Tíminn - 18.07.1981, Blaðsíða 8

Tíminn - 18.07.1981, Blaðsíða 8
Laugardagur 18. júll 1981 Laugardagur 18. júll 1981 9 8 Wimvrn fréttafrásögn ■ Myud þessi sýnir margt af þvi sem einmitt einkennir Amsterdam. Hin gömlu snyrtilegu hús, sikin sem liggja um borgina þvera og endi- langa og bátana sem um þau sigla, trjágróöurinn alls staöar meöfram götum og sikjum, eina hinna fjölmörgu brúa og hluta af hinum glfur- lega fjölda reiöhjóla. ■ I borginni eru nokkrar göngugotur meo verslunum og veitingastööum á báöa bóga '! ■ Ein af konserthöllum Amsterdamborgar T ■ „Feröagarparnir" nýstignir frá boröi ásamt fararstjóranum Sveini Sæmundssyni ■ Einn húsbátanna af stærri gerðinni sem fólk býr I á sikjum Amsterdam. Takiö eftir blómskrúöinu á þaki hans, sem viröist koma i staöinn fyrir lóöarskika hjá slkisbú- unum. ■ „Gamla kirkja” eins og hún er kölluö, en önnur ber nafniö „Nýja kirkja”. 9 mf jj, í fe* - m ■jk ' «'ZZZZT*"' Æ w AMSTERDAM - 4. MESTA FERÐAMANNABORG EVROPU ■ Amsterdam er sögö 4. mesta ferðamannaborg Evrópu — á eftir London, Paris og Róm. Má þvi nán- ast furðu gegna hve fátitt er að hitta tslendinga, er þangað hafa farið. Undirritaðri bauðst nýlega stutt kynnisferð til Amsterdam i 9 manna hópi fjölmiölafólks. bótt flestir i hópnum væru töluverðir feröagarpar kom i ljós aö enginn þeirra hafði áður komið til Amster- dam. Glerhallir sjaldgæfar i Ainsterdam Þaö fyrsta er athygli vakti á leið af flugvelli inn i borgina (reyndar kl. 1-2 að nóttu til), voru hin gömlu sérkennilegu, en afar fallegu hús er ekiö var fram hjá götu eftir götu. Vist hafa oft sést myndir af þessum húsum i blöðum. En ósjálfrátt hefur mann þá gjarnan grunað að þar væri um nokkra safngripi að ræða, innan um glerhallir stór- borgarinnar — likt og þegar mynd- ir af húsunum viö Tjörnina eöa i Árbæjarsafni skreyta islenska feröabæklinga. En það reyndist al- deilis ööru nær. „Moggahallir” eða aðrar slikar eru mjög sjaldgæfar i Amsterdam og finnast vart i mið- borginni. Flest hinna sérkennilegu og fallegu húsa i gamla borgarhlut- anum voru byggð á 17. öldinni, sem kölluð er „gullöld Amsterdam”. Þúsundum þessara húsa hefur veriö haldiö óbreyttum siöan og eru enn hin reisulegustu, enda vel viö haldið, a.m.k. aö utan. Jafnframt hefur vel veriö aö þvi gætt aö hús byggö siöar meir féllu vel aö þeim er fyrir voru. Lang flest þessara húsa eru i notkun, en nokkur munu þó óibúöarhæf. Um 1.100 brýr i borginni Fyrsta skoðunarferðin um borg- ina að morgni var einnig nýstárleg. Hún var farin á einum hinna fjöl- mörgu báta — yfirbyggðum með gleri — sem flytja fólk i stórum stil um hluta af sikjum borgarinnar, en þau eru um hundrað. Segja má að borgin skerist öll af sikjum og göt- um. Brýr yfir sikin eru t.d. sagðar um 1.100 talsins innan hennar. Sikisbakkarnir eru allir gróðri vaxnir, fjörgömul virðuleg tré i röðum, auk blóma og annars gróðurs, sem gerir Amsterdam óvenjulega gróðurrika og græna stórborg. Þaö sem einna mest kom á óvart i feröinni um sikin var hinn mikli fjöldi húsbáta. Fólk býr þar að staöaldri — árið um kring — i ein- um 2-3 þúsund slikum bátum. Heldur voru þetta hrörlegir bústað- ir, sumir likastir vinnuskúrum eða kartöflukofum á floti, sem bundnir voru við sikisbakkana. Upp á flesta þeirra reyndu ibúarnir þó að punta meö fjölda pottaplantna bæði I gluggum, á dekki og þaki. Sumir þessara báta munu tengdir við vatn og rafmagn úr landi, en ibúar ann- arca veröa að búa án þeirra sjálf- sögðu þæginda. Iðandi líf allan sólar- hringinn Af framansögöu mætti máski ráöa, aö Amsterdam veki fyrst og fremst yndi þeirra er leggja mest kapp á skoðunarferöir og fróðleik um forna sögu. En það er nú öldungis nær. Að visu hefur hún að geyma þúsundir minnismerkja, marga tugi safna og galleria, álika fjölda af kirkjum, flestum fornum og fallegum, um tvo tugi almenn- ingsgarða auk fjölda leikhúsa og tónleikahalla. En „hið ljúfa lif” vantar sannarlega ekki i Amster- dam. Stórir hlutar gömlu borgar- innar iða af lifi allan sólarhringinn. Sem fyrr segir kom hópurinn um hánótt til þessarar framandi borgar. Hin alþekkta forvitni blaðamanna olli þvi aö fæstir gátu hugsað sér að leggjast til svefns, án þess að lita örlítið á borgarlifið áöur, þvi flestir töldu nokkuð gefiö að einhvers staðar væri ‘ fjör að finna á götum úti. Þar sem enginn rataði var gripið til þess ráðs að panta leigubil. Bilstjórinn var beð- inn að aka i miðborgina, þar sem menn bjuggust við einhvers konar Striki eða Austurstræti — meðan það var og hét. Svar bilstjórans var nokkuö táknrænt: „Hverju hafið þið helst áhuga á: Næturklúbbum, veitingahúsum, „konum” eða ein- hverju ööru”? Við reyndumst nefnilega stödd rétt utan við ysta sikið er afmarkar gamla borgar- hlutann, en innan hans var viða ið- andimannlif þótt áliðið væri nætur. Hin ýmsu „áhugamál” eiga sér aftur á móti nokkra sérstaka staði. Þannig halda „hassistarnir” sig mest i ákveönu hverfi við aðaljárn- brautarstöðina, vammlausum borgarbúum til verulegrar mæðu. „Hverfi rauðu ljósanna” Það sama er að segja um „hverfi rauðu ljósanna” er aðsetur hefur i nokkrum litt lýstum götum og hliðargötum þeirra. Þar lýsa „rauðu ljósin” upp raðir sýningar- glugga, hverra „sýningargripirn- ir” eru eingöngu konur er litt virð- ast hrifnar af óþörfu fatasliti. „Rannsóknarblaðamenn” þóttust komast að þvi aö fast verð á „þjón- ustu” þeirra svaraði til um 135 isl. króna fyrir hálftima „notkun”. Kvikmyndasýningar auglýstar i þessu hverfi fengust ósennilega sýndar hér á landi (nema hvað kvisast hefur af videosýningum sums staðar i heimahúsum þegar börnin eru sofnuð). Likt mun um varning þann sem boðið er upp á i verslunum hverfisins. Bókmenntir, myndverk og annar varningur sem þar er úr að velja, hefur ekki sést útstillt i okkar Austurstræti til þessa, hvað sem viö siðar kunn- um aö ná langt i „menningunni”. Rétt er að taka það fram, að . ókunnugum er eindregið ráöið frá að vera einir á ferli i „hverfi rauðu ljósanna” eftir að skyggja tekur. Allra sist þó konum. Sumir munu þar hafa misst aleiguna og aðrir þaö sem öllu er dýrmætara. Sums staðar barir í hverju húsi 1 Amsterdam geta gestir lika valið á miili þúsunda veitingahúsa, kaffistofa og kráa auk urmuls næturklúbba og diskóteka. Enginn viröist þar velta vöngum yfir þvi hvort fólk þurfi að vakna til vinnu að morgni — eins og ætla mætti af „almenningsforsjánni” sem við er- um vón. Flestir þessara staða hafa opið fram i morgunsárið. Viða er að finna götur þar sem ■ Dæmigeröur hollenskur bar margs konar barir eru nánast i hverju húsi. Þar er boðið upp á fjöl- breytt úrval sterkra drykkja, vin og bjór sem viröist einna vinsæl- astur ásamt „veikari” drykkjum og alls konar snarli til saðningar svangra og viðast þröngt á þingi. Ekki sýndist aðsóknin minni á diskótekum borgarinnar, ef marka má þau tvö er undirrituð komst til að lita inn á. Kom i hugann, að Amsterdammarar myndu telja skemmtistaði Reykjavikur hálftóm hús, jafnvel á laugardögum. Færri fæðast en deyja Af almennum fróðleik má nefna, aö ibúar Amsterdam munu eitt- hvað yfir 700 þúsund, eða um 8,5 sinnum fleiri en Reykvikingar. Meðalfjölskyldan telur aöeins 2,3 einstaklinga. Barnsfæöingar eru sagðar rétt rúmlega 7 þúsund á ári, sem mun hlutfallslega um helmingi lægri tala en hér á landi. Aftur á móti deyja þar árlega um 1.000 fleiri en fæðast, sem sýnast má áhyggjuefni. Bilaeign manna i Amsterdam er hlutfallslega miklu minni en hér á landi og leigubilar eru aðeins um 600 talsins, sem er litlu hærri tala en i Reykjavik. Aftur á móti hljóta ibúar Amsterdam að slaga hátt i heimsmet i reiðhjólaeign. Reiðhjól munu þar hátt á sjötta hundrað þúsund, eöa nær þvi eitt á mann. Ýmislegt fleira kom skemmti- lega á óvart i þessari merkilegu borg, en hér verður staðar numið. Raunar var aöeins eitt er mátti aö ferðinni finna: Þótt stundir dags og nætur væru notaðar til hins itrasta hrökk timinn skammt. Heim var þvi haldið með þann ásetning ofar- lega I huga, aö heimsækja Amster- dam á ný við fyrsta tækifæri. HEI ■ Vondelpark, einn hinna 20 almenningsgaröa I Amsterdam. Jafngildir heilum lítra af hreinum appclaínusafa frá Florida Mjólkursamsalan í Reykjavík

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.