Tíminn - 06.08.1981, Side 6

Tíminn - 06.08.1981, Side 6
6 Fimmtudagur 6. ágúst 1981 Þróunin í gengismálum að undanförnu: „VÍSBENDING UM 4°/oBATA A VIÐSKIPTAKJÖRUNUM” — segir Ólafur Davídsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar um 4%. Þótt það sé ekki nákvæm ■ „Um mánaðamótin júni/júli hafði Bandarikjadollar hækkað um 18% frá áramótum, en ýmsar Evrópumyntir lækkað um 5-C%. Þegar þessar breytingar voru vegnar saman við hlutdeild landa i okkar útflutningi og innl'lutningi, haföi verðið á erlendum gjaldeyri fyrir útflutninginn hækkað um 6% frá áramótum til 30. júni. En á innflutningsvogina hafði verið hækkað um 2%. Munur á út- flutningi og innflutningi var þvi mæling er það vfsbending um að þetta gæti þýtt eitthvað um 4% viðskiptakjarabata”, sagði Ólaf- ur Daviðsson, forstjóri Þjóðhags- stofnunar spurður um áhrif gengisþróunar á árinu á efna- hagslifið hér. Með hækkun dollarans siðan, sé munurinn orðinn eitthvað meiri núna, þannig að viðskiptakjörin hafi enn batnað eitthvað. Olafur tók fram að þetta sé þó ekki nákvæm mæling á viðskipta- kjörin, þar sem gengisbreyt- ingarnar hafi einnig áhrif á verð- lag i alþjóðaviðskiptum, sérstak- lega á verð ýmissa hráefna og hrávara, sem skráðar eru á al- þjóðamarkaði, og geti þvi lækkað þegar dollarinn hækkar svo mjög. Fiskimjöl og lýsi hafi þannig heldur lækkað á árinu og svo geti verið um fleiri vörutegundir. Ekki sé þvi svo gott að fullyrða um endanleg áhrif. Fyrir þjóðarbúskapinn i heild sé þessi gjaldeyrisþróun þó óum- deilanlega jákvæð, þótt hún komi misjafnt niður á einstökum at- vinnugreinum. Fyrir þá er selji vörur fyrir dollara sé þetta afar hagstætt. A hinn bóginn mjög erfitt fyrir þá er selja vörur sinar til Evrópu, einkum ullariðnaðinn. Eins geti þetta verið mjög erfitt fyrir innlendan iðnað sem keppi við innfluttar vörur. Fyrir neyt- endur komi gjaldeyrisþróunin B Ólafur Daviðsson siðan fram i lægra verði á mörg- um innflutttum vörum. Áhrifin séu þvi mjög misjöfn á hinar ein- stöku greinar. HEI Hag- fyrir fisk- iðn- aðinn ■ Gengisþróunin á árinu virkar á báða vegu, að sögn viðmælenda Timans i fiskiðnaðinum. Það leiði auðvitað af sjálfu sér hvað varðar s ilusamninga i dollurum, að þá verði auðvitað meira úr þeim dollurum hér á landi. A hinn bóg- inn verði erfiðara að ná háum verðum i dollurum, eða viðhalda umsömdum verðum i dollurum eftir þvi sem hann verður sterk- ari miðað við aðra gjaldmiðla. Heildarútkoman sé þvi vand- reiknuð. Sterkur dollari hlýtur þó að vera okkur hagstæður, þar sem um 2/3 af okkar utanrikisvið- skiptum mun vera i dollurum. Hvað varðar útflutning á fiski er þannig allur freðfiskur á Banda- rikja- og Sovétmarkað, greiddur i dollurum. Það sama er að segja ,um allan saltfisk, alla skreið, lýsi og mjöl, að allt er það reiknað i dollurum. —HEl Samkeppnisiönaðurinn: ?Áhrifin afar siæm og fara illa með marga’ ■ „Þessi gengisþróun að undan- förnu hefur haft afar slæm áhrif fyrir iðnaðinn. Þetta á bæði við um þann útflutningsiðnað sem er að selja til Evrópu. En þó ekki hvað síst samkeppnisiðnaðinn sem er að keppa viö innfluttar vörur. sem að langmestu leyti koma frá Evrópu. Vörur t.d. frá Þýskalandi, Danmörku og Skand- inaviu eru nd ódýrari en þær voru fyrir siðustu áramót. t 40% verð- bólgu segirþað sig sjálft að þetta hefur gifurlega slæm ahrif, sem fara illa með marga”, sagði Val- ur Valsson, framvkæmdastjóri Félags islenskra iðnrekenda. Spurður um áhrifin á ullariðn- aðinn, sagði hann þetta þó mjög misjafnt. Töluvert af honum, t.d. væri allt á Bandarikja- Kanada- og RUsslandsmarkað selt i dollur- um. Þetta væri þvi mjög misjafnt gagnvart útflutningsfyrirtækjum. Sum þeirra selji nær eingöngu i dollurum, en önnur meö meiri- hlutann eða nær allt til Evrópu og sum eingöngu. Það eigi t.d. við um Borgarnes, Les-prjón, Röskva og fleiri. Slik fyrirtæki réðu varla lengi viö aö selja vörur sinar á lægra verði en fyrir ára- mót. Varöandi stóru fyrirtækin ■ Valur Valsson Alafoss og Iönaöardeild Sam- bandsins sagöi hann þaö siöar- nefnda standa skár aö vigi, þar sem það hefði meiri viðskipti i dollurum, en komi mjög illa við Alafoss. — HEI Innflutningsversluniri: ?TSpurning hvort sumar verslanir lifi þetta af” ■ „Þessi gengisþróun aö undan- lornu kemur auðvitað mjög illa við innflutningsverslunina. Meöan gengið situr fast, þá hafa laun — sem eru um helmingur af tilkostnaðinum — hækkað um 20- 25% samkvæmt kjarasamning- um. Við byrjuðum þetta timabil með álagningu sem gaf 0 i rekstrinum, þannig að allir hljóta að sjá að ástandið getur ekki verið gott”, sagöi Einar Birnir, formaöur Félags islenskra stór- kaupmanna I samtali við Tim- ann. Hann sagði þetta að sjálfsögðu einnig koma illa við smásölu- verslunina, þótt hún geti að visu rétt sinn hlut að nokkru leyti, bæði varðandi heimilaða hækkun iagera svo og vegna sölu á inn- lendum framleiðsluvörum. En verð þeirra fylgi launum að veru- legu leyti. Einar sagðist þó hafa á tilfinn- ingunni að margar verslanir standi nú afar illa, jafnvel að spurning sé um hvaö þær muni lifa þetta ástand af lengi i viðbót. Núverandi ástand sagði hann ýta undir fjölda verslana, litilla, sem hafi yfirleitt of stutt ævi- skeið, veittu takmarkaða þjón- ustu og ekkert öryggi. Þetta væri höfuðvandi. Einar var spurður hvort þessi gjaldeyrisþróun valdi þvi að við- skipti flytjist i verulegum mæli frá einu landi til annars. Ekki taldi hann mikil brögð að þvi. Það væri alltaf öruggast að kaupa þau vörumerki sem hér hafa verið, þvi töluverð áhætta væri að koma með ný óþekkt merki, þó svo að þau væru eitthvað ódýrari. —HEI ■ Einar Birnir

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.