Tíminn - 23.05.1981, Page 31

Tíminn - 23.05.1981, Page 31
Sunnudalgur' 24.titva'i 1981 UM í ENGLANDI fjölskyldan taldi sig hafa séö hafi getiö verið gabb af hálfu barna eða unglinga i fjölskyldunni. I ööru lagi hafi veriö um ofskynj- anir að ræöa sem hafi átt rætur aö rekja til auöugs imyndunarafls og þess orös sem lék á um reimleika á prestssetrinu. A þeim tima sem Bullfjölskyld- an dvaldist i Borleyprestssetrinu festist þaö orð á staðnum aö þar væri reimt og sú trú liföi áfram meöal ibúanna i nágrenninu. „Allt til ársins 1929 var Borley i engu frábrugðið mörgum enskum sveitarheimilum sem eiga sér sinn eigin draug”, segir i skýrslu Sálarrannsóknarfélagsins. Vofuleikur Boð séra Henry Smith til Daily Mirrorum að koma og rannsaka máliö markar upphaf hins eigin- lega Borleymáls. Húsiö var þá i mikilli niðurniöslu og að hruni komið sakir aldurs og litils við- halds. Það var fullt af músum og rottum og aö sögn sérfræöinga Sálarrannsóknarfelagsins sá Harry Price i þvi uppfyllingu óska sinna og drauma um aö ööl- ast mikla frægö. Hann kann sjálf- ur aö hafa trúaö á einhverja reimleika i húsinu en sérfræðing- arnir telja þó að hann hafi þóst sannfærðari en hann var og hafi jafnvel staöiö fyrir einhverjum „vofuleik”. Merkilegustu sýnirn- ar og fyrirburbirnir áttu sér ekki stað fyrr en eftir aö hann var kominn á vettvang. Þá tóku aö heyrast högg og bank, talsvert bar á ljósagangi, fólki var hrint og spýtum var kastað. Sérfræöingar Sálarrannsóknar- félagsins veltu sannarlega fyrir sér spurningunni um aö sjón- hverfingar og blekkingar heföu veriö viöhaföar og var hreint ekki grunlaust um þaö en komu þó ekki meö neinar ásakanir i þá átt meðan Price lifði.sakir meiðyröa löggjafarinnar. Charles Sutton, sem þá var blaðamaður á Daily Mailen varð siðar framkvæmda- stjóri Associated Newspapers, og var kallaður til af Price aö verða vitni að reimleikunum, lét þó meiðyrðalöggjöfina ekki hindra sig i að skrifa eftirfarandi klausu árið 1948: „Mér lærðist þab af Harry Price, sjálfskipuöum forstjóra sálarrannsókna, aö i húsi þar sem er reimt sé ekkert að óttast frá hendi drauganna en aftur á móti full ástæða til aö gæta sin á dauð- legum blaðafulltrúum ['eirra. Ýmislegt henti nótt þá sem ég dvaldi með Harry Price og einum félaga hans i Borleyprestssetrinu og meðal annars það að ég fékk smástein i hausinn. Eftir ýmsa háværa fyrirburöi greip ég i Harry og fann að vasar hans voru fullir af smásteinum og trjáspænum. Þetta var nokkuð sem honum tókst ekki að skýra svo ég hraðaði mér til næsta smá- bæjar til að hringja til Daily Mail og segja sögu mina en eftir að hún hafði verið borin undir lögfræðing var ákveöiö að ekki mætti birta hana. „Þvi miöur gamli félagi,” sagöi fréttastjórinn, „en þeir voru óvart tveir en þú aðeins einn”. Draugaferð fyrir alla Svo mikill var áhugi Harry Price og ákafi að hann keypti sjálfur Borleyprestssetrið árið 1937 þegar það stóð orðiö autt. Siðan auglýsti hann i Times að- gang að húsinu i sinni fylgd og lét prenta sérstakar leiöbeiningar fyrir gesti sina: „Hreyfið yöur ekkief þér sjáið draug og nálgist hann ekki undir nokkrum kringumstæðum. At- hugiö hann nákvæmlega, fylgist meö öllum hreyfingum, hversu lengi hann dvelur við, litarhátt hans, stærð útlit, klæðnað eða hvort hann er efnisgeröur eða loftkenndur. Ef þér hafiö mynda- vél við hendina takiö þá hljóðlega mynd en foröist allan hávaða og hreyfið yður ekki. Ef fyrirburður- inn mælir nálgist hann þá ekki en spyrjið að nafni, aldri, kynferði, um ástæður heimsóknarinnar, um hugsanleg vandræði og lausn undan þeim. Komist að þvi hvort um anda er að ræöa. Biðjið ver- una að koma aftur, tiltakiö ná- kvæman stað og tima. Hreyfið yö- ur ekki fyrr en veran er horfin. Fylgist vel með þvi hvernig hún hverfur. Hverfi hún út um opnar dyr fylgiö þá varlega I kjölfarið. Hverfi hún gegnum órofna veggi aögætið þá hvort hún er sjáanleg hinum megin. Skráið nákvæm- lega hjá yður atburðarrásina. Nunnan er sögð ganga reglulega eftir „Nunnustignum”. (Sjá leið- beiningar númer 11). Fáfengilegur draugagangur Þeir 48 menn sem svöruöu aug- lýsingu Harry Price eftir „hug- rökkum athugendum” voru upp- lýstir um alla þá atburði sem áö- ur höfðu átt sér stað i Borley- prestssetrinu og sumir hverjir dvöldu þeir margar helgar á prestssetrinu. Flestiruröu þeir þó fyrir vonbrigðum þar sem fátt annað bar til tiðinda en bank og fótatak og hlutir hreyfðust úr stað. Helst heyrði það nýjungum til að skrift birtist á vegg og und- irskriftin „Marianne”. Furðuleg- ast var aö þetta gerðist aðeins þegar Price var aftastur i röð mannanna þar sem þeir skriðu um i myrkrinu við athuganir sin- ar. Væri einhver hinna athugend- anna aftastur birtist aldrei nein skrift. Þá heyrðist einnig skrjáfur i skjölum, eða svo sagöi Harry Price, en einum athugendanna þótti hljóðið minna grunsamlega mikið á hljóö það er kemur þegar álpappir úr sigarettupökkum er rifinn i sundur. I bilnum á heim- leiðinni tókst þessum athugenda aö kikja ofan i tösku Price og sá þar slika álpappirsrullu sem end- inn haföi verið rifinn af. Enginn athugendanna sá þó nokkru sinni neitt i likingu við þá fyrirburöi sem lýst hafði verið sem höfuðlausum mönnum, nunnuvofum og fleiru þess háttar. Allt sem þeir heyrðu og sáu virtist geta átt sér náttúrulegar skýring- ar, svo sem aö þar væru rottur og mýs á ferð eöa bank frá lausum glugga. Harry Price fullyrti hins vegaralltaf aö öll þessi hljóö ættu rætur aö rekja til yfirnáttúru- legra vera. Brak og brestir i svo gömlu húsi, sögðu sérfræöingar Sálar- rannsóknarfélagsins, eiga sér náttúruleg upptök og þeir héldu þvi ennfremur fram að ýmislegt annaö óskýranlegra gæti vel hafa verið uppátæki unglinga i ná- grenninu sem áttu auövelt meö að komast inn i kjallarann um ólæst- ar dyr sem á honum voru. Sjálfseignar- stofnun drauga Niöurstöður sérfræðinga Sálarrannsóknarfélagsins um reimleikana á prestssetrinu með- an Harry Price rak það sem sjálfseignarstofnun drauga eru þessar: „Við teljum meö tals- verðri vissu að sannanir fyrir ein- hverjum yfirnáttúrulegum hlut- um séu svo veigalitlar aö visinda- lega séekkert á þeim að byggja”. Þá átelja þeir aöferöir Harry Price og segja „athuganir” hans ekkert eiga skylt við sálarrann- sóknarvisindi. En Harry Price má vera sama, honum hlotnaðist það sem hann sóttist fyrst og fremst eftir, mikill hlaöi af skýrslum frá „hugrökkum athug- endum” sinum sem hann notaði siðan sem efnivið I bækur sinar og greinar um Borleyreimleikana. Harry Price tókst aö gera Bor- leyprestssetrið viðfrægt i Eng- landi og jafnvel viðar meö skrif- um sinum og erindum i útvarpi og niðurstööur hans voru teknar góðar og gildar af fjölda fólks, þar á meðal tveimur þjóðkunnum lögfræðingum. Annar þeirra kvaö þær pottþéttar lagðar á mæli- kvaröa sönnunarskyldu fyrir breskum dómstólum. Hinn 27. febrúar áriö 1939 brann prestssetrið og leifar þess siðan fjarlægöar áriö 1944. Afram þótti þó reimt á staðnum og var það af mörgum sagt sönnun á þvi aö reimleikarnir ættu rætur aö rekja til annars húss og eldra en sjálfs prestssetursins. Sagan öðlast nýtt líf Eyðilegging sjálfs prestset- ursins var eins og olia á eld draugatrúarinnar sem við þaö loddi. Samkvæmt skýrslum Sál- arrannsóknarfélagsins voru 116 fréttagreinar skrifaðar um „sannleikann um prestssetriö” i kjölfar bruna þess. Einn sjónar- votta aö brunanum þóttist hafa séð hauskúpu af hesti i glugga á efri hæöinni og lögreglumaður tjáði fréttamönnum i mesta grandleysi að sér hefði verið sagt að sést hafi til gráklæddrar nunnu sem gengið hefði út úr eldhafinu. Ekki dró það úr áhuga almenn- ings þegar undir kjallara prest - setursins fannst hluti úr höfuð- kúpu og kjálkabeini sem taliö var að væri úr kvenmanni. Þessar likleifar voru grafnar i kirkju- garðinum á staðnum sem jarð- neskar leifar Borleynunnunnar. Meö öllu er óvist hvernig þær voru komnar undir kjallara prestsetursins en menn hafa get- ið sér þess til aö þarna hafi veriö grafreitur nokkurra fórnarlamba plágunnar miklu (svarta dauða) sem geysaöi á Englandi árið 1665, hafa enda fundist fleiri bein i garöi prestsetursins. Þeir eru þó ekki svo fáir sem vilja fremur trúa á jaröneskar leifar Borley- nunnunnar. Þótt kjálkabeinið væri álitið vera komið úr kvenmanni var að minnsta kosti einn tilkvaddra sérfræðinga á þeirri skoðun að þaö væri komið úr svini. Tann- læknirinn i hópnum úrskurðaði einnig að það bæri með sér að eig- andi þessa kjálka hlyti aö hafa veriö mjög kvalinn af tannpinu og kannski það sé hin eina rétta skýring á þvi aö nunnan fann eng- an friö i gröf sinni, hún hefur kvalist svo af tannpinu. Siðasti dularfulli viðburðurinn sem kunnugt er um að átt hafi sér stað á Borleyprestsetrinu gerö- ist hinn 5. april árið 1944. Það var þegar Price fylgdi blaöamanni og ljósmyndara frá bandariska timaritinu Life á vettvang en þann dag átti einmitt aö rifa brunarústirnar. Ljósmyndarinn náöi mynd af fjöl sem hrundi úr veggjum rústanna en Price full- yrti aö fjöiin væri langt að komin og hefði veriö stýrt af einhverri ósýnilegri hönd. „Já, satt segiröu”, sagöi bandariski blaða- maöurinn og hélt að þetta ætti aö vera brandari, „engir strengir, engir stýrisvirar á henni”. Dulhyggja prests og prettvísi Price Lokaniðurstaða sálarrann- sóknarfélagsins i Borleymálinu var á þá leið að Harry Price hefði átt allan þátt i að blása málið upp og i skrifum hans og annarri um- fjöllun gæti bæði rangfærslna og ýkja. Siðan segir þar: „Reimleikarnir á Borleyprest- setrinu byggast þó ekki eingöngu á framburði Harry Price enda heföum viö þá varla lagt út i rannsókn á málinu. Framburður margra annarra kemur hér viö sögu en ljóst er að skoðanir þeirra bera blæ af þeim sögnum sem tengjast húsinu og yfirnáttúru- legum hlutum sem þaö er kunnugt fyrir. Sjálf saga Borley- prestsetursins hefur kynt undir þeirri viðteknu trú, aö þar sé reimt. Atburðir þeir sem þar hafa átt sér stað i tiö Bull, Smith og Foyster hafa ýtt undir trúgirni þeirra sem ekki eru ýkja efa- gjarnir og þar með skapaöist þaö andrúmsloft sem Price nýtti sér til fullnustu meöan hann hafði umráö yfir húsinu og stóð þar fyrir athugunum. Við greiningu virðast sannanir fyrir hvers kyns reimleikum veikjast og verða smám saman aö engu.” Þá álita sérfræðingar sálar- .rannsóknarfélagsins aö dul- hyggja séra Harry Bull sé næg skýring á tilkomu reimleika- trúarinnar sem ýmissa hluta vegna hafi siöan magnast og þá sérstaklega meö tilkomu rann- sókna Harry Price. Price vissi að fólkiö vildi frekar trúa á drauga en ofsjónir og þvi kynti hann und- ir trú þess og varð sjálfur kunnur maöur fyrir vikiö. Þýtt og endursagt/KEJ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.