Tíminn - 23.05.1981, Síða 2
Sunnudagur 24. mai 1981
Ætli fólk sé ennþá
búið að venjast þvi að
konurgegni prestsstörf-
um. Það fara örugglega
að verða síðustu forvöð/
því í guðfræðideild Há-
skólans þykir ekki leng-
ur kúnstugt að konur búi
sig undir að verða prest-
ar Víða erlendis þykir
þetta of ureðlilegt.
Afturhaldsmenn vísa i
ýmsar ritningargreinar
því til stuðnings að kon-
ur eigi ekki að vera
prestar. Kvenréttinda-
konur segja að í þessu
efni sé Biblian lituð af
þeirra tima siðum- nú
séu timarnir aðrir.
Hingað til hefur aðeins
verið einn vígður kven-
presturá Islandi/Auð-
ur Eir Vilhjálmsdóttir.
En nú er von á umtals-
verðri f jölgun í stéttinni.
Dóttir Auðan Dalla
Þórðardóttir/ lýkur
cand. theol. prófi frá
guðfræðideild nú í vor
og verður siðan vígð að
bragöi til þjónustu í
Bíldudal. Blaðamaður
hitti Döllu að máli undir
súð í Háskólanum í vik-
unni.
■ Ég er tuttugu og þriggja ára
gömul, fæddáriö 1958, segirDalla
Þorðardóttir. Ég útskrifast úr
guðfræðideild 29da mai, við erum
þrjár stúlkur sem útskrifumst i
einu. Ég held að fyrir utan okkur
séu ekki nema fjórar konur sem
hafa lokið prófi i guðfræði: Geir-
þrúður Hildur Bernhöft, móðir
min Auður Eir, Þórhildur Olafs-
dóttir og Miako Þórðarson. Þann-
ig að við erum þarna umtalsverð-
ur viðbæör. Af þessum konum er
ekki nema ein sem hefur tekið
vigslu, Auður Eir, sem gegnir
prestsembætti i Kirkjuhvols-
prestakalli.
Nú ætlar þú að leggja fyrir þig
prestskap.
wMim®
99Guð hefur ekki bara
kar lky nseiginleika’9
ræfl við Döllu Þorðardóttur verðandi prest
Ég tek vigslu 31. mai og tek sið-
an við prestsembætti á Bildudal.
Nú eru til reglur um að prestar
megi ekki vera yngri en tuttugu
og fimm ára, en það hefur ekki
veist erfitt að gera undanþágu
þar á. Ég er ekki kosin i embætt-
ið, i vetur voru öll prestsembætti
sem laus voru á landinu auglýst
til umsóknar, þá er ekki kosið,
heldur getur hver sem er tekið aö
sér embættið að fengnu leyfi
biskups og safnaöarnefndar. Ég
sótti um þrátt fyrir að ég væri
ekki búin aö ljúka prófi, og nú er
ég semsagt á leiöinni.
En er fólk búið að venjast þeirri
tilhugsun aö konur séu prestar?
Þegar ég fór i guðfræði hér um
árið, þótti þeim sem ég talaði við
ekki nema eölilegt að stelpa lærði
guðfræði. Og þegar ég er spurö út
iprestskap þessa dagana þá sé ég
ekki aö fólk veröi undrandi, frek-
ar aö þvi þyki það gaman. Þannig
að ég held að þetta sé allt að
koma.
Ég hef heyrt utan að mér að þið
hafið gengist fyrir umræðu um
þessi efni.
Já, við höfum staöið fyrir fund-
um við og viö i vetur um kvenna-
guðfræöi. Þetta er auðvitað ekk-
ert sér islenskt fyrirbæri, nafnið
er útlegging á enska heitinu
„feminist theology”, sem hefur
verið stunduð viða erlendis sið-
ustutiu árin, einkum og sérilagi i
Bandarikjunum. Það má lika
nefna að kvennaguðfræði er
stunduð við sérdeild við stofnun
Lúterska Heimssambandsins i
Genf. Kvennaguðfræði snýst ein-
mitt helst um það að útskýra að
konurgeti gengt prestsembætti til
jafns við karla. Guð hefur ekki
bara karlkynseiginleika, hann
iðrast og grætur, hann hefur ekki
bara eiginleika föðurins, heldur
iika móðurinnar. En það væri
kannski réttara að kalla þetta
jafnréttisguðfræði en kvennaguð-
fræði. Allir sem eru viðriðnir
þessi fræði hafa verið velkomnir
á þessa fundi okkar, en ekki ein-
göngu konur.
Fræg setning er höfð eftir Páli
postula: Konur þegi i kirkju...
Páll var auðvitað litaður af
þeirra tima siðum. Þá voru konur
ekki mjög hátt skrifaðar. Auk
þess hefur það sem hann segir um
þessi mál alltaf verið túlkað af
mönnum sem ólust upp i svipuðu
karlmannasamfélagi og Páll. Ég
var t.d. að lesa bók um daginn þar
sem hugmyndir hans voru túlkað-
ar á allt annan veg.
En hvernig er þessum málum
háttað eriendis, hvar mega konur
gcgna prestsembætti?
Það tiðkast um öll Norðurlönd,
veit ég. 1 Sviþjóð hefur þó staðið
styrr um þetta lengi vel. 1 Banda-
rikjunum var það lengi umdeilt,
að endingu tók þó biskup nokkur
sig til og vi'gði konur til prests og
siðan virðist það vera að færast i
vöxt þar. 1 Bretlandi, Þýskalandi,
þó þori ég ekki alveg að fullyrða
um það. Alla vegana er þetta i
miklum uppgangi i lúterskum
löndum. 1 kaþólskum löndum
þekkist það aftur á móti ekki að
konur séu prestar.
Víkjum að öðru. Þú ert að hluta
til alin upp erlendis?
Ja,ég bjó af og til i Strassbourg
i Frakklandi i sex ár. Var þar i
skóla i tvö ár og siðan alltaf þegar
færi gafst i frium. Hér heima
gekk ég i Menntaskólann i
Reykjavik og lauk þaöan stúd-
entsprófi frá fornmáladeild 1976.
1 guðfræðina fór ég svo þá um
haustið og hef verið þar siðustu
fimm árin. Það telst sennilega
nokkuð hæfilegur timi.
Nú fór nokkrum sögum af
námsárangri þinum i menntó,
ekki hvað sist i fornmálunum.
Griskukunnáttan úr mennta-
skóla hefur tvimælalaust komið
mér að gagni i Háskólanum. í
guðfræðideildinni er ekki kennd
nein latina, en griska er kennd og
hebreska eins og skiljanlegt er.
Ég tók lika svokallað frjálst nám i
grísku, utan við það sem er
skyldubundið.
Og ertu sendibréfsfær á þvi
tungumáii?
Ég get lesið mér eitthvað til
gagns i Nýja Testamentinu,
vegna þess hve textinn er
kunnuglegur. Klassikerarnir eru
svo annað mál.
En hvað meðtrúarlegt uppeldi?
Ég er alin upp á kristilegu
heimili, svo hef ég starfaö i
tengslum við Hjálpræðisherinn
siðan ég var barn. Annars hef ég
ekki starfað i neinum skólasam-
tökum eða sliku. En i tengslum
við námið hef ég unnið við sunnu-
dagaskóla, fermingarfræðslu,
unglingastarf og annað sem guð-
fræðinemar taka að sér.
Hvernig er svo að skiljast við
guðf ræðideildina?
Mér finnst hún mjög dýrmæt
deild. Þaö er gott að vera i guð-
fræði, félagsandinn er góður. Mér
er óhætt að segja að enginn fer
samur i gegnum deildina. Það
viröist vera útbreiddur misskiln-
ingur nú orðið að guðfræðideildin
veiti mönnum einhverja almenna
húmaníska menntun. En i raun-
inni miðast hún ekki við annað en
aö mennta menn i preststörf.
Hingað hafa komið menn af for-
vitni, til að leita sér viötækrar
menntunar, menn sem ekki eru
trúaðir. Flestirheltastúr lestinni,
en sumir eiga það þó til að snúast
fyrir áhrif frá náminu og félags-
skapnum. Þetta er vaxandi deild.
1 ár skráðu sig um tiu manns i
deildina, þó verða óneitanlega
alltaf einhver afföll. Meöalstærð
á árgangi er 5-6 manns.
Hver eru viðhorf þessa unga
fólks til trúmála? Spiritisma?
Ég held aö ný-guöfræðin eða
frjálslynda guðfræðin eins og hún
var kölluð sé að deyja út a.m.k.
meðal yngri presta. Spiritisminn
átti mikil itök i þessari stefnu, en
hún tilheyrir að mestu leyti eldri
kynslóð.
En áhugi ungs fólks á trúmál-
um i stað byltinga?
Það má hiklaust segja að það er
meira k'f i kristilegu starfi en ver-
ið hefur. Almennur áhugi er lika
meiri. Þetta sýnir aukin kirkju-
sókn ljóslega og einnig hvernig
skólasaiptök og æskulýðsfélög
blómstra. T.d. samtök eins og
„Ungt fólk með hlutverk”.
Framtiðin sem prestur i Bildu-
dal og áfram?
Ég hef nú engar sérstakar lang-
tima ráðagerðir. En ég lit fram-
tiðina björtum augum. Fyrst er
auðvitað að takast á við starfið
vestur í Bildudal. Þar er ég ráðin
tileins árs, en það er ekki óliklegt
að ég sæki um aftur að þvi loknu.
Ég hef ekki hugsað mér að bjarga
söfnuðinum á einu bretti, fyrst
kem ég til með að starfa við þetta
venjulega, messugerðir, ferm-
ingarundirbúning, safnaðarstarf,
sunnudagsskóla og fleira. Ég held
að það sé afskaplega lifandi og
fjölbreytt starf að vera prestur.
Maður er i stöðugum og lifandi
tengslum við alls konar fólk. Ég
hlakka til að setjast að á nýjum
staö, hleypa heimdraganum og
lifa annars konar lifi en ég hef átt
að venjast.
eh