Tíminn - 25.04.1981, Blaðsíða 4
4
Laugardagur 25. april 1981
í spegli tímans
Bolat Sarybayev í hljóftfærasafni sinu. Þaö er leirhljóöfæriö frá Túrkestan, sem hann heldur á.
Merkilegt safn
gamalla hljóðfæra
Bolat Sarybayev er kennari við tón
listarháskólann i Alma Ata i Kazakstan.
Hann á mikið safn hljóðfæra, alls um þrjú
hundruð og fimmtiu hljóðfæri frá mörg-
um löndum, þar af um fimmtiu frá
Kazakstan. Hafa þau mörg hver verið tal-
in glataðrar gerðar til skamms tima.
Meðal þeirra er eitt, sem fannst i
grennd við borgina Turkestan, þar sem
fyrrum var ein helsta menningarmiðstöð
Suður-Kazakstan. Meginhluti þess er stór
skál úr brenndum leir, og eru þrjú göt á
hliðum hennar. Þetta hljóðfæri er talið
ekki yngra en sex hundrað ára. Þegar
blásið er i það, myndast hljóð, sem likist
mjög mannsrödd.
Ekki alls fyrir löngu voru lög, sem leik-
in voru á gömul hljóðfæri i safni Bolats
Sarybayevs, tekin upp á hljómplötur, svo
að h 1 jóðf æras ér fræðingar og tónfræðingar
geti rannsakað þau.
99
Kjóllinn er of fleginn
- og konan of horuð”
Marti Caine heitir gamanleik-
kona.semermjög vinsæl i grin-
þáttum i breska sjónvarpinu.
Hún kom nýlega fram i perlu-
saumuðum kjól, sem var með
klauf upp á læri og fleginn niður
að þriðja hryggjarlið (neðan
frá), og það var nefnt i lesenda-
blaði eftir þennan sjónvarps-
þátt, að þetta klæddi ekki hina
grindhoruðu Marti. Sjálf sagði
hún: „Fatahönnuðurinn minn
vildi endilega hafa kjólinn
svona. Hann sagði að þetta
klæddi mig, en ég er sammála
lesandanum, sem gagnrýndi
mig i kjólnum — hann er of
fleginn og ég er of horuð”.
Marti Caine segist borða ein-
hver ósköp, en sér takist ekki að
fitna um pund. Misskipt er kjör-
um manna, — Marti getur ekki
þyngst hvað sem hún borðar, en
svo eru aðrir sem mega varla
lesa mataruppskrift án þess að
bæta á sig eins og einu eða
tveimur pundum!
'VeWl'-
— Hún er búin aö vera aö sauma
blúndurnar á I alla nótt. Ég hef ekki
brjóst I mér til aö segja henni aö þetta
eigi aö vera striösdans.
fg-krossgáta
(&
</>
(0
3557. Krossgáta
Lárétt
1) Kröftum. 6) Hittust. 10) Timi. 11) Afi.
12) Þátttakan. 15) Erting.
Lóðrett
2) Fum. 3) Konu. 4) Litlar. 5) Borðaður.
7) Sturluð. 8) Svik. 9) Dreifi. 13) Vond. 14)
Afrek.
Ráðning á gátu no. 3556
Lárétt
1) Kalla. 6) Drengur. 10) Dá. 11) Nú. 12)
Umtalað. 15) Hláka.
Lóðrétt
2) Ate. 3) Lag. 4) Oddur. 5) Brúða. 7)
Rám. 8) Nia. 9) Una. 13) Tál. 14) Lak.
Hingað til hefur þaö varla verið talic
neitt til skaða að fá mikiö af háspilum á
hendina sina i bridge. En annar suður-
spilarinn i spili dagsins virtist vera þeirr-
ar skoðunar þvi hann spreðaði þeim i grið
og erg. En það kom i ljós að með þvi hafði
hann fundið einu leiðina til að vinna sitt
spil.
Norður.
S. AG9
H. G104
T. 9
L. G109754
Vestur.
S. 876
H. D7532
T. 83
L. A32
Austur.
S. K432
H. 986
T. DG104
L. 86
Suður-
S. D105
H. AK
T. AK7652
L. KD
í sveitakeppni voru spiluö 3 grönd við
bæði borð og vestur spilaöi út litlu hjarta.
Viö annað borðið tók suður á kóng og
spilaði kóng og drottningu i laufi. Þegar
vestur gaf þurfti suður tvær innkomur i
borðið svo hann spilaöi spaðadrottningu i
þeirri von að vestur ætti kónginn. En
austur tók slaginn og spilaði hjarta og
þegar vestur komst inná laufás biðu 3
hjartaslagir tilbúnir.
Við hitt borðið tók suður lika á hjarta-
kóng og spilaði hjónunum. Þegar vestur
gaf spilaöi hann lika spaðadrottningunni
en i stað þess að hleypa henni, einsog
kollegi hans gerði við hitt borðiö, stakk
hann upp spaöaás. Siðan spilaði hann
laufgosa og henti hjartaás heima. Og nú
gat vörnin ekki friað hjartað án þess að
suður kæmist inni borðið á hjartagosa og
ef vörnin skipti i tigul hafði suður nógan
tima til aö búa til innkomu á spaðann og
niunda slaginn um leið.
— Nei, þú getur ekki fengiö aö standa
vörö inni þótt þaö rigni...