Tíminn - 23.05.1981, Page 5

Tíminn - 23.05.1981, Page 5
Sunnudagur 24. mai 1981 5 Íliiiilíl' Hei msbókmenntasaga Kristmanns 1 lok greinargerðar Thors sem lögð var fram 8. janúar 1964 lofar hann framhaldi sem reifi Heims- bökmenntasögu Kristmanns Guðmundssonar, ,,sérstæðasta rit sinnar tegundar”. Bók- menntasagan kom út á ofanverð- um sjötta áratugnum og var sam- in að tilhlutan Menntamálaráðs. Framhaldsgreinargerðina lagði Thorf ram 10. janúar. Thor visar i ritdóma um verkið en bætir um betur og rekur annmarka þess i nöpru háði (Kristmann hafði áður verið ásakaður um að hafa fengið hluta verksins að láni frá norska bókmenntafræðingnum Francis Bull). Thor segir „verkið svo meingallað aö það má beinlinis teljast skaðlegt ófróðum lesend- um”. Thor þylur upp nöfn skálda og rithöfunda sem Kristmann hreint og beint gleymir eða telur ekki markverða. Frönsku skáldin: Louis Aragon, Guillaume Appolinaire, dadaistann Tristan Tzara, Jean Cocteau og St. John Perse. Ennfremur rithöfundana: Albert Camus og André BretcMi súrrealistakaptein. Frönsku- skrifandi leikskáldin: Beckett, Ionesco og Adamov. Af þýskum skáldum fær Bertholt Brecht fjórar h'nur, ekki er minnst á Robert Musil, Her- mann Broch, Gottfried Benn. Enskumælandi höfundar: Dy- lan Thomas, Graham Greene, Tennessee Williams, Arthur Mill- er, Norman Mailer, J.D. Salinger og fleiri eru einnig illa fjarri góðu gamni. Sjálfur meistari Ezra Pound er „conspicuous through his absence”. Svipaða sögu er að segja af bókmenntum annarra þjóða. Þar virðist eingöngu valið eftir geð- þótta. Nýju fötin rithöfundanna Kostuleg eru ummælin um nokkra meiri háttar rithöfunda, jafnvel nóbelskáld. Kristmann finnur marga ritsnillinga létt- væga, skapalónið er oft hvort þeir eru gáfaðir, eða vitrir höfundar, hið fyrrnefnda er harla litilfjör- legur eiginleiki. Aðrir virðast dæmdir til að hverfa inn i mistur gleymsku nnar : Flaubert, Faulkner, T.S. Eliot, Pirandello og Kafka. UmT.S.Eliotsegir: „...ogfékk Nóbelsverðlaunin ekki alls fyrir löigu út á ljóðagerð, sem er um- deild og fáir skilja... Siðar (eftir útkomu „Poems” 1919) hafa kvæði hans, ef kvæði skyldi kalla, gerst æ flóknari, uns svo er kom- ið, að menn spyrja ósjálfrátf, hvort ekki sé þarna um að ræða einungis nýju fötin keisarans.” Um Faulkner: „hann fékk nóbelsverðlaun 1959 og þykir ýmsum heldur óliklegt, að hann hafi átt þau skilið. En hann er, eins og T.S. Eliot, meistari i þeirri iþrótt að skrifa litt skiljan- leg og raunar stundum alveg ó- skiljanleg verk. Slikur skáldskap- ur hefur veriö m jög i tisku siðustu 30 árin, en nú eru lesendur al- heims orðnir leiðir á þeim keisaraklæðum og naumast aðrir en bókmenntasnobbar og fifl, er mæla sliku bót.” Um Sartre: „Jean-Paul Sartre er höfundur hinnar svonefndu til- verustefnu eða eksistentialisma, sem raunar er litið annað en út- þynntuppsuða úr kenningum Sör- ens Kierkegaard. Heimspekikerfi þetta vill leita sannleikans utan allra skynsamlegra takmarka og helst án aðstoðar skynseminar. Telja fylgjendur þess að hann sé einna helst að finna i fjarstæöum (absurdités) þvi að þær einar visi veg til óendanleikans.” Það var nú það. Aftur á móti fær „Egyptinn Sinhue” eftir finnska höfundinn Mika Valtari býsna jákvæða um- fjöllun: „Þetta er eitt af ó- gleymanlegustu verkum heims- bókmenntanna, sem mun lifa langt fram i ókomnar aldir og brátt verða lagt til jafns viö „Bræðurna Karamazov”.” Auövitað er sök Menntamála- ráðs miklu meiri en sök Krist- manns. Hann leysti verkið af. hendi eftir eigin vitund sem má teljast umdeilanlegt þegar fjöl- skrúðugar heimsbókmenntirnar eiga i hlut. En það var Mennta- málaráö sem fékk hann til starf- ans, mann sem tæpast hafði ■ STEFXANDl menntun eða forsendur til að inna verkið sómasamlega af hendi. Enn bólar ekkert á fullnægjandi heimsbókmenntasögu islenskri, hvorki ftarlegri né yfirborðs- kenndri. Bókmenntakynnirinn Staða Kristmanns Guðmunds- sonar sem bókmenntafulltrúi og bókmenntauppfræðir i skólum landsins kom óhjákvæmilega mikið við sögu i réttarhaldinu. Thorleiddi fram sem vitni nokkra skólastjóra sem eindregið höfðu færst undan þvi að stefnandi kæmi i skóla þeirra „vegna fenginnar reynslu af bókmennta- kynningum stefnanda”. Einnig lagði hann fram samþykkt skóla- stjóra i Reykjavik á gagnfræða- stiginu, þeirra sem Kristmann hafði heimsótt sem bókmennta- kynnir. Eftirtaldir skólastjórar: Guðrún Helgadóttir, Astráður Sigursteindórsson, Arni Þórðar- son, Jón Sigurðsson, Óskar Magnússon, Pálmi Jósefsson, Magnús Jónsson og Jón A. Giss- urarson lýstu þar yfir „að þeir mundu færast framvegis undan bókmenntakynningu Kristmanns Guðmundssonar i skólum sin- um”. Þetta var 19. febrúar 1964. Þegar i réttarsalinn kom færð- ust margir af þessum mætu skólamönnum undan þvi að bera vitni, hefur likast fundist að það væri verið að nota þá i pólitiskum tilgangi. Kristmann lagði fram vottorð frá niu skólastjórum um jákvætt starf sitt i þágu bókmenntanna, Thor aftur á móti dró þau i efa, taldi þau marklaus plögg ellegar að orðalagið á þeim væri býsna tvirætt, þvi mætti jafnvel snúa uppá Kristmann aftur. Enn má telja það misráöið hjá Menntamálaráði og einkum þó Bjarna heitnum Benediktssyni að taka Kristmann undir verndar- væng sinn sem talsmann bók- mennta i landinu. Til þess starfa naut Kristmann einskis trausts, þótt hann hafi verið rithöfundur er tæpast hægt að telja hann menningarvita. Viðbrögö bæði nemenda og kennara um allt landið urðu á einn veg — að Krist- mann færi bæði rangt og illa með verk þeirra höfunda sem hann kynnti og kynnti ekki. Réttarhaldið Sjálft réttarhaldiö kvað hafa verið æði fjörlegt. Thor ákvað að flytja mál sitt sjálfur hvað sem tautaði og raulaði. Það gaf honum sem leikmanni færi á að hefja ó- venju kraftmikla gagnsókn, and- spænisóheftum málflutningi hans urðu hefðbundnir lagaklækir harla máttlitlir. 1 fyrstu var Ólafur Þorgrimsson lögmaður Kristmanns, en þegar leið að málflutningi tók sonur Ólafs, Kjartan Reynir, við málinu úr höndum föður sins, það var reyndar prófmál hans til loka- prófs i lögfræði. Sigurður Lindal var dómsfor- seti i Bæjarþingi Reykjavikur i þetta sinn. En einnig hann hvarf á braut þegar á réttarhaldið leið. Hann var þá orðin hæstaréttarrit- ari. 1 stað hans klæddist Bjarni Kr. Bjarnason dómarakápunni. Áhorfendur voru einatt margir i dómssalnum, mikið um frami- köll og og hlegið dátt, einkum þegar Thor flutti mál sitt. Oftar en ekki sló i brýnu milli þeirra Thors og Ólafs, enda Ólafur þekktur sem harðskeyttur mála- flutningsmaður. Thor segir að talsvert hafi dregið af andstæðingum sinum þegar leið á réttarhaldið, enda máliö kannski höfðað i fljótfærni i fyrstu. Þeir ku hafa boðið honum sættir, en Thor kaus að berjast til þrautar. Dómurinn var siðan kveðinn upp 1965. Þar var Thor gert að greiða kostnað við birtingu dómsins i tveimur dagblöðum kr. 2000 (Thor sá fljótlega til þess að dómurinn birtist ókeypis i fjórum blöðum ) og auk þess miskabætur kr. 2500 i rikissjóð ellegar sæta fangelsisvist i viku. Hvorki kom þó til þess að Thor greiddi sektina eða sæti inni, enda þótt hann hefði lýst sig tregan til hins fyrra og fúsan til hins siðara. Bokmenntir og flokka- drættir Það er alltaf heldur óskemmti- legt þegar stjórnmálaflokkar taka upp á þvi að bera listamenn ■á örmum sinum gegn þvi að þeir gerist málpípur viðkomandi flokks. Dæmin eruótalmörg, bæði til hægri og vinstri. Nú má vera að sumar árásir vinstri manna á Kristmann Guðmundsson hafi lengi vel verið bæöi ómaklegar og ástæöulausar. Hann þjónaði sin- um tilgangi ágætavel sem skemmtisagnahöfundur og rómanskáld. Enda var hann mik- ið lesinn og af áfergju, bæði hér heima og i Noregi. Hitt var svo annað mál þegar honum var ýtt fram ,á taflborð st jórnmálanna til höfuðs menningaryfirráðum vinstri manna. Aðrir rithöfundar sem ekki flokkast með vinstri öflum létu aldrei nota sig sem slikar strengbrúður — meiri háttar skáld á borð við Tómas Guðmundsson og Gunnar Gunnarsson. Þeirra lina var að halda kurteisislegu og yfirveguðu yfirbragði hvert sem litið var. Þeir héldu sinni stóisku ró. Vinstri menn voru assviti harð- vitugir i þá daga, þeir höfðu visst forskot fram yfir hægri menn. Hugsjónaeldurinn var fólginn hjá þeim, þeir voru eins og endranær að slástfyrir nýjum degi á meðan hægri menn voru að verja kerfi sem þeirtöldu gott til allra nota. Hugsjónabálið hefur ekki svo litið aö segja við samningu bók- mennta. Herstöðvamáliö var i al- gleymingi, vonbrigðin með byltingar i nálægu og fjarlægu austri voru enn ekki orðin algjör. I dag horfir þetta talsvert öðru- visi við, nú er mönnum uppálagt að halda kaldri rósemd gagnvart þvi sem fengist er við, kannski i rokréttu samhengi við framþró- un visindalegra athugana, menn skrifa ekki lengur meistaraverk af hugsjóninni einni saman, hún dugir harla skammt á ritvellin- um. Núorðið byggja rithöfundar frekar á smásmugulegum athug- unum sinum á mannlifinu eða upphafinni skynjan sinni eða of- skynjan, allt eftir þvi hvernig þeir eru hneigðir. Timi flokkspólitikur i bók- menntum er þakksamlega að renna sitt skeið. M álhöft Málfrelsið er svo annar hand- leggur. Þaö flokkast með grund- vallarmannréttindum hér fyrir vestan, á samkvæmt bókstafnum ekki að skerðast nema þegar menn fara að henda allra handa sóðaskap sin i milli. Mönnum getursýnstsittum ummæli Thors um Kristmann og rikisvaldiö, slikt tal litur alltaf heldur illa út á prenti, rýrir oft heldur gildi þess sem segja skal. En fyrst og fremst skal spurt: hvaða sannfæring býr að baki orðunum, hafa þau i sér nokkurn sannleiksbrodd. Ef sú er raunin er heldur haldlitið fyrirþá sem verða fyrir barðinu á gagnrýni að leita á náð- ir dómstóla. Orð sem lagalega hafa verið dæmd ómerk eiga það til að hefja sig all iskyggilega til flugs. Meiðyrðalöggjöf sem i raun getur dæmt dauð og ómerk flest hallmælisem höföeru um náung- ann á sér litinn tilverurétt meðal lýðræðisþjóðar. Hvað sagði ekki Voltaire: Ég get fyrirlitið skoðun þina, en ég er tilbúinn aö láta lif mitt fyrir rétt þinn til aö segja hana. eh. Nýjungamar fylgja DAMIXA Örugg og tæknilega fullkomin. Ódýr, stílhrein og auöstillanleg. Glæsileg i nýja baöherbergiö og eldhúsiö og auötengjanleg viö endurnýjun á gömlu. Leitiö upplýsinga. Biöjiö um myndlista. & Kaupfélag Suðurnesja Byggingavörur

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.