Tíminn - 25.04.1981, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.04.1981, Blaðsíða 5
Laugardagur 25. apríl 1981 5 íslenski markaðurinn er ekki til skiptanna Rekstrartap Flugleiða lækkaði um 65.6% á sl. án AM —.1 skýrslu Sigurðar Helga- sonar, forstjóra Flugleiða, á aðalfundi félagsins í gær, kom fram að rekstrartap félagsins hefur lækkað um 65.6% á milli áranna 1979-80. Rekstrartekjur hækka um 24,8% frá árinu áður en rekstrargjöld um 13,6% og er hér um veruiegan bata að ræða að þessu leyti. Sigurður sagði að erfitt væri að gera samanburð á milli ára i islenskum krónum og tók þvi mið af bandarikjadollar. Rekstrartap ársins 1979 i krón- um var 7.439 milljónir kr. eða 18.8 milljónir dollara, en rekstrartap ársins 1980 var 4.005 milljónir króna eða 6.5 milljónir dollara, sbr. gengi i árslok beggjaáranna. A þennan hátt hefur rekstrartap lækkað um 65.5%, eins og áður segir. Ef bornar eru saman niður- stöðutölur heildarrekstrar, þ.e.a.s. þegar tekið hefur verið tillit til fjármagnskostnaðar og annara sh'kra liða, þá er staðan þessi: Tap i krónum á árinu 1979 var 6.896 milljónir króna eða 17 milljónir dollara og heildartap ársins 1980 var 7.007 milljónir króna, eða 11.3 milljónir dollara reiknað á sama háttog áður er getið. Þótt hér væri einnig um bata að ræða, kvaðst Sigurður Helgason ekki vilja gera of mik- iðdr honum, þar sem þarna er enn um verulegt tap að ræða. Átta meginástæður. I samandregnu máli taldi Sig- urður til átta meginástæður fyrirslæmri afkomu félagsins á s.l. ári og nefndi hann fyrst þann skaðvald, sem verðbólgan hefur verið þessum rekstri. Þá hefur gengistap komið mjög illa við félagið, vextir hafa aldrei verið hærri og efnahagsástand á Vesturlöndum óhagstætt Við- tækar samdráttaraðgeröir áttu sér stað á árinu og hér var i mörgum tilfellum um tima- bundin Utgjöld að ræða, t.d. lokagreiðslur til starfsmanna sem hættu o.fl. Hér er um tals- verðar upphæðir að ræða. Afram var mikið tap á innan- stuðnings frá Luxemburg 1.5 milljón dollarar og tekna af flugvélarleigu, áhafnartekna, og tekna félagsins vegna bóta, vegna riftunar á eldsneytis- samningi sem einnig féll undir þennan rekstrarþátt. Ekki taldi Sigurður bjartar framundan en veriðhefur, þvi enn geisar verð- strið og framboð á flutningum Evrópufluginu, en það nýtur ekki lengur góðs af hagkvæmni stórreksturs á N-Atlantshafi. Samdráttur varð á þessum flutningum um 8,0%. Sigurður vék að ásókn erlendra leiguflugfélaga hingað til lands og kvaðst telja að ásak- anir á hendur Flugleiðum i þvi sambandi um há fargjöld væru 825 milljónum á ári. Harmaði forst jóri að endalausar skýrslu- gerðir, umsóknir og samtöl við ráðamenn hefðu engan árangur borið, en fargjöldin hefðu þurft að vera 16,5% hærri, ef endar hefðu átt að ná saman. Benti hann á að rikið neyddi Flugleið- ir til þess að reka þetta flug með árlegum halla, sem er hærri en Frá fundinum. Kristjana Milla Thorsteinson er hér til vinstri á myndinni, klædd ljósri dragt. Hún sest ná i stjórn með atfylgi Fjöl- eignarmanna. (Timamynd G.E.) landsflugi, mikill taprekstur á N-Atlantshafi og ekki tókst að selja B-727-100 flugvél, eins og gert var ráð fyrir, er B-727-200 bættist i flugflotann. Reksturinn á N-Atlants- hafi Sigurður rakti nú efiðleika rekstrarins á N-Atlantshafi, en á árinu 1980 varð tap félagsins þar 6.112 millj. króna og hefur þá verið tekið tillit til fjárhags- er enn mikið meira en eftir- spurn. Evrópuf lug Afkoma Evrópuflugs á sl. ári var mjög léleg og hagnaður varð að upphæð 150 milljónir króna, en þá hefur verið tekið tillit til leiguflugs, sem tilheyrir þessum rekstrarþætti. Vegna samdráttar á N-Atlantshafs- flugi lendir sifellt meiri stjórn- unar og markaðskostnaður á ósanngjarnar, enda tiltækar töl- ur sem sanna hið gagnstæða. Taldi hann að nú væri ekki rúm nema fyrir eitt islenskt flug- félag á millilandaleiðum og islenski markaðurinn ekki til skiptanna. Innanlandsf lug Hallinn á innanlandsflugi nam 890 milljónum króna á sl. ári og á sl. fimm árum nemur hann 4.100milljónum króna, eða sá hlutur sem rikið á i félaginu. A s.l. ári hefðu fargjöldin þurft að vera 19,8% hærri, til þess að ná jöfnuði. Dótturfyrirtæki Þá ræddi Sigurður Helgason um dótturf yrirtæki Flugleiða og er ljóst að á þeim öllum er veru- legur halli, nema á Cargolux. Rekstur þess félags varð já- kvæður á árinu 1980 og má þakka það m.a. gengisfalli Luxemborgarfrankans. Fá Flugleiðir flutninga fyrir herinn? AM — Utanríkisráðuneytið hef- ur að undanförnu beitt sér fyrir þvi að Flugleiðir fái nokkra flutninga fyrir Bandarikjaher, til þess að treysta betur grund- völi fiugleiðarinnar milli Is- iands og Bandarfkjanna. Sigurður Helgason skýrði hluthöfum frá þessu máli á að- alfundinum i gær og sagði að Flugleiðir hefðu átt viðræður við utanrikisráðuneytið vegna þessa máls. Þvi miður sagði hann árangur enn ekki hafa náðst, en utanrikisráðuneytið mun halda áfram athugunum sinum. Úttekt á N-Atlants- hafsfluginu væntanleg í mal AM — 1 ræðu Sigurðar Helga- sonar, forstjóra Flugleiða, á að- alfundi félagsins i gær, kom fram að i mai nk. er væntanleg úttekt á N-Atlantshafsflugi Flugleiða, i samræmi við sam- komulag samgönguráðherra ís- lands og Luxemburgar. Flug- leiðir og Luxair standa að þessu verki. Úttektin er til þess gerð aö meta horfurnar eftir 1. októ- ber 1981. Þessi úttekt er unnin af bandarisku fyrirtæki, sem sér- hæfir sig i flugmálum. Hefur þegar verið unnið að henni i nokkrar vikur. Sigurður sagði erfitt að spá um hvaö fram mundi koma I skýrslu þessari, sem reyndar hefði þurft að gera strax eftir þær ákvarðanir, sem teknar voru varðandi styrki rikis- stjórna Islands og Luxemburg- ar. Hitt væri ljóst, að sú aðstaða sem hér var áður fyrr til arð- vænlegs flugs yfir N-Atlantshaf, er ekki lengur fyrir hendi. ALÞYÐUORLOF — Orlofssamtök launþega — Orlofsferð launafólks Danmerkur 23. júní til 2. júlí. Alþýðuorlof og Dansk Folkeferie i samstarfi við Samvinnuferðir Landsýn h.f., efna til gagnkvæmra orlofsferða fyrir launafólk á fslandi og i Danmörku. Dvalið verður i orlofsbúðum verkalýðssamtakanna i hvoru landi um sig og ferðast með sameiginlegu leiguflugi. Ferðin hefst 23. júni n.k. og stendur til 2. júli. Islenskir þátttakendur munu dvelja i orlofsbúðum DFF á Sjálandi (Gilleleje), Fjóni (Middelfart) og Jótlandi (Rödhus) að jafnaði 3 nætur á hverjum stað. Daglegar skoðunarferðir verða skipulagðar til merkra staða i Dan- mörku og að sjálfsögðu verður Kaupmannahöfn heimsótt og m.a. farið i Tivoli. Rétt til þátttöku i þessari ferð eiga félagsmenn i verkalýðsfélögum, sem eiga orlofshús i ölfusborgum, Svignaskarði, Vatnsfirði, Illuga- stöðum eða Einarsstöðum, og á hvert orlofssvæði rétt til takmarkaðs fjölda þátttakenda. Bókun fer fram á eftirtöldum stöðum og þar eru jafnframt veittar nánari upplýsingar: Alþýðusamband íslands, Grensásvegi 16, simi 84033. Alþýðusamband Vestfjarða, Alþýðuhúsinu ísafirði, simi 94-3190. Alþýðusamband Norðurlands, Brekkugötu 4, Akureyri, simi 96-21881. Alþýðusamband Austurlands, Egilsbraut 25, Neskaupstað, simi 97-7610. Verð: kr. 2.990.- Innifalið i verðinu er: Flug, Keflavik — Kaupmannahöfn — Keflavik, flutningar til og frá flug- velli i Kaupmannahöfn, gisting og fullt fæði svo og skoðunarferðir i Dan- mörku. (Flugvallarskattur ekki innifalinn). Islenskur fararstjóri. Alþýðuorlof

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.