Tíminn - 30.06.1981, Page 2
Þriðjudagur 30. júní 1981.
í spegli tímans
ÞAR FÉLL EPLIÐ
LANGT
EIKINNI
I Þessi unga stúlka sem
viðsjáum hérá myndinni
með hestunum kemur
eitthvað kunnuglcga fyrir
sjónir. Það er ekki óeðli-
legt, þar sem hún er engin
önnur en Elizabeth Fran-
ces Todd kölluð Liza dótt-
ir Elizabethar Taylor og
Mike Todd. Hún þykir
minna mikið á mömmu
sina svo mjög aö fnargir
velta þvi fyrir sér,
hvernig geti staðið á þvi
aö kvikmyndaframleið-
endur hafa ekki komiö
auga á hana, þegar þeir
hafa verið að leita að arf-
taka Elizabethar Taylor.
En staðreyndin er sú að
Liza sjálf hefur af ráön-
um hug haldiö sig viös
fjarri þeim sviðsljósum,
sem móðir hennar hefur
baðað sig I allt frá 12 ára
aldri, er hún lék sitt
fyrsta hlutverk i kvik-
mynd sem bar nafnið
„National Velvet” og
fjallaði um verölauna-
gæðing.
Liza hefur sjálf mikinn
áhuga á hestum og hefur
umgengist þá mikið, en
siðustu >rin hefur hún
einbe'U sér að listnámi i
frægum skólum og hefur
nú lokið háskólaprófi i
þeirri grein. Hún hefur
sýnt góða hæfileika sem
myndhöggvari en engu aö
siður segir hún það hafa
komiö sér á óvart, þegar
hún var fengin til að gera
ódauðlegan með högg-
mynd einn frægasta
gæðing Kandarikjanna
fyrr og siöar, Northern
Dancer.
Hún lagöi sig mjög
fram við verkið, lagöi sig
i lima við að kynnast
hestinum og fylgjast
með háttum hans.
Arangurinn er nú kominn
I Ijós og hefur hestsmynd-
in hennar Lizu hlotiö ein-
róma lof þeirra, sem séö
hafa.
■ Liza Taylor meö hestsmyndina sina. 1 baksýn sjáum viö „fyrirsætuna”. Eig-
endur Northern Dancer segja Lizu hafa tekist frábærlega vel að ná séreinkennum
hestsins, en hann er slikur dýrgripur, aö folöld undan honum seljast á eina milljón
dollara.
Alfie
>ggur
bless-
un sfna
yfir þau
■ Það stóð ekki á giraff-
anum AAfie, þegar honum
gafstfc—ifcraað taka þátt
i brúðkaupsfagnaöi vinar
sins. Þaö má ekki mis-
viröa þaö viö hann, aö
hann neyddist til að lita
niöur á brúöhjónin. Jean
Drimmer og John
Iaderoso, sem er „fóstri”
Alfies i dýragaröinum i
Bronx, New York.
Vigslan fór fram i garöin-
irm.
Aumingja
asninn!
■ Ferðamannatiminn er
litla asnanum, honum
Nikulási heldur en ekki
erfiður. Nikulás á heima
á einni af hinum minni
grisku eyjum i Eyjahaf-
inu, þar sem litiö er um
samgöngutæki. Svo þegar
koma skip eða bátar með
ferðamenn sem vilja sjá
sig um á eyjunni þá má
Nikuiás litli þramma
klukkutimum saman með
stóra og feita túrista á
bakinu — og meira að
segja láta sumir sig hafa
þaö, að dangla i hann með
priki sem þeim er fengið i
hendur til að hotta á hann
með ef hann er latur i
hitanum.
Enn kemst Mar-
garet Trudeau
í f réttirnar
■ Margaret Trudeau,
fyrrum forsætisráðherra-
frú Kanada, hefur lagt sig
inikið fram við að
hneyksla fólk siðustu ár-
in. Það þótti þvi ekki
verra en hvað annað, sem
hún hefur tekið sér fyrir
hendur, þegar hún loks
svipti hulunni af þvi hver
karlmaöurinn i lifi henn-
ar um þessar mundir er.
Hann heitir James John-
son.er hátt á fertugsaldri,
fráskilinn og rekur hús-
gagnaverslun i Ottawa.
Reyndar hefur þetta
ástarsamband verið á
vitorði siðprúðra ibúa
Ottawa i marga mánuði.
En svo virðist sem
Margaret hafi verið orðin
leið á þvi ófréttnæma lifi
sem hún hcfur lifað að
undanförnu og þvi gripið
til þess ráðs að upplýsa
heiminn nú um að hún búi
meö James Johnson. Það
er vonandi, hans vegna.
Ein af mýmörgum að-
ferðum Margaretar
Trudeau til að vekja á sér
athygli var að taka þátt i
kökukastskeppni. Fyrir
bragðið komst hún i
heimspressuna og til þess
var jú leikurinn gerður!
að hún valdi honum ekki
svipuðum vandræðum og
fyrrum eiginmanni sin-
um, en uppátæki hennar á
siðustu 4 árum, eða siöan
hún yfirgaf Trudeau og 3
syni þeirra, hafa verið
með ólikindum og gert
aðstandendum hennar lif-
ið leitt.
Fangavörðurinn úthýsti fanganum
B 27 ára gamall
sakamaður að nafni Hans
Biemeier i Karlsruhé i V-
Þýskalandi lenti nýlega i
fáheyrðum erfiðleikum,
— hann fékk ekki að kom-
ast inn i fangelsið sitt, þar
sem hann átti að sitja af
sér 16 mánaöa dóm.
Honum var úthýst!
Það hófst með þvi, að
strax og dómur hafði ver-
ið kveðinn upp yfir Hans
Biemeier i dómshúsinu i
Karlsruhe, þurfti hann á
læknishjálp að halda og
var sjúkur nokkra daga.
Siöan fór hann sjálfur til
fangelsisins, þar sem
hann bjóst við að sin væri
vænst, en hann hafði ekki
á sér nafnskirteini, eða
önnur sönnunargögn um
hver hann væri, svo hon-
um var vfsaö frá fangels-
inu, þar sem hann gat
ekki sannað að hann væri
sakamaðurinn Hans
Biemeier. Hann fór dauf-
ur i dálkinn á næstu lög-
reglustöð og bað um aö-
stoð. Lögreglan gekk úr
skugga um að hann væri
sá sem hann sagðist vera,
og ætti með réttu að vera i
fangelsi staðarins. Lög-
reglumaður hringdi siðan
i fangelsisstjórann og nú
var tekið á móti Hans og
hann beðinn afsökunar á
fyrri móttökum.
Talsmaður fangelsis-
stjórnar sagði að þessi at-
buröur hefði orðið vegna
þess, að sifellt kæmu ein-
hverjir, sem hreinlega
vildu bara fá húsaskjól og
mat. Þeir reyndu að
plata sig inn i fangelsið
eins og einn sólarhring
meðan verið væri að
kynna sér mál þeirra.
„Við rekum ekki neitt
hótel hér fyrir umrenn-
inga,” lauk hann máli
sinu, er hann útskýrði
máliö fyrir blaðamönn-
um.
Iðrunarfullur
® Starfsfólkið i kjörbúð i
Manchester i Englandi
gapti af undrun, þegar
það fylgdist meö konu,
sem þegar hafði borgað
fyrir innkaupin sin, vera
að skila öllum vörunum
afturá rétta staði i hillun-
um. Þegar verslunar-
stjórinn bað um skýringu
á þessu framferði, gaf
konan þaö svar, að tveim
búðarþjófur
mánuðum áður hefði
maöur hennar komið inn i
þessa sömu verslun og
borið út með sér vörur að
virði 3,57 sterlingspund,
án þess að greiða fyrir.
Siðan hefði hann þjáðst af
samviskubiti og nú væri
hún komin til að bæta
fyrir misgeröir hans.
Siðan baðst hún afsökun-
ar fyrir hönd manns sins.
■■■■■■■■