Tíminn - 14.03.1981, Qupperneq 6
6
Laugardagur 14. mars 1981
tJtgefandi: Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri:
SteingrimurGfslason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdótt-
ir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. — Ritstjórar: Þórar-
inn Þórarinsson, Jón Helgason, Jón Sigurðsson. Ritstjórnarfull-
trúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kjartan Jónasson. Blaða-
menn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur Stefáns-
dóttir, Friörik Indriðason, Friða Björnsdóttir (Heimilis-Tim-
inn), Heiður Helgadóttir, Jónas Guðmundsson (þingfréttir),
Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson (borgarmál),
Kristin Leifsdóttir, Ragnar órn Pétursson (iþróttir), Ljósmynd-
ir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Agústsson. Myndasafn:
Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þor-
bjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. — Ritstjórn, skrif-
stofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavík. Simi: 86300..
Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387,86392. — Verð i lausa-
sölu 4.00. Askriftargjald á mánuði: kr. 70.00. — Prentun:
Blaðaprent hf.
Frumkvæði Steingríms
Hermannssonar
Þegar það stóð fyrir dyrum að draga allveru-
lega úr landbúnaðarframleiðslunni, var ljóst að
eitthvað yrði að koma i staðinn. Ekki væri til
lengdar hægt að una við samdrátt og kyrrstöðu.
Brýnt var að geta beint framkvæmdum inn á nýj-
ar brautir og að finna og efla nýjar tekjuöflunar-
leiðir fyrir fólkið i sveitunum.
Þá var einnig ljóst, að ekki var þörf á sama
stuðningi til nýrra bygginga eða annarra fram-
kvæmda fyrir aðalframleiðslugreinarnar, mjólk
og kjöt, og áður hafði verið. Steingrimur Her-
mannsson beitti sér þvi fyrir breytingu á jarð-
ræktarlögunum, er hann var landbúnaðar-
ráðherra.
Breyting þessi, sem samþykkt var 1979, fólst i
þvi að heimilt var á næstu 5 árum að skerða
framlög til jarðræktar og húsabóta, færu fram-
kvæmdir fram úr ákveðnum mörkum, eða eftir
að ákveðnum mörkum var náð, t.d. ákveðinni
túnstærð á viðkomandi jörð.
En auk þessa voru sett þau ákvæði i lögin, að á
sama árabili, þ.e. árunum 1980-1985, skyldi á
fjárlögum ætla til framkvæmda, samkvæmt
jarðræktarlögum, jafnmikið fé verðtryggt og
greitt var i jarðræktarframlög 1978 og 1979.
Þvi.sem sparaðist og yrði afgangs, bæði vegna
þess að reikna mætti með minni framkvæmdum
næstu árin og vegna skerðingarinnar, var
ákveðið að mætti verja til annarra verkefna i
landbúnaði, svo sem að:
”a) Til að styrkja tekjuöflunarleiðir bænda og
auka fjölbreytni i framleiðslu búvara.
b) Til að stuðla að bættri heyverkun.
c) Til hvers konar hagræðingar, sem orðið getur
til að bæta tekjur bænda án framleiðslu-
aukningar i nautgripa- og sauðfjárrækt”.
Þetta hefur þvi með réttu verið nefnt hag-
ræðingarfé fyrir landbúnaðinn.
Á sl. ári nam þetta fé tæplega 500 milljónum
gamalla króna og var ákveðið að verja þeim að
verulegu leyti til hagræðingar og þróunar nýrra
búgreina. Þannig færu rúmar 100 milljónir i lán
til loðdýraræktar, rúmlega 80 milljónir til fisk-
ræktar og veiðimála og meira en eitt hundrað
milljónir til að stuðla að bættri heyverkunarað-
stöðu og til að bæta ræktun og geymslu garð-
ávaxta.
Ljóst er, að þarna getur orðið um nokkurn
stuðning að ræða við bændur, sem nú hafa fullan
hug á þvi að hefja nýja sókn til framfara og fjöl-
breyttara atvinnulifs i sveitunum, og i öðru lagi
að öll sanngirni mælir með þvi, að landbúnaður-
inn fái slikt þróunarfé og þó meira væri.
Það verður þvi að gera þá kröfu til fjár-
veitingarvaldsins, að fyllilega verði staðið við
bráðabirgðaákvæði laganna um verðtryggð
framlög samkvæmt jarðræktarlögum þessi f imm
ár.
Þ.Þ.
Þórarinn Þórarinsson:
Erlent* yfirlit
Aldrei raeiri óvissa um
eftirmann Brésnjefs
Sonur hans og tengdasonur á uppleið
Brésnjef að flytja setningarræðuna á flokksþinginu.
ERLENDIR fréttamenn sem
dvöldu i Moskvu meðan flokks-
þing kommúnista stóð yfir,
gerðu sér ekki sizt vonir um, að
þeir myndu verða einhvers vis-
ari um breytingar á forustu
KommUnistaflokksins. Óhætt
mun að segja, að þeir hafi
haldið heim litlu fróðari um
þau efni en áður.
Hið eina, sem þeir gátu fullyrt
með nokkurri vissu, var það, að
staða Brésnjefs virðist traustari
en nokkru sinni fyrr. Hann
virðist einnig mun heilsubetri
en fyrireinu og hálfu ári, þegar
yfirleitt var spáð að valdaskeiði
hans væri að ljúka.
í lok flokksþingsins fóru fram
kosningar i miðstjórn flokksins
en hún kýs siðan framkvæmda-
stjórnina.
Það einkenndi miðstjórnar-
kosninguna að þessu sinni, að
mannaskipti urðu óvenjulega
litil. Hins vegar voru þau jafnan
mikil i tið Krustjoffs.
A flokksþinginu, sem haldið
var fyrir fimm árum, voru
kjörnir 287 fulltrúar i miðst jórn-
ina. Af þeim var 231 endurkjör-
inn nú. A kjörtimabilinu hafði 31
miðstjórnarmaður látizt, en 25
hættu af öðrum ástæðum.
Fjölgað var i miðstjórninni.
Hana skipa nú 319 fulltrúar i
stað 287 áður.
ÞRÍR MENN, sem áður voru
valdamiklir, voru ekki endur-
kjörnir i miðstjórnina.
Nikolai Podgorny, sem var
einn þeirra þremenninga, sem
réðu mestu um alllangt skeið
eftir fall Krustjoffs 1964, var
ekki endurkosinn i miðstjórn-
ina.
Þessir þremenningar skiptu
þannig með sér völdum, að
Brésnjef var leiðtogi
Kommúnistaflokksins, Kosygin
forsætisráðherra og Podgorny
forseti.
Podgorny var sviptur forseta-
embættinu 1973 og vikið litlu
siðar úr framkvæmdastjórn-
inni. Brésnjef bætti siðan for-
setaembættinu við sig.
Brésnjef er nú einn eftir
þeirra þremenninganna, þvi að
Kosygin lézt á siðastl. ári.
Dmitri Polyansky, sem er 64
ára, hlaut ungur sæti i fram-
kvæmdastjórninni og var stund-
um nefndur sem hugsanlegur
eftirmaður Brésnjefs. Þá var
hann gerður að landbúnaðar-
ráðherra og féll á prófinu. Eftir
það missti hann sæti sitt I fram-
kvæmdastjórninni og var
gerður að sendiherra i Tokýó.
Hann er þar enn. Hann missti nú
sæti sitt i miðstjórninni.
Kiril T. Masurov átti einnig
sæti i framkvæmdastjórninni
um skeið. Fréttaskýrendur
töldu hann þá i hópi þeirra, sem
væru liklegastir til að erfa sæti
Brésnjefs. Hann féll úr fram-
kvæmdastjórninni 1978 og nú
féll hann úr miðstjórninni.
Fjórði maðurinn sem féll úr
miðstjórninni nú, en var um
skeiði'fremsturöð.var Vladimir
Matskevich. Hann var tvivegis
skipaður landbúnaðarráðherra,
fyrst af Krustjoff og siðar af
Brésnjef. Sú staða hefur engum
reynzt til frama. Siðustu árin
hefur hann verið sendiherra i
Prag.
Kosinn var nú 151 varamið-
stjórnarmaður. Þeir mæta á
fundum miðstjórnarinnar en
hafa ekki atkvæðisrétt, nema
aðalmenn vanti.
Athygli vakti.að i hópi vara-
manna eru bæði sonur og
tengdasonur Brésnjefs. Juri,
sonur Brésnjefs, er varautan-
rikisviðskiptaráðherra, en
tengdasonurinn, Yuri M. Chur-
banov, er fyrsti aðstoðar-
ráðherra i innanrikisráðuneyt-
inu.
Meðal hinna nýju fulltrúa i
miðstjórninni eru niu hers-
höfðingjar og fimm háttsettir
menn hjá öryggislögreglunni.
Einn nýliðanna i miðstjórn-
inni er Georgi A. Arbatov, sem
er sérfræðingur i samskiptum
Sovétrikjanna og Bandarikj-
anna og talinn helzti ráðunautur
Brésnjefs á þvi sviði.
FYRSTA verk hinnar ný-
kjörnu miðst jórnar var að kjósa
framkvæmdanefnd flokksins
sem er mesta valdastofnun
Sovétrikjanna. Hún er skipuð 14
mönnum og voru allir þeir, sem
áttu sæti i henni endurkosnir.
Nöfn þeirra, sem flest eru
gamalkunnug, fara hér á eftir:
L.I. Brésnjef, Yu. V. Andro-
pov, V.V. Grishin, A.A.
Gromyko, A.P. Kirilenko, D.A.
Kunayev, K.U- Cherneko, V.V.
Scherbitsky, N.A. Tikonov, D.F.
Ustinov, A.I. Pelshe, G.V.
Romanov, M.A. Suslov, M.S.
Gorbachyov.
Meðalaldur þessara fjórtán-
menninga er 69 ár. Elztur er
Pelshe, sem er 82 ára. Yngstur
er Gorbachyov, sem fékk sæti i
fra mk væmdanefndinni á
siðastl. ári. Hann er rétt
fimmtugur. Hann er sér-
fræðingur í landbúnaðarmálum.
Eftirtaldir menn voru kjörnir
varamenn i framkvæmda-
nefnd:
G.A. Aliyev, P.N. Demichev,
T. Ya. Kiselyov, V.V.
Kuznetsov, B.N. Ponomaryov,
Sh.R. Rashidov, M.S. Solo-
mentsev, E.A. Shevardnadze.
A miðstjórnarfundinum var
Brésnjef bæði kosinn formaður
flokksins og formaður mið-
stjórnar. Hann þakkaði fögrum
orðum það traust, sem honum
hafði verið sýnt.
Brésnjef varð 74 ára skömmu
fyrir áramótin. Oft hafa verið
miklar ágizkanir um hugsan-
legan eftirmann hans, en nú eru
þær helzt engar. Það hefur
aldrei verið hulið meiri óvissu
hverjir séu liklegastir til að
hreppa sæti hans, þegar þar að
kemur.
Bersýnilega ætlar Brésnjef
ekki heldur að sleppa þvl fyrr en
ellin eða dauðinn leggja hann að
velli.
MV —v' ■ * wmM
y ' \ 7 '' v'Zy
Brésnjef að slita flokksþinginu. A bak við hann sjást nokkrir af helztu valdamönnum flokksins.