Tíminn - 18.07.1981, Blaðsíða 7

Tíminn - 18.07.1981, Blaðsíða 7
Ingvar Gíslason, mennta- málaráðherra, flutti eftirfar- andi ávarp við setningu 17. landsmóts Ungmennafélags íslandsá Akureyri 10. júlí 1981. ■ Frá Ungmennafélagsmótinu. Ég spjalla sjálf i simann langt og gott samtal, er ekkert á varð- bergi, hvorki með orðaval né tón- tegund, fyrst enginn sperrir eyr- un til að hlusta og misskilja. Siðan sit ég uppi hálfa nótt og skrifa og skrifa og skrifa, nii þegar enginn verður var við hvað ég tek mér fyrir hendur og þegar ég þarf ekki fyrst að fara i riimið og biða þar til hann sofnar. Bara ef við komumst á þetta stig sem er yfirleitt á öðrum degi drykkjutimabils meðan hann enn getur sofið og engir djöflar enn sem pynda hann meðfram veggj- unum. Þá liður öllum ljómandi vel.” Langvinn drykkja er biíin að breyta manninum og þvi segir eiginkonan: ,,Aður varstu aðeins illgjarn og háðskur þegar þii drakkst. NU ertu enn verri og háðskari þegar þii ert edrú. Maður skyldi ætla að þii þyrftir ekki að drekka fyrst þú getur veriö illur án þess. Kannske er það eins gott að þii drekkir stundum. Þii sofnar þá alla vega einhvern tima.” Þessar tilvitnanir allar eru úr fyrsta hluta bókarinnar en henni er skipt i þrjá kafla. í hinum fyrsta eru einkum lýsingar úr hjónabandinu eins og hér hefur verið sýnt. Hinir eru meira um tilfinningar lifsreynslunnar. Þar er t.d. þetta: „Þií spyrð mig hvað þú sért mér, og skyndilega á ég erfitt um svar. Þii varst þrá min til að gefa og þiggja, eitt alls herjar svar við þörf minni að min væri þörf. ÞU varst sá sem ég vildi standa með og bera traust til i trúnaði og aldrei svikja á hverju sem gengi.... 1 dag ertu sá sem ég bý með.” Þaö er mikið efni i þessari bók, margar efnismiklar linur og mig langar til að segja að þar sé mikill hagnýtur fróðleikur um til- finningali'f. Þar er t.d. rætt um það sem erfiðast er fyrir ástina. Þarerrættum þærkröfur tilkon- unnar að hún sé „nytsamlegt stofustáss sem býður upp á full- nægingu og aðdáun”.... „En aldrei nokkurn tima sá sem maður deilir kjörum með nótt eða nýtan dág.” „Mér finnst þú hafa brugðist mér fyrstþú hefur ekki haft þörf fyrirmig eins og ég er en gert mig að yfirnáttúrulegri veru, persónudaufingja, engar hugs- anir, enga rödd, aðeins hulstur um hina miklu eigingjörnu sjálfs- eyðileggjandi ást, sem snýr baki i heiminn.” „Þú settir mig á hillu þar sem ég aldrei átti heima, bjóst andliti minu gervi sem gaf þér það svip- mót þú þurftir sem svar.” Hér verður staðar numið með tilvitnanir. Höfundurinn Marta Tikkanen er finnsk skáldkona. Þýðinguna hefur Kristín Bjarnadóttir gert. Með henni bætist islenskum bók- menntum góður og viturlegur skáldskapur i bók sem óhætt mun að segja að eigi engan sinn lika fyrir. Það hefur verið fundið óvægi- lega að þýðingu bókarinnar, jafn- vel svo gifurlega að fordæma hana. Þó var ekki bent á nema eitt dæmi um ranga þýöingu. Ég hef ekki séð þessa bók á frummálinu og er þvii tölu þeirra sem ekki hefðu orðið verksins varirheföi þaö ekki verið þýtt. Ég verð að játa að þessa setningu, sem er rangt þýdd, skildi ég raunar ekki. Á þremur eða fjór- um stöðum öðrum fannst mér að ástæða hefði verið að leita eftir betra orðalagi. Eitt af þvi er það sem vitnað er til hér á undan: „eitt allsherjar svar við þörf minni að min væri þörf”. Þar hefði mér e.t.v. þótt betur fara að segja: „við þörf minni að vera tii gagns” eða eitthvað þess háttar. En ég hnaut ekki um fleira en þessi fáu atriði. Þetta er ein af mörgum áminn- ingum um að handrit skulu vel lesin af fleiri en einum eða tveim- ur áður en þau fara i prentun. En það gildir um fleira en þýðingar. Það á lika við þegar menn skrifa bókmenntasögu og þó aö efnið sé kunnugt. Hér skiptir það höfuð- máli að i búningi sinum á islensk- unni höfum viö fengið athyglis- verða og merka bók. Þeir sem vilja verjast vimu- efnaspillingu og efla heilbrigða og farsæla lifshætti hafa hér fengið mikið skáldrit sem þeir ættu að kynna sér og kynna öðrum. Aö visu má segja að þar sé engum nýmælum bætt við þann fróðleik sem lifsreyndir menn og hugs- andi þekktu fyrir. En hér er á skáldlegan og áhrifamikinn hátt mælt af tilfinningu og þá er lika talað til tilfinninganna. Þannig verður brjóstið ræktað þar sem „vonardaufa viskan veldur köldu svari.” Trúlega mætti vona að ýmsir leiddu hugann að þvi við lestur þessararsögu hverjuverði keypt- ur er sá unaður sem glasa- glaumnum fylgir. Astarsaga aldarinnar er rauna- saga þvi' að hún er raunsæ og sönn lýsing frá drykkjumannsheimili. Samtmá vera að ekkiséu margar ámóta stórar bækur þar sem jafn margt fallegt er sagt þó að meira beri á hagnýtum sannindum. Til dæmis um þau nefni ég þetta: Eigðu rósimar þinar taktu heldur af borðinu eigðu rósirnar þínar ljúgðu heldur aðeins minna eigðu rósirnar þínar hlustaðu heldur á mig elskaðu mig minna trcystu mér heldur . Eigðu rósirnar þinar. Þrátt fyrir allt er ástæða til að festa sérí minni og taka undir orð hinnar finnsku skáldkonu: „Maður verður samt maður verður samt að trúa maður verður samt að þora að elska.” 1 þessum fáu orðum er lifs- stefna, sú lifsstdna sem getur borgið sálarheill einstaklingsins og frelsaö heiminn. Enn frá f lokka keppninni í Moskvu ■ Þeir sem fylgdust með skák á 6. áratugnum minnast vafalitið nafns sovéska stór- meistarans Juri Averbach. A árunum 1950 - ’60 var hann i röð fremstu stórmeistara heimsins og komst m.a. i áskorendakeppnina árið 1953. A millisvæðamótinu i Portoroz 1959, þar sem Friðrik Ólafsson vann sér rétt til þátttöku i áskorendakeppni, vantaði Av- erbach aöeins hálfan vinning til þess að komast áfram. Eftir 1960 hefur Averbach litið teflt á alþjóðlegum vett- vangi, en hins vegar starfað mikið að málefnum skák- manna i heimalandi sinu og kvaö hann nú vera háttsettur i soveáka „skákkerfinu” og hefur dcki alltaf hlotið lof hjá vestrænum skákmönnum fyr- ir framgöngu sina. 1 flokkakeppninni miklu, sem haldin var i Moskvu i vor, og þegar hefur verið greint frá hér i' þættinum, tefldi Aver- bach i' öldungasveitinni og stóð sig vel. Hér á eftir sjáum við hvernig hann lék sigurvegar- ann á siðasta Reykjavikur- móti: Hvítt: J. Averbach Svart: V. Kuprcitsjik Grunfeldsvörn 1. d4 — Rf6 2. Rf3 — g6 3. g3 — Bg7 4. Bg2 — 0-0 5. 0-0 — d5 6. c4 — c6 7. cxd5 — cxd5 (Þessi staða er vel þekkt i byrjendafræði Grunfeldsvarn- arinnar og þykir heldur bragðdauf. Eölilegasti leikur hvits gæti nú virst 8. Rc3 og eftir 8. — Rc6, 9. Re5! stæði hann betur. Ensvartur getur svarað 8. Rc3 meö 8. — Re4! og eftir9. Re5—Rxc3,10. bxc3 — Rc6, 11. Rxc6 — bxc6, væri staöan svipuð. Hvitur reynir þvi aðra leið). 8. Re5 — Rg4 (Annar möguleiki er 8. — e6, 9. Rc3 — Rfd7 o.sv.frv.) 9. f4! (Mun sterkara en 9. Rxg4 — Bxg4,10. Rc3 —Rc6, 11. Be3 — Be6 og svartur þarf fáu að kviða.) 9.-----Db6 (Svartur hyggst notfæra sér leppun d-peösins til þess að grafa undan riddaranum á e5). 10. Rc3 — Be6 (10, —Rxe5 yrðisvarað með 11. Rxd5) 11. Rxg4 — Bxg4 12. Rxd5 — Bxd4 + (Eftir 12. — Dxd4 + , 13. Dxd4 — Bxd4+ stæði hvitur til vinnings. Svartur reiknaði nú með: 13. Khl — Dc5, 14. Rxe7+ — Dxe7, 15. Dxd4 — Rc6 og svarta staöan væri full boðleg, en...). 13. c3! (Þessi einfaldi en sterki leikur færir hvitum vinnings- stööu). 13. ----Bxdl 14. Rxb6 — axb6 (Auðvitað ekki 14. — Bxb6, 15. BXB7 og hvitur vinnur skiptamun). 15. Hdl — Bc5 16. Bxb7 — Ha7 17. Bf3 (Nú á hvitursælu peði meira og hefur auk þess yfirburða- stöðu). 17. ----Ra6 18. a3 — Hc8 19. Bd2 — Hd7 20. Kfl — Ilcd8 21. Ke2 — e5 (Svartur reynir að flækja taflið en það kemur fyrir lit- ið). 22. fxe5 — Rc7 23. Bc6 — Hd3 24. b4 — Be7 25. Bel — Hb3 26. Hxd8 — Bxd8 27. Ha2 — Bg5 28. Bd2 — b5? (28. — Hbl, 29. Be4 — Hgl, 30. Hc2 hefði lengt skákina en varla breytt úrslitunum. Nú missir svartur hrókinn á b3). 29. Be4! og svartur gafst upp. Jón Þ. Þór. Jón Þ. Þór W >«• M rv/ 9 fly skrifar um skák

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.