangi og þvi lítið um málið að segja”, sagði Sigurður Sigurðs- son, bóndi að Brúnastöðum í Lýt- ingsstaðahreppi. En hann er einn þeirra sex fulltrúa norðanmanna sem verið hafa á samningafund- um um Blönduvirkjun. Sigurður sagði að þessi næsta vika verði notuð til þess, að þeir fulltrúar norðanmanna ræði við heimamenn um það sem komið hafi fram á þessum fundum og búa sig undir framhaldið. Spurður um hvað valdi einna mestum vandkvæðum á að ná samkomulagi, svaraði Sigurður: „Sjónarmið heimamanna eru ákaflega rik i þá átt að vernda land, eins og framm hefur komið i fréttum. Hagkvæmni virkjunaar- innar felst hinsvegar i þvi að taka land, þannig að menn eru að reyna að semja um samræmingu þessara sjónarmiða”. Hann sagði auðvitað ljóst, að einhverju verði að fórna en hve miklu, það sé spurningin. Ræktun lands i stað þess sem fórna verður, sagði Siguröur afar óvissan þátt, og ekki sist hve slik ræktun yrði varanleg, vegna hæð- ar yfir sjó. Það gróöurlendi sem menn misstu væri hinsvegar varanlegt. Á það sé hægt að treysta. Það kom fram, að á fundunum Fulltrúar stjómar Læknafélagslns funduðu með nokkrum aðiljum á Selfossi i fyrradag | Nýir fletir komn- ir fram í málinu I I I I AB — Fulltrúar stjórnar Læknafélags islands fóru aust- ur að Selfossi i fyrradag, og funduðu með nokkrum aðiium varðandi deiiuna um yfirlæknis- stöðuna við Sjúkrahús Suður- lands. Böðvar Bragason, sýslu- maður Rangárvallasýslu á sæti I rekstrarstjórninni, og sló biaðamaður Timmans á þráð- inn til hans i gær, og spurði hann tiðinda af fundinum. „1 gær fóru fram óformlegar viðræður milli þriggja fulltrúa Læknafélags Islands og þeirra meðlima rekstrarstjórnar Sjúkrahúss Suðurlands, sem stóðu að þeirri samþykkt á sin- um tima, að starfssamning yfir- læknis skyldi endurskoða þá þegar. Læknafélagsmenn munu einnig hafa rætt sérstaklega við yfirlækninn. Viðræður þessar fóru fram i þvi skyni að reyna að finna lausn á þeim ágreiningi sem upp er kominn, eftir að yfir- læknir hafnaði endurskoðun starfssamnings, og staða hans hafði verið auglýst laus til um- sóknar,” sagði Böðvar. Böðvar Bragason syslumaöur Rangárvallasýsiu á sæti i rekstrarstjórn Sjúkrahúss Suö- urlands. Böðvar sagði jafnframt: „Vekja verður athygli á þvi að yfirlæknirinn telur sig fara að réttum reglum, þar sem hann fari aðeins eftir þeirri skoðun heilbrigðisráðuneytisins að rekstrarstjórn hafi ekkert með starfsmannamál að gera fyrr en eftir að starfsemi hefst á sjúkrahúsinu.” Böðvar sagði rekstrarstjórn I vera á annarri skoðun um það I atriði, svo sem gerðir meiri- I hluta þeirrar stjórnar vitnuðu | um. Sagði hann deilu þessa standa i raun við heilbrigðis- _ ráðuneytið um starfssvið I rekstrarstjórnar, og það bæri að I hafa hugfast þegar mál þetta I væri skoðað. „Daginn fyrir fund hafði yfir- læknirinn sent öllum meðlimum rekstrarstjórnar sjúkrahússins bréf, þar sem segja má að fram komi nýir fletir á máli þessu. Kom bréf þetta þvi inn i umræð- ur áðurgreindra aðila. Niður- staða viðræðna þessara liggur hins vegar ekki fyrir fyrr en rekstrarstjórn Sjúkrahúss Suð- urlands hefur fjallað um bréf yfirlæknisins,” sagði Böðvar. Að lokum sagði Böðvar: „Vonandi tekst að leysa mál þetta þannig að allir geti þolan- lega við unað. En itrekað skal að undirrót þessa vanda, er i- hlutun heilbrigðisráðuneytisins i mál sem alfarið er á valdi rekstrarstjórnar,svosem lög og reglugerðir mæla fyrir um.” Litlu flugfélögin eiga ekki hægt um vik AM — „Hér er við marga að sak- ast og litlu flugfélögin eiga ekki hægt um vik. Auövitaö er hér einnig við Flugmálastjórn að sak- ast, — viö höfum dritað niður flugvöilum um ailt land, án Ijósa eða annarrar lágmarksaðstöðu. Segja má að i þessari siípu sitji margir og þar á hver sinn hluta af sökinni,” sagði einn málsmetandi maður hjá Loftferðaeftirliti, sem við ræddum við í gær um fullyrð- ingar fiugstjórans, sem rætt er við hér i blaðinu I dag. Hann vildi þtí ekki iáta nafns sins getið, þvi islenski flugmáiaheimurinn er þröngur og hér er komið inn á af- ar viðkvæm mál. Augljóslega þarf að vera hægt að taka þessi mál til hreinskilinn- ar og opinnar umræðu eigi að sið- ur, þvi nærtækir atburðir gefa fulla ástæðu til þess. Litlu flug- félögin, sem verða fyrir tals- verðri gagnrýni i blaðinu nú, hafa unnið mikilsvert starf á mörgum sviðum, — haldiö uppi samgöng- um milli byggða úti um land i snjóum og flugmennirnir hafa lagt sig i' hættu viö erfið sjúkra- flug. Hins vegar stendur það óhagg- aö að þau skilyrði sem flogið er við viöa hérlendis og flugst jórinn lýsir best i viðtalinu, geta ekki án enda veriö feimnismál, sem eng- um nema sérfræðingum um flug- mál og fluggörpum, leyfist að jmpra á f Jí&gjjjj Jjóni.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.