Tíminn - 21.07.1981, Síða 17

Tíminn - 21.07.1981, Síða 17
ÞriOjudagur 21. júll 1981 Si'ií'Ii. 17 fþróttir) Jaðarsmótið í golfi á Akureyri: Páll öruggur sigurvegari ■ Páll Ketilsson úr Golfklúbbi SuOurnesja var hinn öruggi sigur- vegari i opna Jaðarsmótinu i golfi sem fram fór i Golfklúbbi Akur- eyrar um helgina. Páll haföi for- ustuna alltfrá fyrsta hring, og jók hana siðan jafnt og þétt og vann yfirburðasigur. Alls mættu 85 kylfingar i mótið viðsvegar að af landinu, en þó saknaði maður margra af fremstu kylfingum landsins sem létu ekki sjá sig. Jaðarsvöllurinn var i þokkalegu ástandi til þess að taka á móti þessum fjölda, en vegna slæmrar veðráttu i sumar hefur hann oft verið betri. Páll Ketilsson lék 36 holurnar á 151 höggi. Annar varð Islands- meistarinn Hannes Eyvindsson GR á 157 höggum, Jón Þór Gunn- arsson GA þriðji með 161 högg, Gunnar Þórðarson GA fjórði með 162 högg, Siguiður Albertsson og Kristján Hjálmarsson GH næstir á 163 höggum, Magnús Birgisson GA næstur með 165 högg, þá komu þeir Viðar Þorsteinsson GA, Guðmundur Hafliðason GR og Baldur Sveinbjörnsson GA all- ir á 166 höggum. Þessir 10 menn fengu stig til landsliðsins, efsti maður 19, sá næsti 17, þriðji 15 og þannig koll af kolli. 1 keppninni með forgjöf sigraði Páll Ketilsson einnig, var á 141 höggi, Jón G. Aðalsteinsson GA og Baldur Sveinbjörnsson GA voru næstir á 146 höggum. Jafnhliða Jaðarsmótinu fór fram kvennakeppni, svokallað Ragnarsmóten verðlaun i það gaf Ragnar Lár. listamaður með meiru. Þar sigraði Inga Magnús- dóttir GA örugglega á 185 högg- um, önnur Karólina Guðmunds- dóttir GA á 214 höggum og þriðja Pat Jónsson GA á 225 höggum. — Með forgjöf sigraði Arnheiður Jónsdóttir GH á 179, Sigriður B. ólafsdóttir GH 186 högg og Erla Adolfsdóttir GA á 188 höggum. gk-Akureyri. Sigurlásmeð fjögur mörk! ■ „Þetta er i fjórða skiptið sem ég skora fjögur mörk i einum og sama leiknum, það gerðist siðast 1979 gegn Fram” sagði glað- hlakkalegur Sigurlás Þorieifsson úr Vestmannaeyjum eftir að hann hafði skorað öll mörk IBV I 4:1 sigri liðsins yfir Þór á Akureyri i fyrrakvöld. Aðeins einu sinni náðu heimamenn að svara fyrir sig, og er óhætt að segja að Þór hafi farið illa út úr leikjum sinum gegn ÍBV i sumar, tBV hirt öll stigin úr leikjunum og marka- taian 8:2 þeim i hag. Mörk Sigurlásar og reyndar einnig mark Þórarins Jóhannes- sonar sem hann skoraði fyrir Þór voru svo til það eina sem yljaði i þessum leik, sem var leikinn i norðaustan gjólu og fremur köldu veðri. Þórsararnir voru gjörsam- lega heillum horfnir ekkert hit i framlinumönnum liðsins sem reyndar fengu ekkert til að vinna úr af viti og vörn liðsins „Uti að aka” á stundum. Er ljóst að Þórs- arar verða heldur betur að taka sig á ef þeir ætla ekki að missa sæti sitt i deildinni. B Svona skoraði ég mörg mörk... Sigurlás kampakátur eftir leikinn gegn Þór. Timamynd gk. KA sótti tvö stig er þeir sigruðu ÍA 1:0 ■ KA setti strik i reikning Skagamanna er þeir sigruðu þá 1- 0 á Akranesi á laugardaginn í 1. deildinni I knattspyrnu. Akurnes- ingar misstu dýrmætt stig í baráttu um tslandsmeistaratitil- inn er þeir töpuðu fyrir KA I frek- ar jöfnum leik. Fyrri hálfleikur var mjög jafn en ekki bar mikið á opnum tækifærum, KA átti mikið á miðj- unni en byggðu samtsittspil mest upp á skyndisóknum. Hættuleg- asta tækifæri hálfleiksins kom á 42. mi'n. er Kristján Olgeirsson komst inn fyrir vörn KA og gaf boltann til Guðbjörns Tryggva- sonar, sem skallaði I stöng. Siðari hálfleikur var jafn framan af, As- björn komst í gott færi við Skaga- markið, lék á Bjarna markvörð en skot hans fór yfir markið. Hin- um megin björguðu KA menn á linu eftir gott samspil Sigurðar Lárussonar, Júliusar og Kristjáns Olgeirssonar. Sigur- mark leiksins kom siðan á 56. min., Asbjörn Björnsson átti gott skot sem fór i Björn A. Björnss. og af honum breytti boltinn stefnu i markið, óverjandi fyrir Bjarna markvörð. Eftir mark KA sóttu Skagamenn stift og björguðu KA menn tvfvegis á linu, þá átti Sig- urður Lárusson skot i þverslá og þaðan fór boltinn niður og sýndist mörgum boltinn hafa farið inn fyrir linuna, en góður dómari leiksins Guðmundur Sigurbjörns- son lét leikinn halda áfram. Það sem eftir lifði leiksins reyndu Skagamenn að jafna en allan trodd vantaði i sókn þeirra. Þá hafði það slæm áhrif að Kristján Olgeirsson varð að yfirgefa völl- inn vegna meiðsla, hið léttleik- andiliðKAfór með sigur af hólmi og hefur nú svo gott sem tryggt stöðu sina i deildinni. Þeir As- björn Björnsson, Guðjón Guð- jónsson og Hinrik Þórhallsson voru bestu menn KA. Sigurður Lárusson, JUlius og Kristján báru af i' liði Skagamanna. DÓ/röp—. Eyjamenn eru mun friskara lið, bræðurnir Sigurlás og Kári afar ógnandi frammi einsog Þórsarar fengu að kenna á, og liðið i heild allt jafnt og sterkt, skemmtilegt sóknarlið. En litum þá á mörkin: 0:1... Á 6. minútu fengu Eyja- menn hornspyrnu, og er boltinn kom fyrir markið stökk Sigurlás hærra en aðrir og skallaði hann i mark. 0:2... Þegar um hálftimi var lið- inn af leiknum gerðu Eyjamenr harða hrið að marki Þórs og fengu tvær hornspyrnur. úr sið ari hornspyrnunni barst boltinr til Sigurlásar á markteig og hani átti ekki i erfiðleikum með ai skora. 1:2.. Þórsarar fengu hornspyrni og Þórarinn Jóhannesson serr var kominn fram skallaði boltanr glæsilega i stöng og inn. 1:3... Þo'rsarar vildu fá dæmda hendi inni á vajlarhelmingi ÍBV en Óli Ólsen dómari var á öðru máli. Afram hélt leikurinn, bolt- inn var gefinn á Sigurlás sem lék inn i vitateig og skoraði með föstu skoti. 1:4... Þremur minútum siðar átti Ómar Jóhannesson þrumuskot sem Eirikur Eiriksson varöi Hann hélt ekki boltanum og Sig urlás var mættur á staðinn og ýtt boltanum i mark. Þetta voru mörkin, en nefna mf tvö hættuleg færi er liðin fengu Kári Þorleifsson átti þrumuskot þverslá á marki Þórs, og Þórðu Hallgrimsson var hársbreidd fri þvi i upphafi siðari hálfleiks al skora sjálfsmark er honum mis- tökstað hreinsa frá marki ÍBV og boltinn small i þverslánni. gk-Akureyri Keflavík Fylki 2-0 B Keflvikingar sigruðu Fylki 2-0 er félögin léku á Laugardalsvell- inum i gærkvöldi, staðan i hálf- leik vár 0-0. Fyrri hálfleikur var frekar tiðindalitill, hvorugu fé- laginu tókst að skapa sér færi og gekk boltinn að mestu fram og til baka. Keflvikingar geröu siðan tvö mörk i seinni hálfleik með stuttu millibili og var Sigurður Björgvinsson að verki i bæði skiptin. Bæði mörkin voru frekar svipuð, þau komu upp úr horn- spyrnum frá Steinari Jóhanns- syni og barst boltinn i bæði skiptin til Sigurðar sem afgreiddi þá snyrtilega i markið. röp—. mi iiHiB Páll Ketilsson, sigurvegarinn I Jaðarsmótinu, slær af teig. Timamynd gk. l;r gráir og »,a,r , LUir: Rauðir. gr AUar st*rðir __ 295.80 Verð kr. " • LitiraUwúitt ^ Eíni'- nirTft—3* váS‘’m ' Máll/kv.U Verð kr. veK’,'oi £•-1- ,,% ’Æ Rautt/hvitt U biátt/hvitt Verð frá kr. 330.- ___ ‘zya-4” Póstsendum Sportvöruvers/un Ingólfs Óskarssonar Klapparstíg 44 — Sími 11783

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.