Tíminn - 23.05.1981, Side 27
MIKILS VÆNST AF
ANY TROUBLE
Rokkað á fullu um hvítasunnuna
Nú lyftist væntanlega brúnin
á islenskum aðdáendum
ný-bylgjunnar. Hingaö i
fásinnið kemur á næstunni
popphljómsveitin frá sjálfu
heimsveldi poppsins: Any
Trouble flokkurinn frá drauga-
borginni Stoke, sem annars er
þekktust fyrir knattspyrnu.
Hljómsveitina skipa fjórir
ungir og bráðefnilegir tónlistar-
menn, Clive Gregson, Phil Bar-
nes, Chris Parks, Marty Hughes
en auk þeirra verður slaggígju-
leikarinn Nick Coler með Í för-
inni.
t fyrra var strákunum slegið
upp á forsiðu músikblaðsins
Melody Maker og sagt að þeir
væru skemmtilegasta rokk-
hljómsveitin siðan „The Pret-
enders” lögðu upp laupana.
Þrátt fyrir aö þeir teljist til
nýbygljuhljómsveita eru
strákarnir svona mátulega
gamaldags, þeir byrjuðu sem
bilskúrshljómsveit i menntó,
hlusta helst á Bitlana og Dylan i
bland við vandaða þjóðlagatón-
list.
Nýverið kom fyrsta breið-
skifan Any Trouble út, vitaskuld
hjá Stiff forlaginu i London.
Platan hlaut afbragðsgóðar
viðtökur, þrátt fyrir að ekki ylli
hún miídu rúmruski á vin-
sældalistum. Það stendur þó
allt til bóta, þvi annarar plötu
hljómsveitarinnar er beðið i
ofvæni. Hljómplötuútgáfan
Steinar sem á veg og vanda að
komu hljómsveitarinnar er ein-
mitt i dafnandi sambandi viö
Stiffplötur.
Any Trouble er væntanleg til
landsins 4. júni. Þeir munu spila
viða i Reykjavik og nágrenni, en
stóra stundin er þegar þeir
troða upp á svokölluðum
„Hvitasunnurokktónleikum” i
Laugardalshöll 6. júni. Þeim til
trausts og halds leika einnig á
hljómleikunum Start, Tauga-
deildin og Baraflokkurinn frá
Akureyri — allt efnilegar
islenskar hljómsvetir.
Aðstandendur hljómleikanna
kváðu vona að þeir færu hið
besta fram, yrðu „verulega
góðir rokktónleikar”, enda eru
trakteringarnar ekki slorlegar,
tvær efnilegustu hljómsveitir
landsins auk þeirrar reyndustu i
bland við eina af björtustu
vonum Breta.
Miðaverði er stillt i hóf. Hver
miði kostar aðeins 75. krónur.
Forsala hefst i hljómplötudeild-
um Fálkans og Karnabæjar
mánudaginn 24. mai.
Og þá er bara að vona að Any
Trouble leggi landið aö fótum
sér.
Allir boðnir á BAR-inn
— sagt frá Brian Alexander Robertson, tónlistarmanni
segja að hann væri ósköp venju-
legur maöur. Blátt áfram,
gamansamur, jákvæöur, sér-
vitur skoti. A sinu stutta
lifshlaupi hefur hann kynnst
ýmislegu og væri ekki fyrir
hvern sem er að koma út úr þvi
með bros á vör.
Alinn upp I Glasgow.
Snemma vaknaði tónlistar-
áhuginn, en þar sem foreldrar
voru ekkert of vel stödd fékk
hann ekki að útvega sér hljóö-
færi til að leika á I hljómsveitum
eins og draumur hans var. I stað
þess var hann sendur i tónlistar-
skóla og hann er meö E-gráöu i
pianóleik. Þar sem hann fékk
ekki að taka þátt i hljómsveitum
þá byrjaði hann aö raula meö
sjálfum sér heima hjá sér og
ekki leið á löngu þar til hann var
farinn aö semja sin lög sjálfur.
B.A. Robertson leggur á það
áherslu að hann er fyrst og
fremst lagasmiöur.sem fyrir
einhverja tilviljun hefur orðið
frægur fyrir flutning á eigin lög-
um. Þvi fyrst til að byrja meö
þá samdi hann fyrir aöra og
gerir reyndar enn. Það aö hann
flutti sin eigin lög sjálfur var
aldrei neitt nema nauösynlegur
hliðar þáttur þess aö semja þau.
Sinn fyrsta samning geröi hann
við bandariskt fyrirtæki sem
gaf J>ara út eina plötu með hon-
um (I Memphis) og fór svo á
hausinn. Upp úr þessu hóf hann
samstarf við Herbie Flowers
(nú I Sky). B.A. Robertson
kveður þaö hafa verið honum
mjög mikilvægt þvi Herbie hafi
i raun kennt honum það sem
hann kunni nú. Þeir tveir unnu
saman að verkefnum B.A.R. og
upp úr þvi fóru hljólin að snúast
honum I hag. Restina þekkja
allir.
Nýja plata hans „Bully For
You” er dæmigerö fyrir B.A.R.
011 eru lögin melódisk, textar
hnyttnir og flutningur ágætur.
Lögin eru flest, ef ekki öll,
hugsuö þannig aö hægt sé að
gefa þau út á litilli plötu. Best
eru lögin „Saint Seans”,
„Maggie” (sem er reyndar
samið fyrir breska sjónvarps-
seriu) og „Only One”.
Hér er á ferðinni heilbrigður
ungur ártisti meö jákvæða lifs-
skoðun sem skln I gegnum
tónlist hans. Hann kemur manni
I gott skap. Hann á eflaust eftir
að njóta vinsælda hér á landi i
sumar. Gott veður og gott skap
fara honum vel.
M.G. — Það fór vist framhjá fá-
um þegar skoski tónlistar-
maðurinn B.A. Robertson
heimsótti okkur i siðustu viku.
Hingað kom hann i boði Karna-
bæjar sem hélt upp á fimmtán
ára afmæli sitt. 1 leiðinni kynnti
B.A. Robertson sér aðstöðuna til
hljómleikahalds hér, þvl hann
hefur mjög mikinn áhuga á þvi
að koma hér seinna á árinu og
halda hér tónleika.
B.A. Robertson er geðugur
skoskur hæfileikamaður sem
tekur þá hluti sem hann er að
gera alvarlega, en meö bros á
vör. Llfstill hans er látlaus og
hann reykir hvorki né drekkur.
Af stjörnu að vera myndi ég
„Killing Joke”
er enginn brandari
—Þegar flugvélin lenti stigu
tveir ungir menn út, sérkenni-
lega klæddir og farangurinn
voru tvær veiöistangir. Þeir
þekktu engan hér á landi. Voru
komnir hingað i veiöiskap og
upplifelsi frá heimalandi sinu
Bretlandi. Eftir að heföbundnir
tungumálaerfiðleikar höfðu
veriö yfirstignir hófust sam-
skipti þeirra viö innfædda. Ein-
hvern tima hrökk út úr ein-
hverjum „Hvaö geriö þiö eigin-
lega piltar?” Þeir kváðust vera
I hljómsveit. „Og hvaö heitir
hún?” Killing Joke”, og viti
menn, hér voru komnir meölim-
ir fremstu nýbylgjuhljómsveit-
ar Breta. Áður en nokkur gat
sagt „Killing Joke” var búið aö
boða til blaðamannafundar og
þar með var friið búið. Þeir
heita Jaz og Geordie (nota ekki
eftirnöfn) og eru helmingur
kvartetts sem gerir þaö gott i
Bretlandi og viðar þessa daga.
Eftir velheppnaða hljómleika-
ferð ákvaö hljómsveitin að taka
sér fri. Youth (bassaleikarinn)
fór til Bahamas (skynsamlegt),
hinn Paul (trommari) fór til
Parisar (skiljanlegt), en Jaz og
Geordie komu til Islands
(Islands?) Það var einmitt ein
af þeim spurningum sem kom
fram á blaðamannafundinum
„Hvers vegna Island?". „Viö
erum hingað komnir til aö veiða
og til aö slappa af”. Aö ööru
leyti neituðu þeir aö gefa upp
ástæðuna fyrir higaðkomunni.
Glottu bara lymskulega og
kváöust vera á „mystery tour”.
En hvaö er „Killing Joke”?
Viö þvi fæst ekkert einhlitt
svar. Þetta eru fjórif strákar
sem lifa eftir ákveðinni lifsskoð
un og reyna aö miöla öðrum af
reynslu sinni og þvi sem þeir
upplifa. Við Itrekuöum spurn-
ingu^um það hvað „Killing
Joke” væri. fékkst bara eitt
svar. „Killing Joke”. Hljóm-
sveitin hefur þegar starfaö
saman I átján mánuöi og náð
verulegri fótfestu 1 heimalandi
sinu og viöa annars staöar. Hún
hefur sent frá sér nokkrar litlar
plötur og eina stóra. Tónlist
þeirra er sérstök. Hún er þung
trommu og bassa tónlist, takt-
föst og inn I hana er vafið gitar
og hljómborököflum. Textar eru
handahófskenndir og ekki not-
aöir til aö tjá neitt annaö en
hljóðiö sem oröin mynda. Text-
arnir eru sem sagt hluti af tón-
listinni á annan hátt en við eig-
um aö venjast. Hljómsveitin er
mjög ákveðin meö það aö það
sem hún er aö gera er að segja
hinn bannvæna brandara „Kill-
ing Joke”. Með þvi eiga þeir viö
skoðun sina á lifinu og þvi þjóð-
félagi sem þeir lifa i. Tónlistin
er miöill, til aö tjá þau áhrif sem
þeir veröa fyrir úr umhverfinu,
þjóðfélaginu. Þeir taka hlutverk
sitt alvarlega og hafa á prjónun-
um önnur viöfangsefni en tón-
listarflutning til aö tjá sig.
A blaöamannafundinum lýstu
þeir yfir ánægju sinni meö
tsland á allan hátt og voru mjög
áhugasamir um að koma hingaö
I hljómleikaferö meö haustinu.
Við skulum vona aö af þvi verði
þvi hér er á ferðinni hljómsveit
sem hefur eitthvaö aö segja og
vel er þess viröi að hlusta á.