Tíminn - 14.03.1981, Síða 8

Tíminn - 14.03.1981, Síða 8
8 Laugardagur 14. mars 1981 Ulgafa jöfnunar- hlutabréfa Á aðalfundi Samvinnubanka íslands hf. hinn 15. mars 1980 var ákveðið að auka hlutafé bankans um 25% með útgáfu jöfnunarhlutabréfa. Samkvæmt ofangreindri ákvörðun hefur Samvinnubankinn gengió frá útgáfu þessara hlutabréfa og sendingu þeirra til hluthafa. Athygli hluthafa er vakin á því, að jöfnunarhlutabréfum fylgja ekki arðmiðar, þar sem tölvuskráning hlutafjár gerir bankanum mögulegt að senda hluthöfum sínum árlegan arð með ávísun. Samvinnubanki íslands hf Styrkir til háskólanáms i Frakklandi. Franska sendiráðiö i Keykjavik hefur tilkynnt að boðnir séu fram nokkrir nyir styrkir handa tslendingum til há- skólanáms i Frakklandi háskólaárið 1981-82. Umsóknum um styrki þessa, ásamt staðfestum afritum prófskirteina og meðmælum, skal komið til menntamála- ráðuneytisins, Hverfisgötu 6,101 Reykjavik, fyrir 12. april n.k. Umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu. Menntamálaráöuneytið 12. mars 1981. SAAIVIININUTRYOGiINCiAR Ármula 3 - Reykjavik - Simi 38500 Tilboð óskast i eftirtaldar bifreiðar sem skemmst hafa í umferðaróhöppum. Volvo.........................árg. 1979 Subaru 4x4....................árg. Í980 Galant 1600 G.L...............árg. 1980 Ford Torino...................árg. 1971 Skoda 110 R...................árg. 1976 Fiat 128......................árg. 1978 Bifreiðarnar verða til sýnis að Skemmu- vegi 26, Kópavogi mánudaginn 16/3 ’81 kl. 12-17. Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygginga Armúla 3, fyrir kl. 17 þriðjudaginn 17/3 ’81. 1S£||hK Rafmagns- IWIfll verkfæri Borvélar-Heflar Slípirokkar Hjólsagir Stingsagir Beltavélar Hristarar 13 £ ÁRIVUJLA11 Kvenfélag Breiðholts heldur kaffisölu og basar tii stuðnings kirkjubygg ingu í Breiðholti BSt— Kvenfélag Breiðholts efn- ir til kaffisölu og basars sunnu- daginn 15. mars I safnaðar- heimili Bústaðakirkju, að lok- inni guðsþjónustu þar. Enn þarf aö leita út fyrir hverfið til aö finna hentugt húsnæöi til kaffi- veitinga, þar sem ekki fyrir- finnst aðstaöa til þeirra hluta i Bökkum eða Stekkjum. Agóði af þessu framtaki kven- félagsins fer til kirkjubyggingar safnaðarins, en aðdragandi þeirrar byggingar er þegar orð- inn nokkur. Upphaflega hafði þó gleymst að ætla kirkjunni stað i skipulagi hverfisins. 1 bréfi frá sóknarpresti Breið- holts-sóknar, Lárusi Halldórs- syni, segir: „Breiðholtssöfnuð- ur er elstur safnaða i rúmlega tuttugu þúsund manna „borg i borginni” — en þar er engin not- hæf kirkja og ekkert kirkju- kvenfélag heldur. Kvenfélag Breiðholts varö hins vegar til nokkru áður en söfnuðurinn var stofnaður og félagið sem slikt lætur sig varða málefni krikj- unnar og á fulltrúa i byggingar- nefnd Breiðholtskirkju. Kvenfé- lagið styður safnaðarstarfið oft- lega með ýmsu móti.” UD •••i»|«>«i Þessi nýreista sundlag hefur verið eitt af mörgum baráttumálum Framfarafélags Breiöholts III MenningarmiðstÖðin í brenni- depli hjá Framfarafélaginu A aðalfundi Framfarafélags Breiðholts III er haldinn var 9. febrúar s.l. var kjörin ný stjórn. Stjórnina skipa 11 menn og 4 til vara. Formaður var kosinn Lena M. Rist. Aðrir i stjórn eru Sverrir Friðþjófsson varaformaður, Hlin Gunnarsdóttir ritari, Sigþór Magnússon gjaldkeri, Hilmar J. Hauksson, Kristinn Ágúst Frið- finnsson, Valdemar Ólal'sson, Helga Magnúsdóttir, Björk Jóns- dóttir, Halldóra Björnsdóttir og Anna Stefánsdóttir meðstjórn- endur. Varamenn eru Helgi S. Árnason, Halldór Árnason, Hólm- friður Jakobsdóttir og Aðalheiður Sigurðardóttir. Félagið mun sem áður beita sér fyrir ölium þeim málum er varða hag og heill hverfisins. Heistu mál sem nú eru i brennidepli eru Menningarmiðstöðin sem á að risa við Gerðuberg og samgöngu- mál við hverfið og innan þess. Það hefur sýnt sig að samtök sem þessi geta fengið miklu áorkað og er það ósk stjórnarinnar að sem flestir íbúar hverfisins verði virk- ir þátttakendur. Félagar i Framfarafélagi Breiðholts III eru allir ibúar Hóla- og Fellahverfis 17 ára og eldri. Sex erlendir skipti nemar töluðu á fundi í Selfossbíói Stjas/BSt — Velheppnaður fræðslufundur A.F.S. (Sam- bands skiptinema á tslandi) var haldinn i Selfossbiói sunnudag- inn 8. þ.m. Þar sögðu sex erlendir skiptinemar frá veru sinni hér á landi, þar af voru 2 frá Bandarikjunum, 2 frá Frakklandi, 1 frá Sviss og 1 frá Þýskalandi. Sumir þeirra sýndu myndir máli sinu til skýringar. Töluðu þeir íslensku og höfðu náð góðum tökum á málinu og lýstu kynnum sinum af landi og þjóö. „Þessi vetur er sá hlýjasti sem ég hefi lifað”, sagði Kenneth Woolridge, skiptinemi frá Wyoming i Bandarikjunum. II heimabyggð hans fer frostið oft yfir 20 stig á Celsius og vegna nafns landsins átti hann von á snjóhúsabyggö og fimbul- vetri hér á landi. Hann sagöi að lífið á tslandi hefði komið sér mjög á óvart. „Hér lifir m e n n i n g a r þj óð ”, sagöi Kenneth, og hann sagðist hafa oröiö hissa á þvi að sjá bila- mergö og stóra strætisvagna á götum höfuðborgarinnar. " I fundarbyrjun lék Daniella Odermatt á pianó. Kynnir var Ólafur Helgi Kjartansson. Kristinn Guðjónsson flutti aðal- ræðuna „Starf A.F.S. á tslandi”. Tveir islenskir skipti- nemar lýstu reynslu sinni af námsdvöl erlendis. Kristin Val- geirsdóttir sagði frá dvöl sinni i Malasiu og Sigrún Hlöðvers- dóttir sagði frá veru sinni i Bandarikjunum. Hergeir Kristgeirsson, sem dvaldi ásamt fjölskyldu sinni i Bandarikjunum sl. sumar, sagði frá skólauppsögn þar sem hann var gestur er islenskir skiptinemar luku þar prófi og skólagöngu. Karlakór Selfo^s söng nokkur lög, undir stjórn Asgeirs Sigurðssonar og við undirleik Daniellu Odermatt. Að siðustu var frásögn af reynslu „A.F.S.-foreldris” Hrafnhildar Sigurðardóttur, og lokaávarp flutti Kristin Sigurö- ardóttir, formaður A.F.S. á Islandi. Byggðafulltrúi A.F.S., Hlöð- ver Magnússon á Selfossi, haföi yfirumsjón meö undirbúningi fundarins. Hann bauð gestum til kaffidrykkju i Hótel Selfossi aö loknum fundi og afhenti erlendu skiptinemunum minjagripi i til- efni af Selfossferð þeirra. Fundur þessi var fróðlegur og varpaði ljósi á það merka starf, sem A.F.S. samtökin vinna og kynna hér á landi. NOTUM ÖKULJÓSIN ALLAN SÓLARHRINGINN yUMFERÐAR RÁÐ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.