Tíminn - 18.07.1981, Blaðsíða 5

Tíminn - 18.07.1981, Blaðsíða 5
Laugardagur 18. júll 1981 erlent yf irlit ■ ÞAÐ hefur vakið athygli, hvaö Jimmy Carterhefur haft hægt um sig siðan hann lét af forsetaem- bættinu 20. jan. siðastl. Hann flutti þá til fyrra heimilis sins i Plains i Georgiu og hóf að raða skjölum sinum og undirbúa rit- verk um forsetastjórn sina, eins og hefur verið háttur fyrrverandi forseta. Ýmsir fyigismenn Carters hafa látiði ljós óánægjuog undrun yfir þvi, að hann skuli ekki hafa látið neitt til sin heyra um stjórnarat hafnir eftirmanns sins. Oft hafi hann þó fengið ærið tilefni tii þess. Loks eftir siðustu mánaðamót rauf Carter þögnina. Hann sendi þá ýmsum nánustu samverka- mönnum sinum bréf, þar sem hann lysti afstöðu sinni til helztu dægurmála. Þessu bréfi hefur siðan verið komið á framfæri við fjölmiðla og þeir birt lengri eða skemmri Utdrætti úr þvi. í bréfinu skýrir Carter frá þvi, að þau hjón séu ánægð eftir heim- komuna til Plains og yfirleitt hafi alltgengið þar betur en þau hefðu þorað að vona fyrirfram. Næstu mánuði myndi hann þó verða meira að heiman og m.a. fara oft til Atlanta, þar sem hann hefur opinbera skrifstofu. Hann myndi vinna að þvi þar að fullljúka bók sinni og undirbúa Cartersafnið, en þvi mun verða valinn staður i Atlanta. Þá segir i bréfinu, að þau hjón ■ Jimmv Carter Carter leysir f rá skjóðunni Fordæmir frávik frá umhverfisvernd og mannréttindum ráðgeri að heimsækja Kina og Japan i ágústmánuði. Carter segir, að hann hafi ekki viljað áreita eftirmann sinn með gagnrýni fyrstu mánuðina eftir valdatökuna, þvi að hann hafi sjálfur reynt að slfkt væri ekki réttmætt. Talið er, að Carter sé hér að skjóta á Ford, sem hóf árásir á Carter tveimur til þrem- ur mánuðum eftir valdatöku hans. Carter segir i bréfinu, að hann muni láta öðru hvoru heyra til sin og m.a. muni hann siðar i sumar gera umhverfismálin að sérstöku umræðuefni. CARTER minnist fyrst á af- greiðslu fjárlaganna i bréfi sinu. Hann segist hafa beitt sér fyrir sparnaði i Utgjöldum og halla- lausum fjárlögum. Það sé alltaf vinsælt hjá vissum hluta kjósenda að draga Ur út- gjöldum og þó ekki sizt meðan þaö er á umræðustigi. Dómarnir geti hins vegar orðið aðrir, þegar til framkvæmda komi. Margt af þeim niðurskurði, sem ákveðinn hafi verið sé illa ráðinn og eigi eftir að bitna á fá- tæklingum, sjúklingum, atvinnu- leysingjum og námsmönnum. Þá kunni að koma annað hljóð i strokkinn. Hinn fyrirhugaði niðurskurður.a fjárlögum mun ekki heldur leiða til þeirra skattalækkana, sem marga hafi dreymt um. Afleiðing þess, þegar framlög rikisins til velferðarmála dragist saman, verði m .a. þau, að sveitarfélög og fýlki neyðist til að verja meira fjármagni til þeirra. Þess fjár verði að afla með sköttum, sölu- skatti, fasteignagjöldum o.s.frv. Hér sé i reynd verið að flytja fjármagn frá þeim fátæku til hinna riku, en byrðar manna með miðlungstekjur verði þyngdar. Carter segir, að þótt hann hafi hugsað talsvert um afgreiðslu fjárlaganna, sem enn er ekki lok- ið i þinginu, hafi hugur hans beinzt meira að öðrum stjórnar- málefnum og þó einkum þeim, sem hann hafi nefnt sérstaklega, þegar hann ávarpaði þjóðina i siðasta sinn sem forseti. Þessi mál voru umhverfismál, mannréttindamál og takmörkun kjarnorkuvopna. M Reagan forseti 1 BRÉFI sinu vikur Carter að öllum þessum málum. Hann nefnir fyrst umhverfismálin, en þar sé innanrikisráðuneytið búið að boða róttæka stefnubreytingu. sem miðist við það að draga Ur umhverfisvernd. Þessi stefnu- breyting hafi hlotið verðskulduð mótmæli umhverfisverndar- manna, enda stafi þjóðinni hætta af þeim landskemmdum, sem séu ráðgerðar. Eins og áður segir, boðaði hann sérstaka ræöu um þetta efni síðar i sumar. Carter segir, að mannréttinda- mál hafi verið honum einkum hugleikin. Stjórn Bandarikjanna megi ekki marka afstöðu sina til brota á mannréttindum eftir þvi hverjirfremjiþau. Hún megi ekki telja þau viðhiitandi og þolandi, ef þau eru framin af svonefndum vinveittum einræðisherrum, en óþolandi, ef minna vinveittir valdhafar eigi i hlut. Ég get ekki undir neinum kring- umstæðum, segir Carter, sætt mig við að Bandarikin snúi baki við aldagömlum stuðningi við frelsi og réttlæti, þegar sljórnar- völd þeirra fordæmdu þá, sem beittu pyntingum, og lýstu samúð með þeim, sem voru pyntaðir. Það er mikilvægara nú en nokkru sinni fyrr, segirCarter, að vinna að samkomulagi um tak- mörkun kjarnorkuvopna og koma i veg fyrir að fleiri þjóðir hefji framleiðslu á þeim. Við verðum að sýna það f verki, svo að aðrir efist ekki um einlægni okkar, að við viljum gera okkar bezta til að stöðva kjarnorkuvopnakapp- hlaupið. Carter sagðist sannfærður um að Salt 2 samningurinn hefði ver- ið mikilvægt spor i rétta átt og kveðst þvf fagna þeirri yfirlýs- ingu hinnar nýju stórnar, að hUn myndi fara eftir helztu atriöum samningsins meðan Sovétríkin gerðu það einnig. Enþetta er ekkinóg. Það verð- ur að fylgja eftir með nýju frum- kvæði um frekari takmörkun kjarnorkuvopna. Það má ekki verða til að spilla sambUð aðild- arþjóða Atlantshafsbandalagsins og veikja álit Bandarikjamanna sem friðelskandi þjóöar, að Rúss- ar geti skapað sér þá áróðursað- stöðu, að þeir séu fúsir til að semja, en viðræöurnar strandi á Bandaríkjunum. Það bætir svo ekki álit Banda- rikjanna, þegar bætast við frá- sagnir og yfirlýsingar um stór- auknar vopnasölur og Banda- rikjamenn eru aftur að hljóta þann sess að vera mesta vopna- söluþjóð heimsins. Til skýringar má geta þess, að stjórn Carters gerði talsvert til að reyna að draga úr sölu og útflutn- ingi á vopnum. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar erlendar fréttir Israelskt herlið við Shiloch Undirbúa ísraelar innrás í Líbanon? ■ israelski flugherinn hélt i gær áfram loftárásum sinum á staði i Libanon og meðal annars var gerð hörð árás á hverfi múhameðstrUarmanna i BeirUl, höfuðborg Libanon. Þá beittu israelsmenn einnig stórskotaliði i bardögum við Palestinumenn i suðurhluta Libanon. t tilkynningu frá Israels- mönnum segir, að loftárásir hafi verið gerðar á tvær stöðvar Palestinumanna i Bei- rút.Segjast lsraelsmenn hafa eyðilagt höfuðstöðvar tveggja hreyíinga Palestinumanna, en Palestinumenn halda þvi fram, að spréngjur árásar- flugvélanna hafi ekki hæft stöðvarnar sjálfar. Paiestinumenn segjast hafa skotið niður að minnsta kosti eina af flugvélum Israels- manna en tsraelsmenn halda þvi f ram að vélarnar hafi allar snúið heilu og höldnu til slöðva sinna. Töluvert mannfall mun hafa orðið i árásunum. Þá urðu einnig mikil átök viða annars slaðar i sunnan- verðu Libanon i gær. tsraels- menn gerðu loftárás á hafnar- borg þar og Palestinumenn gerðu eldflaugaárás á landa- mærabæ i lsrael. Libanska rikisstjórnin fór þess á leit i' gær. við öryggis- ráð sameinuðu þjöðanna, að ráðið komi hið fyrsta saman til fundar um árásir ísraels- manna á Libanon. A fimmtudag gerðu tsraels- menn miklar loftárásir á skot- mörk i Libanon: Segir i fréltum frá Libanon að i þeim árásum hafi nær þrjátiu manns fallið og fjölmargir særst. Fréttaskýrendur telja mögulegt að þessar auknu loftárásir á Libanon bendi til þess að vænta megi meiri- háttar hernaðaraðgerða af hálfu tsraelsmanna, jafnvel innrásar i landið. Stórsigur hjá sósíal- demókrötum ■ Roy Jenkins, frambjóðandi hins nýja i'lokks sósialdemó- krata i Bretlandi i aukakosn- ingum um þingsæti i Warring- ton i Englandi, sagöi i gær að frammistaða flokksins i kosn- ingunum væri mesti stjórn- málasigur sem hann hefði átt aðild að á ferli sinum sem stjórnmálamaður. Niðurstöðutölur kosning- anna komu ákaílega á óvart, einkum að þvi er varðar fylgi sósialdemókrata, en þetta er i fyrsta sinn sem flokkurinn tekur þátt i þingkosningum á Bretlandi. Hann var stofnaður á siðastliðnum vetri, af hópi óánægöra stjórnmálamanna, sem klufu sig út úr Verka- mannafiokknum. I kosningunum i Warrington fór Verkamannaflokkurinn með sigur af hólmi, hlaut 48% atkvæða og hélt þingsætinu. Sósialdemókratar, i kosninga- bandalagi við Frjálslynda flokkinn, hlutu 42%, en Ihalds- flokkurinn aðeins 7%. Búist hafði verið við að lhaldsmenn fengju um tiu prósent at- kvæða, Verkamannaflokkur- inn um sextiu prósenl og sósialdemókartar - iiðlega tuttugu prósent. Skoðanakannanir höfðu bent til að sósialdemókratar myndu taka stóran hluta fylgis sins frá lhaldsmönnum, en greinilegt er að þeir hafa ekki siður höggvið skörð i fylkingar Verkamannaflokks- Óttast að þúsundir hafi drukknað ■ I fréttum frá Kina segir aö i ílóðunum sem staðið hafa i miðhiuta landsins undanlarna daga hafi allt að þrjú þúsund manns látið lifið og yfir hundr- að þúsund hafi orðið fyrir meiðslum. Óttast er að tala látinna sé jafnvel enn hærri, en ekki mun unnt að komast að niðurstóöu um fjölda drukknaðra, fyrr en flóðin gagna niður. Nær hálf milljón manna mun hafa misst heimili sin. Flóðin hafa eyðilagt mikið af hrisgrjónaekrum á s.væð- inu. Tvær borgir munu vera alveg á kafi i vatni og t jón hef- ur orðið i tugum annarra borga af völdum vatnsaga. ■ PÓLLAND: Búist var við að sérstöku þingi pólska kommún- istaflokksins, sem nú stendur yfir, tækist að ljúka kjöri til miö- stjórnar flokksins i gær. Verður þá unnt að ganga til kjörs for- ystu flokksins og var búist við að Kania yrði endurkjörinn sem leiðtogi hans, þrátt fyrir mörg mótframboð. ■ BANDARIKIN: Búist var við i gær, að vænta mætti tilkynn- ingar frá bandariskum stjórnvöldum, þess efnis að aflétt væri þvi banni við afhendingu á F-16 orustuþotum til Israel, sem Bandarikjaforseti setti á eftir árás Israelsmanna á kjarnorku- ver i Irak fyrir nokkru. ■ N-IRLAND: Talsmenn irska lýðveldishersins segjast efast um að fulltrúum alþjóða Rauða-krossins verði nokkuð ágegnt i til- raunum sinum til að leita málamiðlunar milli bresku rikisstjórn- arinnar og þeirra IRA-manna, sem nú eru i hungurverkfalli i fangelsi á N-lrlandi. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.