Tíminn - 25.04.1981, Blaðsíða 1
Síöumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavik • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 ■ Kvöldsímar 86387 & 86392
Rikisstjórmn tekur ákvöröun um næstu efnahagsaðgerðir i dag:
„Tollalækkanir og
niðurgreiðslur”
— eru meöal þeirra möguleika, sem fjailaö er um, að sögn Steingrims Hermannssonar
JSG — Efnahagsmálanefnd rfk-
isstjórnarinnar, ráðherranefnd
um efnahagsmál, og siðan öll
rikisstjórnin munu i dag vænt-
anlega ganga frá tillögum um
næstu aðgerðir stjórnarinnar i
efnahagsmálum. Tillögurnar
verða slöan lagðar fyrir Alþingi
eftir helgina, að þvi er Stein-
grímur Hermannsson, sjávar-
útvegsráðherra, tjáði blaðinu i
gærkvöldi. Mikil fundahöld voru
i gær i rikisstjórn og þingflokk-
um um hugsanlegar efnahags-
aðgerðir, og ýmsir möguleikar
ræddir, en i dag er ætlunin að
„sortera úr möguleikunum”,
eins og Steingrimur orðaði það.
,,Við framsóknarráðherrarnir
höfum visað til ályktunar mið-
stjórnar okkar, og lagt áherslu á
að visitöluhækkunin 1. júni verði
ekki yfir 8%, og að staðið verði
við það markmið að verðbólgan
fari ekki yfir 40% á árinu. Til
þess að ná þessu markmiði eru
nú kannaðárbæöi tollalækkanir
og niðurgreiðslur, auk þess sem
fjallað er um verðlagsmál. En
möguleikarnir eru enn margir
og þvi ekki hægt að ský'ra frá
þeim i smáatriðum”, sagði
Steingrimur.
Ráðherranefndin sem fjallar
um efnahagsaðgerðirnar, og i
eru Gunnar Thoroddsen, forsæt-
isráðherra, Steingrimur Her-
mannsson, og Svavar Gestsson,
kemur saman til fundar kl.10
f.h. i dag. Fundur rikisstjórnar-
innarhefst siðan kl. 12 á hádegi.
Frá árekstrinum á mótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar, aðfaranótt sumardagsins fyrsta. Eins og sjá má eru báðar bifreiöarnar
mjög illa farnar, ef ekki ónýtar. Timamynd: G.E.
Hörkuárekstrar
Kás — Tveir hörkuárekstrar
urðu i Reykjavik með hálftlma
millibili aðfaranótt sumardags-
ins fyrsta, meö þeim afleiðing-
um að flytja þurfti sextán
manns á slysadeild Borgar-
spltalans. Ekki er taliö að neinn
af sextánmenningunum hafi
orðið fyrir alvariegum meiðsl-
um i árekstrunum.
Fyrri áreksturinn varð
kl.02.25 á mótum Kringlumýr-
arbrautar og Miklubrautar.
Umferðarljósin voru gul blikk-
andi á gatnamótunum, eins og
annars staðar i borginni á þess-
um tima, og á þá Miklabrautin
aðalbrautarréttinn. Range Rov-
er bifreiö var ekið austur Miklu
brautina, en i sömu mund var
Toyotabifreið ekið norður
Kringlumýrarbraut. Skullu bif-
reiðarnar saman á gatnamótun-
um.
Þrennt var i Range Rovern-
um og sex i Toyotunni og þurfti
aö flytja allt fólkið á slysadeild,
til að gera að meiðslum þess.
Virðist sem ökumaður Toy-
otabifreiðarinnar hafi ekki átt-
að sig á biðskyldunni, og þvi ek-
ið beint inn i hina bifreiðina.
Seinni áreksturinn varð
kl.02.52 á Vesturlandsvegi, rétt
vestan við Gufunesafleggjar-
ann. Bifreið með R-númeri, var
ekið vestur Vesturlandsveg i átt
til Reykjavikur. 1 þann mund
sem hún kemur aö fyrrnefndum
stað tekur ökumaðurinn eftir
kyrrstæðri ljóslausri bifreið á
akbrautinni. Ætlar hann sér i
fyrstu að sveigja fram hjá
henni, en tekur þá eftir manni
sem gengur frá ljóslausu bif-
reiðinni yfir veginn. Sveigir
hann þá aftur til hægri, með
þeim afleiöingum að hann lend-
ir aftur á kyrrstæðu bifreiðinni,
,sem var með G-númeri. Kastað-
ist hún við það út af veginum.
Sex voru i bifreiðinni með G--
númerinu, en aðeins ökumaður-
inn I R-númer bifreiöinni. Voru
allir, þ.e. sjö talsins fluttir á
slysadeild, svo hægt væri að
gera að meiðslum þeirra.
Aðalfundur Flugleiða:
Samkomulag um
stjórnarkjörið
AM — Augljóst var að allar deilur
höfðu veriö settar niöur milli
stjórnar Flugleiða og Fjöleignar-
manna, áöur en aðalfundur Flug-
leiða hófst að Hótel Loftleiöum i
gærmorgun og gekk Kristjana
Milla Thorsteinsson inn I stjórn-
ina alveg hljóðalaust, en rlkið
fékk tvo menn skipaöa og vék
Bergur G. Gislason úr stjórninni,
til þess að svo gæti orðiö, en hann
átti að sitja til næsta árs. Sjálf-
kjöriö var I aðalstjórn.
Þegar i upphafi fundarins lá
fyrir tillaga frá fjármálaráðherra
f.h. rikisjóðs og stjórnar Flug-
leiða um breytingar á samþykkt-
um þess eölis aö rikiö fengi að til-
nefna tvo menn i aðalstjórn fé-
lagsins, með þeim hætti að á aðal-
fundi nú verður annar fulltrúinn
skipaður til tveggja ára, en hinn
til eins árs. A næsta ári verður
hins vegar skipaður maður til
tveggja ára i stað þess er nú var
skipaður til eins árs og skipi rikið
því einn fulltrúa árlega upp frá
þvi. A sama tima skulu 7 menn
kosnir á aðalfundi i stjórn félags-
ins, 4 annað áriö en 3 hitt árið. Þá
tilnefni rikiö tvo varamenn.
Fulltrúar rikissjóðs hafa verið
skipaðir þeir Rúnar Bj. Jóhanns-
son, og Kári Einarsson.
Tilnefningu til aðalstjórnar-
kjörs hlutu þau Óttar Möller, Sig-
urður Helgason, Orn 0 Johnson
og Kristjana Milla Thorsteinsson
og voru þau sjálfkjörin. Auk
þeirra og fulltrúa rikisins skipa
aðalstjórn Kristinn Olsen, Grétar
Br. Kristjánsson og Halldór H.
Jónsson. Úr stjórninni gengu Al-
freö Eliasson, Sigurgeir Jónsson
og sem fyrr segir Bergur G.
Gislason. Sjá bls. 5.
Erlingur Þorsteinsson mcð
taflið i höndunum.
Tímamynd: Róbert
„Var alveg
búinn að
vera eftir
skákina”
— sagði Erlingur
Þorsteinsson, sem
lagði stórmeistarann
Viktor Korchnoi
að velli
Kás — ,,Ég var alveg bú-
inn að vera eftir skákina”,
sagði Erlingur Þorsteinsson,
25 ára gamall viðskipta-
fræðinemi, i samtali við
Timann i gær en hann afrek-
aði það einn manna að leggja
stórmeistarann Viktor
Korchnoi að velii, i þeim
þremur fjölteflum sem efnt
var til á meöan heimsókn
hans stóð yfir hér á iandi.
„Við lékum ákveðið af-
brigði sem nefnt hefur verið
„Möttekið drottningar-
bragð”, sem íelst i þvi að
hvitur (Korchnoi) leikur
peði fram á d4 og ég svara
með peöi á d5. Siðan leikur
hann fram peöi á c4 og ég
þigg það”, sagði Erlingur
Þorsteinsson. Eftir þessa
byrjun tefldu þeir félagar
áfram upp i 53 leik, en þá gaf
Korchnoi taflið.
Ekki sagðist Erlingur hafa
athugað þetta afbrigði neitt
sérstaklega fyrir fjölteflið,
en sagði að hann væri i
óvenju góðri æfingu nú, sem
kannski mætti þakka sigur-
inn.
Eins og fyrr segir tefldi
Korchnoi þrjú fjöltefli hér á
landi. Fyrst var það i sjón-
varpssal við átta valinkunna
skákmenn. Næst tefldi hann
við 30 bankamenn. Að end-
ingu tefldi hann við 35 félaga
i Taflfélagi Reykjavikur, og
það var einmitt i þvi fjöltefli
sem Erlingur lagði meistar-
ann að velli.
Vinnings-
skákin er
birt á bls. 2