Tíminn - 23.05.1981, Síða 20
20
Sunnudagur 24. mai 1981
Deilurnar í skáksambandinu:
QUM HVAÐ ER DEILT? Q
var formaður nefndarinnar tók
hann á móti nokkrum sendinefnd-
um frá Sovétrikjunum og sjálfur
hefur hann þó nokkrum sinnum
fariö austur. Eru móttökur Sovét-
manna, þegar hann er á ferðinni,
mjög rómaðar... Ég spurði dr.
Ingimar um samskipti hans við
Sovétrikin. „Þetta er auðvitað
ekki annað en svivirðilegur áróð-
ur. Það er erfitt aö verja sig gegn
sliku. Ég get þó nefnt að ég hef
farið sjaldnar til Sovétrikjanna
en til að mynda Ellert B.
Schram!” Hver svo sem þessi
samskipti eru þá hefur það orð-
spor sem fer af Ingimar sem
stuðningsmanni stefnu Sovétrikj-
anna i alþjóðamálum orðið hon-
um mikill fjötur um fót. „Ég vil
ekki Moskvu-kommúnista i em-
bætti forséta Skáksambands Is-
lands,” sagði maður sem bætti
siðan við: „Friðrik Ólafsson er nú
að kljást við Sovétmenn vegna
Korchnoi-málsins og það veikir
stöðu hans mjög mikið ef forseti
Skáksambandsins er hallur undir
Sovétrikin, svo vægilega sé að
orði komist.” Andstæðingar Ingi-
mars hafa og dregið doktors-rit-
gerð hans frammi dagsljósið en
hún f jallar um iþróttir á Islandi á
fyrra helmingi tuttugustu aldar
frá marxisku sjónarhorni. „Rit-
gerðin er mjög niðrandi fyrir ís-
land og tslendinga” segir maður
sem annars er fremur hliðhollur
dr. Ingimar, en doktorsvörnin fór
fram i Leipzig i Austur-Þýska-
landi.
Mjög voru skiptar skoðanir um
það meðal þeirra sem ég ræddi
við hvort pólitik dr. Ingimars
skipti i raun og veru máli i sam-
bandi við störf hans fyrir skák-
hreyfinguna. Flestir voru ekki á
þvi en þó er ljóst að stór hópur
manna er honum fyrst og fremst
andsnúinn vegna þess. Telja þeir
fyrri deilur Ingimars og Einars S.
Einarssonar harla léttvægar mið-
að við það. Raunar skildist mér,
af viðtölumvið stuðningsmenndr.
Ingimars, að þeir teldu andstæð-
inga hans aðallega i tveimur hóp-
um. Annars vegar væru þeir sem
af hreint og beint persónulegum
ástæöum hötuðust við hann og
hins vegar þeir sem teldu mest
um vert að fria skákhreyfinguna
við hina kommúnisku imynd sem
fylgdi honum. Bar mönnum ekki
saman um það hvor hópurinn
væri að notfæra sér hinn. En þar
sem frá var horfið: skiptir póli-
tikin máli? Nokkrir sem ég talaði
við voru á þvi. Nefndu þeir meðal
annars að Þráinn Guðmundsson
hefði hætt af þeim ástæðum fyrst
og fremst. Hann vildi þó ekki fall-
ast á þaö þegar ég ræddi við hann.
„Ég var orðinn leiöur á þeim deil-
um sem stóöu um forsetaembætti
Skáksambands Norðurlanda. Það
var þess vegna sem ég hætti.
Auðvitað er alltaf einhver pólitik i
svona samtökum en hún var ekk-
ert aðalatriði.” Þá hafa menn
bent á aö eftir að Ingimar tók við
forsetaembætti I Skáksambandi
Islands hafi öll samskipti við Sov-
étrikin batnað stórlega. Meðal
annars hafi öllum ungu alþjóða-
meisturunum: Helga Olafssyni,
■ Haraldur Blöndal.
Margeir Péturssyni og Jóni L.
Árnasyni, verið boðið á skákmót
þar austur frá, þótt sá fyrstnjefndi
hafi ekki getað þekkst boðið. Einn
stjórnarmanna i Skáksamband-
inu tók þvi þó fjarri að þessi
tengsl hefðu batnað óeðlilega
mikiö. „Rússar hafa enn ekki
sent okkur Karpov og þeir hafa
ekki veitt okkur neinar ivilnanir
varðandi stórmeistarana sina.”
Loks hafa stuðningsmenn Ingi-
mars bent á að i stjórn með hon-
um eru menn úr fleiri flokkum en
Alþýðubandalaginu. Þeirra á
meðal er varaforsetinn Þorsteinn
Þorsteinsson sem er Sjálfstæðis-
maður.
Kcmur nú Victor Korchnoi til
sögunnar. Hann kom sem kunn-
ugt er hingaö til lands um páska i
boöi Taflfélags Reykjavikur og
var það i tilefni stórafmælis fé-
lagsins. Hefur heimsóknin verið
mjög dregin inni deilurnar um
forsetaembættið hjá Skáksam-
bandinu og þá i þá veru að við-
brögð dr. Ingimars sýni ljóslega
að hann sé mjög á bandi Sovét-
rikjanna i mannréttindamáli þvi
sem Korchnoi á i við fyrrum
landa sinum. Hafi stjórnin ekki
sýnt neinn áhuga á að komast i
samband við Korchnoi fyrr en
menn hafi farið að undrast opin-
berlega áhugaleysi Skáksam-
bandsins. Ingimar og menn hans
túlka þetta allt öðruvisi. Þeir
segja að ekkert samband hafi
verið haft við þá áöur en Korch-
noi kom og þeim hafi á ýmsan
hátt verið gert erfitt fyrir með að
ná tali af honum. Þessu er svo
aftur neitað i herbúðum andstæð-
inganna, Skáksambandinu hafi
verið skrifað bréf um komu
Korchnois tveimur mánuðum áð-
ur en von var á honum og þvi
hægðarleikur fyrir það að gera
eitthvað i málinu. Hvað um það:
Korchnoi kom og það er til marks
um heiftýðgi deilnanna innan
skákhreyfingarinnar að heim-
sóknin hefur verið notuð af báð-
um aðilum til að sýna fram á
slæmsku hinna. Einar S. Einars-
son, Högni Torfason og áðrir sem
voru i móttökunefndinni hafa
haldið þvi fram, leynt og ljóst, að
Ingimar hafi sýnt þessum öðrum
sterkasta skákmanni heims þvi-
likan dónaskap að við slikt verði
ekki unað: Ingimarsmenn halda
þvi á hinn bóginn fram að ef
heimsóknin hafi ekki beinlinis
verið skipulögð til að koma þeim
illa, þá hafi boðsmönnum alla
vega ekki verið mjög annt um að
stjórn S1 næði sambandi við
Korchnoi i boði sem haldið var i
Höfða fyrir skákmeistarann og
hann og Þorsteinn Þorsteinsson
rituðu nöfn sin undir lista til
stuðnings málstað Korchnois.
„Ingimar fór dá}itið klaufalega
aö i þessu máli,” sagði einn heim-
ildarmaður, „en það var alla
vega viðkunnalegt að fá nöfn hans
og Þorsteins á listann.” Dálitið
undarlegur angi úr þessu máli
hefur siðustu daga skotiö upp
kollinum: Þjóöviljinn flutti fréttir
um það að þeir sem buðu Korch-
noi hefðu alveg eins viljaö kastað
■ Matthias Johannessen.
rýrð á Friðrik Ólafsson með
heimsókninni. Ekki er gott að
átta sig á þessum fréttum, Einar
S. Einarsson hefur þvertekið fyrir
þetta i blaðaviðtölum og talið
þetta ekki svaravert en er Dag-
blaðið náði sambandi við Korch-
noi dró skákmeistarinn þessar
fregnir ekki beinlinis til baka en
sagði að þær væru komnar úr her-
búðum Karpovs, til að veikja að-
stöðu sina. Þjóðviljinn hefur
svarað þvi til að heimildir blaðs-
ins séu allt aðrar, nefnilega frá
keppanda á skákmóti i Vest-
ur-Þýskalandi þar sem Korchnoi
tefldi nýlega og á að hafa látið
þessi orð falla þar. Það er að visu
enginn hægðarleikur að átta sig á
þvi hvernig heimsókn Korchnois
hafi gert Friðrik erfitt fyrir en
sumir heimildarmanna minna
hafa tekið fram að svonefnd
„fjórmenningaklika” — en i
henni vilja þeir telja Einar S.,
Högna, Guðfinn og Hólmstein —
sé svo andsnúin Friðrik Ólafssyni
að þeim sé sist á móti skapi að
hann verði fyrir óþægindum. Spili
þar inni bæði atburöir i Buenos
Aires 1978 þegar Friðrik hafnaði
Einari i embætti gjaldkera FIDE
og hitt að vinsældir Friðriks hafi
verið þessum mönnum þyrnir i
augum. Hvaö hæft er i sliku skal
enginn dómur á lagður enda neita
aðrir þvi að nokkur slik „fjór-
menningaklika” sé i rauninni til.
Hitt er svo ljóst að stjórn Skák-
sambands Islands visaði frá, og
til hinna einstöku skákfélaga, er-
indi frá Skáksambandi Norður-
landa um að það lýsti yfirstuðn-
ingi við baráttu Korchnois.
^Lðalfundur Skáksambandsins
er einsog áður sagði eftir rúma
viku. Þar á að fella dr. Ingimar
Jónsson fyrst og fremst og ef til
vill einhverja úr stjórn hans. Ég
tel mig hafa öruggar heimildir
fyrir þvi að falli Ingimar muni öll
stjórnin segja af sér. Þeir eru
hins vegar til — og eru ekki endi-
lega neinir elskuvinir Ingimars —
sem halda þvi fram að bröltið i
andstæðingum Ingimars verði
mjög sennilega til þess að hann
haldi velli. „Skákmenn hlæja að
þessu,” segir einn skákmaður.
Andstæðingar dr. Ingimars hafa
leitað að manni til þess að fella
hann og sem stendur er liklegast
að Pétur Eiriksson, forstjóri Ala-
foss, fari i framboð. Allir, eða al-
tent flestir, sem ég talaði við um
þetta mál báru Pétri mjög vel
söguna og töldu skákhreyfingunni
mikiðaf gagn af starfskröftum
hans. Hann lýsti þvi yfir hér i
Timanum fyrir nokkrum dögum
að hann væri „pólitiskt viðrini”
og þaö telja bæði hann sjálfur og
aðrir ótvirætt til kosta. Hann hef-
ur ekki komið nálægt skákhreyf-
ingunni i hátt á annan áratug en
var um tfma formaður Taflfélags
Reykjavikur við ágætan orðstir.
Hann mun heldur ekki hafa hug á
að bjóða sig fram nema það verði
til aö lægja öldurnar innan Skák-
sambandsins og einmitt það vakir
fyrir flestum þeim sem leggja að
honum að fara i framboð. Guð-
finnur Kjartansson, sem mun
■ ölafur H. ólafsson.
vera meðal helstu stuðnings-
manna hans, lýsti þvi til dæmis
yfir i Dagblaðinu að menn leituðu
að nýjum mönnum sem ekki
hefðu átt aðild aðhinum lang-
vinnu deilum innan Skáksam-
bandsins og væri þvi hlutlausir.
Flestir virðast telja að hann sé i
sjálfu sér rétti maðurinn til að
lægja áðurnefndar öldur en hins
vegar eru ýmsir þeirrar skoðunar
að Pétur gjaldi kappsfullra vina
sinna sem vinni gegn Ingimar
meira af kappi en forsjá. „Ég
verð aðsegja að ég vorkenni Pétri
ef þetta eru vinir hans, þeir sem
hafa staðið fyrir pólitiskum smöl-
unum i skákfélögin uppá siðkast-
ið,” sagði einn viðmælandi minn.
Sú smalamennska hefur mjög
verið i sviðsljósinu uppá siðkastið
en svo virðist sem einhverjir
menn hafi skrifað inni Taflfélag
Seltjarnarness og Taflfélag
Reykjavikur fjölda nýrra félaga i
þeim tilgangi að þau félög fái sið-
an fleiri fulltrúa á aðalfundinn.
Þar er um að ræða menn sem
tengjast fyrst og fremst tveim-
ur stjórnmálaflokkum i landinu:
Sjálfstæðisflokknum og Fram-
sóknarflokknum.
Það sem alvarlegast þykir —
þvi allir viðurkenna að smalanir
hafi ætið tiðkast i einhverjum
mæli — er að ekki var haft sam-
ráð við viðkomandi menn áður en
þeir voru skrifaðir inni félögin.
Matthias Jóhannessen, ritstjóri
Morgunblaðsins, hefur til dæmis
þrætt fyrir að hafa hugmynd um
að hann væri allt i einu kominn i
skákfélag og svipaðar yfirlýsing-
ar hafa komið frá fieirum. Einn
þeirra sem skrifaður var inni
Taflfélag Reykjavikur — Sjálf-
stæðismaður — hafði þetta um
málið að segja: „Ég hafði ekki
hugmynd um þetta en hins vegar
var hringt i mig siöar og leitað
hófanna hvort ég vildi ekki taka
þátt i þvi að fella dr. Ingimar. Ég
hafnaði þvi mér fannst ekki þetta
koma mér við og ég veit ekki bet-
ur en Ingimar hafi unnið ágætt
starf hjá skákhreyfingunni.”
Þessi maður vildi ekki upplýsa
hver það hefði verið sem skráði
hann inni félagið, kvaðst mundu
eiga það við hann sjálfan. I Helg-
arpóstinum i gær er þvi hins veg-
ar varpað fram að Haraldur
Blöndal hafi átt þarna nokkurn
hlut að máli en Haraldur er i
skákfélaginu Mjölni. Óneitanlegt
erað nafn Haraldar kom oft upp i
samræðum við hina og þessa
menn en aftur á móti lögðu menn
rika áherslu á að Halldór Blöndal
alþingismaður sem einnig hefur
verið orðaöur viö máliö, eigi eng-
an þátt i þvi. „Halldór hefur
aldrei unnið skákhreyfingunni
nema gott eitt,” sagöi einn heim-
ildarmaður sem telja má i flokki
Ingimarsmanna. Annað mál i
tengslum við þetta snertir full-
trúa Taflfélags Reykjavikur á
fundi Skáksambandsins. Sagt er
að Guðfinnur Kjartansson hafi
gert það að skilyröi þegar hann
tók að sér að stýra félaginu sið-
astliðið haust, að hann fengi að
ráða öllum fulltrúum TR á aðalf-
fundinn, aö undanskildum stjórn-
armönnum þeim sem sjálfkrafa
eiga rétt til setu á fundinum. Nú
fyrir skömmu undirrituðu nokkr-
ir félagar i TR bréf þar sem þess
var krafist að greidd yrðu at-
kvæði um það hverjir færu á aðal-
fundinn. Meðal kunnra skák-
manna sem skrifuðu undir bréfiö
voru Sævar Bjarnason, Jóhann
Hjartarson og Asgeir Þór Arna-
son. Þetta bréf var tekið fyrir á
fundi hjá TR og var samþykkt
eftir mikil átök. Verða siðan
greidd atkvæði á fundi næstkom-
andi mánudag en samkvæmt
heimildum minum mun Pétur
Eiriksson ætla sér að ákveða
framboð eftir þann fund.
að sem einna mest áberandi er
i sambandi við þetta mál er
hversu mikil heift er i mönnum.
Sumir þeir sem annars hafa ekk-
ert á móti dr. Ingimar Jónssyni
eru þeirra skoðunar að varla ná-
ist almennilegur friður um hann i
forsetastól, þvi sé nauðsynlegt aö
finna annan mann. Aðrir stuðn-
ingsmenn hans halda fast við það
að hann hafi unnið gott starf hjá
skákhreyfingunni og þvi sé ekki
ástæða til að vinna gegn honum. 1
ritstjórnargrein i nýútkomnu ein-
taki timaritsins Skákar segir rit-
stjórinn, Jóhann Þórir Jónsson,
sem gætt hefur hlutleysis i þessu
máli, meðal annars: „A siðasta
aðalfundi urðu mikil átök og af-
drifarik. Næsti aðalfundur stefnir
i sama blóðbaðið. Hætt er við að
svo muni verða um framtið ef
ekki linnir þessum byltingum.
Rökin til þess eru þau, að þeir
sem felldir eru hverju sinni eru
vissulega ekki sérlega þakklátir
fyrir það. Þá ekki sist ef þeir telja
sig rangindum beitta. Þeir biða
þvi næsta fundar og safna liði.
Þessi nýja iþrótt, el svo má að
orði komast, i skákhreyfingunni
er mjög óheillavænleg fyrir skák-
listina sem slika. Henni verður að
koma fyrir og það strax. Aldrei
má það verða að persónulegur
metnaður manna gangi svo langt
að eyðileggja þann mikla og góða
hug sem til skáklistarinnar stend-
ur.
Fyrir dyrum er aðalfundur S.I.
Augljóst er að átök verða um for-
seta- og stjórnarkjör. Þau eru
óviðunandi, en þvi miður óhjá-
kvæmileg virðist vera eins og
málum er háttað.
Hver verður i framboði gegn
Ingimari Jónssyni er kannski
ekki endanlega ráðið, en ljóst er
að Pétur Eiriksson, forstjóri Ala-
foss, hefur gefið kost á sér til em-
bættisins.
Pétur var hér á árum áður mik-
ill afkastamaður til góðra verka
fyrir skákhreyfinguna, en hefur
um nokkurt skeið látið Alafoss
njóta krafta sinni eingöngu. Ekki
er ég i vafa um ágæti hans, en
harma að framboð hans skuli
bera að með þessum hætti.
Á liðnu ári hefur Ingimar og
stjórn hans starfað vel og þvi
raunalegt að til þessara átaka
þurfi aö koma.” i
■ Jóhann Þórir Jónsson.