Tíminn - 23.05.1981, Side 6
iCuliLíti*
6
Sunnudagur 24. mai 1981
á erlendum bókamarkadi
INNOCENT
BLOOD
: 1 ATKSi' k IUXT«kt' I
P.J. James
Innocent Blood
Sphere Books Ltd.
1981
■ P.J. James er góðleg kona á
miðjum aldri sem i huga sér
setur saman hinar ægilegustu
hryllingssögur. Frægð hennar
á þvi sviði hefur aukist gifur-
lega á siðustu árum, meö bók-
um eins og The Black Tower,
Unnatural Causes, An Unsuit-
able Job for a Woman og
Death of an Expert Witness.
Þessi bók segir frá Philippu
Rose Palfrey sem er tökubarn
i leit að uppruna sinum. Hún
finnur móður sina en hún á þá
óhugnanlega sögu að baki,
hefur meðal annars lengi setið
i fangelsi. Philippa reynir að
koma á sambandi við móður
sina en þá fara dularfullir at-
burðir að gerast. Bækur P.J.
James eru ekki einungis æsi-
spennandi, þær eru lika býsna
vel skrifaöar. Bandariska
timaritiö Newsweek hefur
kallað hana „Hina nýju
drottningu glæpasagnanna”
og það segir ekki svo litið um
hana.
CHINA
HEN
mvt wunsH
tSBIlMm.s
MAXINE
HONG
KINGSTON
Km
Maxine Hong
Kingston
Chinamen
Picador 1980
■ Þessi bók vakti mikla at-
hygli þegar hún kom fyrst út
fyrir örfáum árum. Maxine
Hong Kingston er aö nokkru
leyti af kinverskum ættum en
hún fæddist i Kaliforniu árið
1940 og býr nú á Hawaii-eyj-
um. Arið 1976 gaf hún út bók-
,ina The Woman Warrior og
fékk hún bókmenntaverðlaun
gagnrýnanda það árið i
Bandarikjunum. 1 þessari bók
sem hér er sagt frá fjallar
Kingston um kinverska ætt-
feöur sina og dregur upp ákaf-
lega lifandi og skýra mynd af
kinversku þjóðfélagi og ekki
siður kinverskum hugmynda-
heimi. Sagan er rakin allt til
hennar daga og henni tekst
einna best upp er hún segir frá
hinum tveimur mismunandi
þjóðfélögum, Kina og Banda-
rikjunum. Barátta kynjanna
kemur óhjákvæmiiega við þá
sögu.
Barbara W. Tuchman
The Guns of August
Bantam 1980
■ Þessi bók er ekki ný, hún
kom fyrst úr árið 1963, en hér
er vakin athygli á nýrri
pappirskiljuútgáfu vegna þess
að likast til er þetta meö allra
bestu bókum sem ritaðar hafa
veriö um fyrri heimsstyrjöld-
ina. Hún fjallar nánar tiltekið
um upphaf styrjaldarinnar,
ágúst 1914, og er, auk þess að
vera fræöilega nákvæm og
áreiöanleg, mjög vel og'
skemmtilega skrifuð. Tuch-
man auönast aö gæöa umfjöll-
unarefni sitt miklu lifi og er
það meira en segja má um
flesta aðra sagnfræðinga. Hún
er fræg fyrir bækur eins og
The Proud Tower, um þjóðfé-
lagið fyrir heimsstyrjöldina, A
Distant Mirror, um 14. öldina,
og Stilwell and the American
Experience i China 1911—’45.
Allar þykja þær hinar merk-
ustu. Þessa bók ættu áhuga-
menn um sagnfræði, styrjald-
ir og spennandi mannkyns-
sögu ekki að láta fara fram
hjá sér.
Judith Krantz: Princess
Daisy. Bantam 1980.
■ Hér er hún loksins komin:
nútimaleg kvenhetja sem
rómantiskar konur geta fund-
iðtil samkenndar með. Hún er
rik, hún er frjálsleg, hUn er
snjöll, hUn er aðalskona:
Margurite Alexandrovna
Valensky, kölluð Daisy. Fað-
irinn er landflótta rússneskur
aðalsmaður, móöirin kvik-
myndastjarna. Lif Daisyar er
samfellt ævintýr, og ekki
dregur það Ur áhuga lesand-
ans aö hUn á sér leyndarmál,
lif hennar er ekki einleikið. 1
lok sögunnar stendur hUn uppi
slypp og snauö, en frjálsleik-
ann og hispursleysið vantar
hana ekki fremur en fyrri dag-
inn.
Sagan er býsna margbrotin,
með sögulegum undirtóni,
sem nær frá rUssnesku bylt-
ingunni til Bandarikja nUtim-
ans. HUn er liflega skrifuð,
heppileg lesning fyrir alla þá
sem kunna að meta sögur af
glansiifi og rómantiskrar
spennusögur.
Bækurnar hér að ofan eru fengnar hjá Bókaverslun Sigfúsar
Eymundssonar.
HEIMSMEISTARI
SEGIR FRÁ
Anatoly Karpov & Aleksandr
Roshal
Anatoly Karpov: Chess is My Life
Pergamon Press 1980.
■ Pergamon Press er eitthvert
umfangsmesta skákbókaforlag
heims, sérhæfir sig allnokkuð i
sóvéskum skákl itteratUr og
þarna hafa þeir náð i góðan feng:
skákævisögu heimsmeistarans
Anatoly Karpov. Heitið á bókinni
er dálitið skrýtið og ekki að vita
nemaþýðandinn KennethP. Neat
sé að skemmta sér og öðrum:
Chess isMy Life hét nefnilega bók
sem erkióvinurinn Victor
Korchnoi skrifaði eftir að hann
flUði til Vesturlanda sællar minn-
ingar. Annars er þessi bók byggð
upp af frásögn Karpovs sjálfs og
svo blaöamannsins Roshals.
Þessi aöferö hefur vissa kosti:
lesari kynnist bæöi viðhorfum
heimsmeistarans og annarra i
nánasta umhverfi hans.
Sagan hefst i Úralfjöllum þar
sem Anatoly Evgenyvitch
Karpov fæddist þann 23. mai árið
1951. Hann læröi ungur að tefla og
siðan hefur hann stefnt upp upp
upp og hefur ef til vill ekki náð
toppnum enn þá. Járnvilji og ein-
beitni skina UtUr þessari bók, rétt
einsog skákum Karpovs, og það
er ljóst að það verður erfitt að
steypa honum af stóli. Sumir vilja
halda þvi' fram að Karpov sé
óverðugur heimsmeistari en það
er hin mesta firra, litið bara á ár-
angur hans siðan 1974. Það er
vafasamt hvort verðugri heims-
meistari hafi setið i hásætinu sið-
an — ja siðan Capablanca var
uppá sitt besta. Hitt er svo annað
mál að margir sakna einhvers
neista i taflmennsku hans enda
hefur hann sjálfur lýst þvi yfir að
sjái hann tvær leiðir til að vinna
skák: aðra snilldarlega og hina
hagkvæma, þá velji hann hina
hagkvæmari...
NU, þessi bók er hreinasti f jár-
sjóður fyrir skákáhugam enn og ef
til vill fleiri. Það er stór kostur að
inni frásögnina er skotiö minnis-
verðum skákum og eru sumar
þeirra skýrðar af heimsmeist-
aranum sjálfum. Hann segir og
frá frægum skákmótum á
skemmtilegan hátt og lýsir bókin
i heild lifi atvinnuskákmannsins
afskaplega vel. Nauðsynleg á
hverju heimili!
En vel að merkja — sá sem ætl-
ar að finna i bökinni báðar hliðar
á máli Korchnois eiliföarkeppi-
nautar verður að láta sér nægja
aðra. Höfundar bókarinnar voga
sérað vi'su ekki að halda þvi fram
aö Korchnoi sé ekki góöur skák-
maður en augljóst að þeim þykir
Utið til persónuleika hans koma.
öfund og særður metnaður eru ef
dæma má af bókinni ástæður
flóttans. Og það er varasamt að
dæma slika hluti af bókinni...
Viða — þar sem Korchnoi kem-
ur viö sögu — er nafni hans sleppt
og látiö einsog hann sé ekki til.
Þess er að visu getið að árið 1971
hafi Karpov farið ásamt Korchnoi
á hið árlega Hastings skákmót á
Englandi, en siðan segir ekki
meira af Korra. Sagt er að
Karpov hafi deilt efsta sætinu og
að Mecking og Byrne hafi komið i
3.-4. sæti. Hinn sigurvegarinn var
þvi auðvitað Korchnoi! Enn apa-
legarkemur þetta út þegar höfð
eru eftir Byrne ummæli um það
hverjir séu lfklegastir til að sigra
á millisvæðamótinu i Sovétrikj-
unum 1973. Korchnoi var aldeilis
örugglega einn hinna liklegustu
en einhverra hluta vegna nefnir
Byrne aðeins Karpov, Tal og Lar-
sen. Siðan er hann spurður i
hvaða röð þeir muni enda.
,,Ég veit það ekki. Ég nefni
bara þessa fjóra...”
■ Karpov og Korchnoi. Sá siðarnefndi „gleymist” ótrúlega oft í þessari ævisögu hins fyrrnefnda.
Minnisblöð
nr ræsinu
Charles Bukowski: Erections,
Ejaculations, Exhibitions an
General Tales of Ordinary Mad-
ness. City Lights Books 1979.
■ Máski gefur titillinn I skyn hvað
lesandinn á I vændum. Vist er aö
Bukowski fer ekki mjúkum hönd-
um um vitund hans. Það eru
deildar meiningar um það hvort
hann er helber dóni, eða einn af
höfuðsnillingum játningabók-
mennta, á borö við Dostojevski og
Celine.
. .Bukowski er Bandarikjamaður
af þýskum ættum. Hann hefur
gefið út fjöldan allan af ljóðabók-
um og smásagnasöfnum, en jafn-
framt þvi að vera rithöfundur,
sem helst birti afurðir sinar i
neöanjaröartimaritum, var hann
óvenju stórtækur drykkjumaöur.
Segja má að hann hafi veriö
meira og minna fullur i þrjátiu
ár. Sögur hans eiga rætur sinar i
þessari reynslu. Eins og gefur aö
skilja bar margt fyrir augu hans
á þessu ferðalagi hans um ræsið.
Hórur, veðmangarar, slagsmála-
hundar, kynvillingar, rónar og
eiturlyfjaneytendur — allt var
þetta daglegt brauð i þvi helviti
lifsnautnarinnar sem Bukowski
lifði i. Og sannarlega fer hann
ekki með löndum i lýsingum sin-
um. Það veltur svo á lesandanum
hvort hann fyllist viöbjóði á
ruddaskapnum og soranum eða
hvort hann lætur heillast... Undir-
ritaður telur Bukowski vera fylli-
lega samkvæman sjálfum sér,
hann veltir sér ekki upp úr
subbuskapnum, hann lýsir að-
eins upplifunum sinum og of-
skynjunum á hreinskilinn hátt (i
ljósi alls áfengisins er ekki furða
aö hugmyndaflugið sé soldið
sjúkt). Minnisblöð úr undirdjúp-
unum eftir Dostojevski og verk
Henry Millers koma óhjákvæmi-
lega upp i hugann i sömu andrá og
Bukowski. Þessir höfundar eiga
sameiginlegt aö þeir lifðu utan al-
faraleiðar, i drungalegum afkim-
um stórborga.
Bukowski hefur loks hin siöustu
ár hlotið viöurkenningu og veriö
þýddur yfir á ýmis tungumál. Það
sem áður var ekki talið prenthæft
er nú selt i flestum meiri háttar
bókabúðum. Bukowski er einn af
þeim höfundum sem notið hafa
góös af þvi. Hætt er við að það
yrði vandkvæðum bundið að þýða
Bukowski yfir á sannferöuga is-
lensku. Viö eigum ekki nægilega
fjölskrúðugt dónamál, aukinheld-
ur eru litil dæmi þess að slikt hafi
veriö sett á prent hérlendis.
Erections... er gefin út af for-
lagi Lawrence Ferlinghettis, City
Lights i San Fransisco. Þar áttu
framúrstefnurithöfundar af kyn-
slóð Bukowskis visan útgefanda.
Nefnum af handahófi: Allen
Ginsberg, Jack Kerouac, Michael
McClure.
eh.