Tíminn - 14.03.1981, Side 13
Laugardagur 14. mars 1981
LSiii'li'li
17
Félagslíf
Kvenfélag Neskirkju
hefur kaffisölu og skyndihapp-
drætti ab lokinni guösþjónustu
sunnudaginn 15. mars. um kl. 3
e.h. i Félagsheimili kirkjunnar.
Allur ágóði rennur til kaupa á
taugagreini fyrir endurhæf-
ingarstöð Borgarspitalans.
Eflum framfarir fatlaðra.
Kvenfélagið Seltjörn
heldur fund þriðjudaginn 17.
mars kl. 20.30 i Félagsheimil-
inu á Seltjarnarnesi. Snyrtisér-
fræðingur leiðbeinir um snyrt-
ingu.
Stjórnin.
Dansklúbbur Heiðars
Ástvaldssonar.
Dansæfing laugardaginn 14.
mars kl. 21 að Brautarholti 4.
Kökukvöld.
Skaftfellingafélagið i Reykjavfk
verður með sitt árlega kaffiboð
fyrir aldraða skaftfellinga i
Hreyfilshúsinu sunnudaginn 15.
mars kl. 14:30. Jón Helgason al-
þingismaður talar.
Ferðalög
Ferðafélag tslands heldur
myndakvöld að Hótel Heklu,
Rauðarárstig 18. miövikudag-
inn 18. mars kl. 20:30 stundvis-
lega.
1. Sýndar myndir úr gönguferð
frá Öfeigsfirði i Hraundal, og
frá Hornströndum i Ingólfsfirði.
2. Jón Gunnarsson sýnir mvndir
frá ýmsum stöbum. Allir vel-
komnir meðan húsrúm leyfir.
Ferðafélag islands
Dagsferðir 15. mars:
1. kl. 13 — Skarðsmýrarfjall
Fararstjóri: Halldór Sigurðs-
son.
2. kl. 13 — Skiðaganga á Hellis-
heiði
Fararstjóri: Hjálmar
Guðmundsson. Verð kr. 40.-
Farið frá Umferðamiðstöðinni
austanmegin. Farmiðar v/bil.
Ferðafélag íslands
Samtök herstöðvaand-
stæðinga á ísafirði
senda frá sér eftir-
farandi ályktun:
„Herstöðvaandstæðingar á
Isafirði lýsa yfir áhyggjum
vegna stigvaxandi vigbúnaðar
stórveldanna i vestri og austri,
og þeirrar hættu sem i kjölfarið
fylgir fyrir Islendinga vegna
herstöðvanna hér á landi og
aðildar íslands að hernaðar-
bandalagi. Þessa aukna vigbún-
aðar hefur ekki einasta gætt
Noregi og nálægum Nato-rikj-
um, heldur einnig hér á landi,
með áformum hersins um að
reisa sprengjuheld flugskýli á
Keflavikurflugvelli og áætlun
um stórfellda aukningu elds-
neytisbirgða með byggingu
oliugeyma i Helguvik.
Ef af þessum hernaðarfram-
kvæmdum verður, eykst hern-
aðargildi herstöðvarinnar og
um leið hættan á þvi að ísland
dragist inn i hugsanlega
styrjöld stórveldanna, með
hörmulegum afleiðingum fyrir
land og þjóð. Þá felst i Helgu-
vikur-áætluninni lúmskuleg til-
raun til að stækka enn her-
stöövasvæði Bandarikjamanna
i landinu og draga Suðurnesja-
menn i vinnu við hernaðar-
mannvirki.
Herstöðvaandstæðingar á
ísafirði draga mjög i efa bless-
unarrik áhrif þessara stór-
framkvæmda fyrir atvinnulif á
Reykjanesskaga en telja stórn-
völdum sæmra að hraða at-
vinnuuppbyggingu þar syðra og
gera atvinnulif á Suðurnesjum
óháð herstöðinni og hermangi
öllu. Ennfremur er utanrikis-
ráðherra gagnrýndur harðlega
fyrir upplýsingaleynd i
sambandi við byggingu flug-
skýlanna og vald það sem hann
hyggst taka sér með þvi að
ákvarða einn um svo áhættusam
ar framkvæmdir sem hér um
ræöir. Það má enn teljast furðu-
legt að ráðherra skuli
samþykkja byggingu sprengju-
heldra flugskýla, á sama tima
og almannavarnarkerfið i land-
inu er nánast ekki til og engin
sprengjuheld ibúðarhús á
Suðurnesjum.
Herstöðvaandstæðingar á
Isafirði skora á samherja sina
utan þings og innan, að koma i
veg fyrir hernaðarframkvæmd-
ir þessar og allar tilraunir til að
gera tslendinga háðari veru
hersins en þegar er orðið. Sér-
staklegamótmæla herstöðvaand-
stæðingar hugmyndum um að
Bandarikjaimenn borgi fyrir að-
stöðu sina hér á landi, með þvi
að herinn taki að sér ákv.
framkvæmdir, s.s. flugvalla-
gerð, vegalagningu og flug-
stöðvarbyggingu. Slik þátttaka
hersins i islensku efnahagslifi
myndi óhjákvæmilega hafa
afdrifarikar afleiðingar i för
með sér fyrir efnahagslegt og
pólitiskt sjálfstæði þjóöarinnar.
Ennfremur skora herstöðva-
andstæðingar á ísafirði á Alþingi
og alþingismenn að ná sam-
stöðu með öðrum Norðurlanda-
þjóðum um tillögu þess efnis að
lýsa Norðurlöndin öll kjarn-
orkuvopnalaust svæði.
Það er skoðun herstöðvaand-
stæðinga að eina umtalsverða
vörnin gegn styrjaldarhættunni
sé að herstöðvar verði lagðar
niður hér á landi og Islendingar
segi skilið við Atlantshafs-
bandalagið.”
Kynningarkvöld
á Hótel Borg
Þjóðræknisfélag
íslendinga
heldur skemmtifund á Hótel
Borg þriðjudaginn 17. mars kl.
20.30. Ferðakynning á Kanada-
ferðum sumarið 1981. Happ-
drætti, ferðavinningur til Tor-
onto,góð skemmtiatriði og allir
velkomnir.
Stjórnin.
Kvenréttindafélag ís-
lands gengst fyrir fé-
lagsmálanámskeiði. .
A landsfundi KRFl, sem hald-
inn var 24. okt. s.l. kom fram sú
hugmynd að félagið gengist
fyrir námskeiði i ræöumennsku
og fundarsköpum. En konur
þurfa ekki siður en karlar að fá
þjálfun i að tjá sig i margmenni
og koma skoðunum sinum á
framfæri.
KRFI hefur nú ákveöið að halda
slikt námskeið i þeirri von að
það hvet ji fleiri konur til virkari
þátttöku i félagsstörfum og al-
mennri umræðu um þjóðfélags-
mál.
Námskeiðið, sem fram fer að
Hallveigarstöðum, Túngötu 14,
stendur yfir i fjögur kvöld og
hefst þriðjudaginn 17. mars
kl .20.30 (seinni kvöldin eru 19.,
20. og 26. mars).
Á námskeiðinu verður aðallega
fjallað um ræðumennsku, fund-
arsköp og fundarstjórn. Leið-
beinandi verður Friða Proppé,
blaðamaður. Þátttökugjald er
kr.150.-
Námskeiðið er opið öllum og eru
félagsmenn sérstaklega hvattir
til að koma. Upplýsinga og inn-
ritun fer fram laugardaginn 14.
mars i si'ma 18156 og eftir það i
sima 84069.
Ef námskeiðið tekst vel er fyrir-
hugað að halda framhaldsnám-
skeið sibar i vor eða byrjun
hausts.
Nýr framhaldsflokkur:
,,Líf og saga”
1. þáttur: Flóttinn frá Moskvu
1812.
Sunnudaginn 15. mars kl.15.00
hefst 12þáttaframhaldsflokkur,
sem nefnist „Lif og saga”, og á
hann að fjalla um merka menn,
innlenda og erlenda, og samtið
þeirra. Fyrsti þátturinn heitir
„Flóttinn frá Moskvu 1812”.
Carlo M. Pedersen, kunnur
danskur leikhúsmaður, hefur
búið hann til útvarpsflutnings.
Lesarareru: Steindór Hjörleifs-
son, Helgi Skúlason og Róbert
Arnfinnsson. Stjórnandi upp-
töku er Klemenz Jónsson og
tæknimaður Bjarni R. Bjarna-
son. Þátturinn tekur um 50 min-
útur i flutningi.
Sálin hans Jóns míns
Siðasta sýning sunnudaginn 15.
mars kl. 3.
Leikbrúðuland, Frikirkjuvegi
11,
simi 15937.
Vorið 1812héltNapóleon keisari
til Rússlands með mikið lið, um
hálfa milljón manna, i þeim til-
gangi aö steypa sarnum af stóli.
„Herinn mikli”, sem svo var
kallaöur, komst til Moskvu og
settist þar um kyrrt. En Rússar
reyndust óþægari ljár i þúfu en
búist var við. Þeirkveiktum.a. i
foröabúrum þeim, sem frönsku
hersveitirnar höfðu ætlað að
nýta sér, og þegar þar við bætt-
ist harður vetur reyndust þeim
allar bjargir bannaðar.
„Herinn mikli” sneri heim á
leið. Það varð hin mesta hörm-
ungaferð f frosti og snjó, enda
hefur löngum verið sagt að vet-
urinn sé besti bandamaður
Rússa.
KIRKJUDAGUR
Asprcstakalls:
Kirkjukaffi verður að Norður-
brún 1. n.k. sunnudag 15. mars
og hefst kl. 14.00 (2) með hug-
vekju sem séra Bergur Guð-
jónsson annast. Guðmundur
Guðjónsson syngur við undir-
leik Sigfúsar Halldórssonar.
Einnig mun kirkjukórinn
syngja. Veislukaffi til kl. 18.00.
Mætið öll og hafið með ykkur
gesti og hjálpið með þvi að setja
kraft i kirkjubygginguna.
Lesendabréf
A fyrri tið gekk Fjandinn
ljósum logum og brá sér þá i
allra kvikinda liki. Fræg er
sagan um hann i höggorms-
skrokki — á Evutið. A dögum
Sæmundar fróða, var hann
stundum selur, stundum
maðkafluga. En alltaf var
sinnið hið sama. Óþreytandi,
brögðóttur og slægur, lék hann
jafnt og þétt á „mannkynið”.
Nú hefur Kölski breytt um
vinnubrögð. Nú eru Sjónvarpið
og blöðin orðin hans sóknarsvið.
I sjónvarpinu sést hann i gerfi
slunginna siðlausra glæpa-
manna, sem verða mörgum
fanti fyrirmynd. 1 blöðum
birtist hann mjög oft i mynda-
sögum. Einn litill púki, sem
sver sig i hans ætt, er Denni
dæmalausi. Sá óþekktarormur
og pörupiltur hefur i marga ára-
tugi verið sýndur alla daga i
einu nokkuð merkilegu blaði —
ungum sonum framsóknar-
manna til mikillar fyrir-
myndar! — Ég held að þetta sé
hið eina, sem Timinn hefur
hugað að uppeldi barna öll þessi
ár.
Er ekki kominn timi til að
senda þennan laumupúka heim
til fööurhúsa — og ef hægt er —
fá i hans stað fallegan pilt — og
fyrirmynd, sem engan afvega-
leiðir?
12/31981
Helgi Hannesson
I