Tíminn - 21.07.1981, Qupperneq 14

Tíminn - 21.07.1981, Qupperneq 14
Þriöjudagur 21. júli 1981 heimilis-tíminn Körfur hér og körfur þar og körfur alls staðar ® Körfur má nota á hinn marg- brevtilegasta hátt. Einu sinni var tæpast talaö um annaðen sauma- og prjónakörfur og svo óhreina- lauskörfur. Ef þið litið á teikning- arnar, sem birtast hér á siðunni sjáið þið, að þar með eru ekki upp taldar allar þær körfur, sem hægt er að hafa á heimiiinu bæði til ski ai ts og til nytsemdar. Körfur eru búnar til úr marg- vislegu efni. Til eru tágakörfur. strákörfur, körfur riðnar úr grasi, viðarteinungum, spær.i, rótum og ymsu öðru. Meira að segja eru til körfur úr banana- blöðum og trjáberki, bæði hér heima og erlendis. Ef við rennum augunum yfir teikningarnar skulum við byrja á þeirri, sem merkt er nr. 1 Hér hefur körfusafni húsbændanna veriö komið fyrir i glerskáp. Hann er tppiystur, svo körfurnar njóta sin vel. Þæreru sagðar eft- ir Indiána í Ameriku. A teikningu nr. 2er opinn skáp- ur, sem einnig hefur að geyma körfusafn. Þetta eru allt mun minni körfur heldur en þær sem voru I fyrsta skápnum. Þess má geta, að ekkert er þvi til fyrir- stöðu, að fólk fari að safna alls konar smákörfum, rétt eins og það safnar teskeiðum eða pipar og salt staukum. í loftinu hangir karfa með blómum. Tágakörfur og blóm fara mjög vel saman. Á teikningu nr. 3'hanga körfur á smiðajárnsgrind. Eigandinn er sagður hafa flutt heim meö sér frá fjarlægum löndum eina og eina körfu i einu. Agætis hug- mynd um næstu utanlandsferö. A teikningu nr. 4 er garðborð. Húsmóðir á vesturströnd Banda- rikjanna mun eiga hugmyndina aö garðboröinu, og meira að segja sögö hafa búið það til sjálf. Hvernig væri aö bregöa sér i bæ- inn i leit að tagabakka, kringlótt- um eða aflöngum á meðan enn er sumar og hægt er að sitja úti I garöi og drekka kaffisopann við körfuborðið sitt. A teikningu nr. 5er karfa notuð á sigildan hátt, undir dót. I þessu tilfellier það hundakarfa, sem er látin halda utan að uppvöfðum pappi'rsblöðum, sem eiga að fara i eldinn annaöhvort i sumar- bústaðnum, eöa heima þar sem svo vel er búið að eiga arin. Teikning nr. 6er af öðru borði. Nú er það borðfóturinn sem er Ur körfu, og ofan á hann hefur verið lögö glerplata. Þetta getur verið skemmtilegt borö, en einhvern veginnn verður aö tylla glerplöt- unni, að minnsta kosti á heimil- um, þar sem eru börn, sem gætu ýtt henni á gólfiö. A teikningu nr. 7 er nokkuð há og m jó karfa, sem notuö er undir regnhlffar og stafiog annað álika i forstofunni. Mætti lika hafa svona körfu standandi Uti á stétt á sumrin og geyma I henni garðverkfærin? A áttundu og síöustu teikning- unni er þvottaherbergið, þar sem mikið er um körfur. Ein þeirra er greinilega hin sigilda óhreina- tauskarfa. 1 hillunum eru geymdar körfum, sem notaðar eru þegar þörf krefur, annað hvort undir blóm og blómaskreyt- ingar, eða til þess að bregða sér með Ut í bUð i innkaupaferð. Þær má lika hafa sem saumakörfur eða prjónakörfur, og körfur undir leikföng barnanna. Legókubbar fara til dæmis mæta vel i körfu eins og sjá má standandi á gólfinu undir hiíiunum. fb I Uppmokstur unglinganna fyrir nokkrum vikum, sem sést hér á mynd að neðan hvarf undir vinnuvélar og moldarhrúgur á föstudaginn var. — Timamyndir: GE. Starf ung- linganna fór fyrir lítid! I Fyrir hálfum mánuði lýsti Heimilis-Tíminn tilgangsleysi unglingavinnunnar a.m.k. sums staðar hér i Reykjavik. Nefndum við sem dæmi upp- gröft nokkurra unglinga við Hvassaleitisskóla og spáðum þvi, að búiö væri að moka ofan í það sem drengirnir höfðu grafið upp, áöur en langt liði. Ástæðan var m.a. sú, að lóð skólans er ófrágengin og vitað var, að eitthvað átti að lag- færa hana i sumar. Fyrir hádegi á föstudaginn birtist risastór vélskófla og að minnsta kosti þrir vöruflutn- ingabilar af stærstu gerð, og hafizt var handa við upp- mokstur og jarðvinnslu. Það leið ekki löng stund, þangað til handaverk unglinganna voru horfin sjónum okkar. Tilgangsleysi og tviverkn- aöur i framkvæmdum opin- berra aðila hér á landi er ekki ný bóla, en gaman væri að vita hvaða uppeldisgildi þessi vinnubrögð eiga að hafa á unglinga i þvi, sem kallast „vinnuskóli”. Peningasóun er ekki til umræöu i þetta skipti þar sem áreiðanlega er hægt að færa sönnur á, aö oft hafi meiru verið eytt til einskis, þar sem kaup unglinganna sé ekki svo hátt. Það er þó áreiöanlega nógu hátt til þess að eitthvað mætti gera við það gagnlegra en þetta. Gaman væri að heyra álit einhverra á þessum málum, foreldra eða aðstandenda vinnuskólans. fb Húsráð: Notið matar- sóta í ís- skápsþvottinn ■ Stundum vill brenna v i ð a ð undarleg lykt sezt i isskápana. Henni á að vera auð- velt að út- rýma. Byrjið með því að af- frysta skápinn og þvo hann vel innan með sápu- vatni. Eftir að því er lokið skulið þið strjúka yfir hann með klút/ sem undinn hefur verið u p p ú r vatni, sem matarsóti hefur verið látinn renna í. Eftir þetta á skápur- inn að vera eins og nýr.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.