Tíminn - 21.07.1981, Qupperneq 9
Þriðjudagur 21. júli 1981
9
//Mín skoðun er sú að biðja
útvarpsráð að fyllast ekki af
neinum trega þó stytta þurfi
bæði hljóðvarps- og sjónvarps-
dagskrá og ég myndi hiklaust
leggja til að svo væri gert þó að
engin f járhagsvandræði
væru."
hugsun á blað. Skyldi ekki ein-
hver annállinn hafa orðið
óskráður hefði þetta glumið i her-
bergjum þeirra sem þá rituðu?
Og skyldi það ekki jafnvel hafa
getað orðið Skarðsbók? Veit ég
vel að viðhorfin eru allt önnur nú
en gæti samt ekki skeð að þetta
menningartæki, afnotað, hefði
enn þessu likar afleiðingar?
Auðgripið til ginningar-
innar
Nú er fast sott á það að fá af-
numinn einkarétt rikisins á út-
varpsflutningi. Ætla menn með
frjálsu útvarpi, eða hvað þeir
vilja kalla það, að veita hlust-
endum miklu betri þjónustu, svo
ég noti þelta margþvælda orð?
Það er nú svo að þjónusta er ekki
lengi veitt með frjálsu framtaki
nema þénusta fylgi. Og til að afla
þénustunnar er margt reynt og
ekki ævinlega þjóðhollt. Og i
þessu efni er auðgripið til ginn-
ingarinnar, að senda út það sem
kittlar og æsir, og er þvi keypt.
Hinn háttvirti neytandi, sem
samkvæmt nýjustu kenningum á
helst að stjórna öllu sem sagt er
og gert, þyrfti að læra að gjalda
varhug við ginningunni áður en
honum er trúandi til að velja og
hafna svo mannheill sé að. Auð-
vitað segja fylgjendur þessa
einkaútvarps að hér sé ekki um
neitt ótakmarkað frelsi að ræða,
þvi allt sé háð lögum og reglum.
Ójá, en það hefir nú oft reynst erf-
itt að hafa refsivönd réttlætisins
alltaf á lofti og ljóstra honum á
réttan stað þegar allt er flækt og
þvælt fram og aftur. Misferlin
verða þá að koma i ljós áður en
farið er að refsa og i þessu tiiviki
hafa þau þá gert sitt.
Otvarpsráð er ekki undir lagt
þá freistingu að senda út ginn-
ingarefni eða hlaupa eftir hégóm-
legum óskum. Hann Eiður
Guðnason græðir sjálfur ekki tú-
skildings virði þó honum auðnist
aðsánka svo miklum fjármunum
i rekstur útvarpsins að hann geti
látið það glymja svo að segja
allan sólarhringinn i samkeppni
við það sem þegar er fram komið
og koma kann. Hann stendur þvi
hreinn og ómengaður með sina
skoðun. En ég er sannfærður um
að það er ekki það sem er æski-
legast. Ég heyrði einu sinni tvo
menn ræða um siðgæði og siðleysi
og réttíætti annar siðleysið mjög
fimlega. Ekki er égþó viss um að
hann hafi meint það sem hann
sagði. Nokkuð var það að hann
hætti snögglega deilunní og
sagði: ,,Er ekki best að hafa það
eins og maöurinn sagði, ef maður
getur ekki komið i veg fyrir sið-
leysið er langbest að samþýðasl
þvi?” Langt er i frá, að ég haldi
að hann hafi meint þetta heldur.
En er það ekki að samþýðast
ósómanum að láta útvarpið
damla allan sólarhringinn af þvi
að ofmargir neytendur eru esp-
aðir til að krefjast þess? Ég er
lika ósköp smeykur um að þessir
kröfuhafar allir saman séu ekki
fullkomlega heilbrigðir hlust-
endur og óhorfendur, heldur eins-
konar ofmettaðir fúlsunnar geml-
ingar sem vilja fá eitthvað nýtt i
jötuna og þvi litil von til þess að
þeir fóðrist nokkurntima vel.
Fróðlegur umræðu-
þáttur
Ég heyröi rylega og sá I sjón-
varpi umræöuþátt um þetta efni.
Hann var mér gróflega fróðlegur.
Ég hafði raunar heyrt meðmæl-
endur einkaútvarps hlakka yfir
þvi aö útvarpið — sjónvarp fengi
samkeppni þó einkaréttur væri
ekki afnuminn, en það var viðs
fjarri að ég heföi gert mér grein
fyrir að þetta væri svona langt á
veg komið sem þar var upplýst i
samtali við mann sem virtist
starfandi eða jafnvel frumkvöðull
að þessari nýjung. Þessi maður
greindi svo frá að notendur
myndu vera um 30 þús. Sjálfsagt
kostar þetta allmikla fjárhæð og
býst ég við að eitthvað heyrðist i
stjórnarandstæðingum a.m.k. ef
rikisstjórnin tæki slika upphæð i
ska tta.
Talað var við einn neytandann
sýnilega barnamann og sagði
hann að mest væru það barna-
myndirsem sýndar væru. Jú, þvi
ekki að stinga þar á sem þynnst
er fyrir. Mér er sem ég heyri
blessuð börnin hrópa: þvi sést
ekki i’ þessu sjónvarpi eins og
heimahjá Lilla? Það er svo aga-
lega gaman að þvi.
Biðjið einhvern annan en mig
aö hlúa að því að þeir sem vinna
aðútbreiðslu þessarar nýju tækni
eða keppa að frjálsu út-
varpi — eða hvaö á að kalla
það—séu boðberar sannrar
menningar, eða starfsmenn
hennar. Heldur fengist ég til að
gangast inn á það að starfsemi
þeirra væri tengd höfðingjanum
sem Jón Vidalin segir að gangi
um eins og grenjandi ljón, leit-
andi að þeim sem hann fær upp-
svelgda.
Hófstilling besta leiðin
Nú býst ég við að sagt sé að ef
spornað er við öllu nýju og það
tekst verði útkoman sú að þjóðin
sitji alltaf á sömu sinuþúfunni og
horfi upp í sama moldarbarðið og
ekki er það glæsilegt. Skyldi þá
vera aífarasælla að brjótast um I
feni eðlisgræðgi og lifsfrekju þó
mögulegt sé að imynda sér að sýn
gefi til meiri hæða en moldar-
barðsins. Þetta eru heldur ekki
einu valkostimir. Þriðja leiðin er
tilog henni verður best lýst með
oröinu hófstilling. Ég held að það
væri ekki úr vegi fyrir islensku
þjóðina að svipast dálitið ákveðið
eftir þeirri leiö. Og það get ég
sagt útvarpsráði og dagskrár-
gerðarfólki tilhróss að mér finnst
að það í sameiningu hafi sýnt
mjög þokkalega viðleitni i þá átt i
sambandi við sitt yfirráðasvæði.
Ali't ég þvi stórum meir til meins
en bóta að moka inn á þetta svið
vafasömum nýmælum sem fram-
kvæmd eru utan við yfirstjórn
þessara aðila. Auövitaö trúi ég
þvi að þessa starfsemi mætti
stórbæta með meira fjármagni og
lifandis ósköp væri gaman og
gagnlegt ef það tækist verulega
vel. En þið sem þessu stjórnið,
hikiö ekkert við aö stytta dag-
skrána til þess.
Kristján Jónsson,
Snorrastöðum.
þó, að við moldina varð að losna.
Kom upp sú snjalla hugmynd, að
setja þessa mold utan vegar við
Ægisiðu, en þar höfðu menn, sem
byggðu i Skjólunum og við
Ægislðu og fleiri götur, sett mold
úr sinum grunnum, fyrir þrem
áratugum eöa svo.
Þá varð fyrra moldarfélagið til.
Menningarmenn, heildsalar,
fólk i trimmgöllum og regnfötum,
fór á stúfana og i einum grænum
var stofnað sérstakt moldarfélag.
Ég veit ekki hversu vlðfemt fé-
lagssvæðið var, en þó var okkur á
Sólvallagötunni boðin þátttaka i
þessu merka félagi fyrir 25
krónur, og það af sjálfum aðalrit-
stjóra þessa blaös, sem nú vill
ekkert við sina mold kannast.
Allt i einu var þetta svæði nefni-
lega orðið liffræðilega heilagt,
þótt lifrikið sé nú varla merki-
legra en það, að álitamál er hvort
þar er meira af njóla en á al-
þjóðaflugvellinum i Rómaborg,
en ekki hefur fundist enn það eit-
ur, er á honum hefur getað unnið.
Yfirvöld höfðu 1 sakleysi sinu
ætlað að gjöra þarna skemmti-
garð, en runnu auðvitað á rass-
inn, þvi ekkert óttast stjórnmála-
menn vist meira en moldina og
undirskriftir, og þá sérstaklega
nafnnúmer, ef þau fylgja.
Og endirinn varð sá, að þeir á
Eiðsgrandanum halda áfram að
ausa Atlantshafinu á liggjand-
anum og krafsa i moldarfjallið,
sem sifellt hækkar og við moldar-
félaginu á Ægisiðunni verður ekki
hróflað, þvi seinast þegar þar var
raskað jörð kom upp buddulaus
beinagrind af lúnum karlmanni,
annað ekki.
Utanbæjarmenn stofna
moldarfélag
Ég var ekki almennilega búinn
að átta mig á þvi, hvers vegna
mér hafði verið boðið i fina
moldarfélagið við Ægisiðu fyrir
25 krónur, maöur sem á enga
mold, þegar enn eitt moldarfé-
lagið var stofnað, og nú voru það
ekki þessir á njólavöllum. Nú
voru komnir af stað nokkrir utan-
bæjarmenn, sem orðiö höfðu æfir
út af þvi að fáeinum hjólbörum af
mold hafði veriö ekið úr túnbleðli
viö Bernhöftstorfuna.
Þar voru I forsvari Tómas Guö-
mundsson, skáld frá Efri Brú I
Grimsnesi, sem haföi þó allan
Grafninginn fyrir augunum,
meðan hann var að fá skáldaaugu
i æsku. Ragnar Jónsson I Smára,
frá Mundakoti á Eyrarbakka.
Arni Bergmann ritstjóri sunnan
með sjó og svo auövitað Matthias
Johannessen, sem alltaf er hafður
meö á moldarvixlum menningar-
innar. Þó nú væri.
Konan sem bað mig að skrifa,
spurði hvort ég væri á móti grasi?
Og ég verð að játa að ég var ekki
viss, en öldungis óviðbúinn. Hélt
reyndar fyrst að nú ætti að fjölga
taflmönnunum eins og borgar-
fulltrúunum, þannig að ég bað nú
um frest. Og ég á nú eftir að sjá
eftir þvi, vegna þess að tiu þúsund
manns gengu i moldarfélag utan-
bæjarmannanna. Sigurður A.
Magnússon, maöur ofan úr Mos-
fellssveit, sem hefur þó eitt mesta
jarðrask af manna völdum fyrir
framan sig flutti fjallræðu og
kallaöi fyrir sig borgarstjórann i
Reykjavik og afhenti honum tiu
þúsund manns, nafnnúmer og
allt, sem heiti hefur, og þar með
hefur moldarfélag r.o. 2 unnið
sigur, sem ekki veröur taiinn
minni en hjá beinafélaginu við
Ægisiðu.
Reykjavik er undarleg borg.
Lengi vel hélt ég aö leiðakerfi
Strætisvagna Reykjavikur væri
þó torskildasta gáta þessarar
borgar. Nú er ég ekki lengur viss.
Moldarfélögin eru að slá þetta allt
saman út. Og maður spyr, er
þetta að verða þannig að menn
utan af landi, ráði þvi alfarið
hvað gert er við mold i Reykja-
vik.
fjölmiðlun
Gagnrýni og góð
blaðamennska
■ Ýmsir hafa komið að máli við mig vegna þessara vikulegu
pistla um fjölmiðlun, sem birst hafa á þessum vettvangi.
Ekki er annað að heyra, en sá stakkur, sem þeim hefur verið
sniðinn, falli lesendum almennt þokkalega i geð, og sú upplýs-
inganiiðlun um fjölmiðlun, sem ég hef hér reynt að stunda hafi
borið einhvern árangur. Þó hafa nokkrir spurt, hvers vegna ég
fari ekki út i beina gagnrýni á þá dagbundnu fjölmiðla, sem
starfandi eru i landinu, og segi álit mitt á einstökum dagskrár-
þáttum útvarps og sjónvarps.
Upplýsing.
Þvi er til að svara, að út-
varps- og sjónvarpstimi hefur
til skamms tima verið eina
umfjöllun um fjölmiðlun hér-
lendis, sem birtst hefur. Ég er
ekki að amast við útvarps- og
sjónvarpsrýni, er eins og ég
hef áður getið um i þessum
pistlum, tel ég þörf umræðu og
upplýsingar um fleiri þætti
fjölmiðlunar i landinu.
A vissan hátt lit ég á þessa
þætti sem eins konar fræðslu-
efni, enda tel ég, að fjölmiðl-
arnir hafi ekki sinnt fræðslu
um fjölmiðlun nægilega vel.
Flestum öðrum þáltum þjóð-
lifsins hafa verið gerð betri
skil en þessum áhrifamikla
þætti. En nóg um það að sinni.
En úr þvi að ég er farinn að
helga lesendum þessara dálka
pistilinn i dag, er ekki úr vegi
að ég reyni i stuttu máli að
svara spurningu, sem einn
þeirra beindi tilmin i nýliðinni
viku, þegar fjölmiðlunarskrif
min hér i Timann bar á góma.
Spurningin var: Hvað telur þú
góða blaðamennsku og hvern-
ig á góður blaðamaður að
vera?
Svar við slikri spurningu
hlýtur að grundvallast á per-
sónulegu mati þess, sem henni
svarar. Um það, hvað er góð
blaðamennska, eru ekki til
neinar algildar formúlur, en
ég skal reyna að svara þessu i
samræmi við mina eigin sann-
færingu._
Óhlutdrægní.
Góð blaða- eða frétta-
mennska felst að minu mati i
þvi að miðla upplýsingum um
það sem er að gerast nær og
fjær með þvi móti, að fyllstu
óhlutdrægni sé gætt. Jafn-
framt sé lögð áhersla á að
leita svara við öllum spurn-
ingum, sem búast má við að
vakni hjá þeim, sem lesa eða
hlusta á það efni, sem blaða-
maðurinn eða fréttamaðurinn
sendir frá sér.
Prófsteinn á það hvort
blaöamaður er óhlutdrægur
getur til dæmis verið, hvort
honum lekst að skrifa sanna
frétt um pólitisk átök i
ákveðnum flokki eða flokkum
án þess að persónuleg afstaða
hans sjálfs til málsins eða
pólitiskar skoðanir hans skini
nokkurs staðar i gegn.
Yfirleitt eru að minnsta
kosti tvær hliðar á hverju
máli, slundum fleiri. Af þeim
■;ökum er mikilvægt að blaða-
maðurinn afli sér upplysinga
um málið frá eins mörgum
sjónarhornum og mögulegt er,
en skoði það ekki aöeins frá
einni hlið, sem kannski liggur
beinast við.
Heiðarleiki.
Með þessu móti getur blaða-
maðurinn best þjónað lesend-
um að hlustendum sinum.
Hann á ekki sjálfur að taka af-
stöðu til málsins, heldur að
gera áðurnefndum skjólstæð-
ingum sinum það kleift.
Upplýsingar blaðamannsins
eiga að vera sá grunnur, sem
lesendur blaðsins eiga að geta
byggt á, þegar þeir móta sér
skoðun á viðkomandi máli.
Mikið er i húfi að sá grunnur
sé traustur, og heiðarlega
gerður.
Blaðamaður, sem vill
ástunda góða blaðamennsku,
verður að vera fullkomlega
heiðarlegur bæði gagnvart
þeim aðilum, sem láta honum
i té upplýsingar og gagnvart
þeim, sem taka við þessum
upplýsingum frá hans hendi,
hvort sem það er i formi ritaðs
máls á prenti eða talaðs orðs á
öldum ljósvakans. Þetta á að
sjálfsögðu jafnt við um allt
efni, sem blaðamaðurinn
vinnur, fréttir, greinar, frá-
sagnir og viðtöl.
Rýmið leyfir ekki að itarleg-
ar sé farið út i þetta að sinni,
en ég mun i næsta pistli, á
þriðjudaginn kemur, fjalla
nánar um góða blaðamennsku
og þær kröfur, sem ég tel að
þurfi að gera til blaðamanna á
islenskum fjölmiðlum.
—ÓR
Olafur Ragnarsson
skrifar
■ Hvert verður svarið, þegar maður erspurður: „HvaO telur þú
góða blaöamennsku og hvernig á góöur blaöamaöur aö vera?”