Tíminn - 18.07.1981, Blaðsíða 15

Tíminn - 18.07.1981, Blaðsíða 15
Laugardagur 18. júlí 1981 flokkstilkyrmingar Sumarferð !• ramsoknanélogin a Vestljöröum efna til helgarferðar með Djúpbátnum dagana 25.-26. júlí að Flæð- areyri i Jökulfjöröum. Farið veröurfra tsafiröi kl. 13. og þaðan að Bæjum á Snæfjallaströnd og svo Uteftir. Kvöldvaka verður og nikkan þanin. Kunnugur ieiðsögumaöur verður meö i förinni. Þátttakendur hafi meö sér viölegubúnað og nesti. Þáttökugjaldfrá Isafiröi eöa Bæjum er 150nýkr. fyrir fullorðna en 75 kr. fyrir börn. Leitið frekari upplysinga hjá umboðsmönnum en þeir eru: Gunnsteinn Gislason Norðurfirði, Bjarni Guðmundsson Bæ, Karl Loltsson Hólmavik. Karl Aðalsteinsson Smáhömrum, Sigurður Jónssön Felli, Bjai ni Eysteinsson Bræðrabrekku, Jónas R. Jónsson Melum, Halldór B. Gunnarsson Króksfjarðarnesi, Finnur Kristjánsson Skerðingsstööum, Kristinn Bergsveinsson Gufudal, Ragnar Guðmundsson Brjáns- læk, össur Guðbjartsson Láganúpi, Sigurgeir Magnússon Patreksfirði, Svavar Júliusson Patreksfirði Olafur Þorðarson Tálknafirði, Magnús Björnsson Bildudal, ólafur V. Þórðarson Þingeyri, Guðmundur Hagalinsson Hrauni, Björgmundur Guömundsson Kirkjubóli, Gunnlaugur Finnsson Hvilft. Erling Auð- unsson Súaandafirði, Guömundur M. Kristjánsson Bolungarvik, örnólfur Guðmundsson Bolungarvik, Friðgeir Hrólfsson isafirði, Magni Guömundsson Isafirði, Heiðar Guðbrandsson Súðavik, Sigurjón Samúelsson Hrafnabjörgum, Sigmundur Sigmundsson Látrum, Jóna Ingólfsdóttir Rauðamýri, Páll Jó- hannsson Bæjum. Þetta verður ógleymanleg helgi. Kjördæmasambandið. Fjölmennum. Sumarferð Framsóknarfélaganna i Kópavogi verður farin helgina 18,—19. júli. Farið verðurum Borgarfjörð Lagt verður af stað frá Hamraborg 5 kl. 9.30 á laugardagsmorgun. Þátttaka tilkynnist i siðasta lagi fimmtu- daginn 16. júli i s. 43420. Skem m t ine fiulin. Framsóknarfélag Borgarfjarðarsýslu efnir til helgarheimsóknar til Vestmannaeyja 4. sept. n.k. ef nægileg þátttaka fæst. Fararstjóri veröur Trausli Eyjólfsson, kennari við Bændaskólann á Hvann- eyri og skráir hann íerðafélaga i sima 7019. Sumarferð Framsóknarfélag- anna i Reykjavik Farið verður 26. júli. Lagt verður af stað frá Rauðarárstig 18 kl. 8.00 f.h. Farmiðasalan er i fullum gangi. Skrifstofan Rauðarárstig 18 er opin daglega frá kl. 9 17. Simir.n á skrif- stofunni er 24480. Verð er kr. 130 fyrir full- orðna en kr. 85 fyrir börn Útivera gönguferðir og leikir. Eitthvað fyrir alia. vaidir ieiðsógu- menn i hverjum bil. Fararstjórar og leiðsögumenn verða: Ágúst Þorvaldsson, Guðmundur G. Þorarinsson, Haraldur Ölafsson, Hrólfur Halldórsson, Jón Gislason, Jón Snæbjörnsson, Ólafur Jóhannesson, Þórarinn Sigurjónsson. Aðalfararstjóri verður Þórunn Þórðar- dóttir hjá Ferðafélagi Islands. Ekið verður: Reykjavik-Þingvellir-Kaldidalur-Hlöðuvellir-Lamba- hraun-Mosaskarð-Kjalvegur-Haukadalur-Skálholt-Reykjavik. Fólk er minnt á að taka meö sér nesti og góðan ferðafatnað. Ath. Allt ferðafólk er velkomið i þessa ferð. Ferðanefndin Sumarferð Suðurnes Akveðið hefur verið að efna til sumarferðar 26. júli i samfloti við Framsóknarfélögin i Reykjavik. (sjá nánari ferðatilhögun i auglýsingu þeirra). Þátttaka tilkynnist i sima 2840. Svæðisráð framsóknarmanna á Suðurnesjum. Leiðarþing Alþingismennirnir Steingrimur Iiermannsson og ólafur Þ. Þórðarson halda leiðarþing á eftirtöldum stöðum: I Félagsheimilinu i Árneshreppi fimmtudaginn 23. júli kl. 21. Á Borðeyri föstudaginn 24. júli kl. 14. Allir velkomnir. Póstsendum Reykjavíkurvegi 60 Sími 54487 Sími 52887 Músik & Sport 20” kr. 975.- 16” kr. 1025,- fjolskyldu 24” kr. 1105,- 26” kr. 1324,- Byrjendur frá 9 ára 20” kr. 1350.- 24” kr. 1497 „Að langa hvorki f áfengi né tóbak er ekki gamaldags” ■ 1 Timanum 5. júli s.l. er þessi klausa i grein um söguna Gegnum bernskumúrinn: ,»Fleiri krakkar úr Holts- skóla voru þarna drukknir og svælandi sigarettur. ömurlegt, hugsaði Birgir með sér, sem aldrei hafði haft löngun til að bragða áfengi. Þau reykja og drekka aðeins til að likjast fullorðna fólkinu, sagði Ás- dis og lét ekki aðra heyra til. Gangandi málverk og tóbaksþrælar tólf til þrettán ára. Makalaust hvað jafn- aldrar okkar eru ginnkeypt- ir fyrir alls kyns lýö- skrumi”. Þessi stutta tilvitnun drepur á einn punkt. Svo virðist sem aðalsöguhetj- urnar, þ.e. Ásdis og Birgir, séu einhverjir mestu siöa- postular sem fyrirfinnast. Mér er til efs að margir unglingar séu svo aftur- haldssamir i hugsun og sá sérstæðihópur sem Ásdis og Birgir tilheyra. Engu er likara en þar fari gamal- menni i dularbún.ingi unglinga.... Þá ályktun sem greinarhöf- undur dregur af tilvitnuninni get ég ekki alveg tekið sem gilda og góða. Benda verður á aö það að langa hvorki i áfengi né tóbak er ekki gamaldags. Sjálf er ég liðlega tvitug og starfa mikið meö unglingum og veit þvi hvað ég tala um. Er nokkuð undarlegt þó barn sem á drykkfellda for- eldra, eins og Birgir i þessari sögu, vilji lorðast fordæmi foreldranna? 8. júli '81. Vilborg Jóhannsdóttir. I liáskóli islands Veiting prófessors- embættis í ónæmis- fræði ■ Vegna greinargeröar menntamálaráðherra til Jafn- réttisráðs varðandi veitingu prófessorsembættis i ónæmis- fræði við læknadeild Háskól- ans óska ég að gera eftirfar- andi athugasemdir. Dómnefndarmenn urðu allir sammála um það að báðir um- sækjendur, þau Helga ög- mundsdóttir og Helgi Valdi- marsson, væru hæfir til þess að gegna embættinu. Við töld- um hins vegar ekki rétt að , raða umsækjendum eftir hæfni enda ekki um það beðið. Það er misskilningur, að við Sigurður Samúelsson höfum gert það af góðsemi og vegna þrábeiðni Margrétar Guðna- dóttur að telja báða umsækj- endur jafnhæfa. Ekkert var um það fullyrt i álitinu að báðir umsækjendur séu jafn- hæfir, aðeins að þeir væru hæfir. Rétt er, að við Sigurður Samúelsson vorum ekki sam- mála Margréti Guðnadóttur, hvorum umsækjenda væri rétt að veita stöðuna, og hefur það ekki verið neitt launungarmál hvorn þeirra við vildum styðja til þessa embættis. Ráðherra furðar sig á þvi að við skyldum ekki taka til máls á læknadeildarfundi og telur ástæðuna hlifð við Margréti Guðnadóttur. Hér er um mis- skilning að ræða. Ég tók ekki til máls einfaldlega vegna þess að ég taldi það óþarft, staðreyndir um menntun, reynslu og visindastörf um- sækjenda kæmu skýrt fram i dómnefndarálitinu og gerðu orðaskak og málalengingar óþarfar. Niðurstöður at- kvæðagreiðslu i læknadeild komu mér og fleirum gersam- lega á óvart. Þegar þær lágu fyrir varð okkur auðvitað ljóst, að málið hefði þarfnast meiri umræðu i deildinni. Skal það fúslega viðurkennt með tilliti til niðurstöðu atkvæða- greiðslu að það voru mistök af minni hálfu og þeirra, sem voru sama sinnis, að taka ekki til máls á fundinum. Ástæðan var hins vegar ekki hlifð við Margréti Guðnadóttur, sem er fullfær um að standa fyrir sin- um málstað. Að lokum þykir mér rétt að geta þess, að ég tjáði mig reiðubúinn að ganga á fund ráðherra eftir að atkvæða- greiðsla fór fram i læknadeild, vegna þess að ég haföi fregnað aö formaður dómnefndar heföi átt viðræöur viö ráö- herra og þótti mér þá rétt aö honum gæfist kostur á þvi aö ræöa viö fleiri dómnefndar- menn. Keldum, 7. júli 1981. Guðmundur Pétursson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.