Fréttablaðið - 30.01.2008, Side 14

Fréttablaðið - 30.01.2008, Side 14
MARKAÐURINN 30. JANÚAR 2008 MIÐVIKUDAGUR14 F Y R S T O G S Í Ð A S T S avile Row nefnist gata í Mayfair-hverfinu í mið- borg Lundúna, sem lík- lega er þekktust fyrir þann aragrúa af klæð- skerum sem þar hafa starfs- stöðvar. Gatan er stundum nefnd „Gullna mílan“ og hefur um ára- bil verið athvarf sterkefnaðra og vandlátra heimsmanna. Meðal þekktustu viðskiptavina má nefna Karl Bretaprins og leik- arana Jude Law og Daniel Craig. Sé leitað lengra aftur í tímann má sjá nöfn á borð við Winston Chur- chill, Bítlana og sjálfan Nelson lávarð, sem sagður er hafa látist í klæðskerasaumuðum fötum frá James Lock & Co. Raunar segir sagan að eitt af síðustu verkum lávarðarins áður en hann lagði af stað í þá herferð sem lauk í orust- unni við Trafalgar hafi verið að gera upp reikninginn við James Lock. Savile Row byggðist á árun- um 1731 til 1735 og var upp- haflega íbúðargata fyrir liðsfor- ingja úr breska hernum og fjöl- skyldur þeirra. Það var þó ekki fyrr en snemma á nítjándu öld að breska yfirstéttin fór að klæðast klæðskerasniðnum glæsifatnaði. Fljótlega eftir 1800 fóru fyrstu klæðskerarnir að opna verslan- ir á Savile Row. Upphaf þeirr- ar klæðskeramenningar sem við þekkjum í dag er þó einatt rakið til ársins 1846 og manns að nafni Henry Poole, sem oft á tíðum er kallaður stofnandi Savile Row. Poole þessi opnaði klæðskera- verkstæði sitt við Savile Row númer 32 og naut mikillar hylli meðal efri stéttanna. Í kjölfar- ið fylgdu margir klæðskerar og Savile Row vann sér fljótlega sess sem miðstöð klæðskurðar í heiminum. Verkstæði Henry Poole er starfrækt enn þann dag í dag, og telur sér til framdráttar að hafa uppgötvað og saumað fyrstu kjólfötin. Hátt fasteignaverð hefur undanfarin ár reynst mörgum klæðskeranum á Savile Row þungur baggi, og hefur kvarnast mikið úr röðum þeirra. Nú er svo komið að einungis eru um tuttugu klæðskeraverkstæði á „Gullnu mílunni“. Raunar var ástandið svo slæmt að þeir klæð- skerar sem eftir stóðu stofnuðu árið 2005 með sér hagsmunasam- tök, The Savile Row Bespoke Ass- ociation, sem hefur það á stefnu- skránni að varðveita hina fornu iðn klæðskurðinn. Meðal félaga í samtökunum eru mörg verk- stæði sem eiga sér langa sögu á borð við Henry Pool og Giewes & Hawkes, en einnig yngri klæð- skerar líkt og Ozwald Boateng og Richard James. Klæðskerarnir á Savile Row hafa gegnum tíðina haft gríð- arlega menningarleg áhrif. Skemmst er að minnast þess að James Bond sjálfur hefur ávallt klæðst fötum frá Savile Row, líkt og og höfundurinn Ian Flem- ing sem aldrei verslaði annars staðar. Þá hefur því verið haldið frama að japanska orðið sabiro, sem merkir jakkaföt, sé misskil- in útgáfa af Savile Row. - jsk Gullna mílan stendur enn fyrir sínu Klæðskeragatan Savile Row á sér um tveggja alda sögu. Fjöldi nafntogaðra merkismanna hefur gegn- um tíðina látið sauma á sig föt á Savile Row. SEAN CONNERY SEM JAMES BOND Ian Fleming, höfundur bókanna um Bond, verslaði einungis á Savile Row og gat því ekki hugsað sér annað en að klæða aðal- söguhetju sína í klæðskerasniðin föt.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.