Tíminn - 16.05.1981, Blaðsíða 15
Laugardagur 16. maí 1981
15
flokksstarfið
Bingó
að Hótel Heklu Rauðarárstig 18,
sunnudaginn 17. mai n.k. kl. 15.
Húsið opnað kl. 14.
FUF í Reykjavik.
Akranes
Fulltrúaráð framsóknarfélag-
anna á Akranesi efnir til fulltrúa-
ráðsfundar mánudaginn 18. mai
kl. 20.45 i Framsóknarhúsinu við
Sunnubraut. Umræðuefni: Skipu-
lagsmál Akraness til aldamóta,
Erindi flytja: Magnús Ólafsson
arkitekt og Ingibjörg Pálmadóttir
frá skipulagsnefnd.
Mætið vel og stundvislega
Stjórnin
Vinarferð.
Enn eru nokkur sæti laus i ferðina
til Vinarborgar 16-28. mai. Beint
flug. — Lágt verð. Upplýsingar i
sima 24480. Fulltrúaráðið
FUF Hafnarfirði
Aðalfundur ungra framsóknar-
manna verður haldinn mánudag-
inn 18. mai kl. 20.30 að Hverfis-
götu 25, Hafnarfirði. Venjuleg
aðalfundarstörf.
Félagar fjölmennið
Framsóknarfélag
Garðabæjar og Bessa-
staðahrepps
Fundur með Jóhanni Einvarðs-
syni kl. 17.30 i Goðatúni 2 þriðju-
daginn 19. mai. Fjölmennið.
Stjórnin
j Frá Strætisvögnum
l" Reykjavíkur
Óskum að ráða starfsmann til starfa á
hjólbarðaverkstæði SVR á Kirkjusandi.
Upplýsingar gefur Jan Jensen yfirverk-
stjóri i sima 82533 mánudaginn 18. mai kl.
13—14 eða á staðnum.
BOapartasalan Höfðatúni 10,
sími 11397. Höfum notaöa
varahluti f flestar gerðir
bfla, t.d. vökvastýri, vatns-
kassa. fjaðrir. rafgeyma,
vélar, felgur o.fl. I
Ch. Chevette ’68
Dodge Coronette ’68
Volga ”73
Austin Mini ’75
Morris Marina '74
Sunbeam ’72
Peugeot 504, 404, 204, ’70, ’74
Volvo Amazon ’66
Willys jeppi ’55
Cortina ’68, ’74
Toyota Mark II ’72
Toyota Corona ’68
VW 1300 ’71
Fiat 127 ’73
Dodge Dart ’72
Austin Gipsy ’66
Citroen Pallaz ’73
Citroen Ami '72
Hilman Hunter ’71
Trabant ’70
Hornet ’71
Vauxhall Viva ’72
'Höfum mikiö úrval af kerru-
efnum. Bilapartasalan,
Höfðatúni 10. Slmar 11397 og
11740 Opið kl. 9-7, laugar-
daga kl. 10-3. Höfum ópiö i
hádeginu.
Bflapartasalan, Höfðatúni
10.
Ijóri
Smurolían sem diogið
geturúr bensíneyðslu
bíla um S-7%
Meiri smurhæfni,
mínna slit,
minnaeldsneyti.
OORANDA
Olís kynnir nýja smurolíu: Visco
Coranda með LHC.*
Visco Coranda tekur fram gæða-
flokki (gæðastandard) API - SF
sem vandlátir vélaframleiðendur
gera nú kröfur um.
Visco Coranda er fjölþykktarolía
10W/30.
Ný framleiðsluaðferð Visco
Coranda gerir mögulegt að nota
þynnri olíu en fyrr. Slíkt eykur
smurhæfni og minnkar mótstöðu í
vél. Þannig minnkar bensíneyðslan
verulega.
Visco Coranda er mjög hitaþolin og
heldur eiginleikum sínum við hinar
erfiðustu aðstæður.
Reynið Visco Coranda frá Olís.
* LHC (Lavera Hydrocracker Compon-
ent) er grunnolía sem BP hefur, eftir ára-
langar rannsóknir, tekist að vinna úr
hreinni jarðolíu.
Visco
BB
OLÍUVERZLUIM ÍSLAIMDS HF.
Skáksveitin úr Digranesskóia sem sigraði á skákmóti skól-
anna i Kópavogi árið 1981.
Krummi, sandhverfan
og Branda Bedford
A vorin koma út skóiabiöð i mörgum skólum landsins.
Krakkarnir vinna þessi blöð með aðstoð kennara og oft liggur
mikil vinna i slikum blöðum, ef um vönduð blöð er að ræða að
efni og gerð. I dag verður hér á siðunni sýnishorn úr skólablaöi
Digranesskóla i Kópavogi. 1 því er mikið og gott efni og eru
sýnishornin tekin úr af handahófi.
Krummi
_ Þegar ég átti heima á As-
braut og var úti að leika mér
með vinum minum, þá gerðist
dálitiö óvenjulegur atburður.
Einn litlu strákanna lagöi af
staðheim til sin. En eftir smá-
stund kom hann aftur
dauöskelkaður.
Við spurðum hann hvers
vegna hann væri svo hræddur.
Þá sagði hann okkur, að það
væri hrafn fyrir dyrunum og
að hann kæmist ekki inn.
Við fórum og athuguðum
málið og fundum hrafninn við
dyrnar.
Seinna kom I ljós aö þetta
var taminn hrafn úr Sædýra-
safninu.
Maöur kom siöar frá Sæ-
dýrasafninu og sótti krumma.
Auðunn Már Guömundsson,
11. deild
10 ára
Sandhverfu-
saga
l'Einu einni var risastór
sandhverfa. „Ó, það er svo
leiðinlegt hér i sandhverfu-
borg”, sagöi hún. „Alltaf það
sama i útvarpinu”.
Og viti menn, hún hélt af
stað til islands. Allt i einu sá
hún skelfilega sjón. Við henni
blasti hákarl. ó, hvað hann
var ljótur. Hvort hann var
ekki ljótur. Hann var með
opinn kjaftinn. Hann var tilbú-
inn að gleypa hana f einum
bita. Hvað átti hún nú til
bragðs að taka? En af þvi aö
hún var nú af sandhverfuætt-
inni gæti hún kannski látið sig
hverfa? Hún lagöist þétt á
botninn. Hákarlinn fór i fýlu
og synti burt. Sandhverfan leit
i kringum sig ósköp varlega.
„Off, úff, ja hérna. Jæja, ég
get þá haldið áfram”.
Hún synti nú og synti og
gæðist oft upp á yfirboröið. En
þegar hér var komið fann hún
góðan svefnstað og sofnaði
þar. Hana dreymdi að hún
væri i sjóðandi heitum potti.
Þegar hún vaknaöi var hún i
munninum á hval. En hann
var svo vitlaus aö loka ekki
munninum. Hún synti þvi út
um opiö og sú var nú snör i
snúningum. Og þegar hvalur-
inn ætlaði að fara að gá að
henni lagðist hún niður i sand-
inn. Það var heppilegt að vera
sandhverfa.
Nú sá hún gat, sem hún
ætlaði aö synda út um. En þar
skjátlaðist henni. Hræðilegt.
Þetta var net og hún flæktíst í
netinu og var dregin upp á
yfirborðið. Einn maðurinn tók
sandhverfuna og lét hana i
poka og sagði: „Ég ætla aö
eiga hana”.
Þegar hann kom heim var
hún höfö I kvöldmatinn og allir
átu hana með bestu lyst.
Þiö megin geta þrisvar,
hver veiddi hana. Þið haldið
kannski að það hafi verið afi
minn. Nei.
Þið haldið kannski að þaö
hafi veriö maðurinn, sem átti
bátinn. Nei, nei, ekki aldeilis.
Það var hann pabbi minn.
Ingibjörg Guðlaugsdóttir
7árá — 4.deild
Branda
Bedford
BÞótt kisa min sé tveggja og
hálfs árs gömul er hún alltaf
jafnskemmtileg.
Til dæmis á Þorláksmessu,
þegar viö vorum að skreyta
jólatréð, var hún i svaka stuði
og stakk af með margar kúlur
og faldi undir húsgögnunum.
Branda hefur mikinn áhuga
á simanum. Þegar hann
hringir hleypur hún þangaö og
reynir að færa skifuna og ýta á
takkann. Hún hefur lika mik-
inn áhuga á rennandi vatni,
þótt hún vilji ekki detta ofan i
það. Hún situr oft á baðkers-
brúninni og starir hugfangin á
dropana falla. Þegar mamma
er aö þvo í þvottavélinni ham-
ast hún með framlappirnar á
glerinu framan á vélinni. Hún
heldur kannski að hún sé að
hjálpa til við þvottinn. Hún
kemur til mln, þegar ég fer aö
sofa og kúrir sig undir sæng
hjá mér, svo að rétt sést i
höfuðiö á henni.
En af hverju heitir hún
Branda Bedford, kynni ein-
hver að spyrja? Jú, þegar hún
var litil, var hún svo breiöleit
að pabbi sagði: „Hún likist
mest Bedford vörubil”.
Þannig festist nafnið.
Sigurður örn Eiriksson
12. deild.
Ég skrifa
Ég skrifa meö gulu
svo það sjáist illa
þvi ég er svo feiminn.
Bókin min er bara fin
meö blýanti ég skrifa
Ihana
aðaliega upp á grin
og örlitið af þægð og vana.
Arnfinnur Danielsson, 15 d.
11. ára
Umsjón: Anna Kristín
Brynjúlfsdóttir
rithöfundur