Tíminn - 21.07.1981, Page 11
Þriðjudagur 21. júli 1981
gródur og garðar
Ingólfur Davídsson
grasafræðingur
skrifar
m Grásleppa i hjalli og bátur i Grlmsstaðavör Ægisíöu 30. april
1981.
LITAST UM
r BORGINNI
■ Bregðum okkur snöggvast
á markaðinn á Lækjartorgi,
þar er oft „handagangur i
öskjunni” og margs konar
varningur á boðstólum. Hér
eru blóm i forgrunni, fjöl-
margar tegundir. Einnig
grænmeti og ávextir. Skyldi
bankinn fjármagna markað-
inn?
Úti í örfirisey sjást margir
bátar uppi á kambi, sumir æði
gamlir. Rosknir sjómenn
hölluðu sér upp að vélbát og
ræddu um sjósókn i gamla
daga á róðrarbátum og þil-
skipum. ,,Ennþá dregur Ut-
hafssær, öflug vélin fyrir mig
rær.” Auk bátanna sáust
þarna stórir haugar af netum,
og grjóthrúgur, þvi að verið er
að stækka athafnasviðið á
eynni.,,Þar er fjöru og þara-
lykt, þar kom margur Bene-
dikt” var eitt sinn kveðið.
Ægisi'ða er mikill ævintýra-
heimur. Borgarmeginer hvert
húsið öðru fegurra og rik-
mannlegra, en sjávarmegin
lifir gamli timinn. „Grá-
sleppukarl,” ungur maður að
visu, kom að landi með góðan
feng. Leiðinlegt að þurfa að
fleygja grásleppunni, hirða
aðeins hrognin, sagði hann,
vonandigetaþeir bráðum gert
mat eða fdður Ur öllu þessu,
sem við verðum nú að fleygja.
Þó er ætilegt að lita i grá-
sleppuhjallana. Endur og
hænsni vappa um, já og gæsir,
hjá skUr og bát á hvolfi. Kona
ber egg I fötu, börn eru að
fóðra fiðurféð! Þarna og viðar
ifjörusandi ber talsvert á hin-
um fögru ljósbláu eða blá-
rauðfeitu, ilmandi breiðum
fjörukálsins. Blöðin eru blá-
græn, þykk og kjötkennd, enda
voru þau fyrrum hagnytt,
söxuð og gefin hænsnum.
Fjörukál var einhver fyrsta
blómjurt, sem festi rætur i
Surtsey, enda þola aldinin salt
og sjóvolk.
Allviða ber á þvi að fura,
einkum stafafura, en einnig
greni og fjallafura, eru brún-
leitog veikluleg að sjá. Sumar
hríslur komu þannig undan
vetri, en aðrar hafa brUnlitast
eða roðnað siðar. Margir
spyrja hvað valdi þessum
skemmdum Sumsstaðarmun
vera um saltskemmdir að
ræða, þ.e. af salti, sem ausið
var á göturnar i vetur, það er
trjágróðri óhollt. Sjó er og
stundum ausið á götur i stað
vatns tilað binda ryk á sumrin
og veldur það skemmdum á
trjám og runnum, eða getur
valdið. Eitt sinn sá undir-
ritaður sjó dælt á götu, en rétt
á eftir hvessti og salt götu-
rykið sveið lauf i nærliggjandi
görðum.
En dcki eru allar „roða-
skemmdir” á barrtrjám salti
að kenna, veðrið i vor á lika
sinn þátt, þ.e. mikiö sólfar
þegar jörð var frosin. Barrná-
larnar byrjuðu þá að starfa og
það gufaði of mikið UtUr þeim,
meðan jörð var frosin, svo að
ræturnar náðu ekki i vatn.
Trjám móti sól er þá hættast.
NU, á sumarsólstöðum,
byrjar reyniviður að falda
hvitu. Alaskayllir stendur
hvitur af blómum i garði
kvenfélagasambandsins TUn-
götu 14 og viöar, já og heggur-
inn við Tjarnarhornið. Fagur-
bláar AlaskalUpinur lýsa
langarleiðir. „Jarðveg bætir
jurtin fríða, ég þann galdur
veit. Langt Ur vestri sótt um
siðir, sett í frónskan reit.”
■ Blóm- og grænmetismarkaður á Lækjartorgi við Útvegs-
bankann 27. mai 1981.
Húsnæði óskast
Borgarspitalinn óskar eftir að taka á leigu
200-300 fermetra ibúðar- eða skrifstofu-
húsnæði.
Upplýsingar veitir Brynjólfur Jónsson i
sima 81200 / 368.
Reykjavik 20. júli 1981.
Borgarspitalinn.
Kennara vantar
að barnaskóla Bárðdæla S-Þing.
Húsnæði aðeins fyrir einhleypa. Miklar
aukatekjur. Umsóknarfrestur til 15-ágúst
n.k. Upplýsingar veitir Fræðsluskrifstofa
Norðurlands-Eystra, gegnum simstöðina
Fosshóli.
Skólastjóri.
EI Gjaldkeri
Laus er staða gjaldkera á bæjarskrifstof-
um Kópavogs. Þarf að geta hafið störf um
miðjan ágúst.
Laun skv. 14. launaflokki.
Umsóknum skal skila á bæjarskrifstof-
urnar á sérstökum eyðublöðum sem þar
fást.
Umsóknarfrestur er til 5. ágúst.
Bæjarritari
NÚERU
GÓDRÁÐ
ODYR!
Þér er boðiö að hala samband við verkfræði-
og tæknimenntaða ráðgjafa Tæknimiðstöðvar-
innar ef þú vilt þiggja góð ráð i sambandi
við eftirfarandi: ~
Stjórnlokar
(loftogvökvi)
Eitt samtal við ráðgjafa okkar, án
skuldbindingar, getur sparað þér stórfé hvort
sem um er að ræða vangaveltur um
eða vandamál viö endurnýjun
viðgerð á þvi sem fyrir er.
VERSLUN - RÁÐGJÖF- VIÐGERÐARÞJÓNUSTA
TÆKNIMIÐSTÖÐIN HF
Smiójuveg66. 200 Kópavogi S:(91)-76600
Þorvaldur Ari Arasonj
hrl
Lögmanns- og fvrirgreiðslustoía
Eigna-og féumsýsla
Innheimturog skuldaskil
Smiðjuvegi D-9/ Kópavogi
Simi 40170. Box 321 - Rvík.
Auglýsið
í Tímanum
Núbjóðttmvíð
HREINAN
PP'
frá FLDRIDANA
ómissandi i ferðalagíð.
"THS" Mjólkursamsalan