Tíminn - 14.03.1981, Side 7

Tíminn - 14.03.1981, Side 7
Laugardagur 14. mars 1981 7 Ægileg gródureyðing Mér var sagt ungum, að flatarmál íslands væri 103 þús- und ferkilómetrar. Seinna las ég að landnám hófsthérfyrirellefuöldum. „Þá var island viði vaxið á milli fjalls og fjöru” — segir Ari fróði i sinni „Islendingabók”, 250 ár- um siðar. Nú hafa náttúrufræðingar sannað, að um það bii þrir fjórðu hlutar landsins voru gróðri vafðir við upphaf byggð- ■ ar. Aðeins einn fjórði þess var þá gróðurvana. Þessi hlutföli hafa snúist við: 77 þúsund ferkilómetrar eru nú gróðuriaus fjöll og örfoka land. — 26 þúsund ferkilómetrar grænka enn á vorin. En eftir þúsund ára ofbeit, er mest af þeim gróðri svipur hjá sjón, hjá þvi sem fyrrum var. A eiiefu öidum fslandsbyggð- ar, hefur fullur helmingur landsins breyst úr gróðurlendi i eyðimörk. Uppblásturinn hefur verið 45 ferkilómetrar á ári, til jafnaðar. — Og enn vinnur auðnin á, þrátt fyrir sáðningu grasfræs I sanda og talsverða gróðurvernd. Þúsundir smá- lesta af mold fjúka árlega út i veður og vind — og mikil mold flýtur til sjávar. — Enn sér eng- inn fyrir enda á þessum ósköp- um. Hér þarf hið fyrsta að friðlýsa allt gróðurlendi Framsýnir menn . sáu fyrir löngu hve ógurlegur þjóðarháski uppblástur og gróðureyðing eru i voru landi. Og þrátt fyrir örbirgð og litinn „Landsjóð”, var hafist handa um hefting sandfoks skömmu Blöndu virkj un — Helmingur íslands eyddur á elleftu öld eftir aldamót 1900. Kunnugir vita, að verk þeirra manna, sem stóðu i þvi striði hafa blessast dásamlega — og bjargað þvi, sem eftir var af graslendi stórra sveita — og meira að segja: stóraukið það á ný. Til dæmis á Landi og Rangárvöllum. Islenski melurinn ódrepandi, dugði þar oftast best til að byrja með. En auðvitað var þetta lítið af þvi, sem þá hefði þurft að vinna — og sumstaðar mun raunar ógert enn. Hér er svo gengið á gróður- lendið, að það nægir búfé þjóðar okkar ekki þegar köld ár koma nokkur i röð. Hugleiðum hvern- ig ástatt væri, ef íslendingar væru milljón — eins og þeir verða ef allt er með felldu — á miðri annari öld hér frá — og bústofn þeirra þrefalt stærri en nú. Það má ekki dragast ári leng- ur, að hafin sé landvörn, öflugri, en áður — og uppgræðsla i stærri og betri stfl, en tiðkast nú. Alaska lúpinan mun þess megnug að breyta á 10-25 árum blásnum holtum og hörðum Helgi Hannesson melum I blómleg beitilönd, — á margfalt ódýrari og öruggari hátt, en erlent grasfræ. Hér þarf að friðlýsa allt gróðurlendi tslands hið allra fyrsta. Afstýra þvi af ölium kröftum, að gróðri sé eytt með ofbeit og öðrum aðgerðum flónskra manna. Eyða aldrei gróðurbletti, nema af brýnustu nauðsyn. Gleyma þvi aidrei, að gróðuriendið er iiftrygging stækkandi þjóðar. Dauðahaf Húnvetninga Margt er nú rætt og ritað um virkjun Blöndu. Og hart er deilt heima fyrir. Það er haft eftir verkfræðingum, að þar biði ónotað ódýrasta rafmagn, sem völ sé á að eignast hér á landi. — Og þó þvi aðeins, að fórnað verði fyrir það nokkrum veiði- vötnum og kringum sextiu ferkilómetrum af einu fegursta graslendi, sem finnst á hálendi islands. Sú skák er á stærð við meðalstóran hrepp á Suðuriandi - og nemur meira en tveimur þúsundustu af islensku gróður- lendi. Það lætur að líkum, aö Hún- vetningar horfi flestir i veiði- vötnin og sinn góða afrétt. Þess var kannski von að kaupstaöar- búar, landlausir og hugsunar- lausir, láti sig svona skemmd- arverk litlu skipta. Hitt eru ósköp og mikið undur, að ungur bóndi og efnilegur, eins og Magnús á Sveinsstöðum i Þingi, skuli ganga fram fyrir skjöldu — og róa að þvi öllum árum, aö sex þúsund hektara gróðurlendi verði drekkt, I nýju Dauðahafi. Biöndu má virkja til bestu nota, án þess að sökkva um alla framtið tuttugu þúsund dag- sláttum af graslcndi, sem kom- andi kynslóðir mega fyrir engan mun missa! Er þessum gróður- eyðingarmönnum alveg sama um þær? — Hvað gengur þeim eiginlega til? — Er það isiensk- ur glópaldaháttur, eða frábær framsýni, sem flestum er fyrir- munað? — Hverju breytir hvort Blönduvirkjun er nokkrum tug- um megavatta stærri eða minni? — Hvaða blcssunar vænta þeir af þessu Dauðahafi? Ég sé það ekki, en kem auga á annað: Þeir eiga vísa á hverjum vetri, fimmtiu milljónir ten- ingsmetra af heimagerðum hafis. — Hann kæiir vorioft yfir afréttum —og sunnanþey, á leið hans norður til sveita á gróandanum! Ég vænti þess, að þarna bjargi þeir sem betur vilja! — En heppnist náttúruskemmdar- vörgum að taka fram fyrir hendur Drottni — og skapa nýtt Dauðahaf i Húnaþingi, verður skömm þeirra varanleg — og mikii í margar aldir! Ritaðá Góu 1981, Heigi Hannesson Steingríms Páls sonar minnst á Alþingi Jón Helgason, forseti Sameinaðs þings minntist Steingrims Páls- sonar með svofelldum orðum á þingfundi: Aður en gengið verður til dag- skrár vil ég minnast nokkrum orðum Steingrims Pálssonar fyrrverandi simstjóra og al- þingismanns, sem andaöist i fyrradag, þriðjudaginn 10. mars, á sextugasta og þriðja aldursári. Steingrimur Pálsson var fædd- ur 29. mai 1918 vestur i Banda- rikjum Norður-Ameriku. Faðir hans, Páll Sigurðsson, var þá prestur I Islendingabyggð þar, Garðabyggð i Norður-Dakota. Móðir Steingrims var Þorbjörg Steingrimsdóttir, trésmiðs frá Brúsastöðum i Vatnsdal Guð- mundssonar. Steingrimur átti æskustöðvar vestan hafs til átta ára aldurs, er hann fluttist til Bolungarvikur með foreldrum sinum og faðir hans varð prestur þar. Steingrimur Pálsson lauk gagnfræðaprófi i Reykjavik árið 1938 og loftskeyta- og simritunar- prófi 1941. Ævistarf sitt vann hann fyrst og fremst hjá Lands- sima Islands, hóf störf þar sem sendisveinn árið 1930. Hann var simritari 1941-1952, lengst af i Reykjavik. Jafnframt var hann starfsmaður I skrifstofu Banda- lags starfsmanna rikis og bæja 1945-1946 og kennari við sim- ritunarskólann i Reykjavik 1947-1948. Hann var siðan um- dæmisstjóri Pósts og sima að Brú i Hrútafirði á árunum 1952-1974. Fluttist hann þá aftur til Reykja- vikur og var siðast skrifstofu- stjóri i umdæmisskrifstofu rekstrarmála Landssimans uns hann lét af störfum þar sökum vanheilsu um áramótin 1978-1979. Steingrimur Pálsson var Steingrimur Pálsson. áhugasamur félagi i samtökum simamanna, sat i stjórn Félags isl. simamanna, var formaður þess, og nokkur ár var hann i stjórn Bandalags starfsmanna rikis og bæja. Hann var varaþing- maður i Vestfjarðakjördæmi 1963-1967 og tók þá þrisvar sæti um skeið á Alþingi. Siðan var hann landskjörinn þingmaður 1967-1971, átti sæti á sjö þingum alls. Steingrimur Pálsson var i þjón- ustu Landssimans nærri hálfa öld. Þar var meginvettvangur starfa hans. Áhugi hans og störf að félagsmálum og þjóðmálum leiddu til setu hans á Alþingi nokkur ár. Hann var háttvis drengskaparmaður og vann störf sin hér sem annars staðar af skyldurækni og prúðmennsku. Þingmenn eiga að halda traustu sambandi við fólkið Fyrir nokkrukom til umræðu á Alþingi frumvarp Benedikts Gröndal um breytingar á þingskapalögum, sem að megin- efni felur i sér að umræður um þingsályktanir, fyrirspurnir og utan dagskrá mál verði takmark- aðar. 1 þessum umræðum tóku þátt auk Benedikts, þeir Birgir Isleifur Gunnarsson, Svavar Gestsson, Vilmundur Gylfason, og Páll Pétursson. Páll hóf ræðu sina á þvi að lýsa stuðningi við það ákvæði frum- varpsins að settar verði reglur um utan dagskrár umræður. Hins vegar vildi hann hvorki sam- þykkja á þessu stigi málsins, að umræður um fyrirspurnir yðru takmarkaðar við fyrirspyrjanda og ráðherrann sem spurður væri, né að umræður um þingsályktanir yrðu aðeins eftir að málið hefði fengið meðferð i nefnd. Siðan sagði Páll: Varamenn fyrir ráðherra „Það kom margt fram i itar- legriræðu Birgis Isleifs Gunnars- sonar sem vakti mann til um- hugsunar. Ég er inn á þvi að það sé nauðsynlegt og yrði til bóta i þinghaldi,ef að varamenn mættu fyrir ráðherra, meðan þeir sætu. Ég vil hins vegar endilega að ráð- herrar hafi reynslu af þingstörf- um sjálfir, og þeir verða að sjálf- sögðu að vera viðstaddir umræð- ur þegar þeirra mál eru til með- ferðar. En að gera þeim að skyldu að sitja hér kannske heilu næt- urnar og biða eftir atkvæða- greiðslu það finnst mér vera of- rausn á starfskröftum þeirra, af- ar mikill vandi held ég að vera ráðherra og uppgefinn og illa fyrir kallaður ráðherra sem tekur rangar ákvarðanir hann getur gert mikið illt af sér á skömmum tima, og verið dýr þjóðarbúinu og betur varið hans kröftum öðru- visi, betur sparaðir hans kraftar. Ráðherrar verða að sjálfsögðu að starfa i þingflokkunum eins og verið hefur, og eins og þeir gera. Ég mótmæli þvi alfarið hvað við- kemur a.m.k. þingmenn Fram- sóknarflokksins þeirri staðhæf- ingu sem hv. þm. Birgir ísleifur varpaði hér fram, að þm. væru afgreiðsluvélar fyrir misvitrar rikisstjórnir. Það er ekki svoleið- is hjá okkur i þingflokki Fram- sóknarflokksins,ég neita þvi al- farið. Við fjöllum mjög itarlega um stjórnarfrumvörp á þing- flokksfundum áður en þau eru lögö fram, þessir ráðh. allir sem nú sitja sem ráðherrar eru passa- samir með það að senda okkur til- afgreiðslu frv. sin, og þau mál sem þeir hyggjast flytja. Tengslin við fólkið Siðar i ræðu sinni sagði Páll Pétursson: „Menn hafa talað hér um leng- ingu á þingtima. Ég held að það geti vel komið til greina að lengja þingtimann eitthvað, en það verð- ur nú að fara eftir verkefnunum. Og ég held að það sé mjög mikils virði, að þingmenn séu i sem traustustu sambandi við fólkið i landinu,þaðlif,sem fólkið lifir og þá atvinnuvegi, sem eru undirstaða þess lifs, sem við lifum hér. Þeir séu ekki hópur lögfræðinga t.d. einangraðir hér i hálfgerðum filabeinsturni. Ég er á móti þvi, það er nauð- synlegt að hafa eitthvað af atvinnupólitikusum, sem geta gefið sér tima til þess að starfa eingöngu fyrir flokkana, en það er alls ekki fengur að þvi að þing- menn séu það flestir eða allir að minum dómi. Ég held, að það sé mjög mikilvægt, að hér séu menn með reynslu af atvinnulifi og hinni ýmsu starfsemi, sem fram fer i landinu.” Óframkvæmanlegar tillögur 1 siðari hluta ræðu sinnar sagði Páll. „Félagsmálaráðherra, Svavar Gestsson, taldi að Alþingi ætti að hafa þann starfsmetnað, eins og hann sagði, að afgreiða með ein- um eða öðrum hætti þau mál sem fram kæmu á hverju þingi. Ég er honum ekki alveg sammála. Ég held að meginatriðið sé að héðan komi úr þessari stofnun, vönduð löggjöf, réttlát og sem stenst i framkvæmd. Og sem ekki fer ó- spilunarlega með fjármuni þjóðarinnar og þess vegna þá held ég að það sé meginatriðið að löggjafinn vandi sig fremur heldur en að hann afkasti ein- hverjum ósköpum. Hér koma fjöldamargar góðar hugmyndir fram en margar þeirra þurfa nokkurrar þróunar við, menn eru hér að hneykslast á frumvarpi sem hafa verið til meðferðar á hverju þinginu eftir annað og við Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.