Tíminn - 30.06.1981, Side 5
Þriöjudagur 30. júní 1981.
„E :in 01 ’NA ST ALI E IÐII N 1 FYR-
II R1 FÍKI NIEI FNI IIN N III L ANDIÐ
— segir Fridjón Guðröðarson, sýslumadur á Höfn
■ „Smyrill er hrein plága og ég
tel hann eitt mesta vandamál sem
hingaö hefur borist siöan spánska
veikin og svarti dauöi herjuöu
hér”,sagöi Friöjón Guörööarson,
sýslumaöur á Höfn, f samtali viö
Timann, en sýslunefnd hefur ný-
lega samþykkt áskorun á viö-
komandi stjórnvöld aö heröa
eftirlit meö ferjunni og farþegum
hennar, svo komiö veröi I veg
fyrir innflutning ólögmæts varn-
ings og útflutning náttúrugripa,
þar sem rökstuddur grunur sé um
hvort tveggja.
Friðjón sagði allt eftirlit þarna
algert kák. Um 200 bilar fari
þarna frá borði og annar eins
fjöldi um borðá 2-3 klukkutimum.
Þetta renni i gegn eins og fé úr
rétt og aðeins séu teknar örfáar
stikkprufur.
„Það er opinbert leyndarmál,
að þetta er ein opnasta leiðin fyrir
fikniefni inn i landið. Enda ævin-
lega eitthvað slikt fundist þegar
leitað hafi verið að marki. Samt
sé ekki haft fyrir þvi að nota
hunda til leitar, nema kannski
svona einu sinni á sumri”, sagði
Friðjón.
Á hinn bóginn væri verið að
stripa landið suð-austanvert af
náttúruminjum. Ástandið væri
orðið þannig, að steinasafnarar
finni nánast ekkert lengur. Lög-
reglan á Höfn hafi margsinnis
lent i þvi að hafa afskipti af út-
lendingum er lent hafi i um-
ferðaróhöppum. Þeir bilar væru
yfirleitt stútfullir af grjóti, ýmiss-
konar plöntum og jafnvel eggj-
um.
„Þetta er rányrkja og hrein at-
vinnumennska”, sagði Friðjón.
Fólkið selji þessa hluti erlendis
með góðum hagnaði.
Þá kæmi þetta lið lika með fulla
bila af varningi, matvörum sem
margar væri ólöglegt að flytja inn
i landið, jafnvel gæludýr og siðan
byssurog veiðistengur. Þær gætu
verið stórhættulegt fyrirbrigði og
spursmál um smit.
Friðjón sagði það ráðuneytis-
ins að hafa forystu i þessu máli.
Yfirstjórn tollamála, löggæslu-
mála og útlendingaeftirlits verði
eitthvað að gera. Hann tók hins-
vegar fram, að ekki væri við
Seyðfirðinga að sakast. Þeir hafi
að ýmsu leyti staðið sig vel m.a.
byggt góða aðstöðu sem nýta
mætti til miklu meira eftirlits. En
eitt litið sýslumannsembætti geti
ekki ráðið við þetta.
Hins vegar mætti kippa þessu i
lag með smá skipulagsbreytingu.
Láta þá sem ætla úr landi mæta
nokkrum klukkutimum fyrr og
fara þá gegn um tollskoðun, þar
sem bilarnir yrðu siðan geymdir i
girðingu.Hinir yrðu siðan að nota
nokkra klukkutima til að fara i
gegn um tékk. Þetta ætti þó ekki
að þurfa að seinka skipinu neitt
að ráði.
—HEI
10. Helgar-
skákmótið:
Friðrik
og Jón
unnu
■ Friðrik Ólafsson og Jón L.
Arnason urðu efstir og jafnir á 10.
helgarskákmótinu sem haldið var
i Grímsey og lauk á sunnudag.
Þeir fengu báöir 5 v. af 6 mögu-
legum og þvi 2500 kr. hvor í verð-
laun.
Þeir Helgi Ólafsson, Guðmund-
ur Sigurjónsson, Guðmundur
Plmason og Gunnar Gunnarsson
skiptu með sér þriöju verðlaun-
unum en þeir fengu allir 4,5 v.
Af kvenmönnunum varð Ólöf
Þráinsdóttir efst með 3 v.
Aukavinning 10.000 kr. hlaut
Helgi Ólafsson fyrir bestan ár-
angur í siðustu 5 helgarskákmót-
um.
FRI
Rússarn-
ir koma
■ Þegar flugvél Landhelgisgæsl-
unnar var f eftirlitsflugi NA af
Langanesi utan 200 milna, komu
menn auga á mikinn flota fiski-
skipa A-Evrópuþjóða, og tókst að
telja 119 skip. Talning var erfið,
en giskað er á að alls séu þarna
um 200 skip, frá þvi um 400 lestir
og upp I stór verksmiðjuskip.
— AM
Vísindasjóður:
Úthlutad
93 styrkjum
■ Stjórnir Visindasjóðs hafa nú
úthlutað 93 styrkjum fyrir árið
1981. Veittir voru 74 raunvisinda-
styrkir, en 46 hugvisindastyrkir.
Þó fjöldi styrkjanna sé þannig á-
h’ka mikill fyrir báðar deildir
sjóðsins, þá nema raunvisinda-
styrkir mun hærri upphæöum,
eða samtals 2,1 milljóna króna,
heldur en hugvisindastyrkir sem
aöeins nema samtals um 1 mill-
jón króna.
Sé styrkjunum skipt niöur á
einstakar fræðigreinar, þá eru 16
þeirra til verkefna i sagnfræði, en
14 til verkefna i erfða-, dýra-,
grasa-, líféðlis- og vistfræði. At-
hygli vekur að aðeins 1 styrkur er
til verkefnis i hagfræði, og .1 til
verkefnis í verkfræði.
Sá hæsti af einstökum styrkj-
um, er að upphæð 150 þúsund
krónurog rennur hann til Verk-
fræðistofnunar Háskóla íslands.
Slasaðist
þegar
togvír
slitnaði
■ Véladeild Sambandsins hefur
tekið aö sér umboð fyrir Star-Line
fyrirtækið í Florida en þaö sér-
hæfir sig í innréttingum og yfir-
byggingum sjúkrabila.
Fyrsti bíllinn, sem er af
Chevrolet gerð, er nú kominn til
landsins en hann fer til RKI deild-
ar Skagafjarðar.
Sjúkrabifreið þessi er sú full-
komnasta sem hingað tii hefur
verið flutt til landsins en öll tæki i
hana eru valin af kaupendum i
samráöi viö framleiðendur með
tilliti til langra og erfiöra sjúkra-
flutninga.
Völ er á ýmsum búnaði frá
Star-Line en verð á Chevrolet
Chevy Van AStar-Line er um
200.000 kr. kominn á götuna án
tdla og söluskatts.
Maður slasaðist um
borð i togaranum Klakki
VE-103 nokkru eftir há-
degið á sunnudag. Vildi
slysið þannig til að vir
um borð i skipinu slitn-
aði og slóst i manninn.
Hafði hann miklar inn-
vortis kvalir.
Hannes Hafstein, fram-
kvæmdastjóri SVFl, sagði að
þyrla með eldsneytisvél frá
varnarliðinu hefði veriö fengin til
þess að vera viðbúin, ef á hefði
þurft að halda, en þar sem skipiö
áttiaðeins eftir um tveggja tima
siglingu til Patreksfjarðar, varð
ekki af þvf aö maðurinn yrði tek-
inn upp i þyrluna. Kom skipið til
Patreksfjarðar kl.17 og var mað-
urinn fluttur i sjúkraflugvél sem
beið á vellinum vegna annars
sjúklings, til Reykjavik. —AM
skattskráin:
■ Skattar lögmanna verða
undir skattasmásjánni i dag.
Valdir hafa verið út af handa-
hófi fimm lögmenn: Benedikt
Blöndal, Einar Viðar, Guðjón
Steingrímsson, Gylfi Thorlacius
og örn Clausen.
i þessum fimm manna Iög-
Skattar
lögmanna
athugaðir:
Benedikt Blöndal
Gylfi Thorlacius
Órn Clausen
Benedikt Blöndal ber af
manna-hópi bér Benedikt
Blöndal eins og gull af eiri, hvað
skatta og áætlaðar tekjur snert-
ir. Hann græðir tæpar 10 millj.
gkr. Iskatta, og hefur haft rúm-
ar 16 millj. gkr. I tekjur, miðað
við álagt útsvar.
Næstur honum kemur Einar
Viðar, sem greiðir tæpar 6 millj.
gkr. i skatta, en hefur haft rúm-
ar 11 m ilij. gkr. i tekjur. I þriðja
sæti er Gylfi Thorlacius sem
greitt hefur tæpar 5 millj. gkr i
skatta, og liklega haft rúmar
10,5 millj. gkr. i tekjur.
Allt í gömlum krónum:
Nafn: tekjusk. eignask. útsvar samtals áætl. tekj.
Benedikt Blöndal 7.595.200 0 1.926.000 9.925.998 16.212.121
Einar Viöar 3.697.584 44.831 1.307.000 5.805.619 11.001.683
Gylfi Thorlacius 1.860.428 366.642 1.263.000 4.845.588 10.631.313
Guðjón Steingrimsson 2.240.293 142.022 1.098.000 4.253.776 9.242.424
örn Clausen 1.095.850 233.103 618.000 2.495.545 5.202.020
ATH.: Skattar ársins 1980, vegna tekna ársins 1979.
Næstur er Guðjón Steingrims-
son, en lang neðstur er Orn
Clausen. Hann greiðir helmingi
minni skatta en þeir lögmenn
sem næst honum korna, og virð-
ist að sama skapi hafa haft
helmingi minni tekjur en þeir
sem næst honum koma.
En litum á töfluna. Eins og
fyrri daginn skal það tekið fram
að hér er um skatta ársins 1980
að ræða, vegna tekna ársins
1979. Á þvi ári voru meðaltekjur
kvæntra karlmanna um 6 millj.
gkr. Frá árslokum ársins 1979
ertaliðaðlaunhafi að meðaltali
hækkað um 60-70%. Kás.