Tíminn - 16.05.1981, Side 4

Tíminn - 16.05.1981, Side 4
WFj Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar ígi • Frá Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar 18 ára gömul stúlka með barn á 1. ári ósk- ar eftir að fá að búa hjá fjölskyldu. Nánari upplýsingar i sima 25500 milli kl.ll og 12. (Ólina) Kennara vantar Lausar eru skólastjóra- og kennarastaða við grunnskóla Reykdæla Litlu-Laugum S- Þing. Nýtt 140 ferm. einbýlishús á staðnum. Stöðurnar henta vel fyrir hjón með kenn- araréttindi. Upplýsingar i sima 96-43137. Skólanefndin Jörð til sölu Jörðin Bergstaðir i Bólstaðarhliðarhreppi i Austur-Húnavatnssýslu er til sölu og laus til ábúðar á næstu fardögum. Nýlegt ibúðarhús er á jörðinni og f jós fyrir 30 kýr. Veiðiréttur i Svartá. Nánari upplýsingar gefur eigandi Gestur Pálsson. Simi um Blönduós. ■ Þjóðræknisfélag íslendinga i Reykjavik heldur aðalfund sinn þriðju- daginn 19. mai kl.20.30 að Hótel Esju 2. hæð. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. 3. Sveinn Skorri Höskuldsson prófessor ræðir um Guttorm J. Guttormsson skáld og kynni sin af honum. Svava Sæmundsson les úr ljóðum skálds- ins. Stjórnin. Tilboð óskast Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar sem skemmst hafa i umferðaróhöppum: árg. International Cargostar 1978 Oldsmobile Delta 1980 Oldsmobile Cutlas 1979 Daihatsu Runnabout 1980 Toyota Corolla 1977 Land Rover 1972 Lada 1500 1976 Bifreiðarnar verða til sýnis að Skemmu- vegi 26, Kópavogi, mánudaginn 18. mai 1981 kl.12-17. Tilboðunum sé skiiað til Samvinnutrygg- inga Bifreiðadeild, fyrir kl.17, þriðjudag- inn 19. mai 1981. SAMVINNUTRYGGING4R Ánnúla 3 - Reykjavik - Simi 38500 Bandarískir veiðimenn horfa ekki í aurana þegar íslenski laxinn er annars vegar: ^ BORGA 24 MISUND Á VIKU í GRÍMSÁ ■ Laxveiðimenn greiöa nú allt að þrjú þúsund og fimm hundruö krónur fyrir veiðidaginn f islensk- um laxveiöiám. t Grímsá greiða bandariskir viðskiptavinir þrjú þúsund og þrjú hundruð dollara fyrir vikuna I ánni, eöa 23.700 krónur, og er þá innifaliö fæði, leiösögn og annað sem tii veið- anna þarf. Ein laxveiðiá á land- inu, Laxá á Ásum, hefur undan- farin ár veriö mun dýrseldari en Grimsá, en ekki tókst i gær að afla upplýsinga um verð veiði- daga i henni nú. t viðtali við Timann sagði Þor- steinn Þorsteinsson, formaður Landssambands Veiðifélaga, að þrátt fyrir þessi verð, hefði verð- lag á laxveiðiám ekki fylgt fylli- lega eftir þróun annars verðlags i landinu undanfarin ár. Sagðist hann þvi ekki sjá að það stæðist, sem haldið hefur veriö fram að sókn erlendra veiðimanna i is- lenskar ár hefði sprengt upp verð á þeim. Raunar hefðisala erlend- is heldur dregist saman, frá þvi sem mest var, og þvi væri hlutur islenskra veiðiáhugamanna öllu betri i dag en hann var. Þorsteinn tók það fram, að vissulega vildu þeir sem ættu þessi hlunnindi i ánum, reyna að fá sem hæst verð fyrir þau. Hann bentiþó á, að þótt aðilar á banda- riskum markaði greiddu 3.300 dollara fyrir veiðileyfi, kæmu ekki nema 2.805 dollarar af þvi i hlut bænda. Samsvarar það um tvö þúsund og átta hundruð krónum fyrir hverja stör.g á dag, en til saman- buröar má geta þess, að dýrasta áin sem Stangaveiðifélag Reykjavikur hefur á sinum snær- um, Norðurá, kostar á dýrasta tima átján hundruð krónur á dag og er þá aðeins veiðileyfið innifal- ið. — HV Stúdentar frá Samvinnu- skólanum: Aldrei fleiri ■ Framhaldsdeild Samvinnuskól- ans var slitið 13. mai og útskrifuð- ust 24 stúdentar að þessu sinni, sem er stærsti hópur stúdenta er útskrifast hefur frá deildinni til þessa. Hæstu einkunn á stúdentsprófi hlaut Tómas örn Kristinsson, frá Reyðarfirði, 8,46, næsthæst var Agústa E. Ingþórsdóttir úr Reykjavik með 8,28 og þriðji hæstur varð Helgi Hermannsson austan úr Hvolhreppi i Rangár- vallasýslu með einkunina 8,00 Meöaleinkunn stúdenta varð 7,22 sem er þá^rétt við að vera 1. eink- unn. Skólastjórinn Haukur Ingi- bergsson, hélt skólaslitaræðu þar sem hann rakti starf skólans s.l. vetur. Jafnframt lýsti hann þvi yfir að þetta væri siðasta ár sitt sem skólastjóra við Samvinnu- skólann. Gissur Pétursson flutti ávarp af hálfu nýstúdenta. — HEI ■ Þrjú á toppnum. Dúxinn, Tómas örn Kristinsson, til vinstri á mynd- inni, og Helgi Hermannsson óska Agústu E. Ingþórsdóttur til ham- ‘nS3u- Timamynd Ella. ■ Hinmfrlði hópur nýstúdenta Samvinnuskólansþetta voriö. Haukur Ingibergsson, skólastjóri.er lengst til vinstri en Svavar Lárusson, yfirkennari lengst til hægri.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.