Tíminn - 07.08.1981, Page 10

Tíminn - 07.08.1981, Page 10
10 Föstudagur 7. ágúst 1981 ■ Það eru ýmsar nýjungar á ferðinni hjá Goða um þessar mundir. Þeir hófu fyrir um mánuði að senda á markað í verslanir tilbúna rétti, sem aðeins þarf að hita upp fyrir notkun, einnig eru þeir að koma upp nýjum merkingum og ber þar að nefna sérstaka Evrópu- merkingu, sem er mjög viða farið að nota erlendis. A merki- miða hverrar vörutegundar eru sérstök E-númer og auveldar það eftirlitsaðilum að hafa eftir- litmeð aukaefnum i matvælum. Einnig er þetta mjög gott fyrir fólk, sem er með ofnæmi fyrir vissum efnum. Það getur þá fengið hjá lækni skrá um þau E- nr. á matvörum, sem það má neyta og er þvi hægara um vik fyrir það að varast þau efni, sem það hefur ofnæmi fyrir. Þessi E.nr. eru t.d. komin á allar matarpylsur frá Goða. Þessar upplýsingar fékk ég hjá Sigurði Emi Hanssyni, sem er forstöðumaður rannsókna - stofu hjá Goða, en rannsókna - stofan er sjálfstæð stofnun, sem heyrir undir framkvæmda- stjórn búvörudeildar. Hreinlæti mikilvægt Við höfum eftirlit með hrá- efnum og hjálparefnum, sem notuð eru við matvælafram- leiðsluna, segir Sigurður, þ.m.t. krydd, hveiti, undanrennuduft, umbúöir, garnir og allt sem notað er. Þaö er eftirlit með framleiðslunni sjálfri, að merk- ingar séu réttar. Við útbdum merkingar skv. lögum og reglum og skv. mælingum og síðan fylgjumst viö með að þær standist. Við ákvörðum einnig geymsluþol varanna og fylgjumst með hreinlæti við vinnslu þeirra. Við höfum gefið út bækling um hreinlæti, sem er afhent öllu starfsfólkinu, er það byrjar aö vinna. Einnig höfum við veriö með fyrirlestra um mikilvægi hreinlætis við mat- vælaframleiðslu og sýnt kvik- myndir um það efni. t eldhúsinu hjá yfirkok- knum Og þegar við Guðjón ljós- myndari leggjum af staö til að ky’nna okkur framleiðslu nýju tilbúnu réttanna frá Goða i fylgd Sigurðar Haraldssonar. heimilistímirm ■ Björn Guðmundsson, yfirkokkur er þarna við matreiöslu á Lasagne, sem er réttur úr tambakjötshakki. Nafnið dregur rétturinn af Lasagne, en þaðeru italskar h veitikökur, scm eru ihonum. Matur er mannsins megin — ýmsar nýjungar hjá GOÐA markaðsfulltrúa, eru okkui_ fengnir hvitir sloppar til að' klæðastog hvit og blá höfuðföt. Enginn fær að fara inn i salina, þar sem matvælaframleiöslan fer fram, nema að vera i hvitum hreinum sloppum. Við göngum fyrst um sali, þar sem ýmiss konar kjötvinnsla er og eftir að hafa gengið þar i gegn og niður nokkra stiga kom- um við i eldhúsið, þar sem mat- reiðsla nýju Goðaréttanna fer fram. Þar tekur á móti okkur Björn Guðmundsson, yfir- kokkur. Hann er að búa til italskan rétt, sem heitir Las- agne. Það er réttur úr lamba- kjötshakki. Sérstakar hveiti- kökur, sem heita Lasagne, eru settar á milli kjötiaga, en áður erþeim difið í ostsósu, sem búin er til Ur öðalsosti og 20% osti sem soðinn er saman við mjólk. Tilbúnum réttinum er siTian pakkað i' álbakka og vinna við það nokkrar stúlkur að pakka. Siðan eru pakkarnir settir i frysti og þaðan f frystikistur verslananna. Albakkinn er siðan settur i 250 gráðu heitan ofn og ef um blástursofn er að ræða, er rétturinn tilbúinn á 30 min., en á um 50 min. i venju- legum ofni. í þessum tilbúnu réttum frá Goða eru engin aukaefni, litið- salt er notað, en þó nokkuð krydd, aðallega blaðkrydd. En Lasagne er aöeins einn af til- búnu réttunum. Hinir réttirnir eru Paprikubuff, sem er búið til úr svinakjöti og kindakjöti, Buff Strcganoff Ur nautgripa- kjöti, Rjómagúllas, einnig úr nautakjöti, og Karrýkjúklingur. Nýju réttunum vel tekið Sigurður Haraldsson sagði, að þessum nýju réttum hefði verið vel tdcið og gætu þeir ekki annað eftirspurn. T.d. væri litið sem ekkert komið enn út á landsbyggðina. En þessir réttir verða áalveg sama verði þar og iReykjavik, þarsem hver pakki er verðmerktur i Goða. Til að anna eftirspurn yrðiað reyna að koma upp fljótvirkari tækjum og bæta við fólki, en i eldhúsinu vinna að jafnaði 7 manns. En eldhUsið sér lika um mat fyrir fjölmörg mötuneyti á degi hverjum. Er sá matur einnig frystur strax eftir matreiðslu, og siðan hitaður i ofni, þegar á að neyta hans. Mötuneytin þurfa þvi að hafa frystigeymslu (frystikistu eða — skáp), sem tekur a.m.k. vikuskammt. Til upphitunar þarf blástursofn, sem hitarréttinn á um það bil 70 min., sé bakkinn tekinn frosinn annars á um 40 min., sé bakkinn þiddur. ■ Glaðlegar konur vinna við gerð sviöasultu. Sigurður örn Hansson, for- stöðumaður rannsóknastofu. Unnið að pökkun nýju goðaréttanna. Fáum við nítrít- laust kjöt? ■ fig spurði Sigurð örn Hansson, forstöðumann rannsóknastofunnar, hvort við ættum von á að fá nitrit- lausan mat á næstunni. „Við höfum verið að gera tilraunir með nítritlaust hangikjöt, en það er ekkert endanlegt komið út úr þvi. — Hvers vegna er nitrit i mat? — Það er vegna geymslu- þolsins. Nitritið tefur fyrir vexti hættulegra bakteria, clostridium botulinum, sem orsaka svokallaða pylsueitr- un. Það hefur þó aðeins einu sinni sannast eitrunartilfelli af þessum bakterium hér á landi,það var i sumar.þegar tvö börn á Sauðárkróki veiktust. Einönnur mikilvæg ástæða fyrir þvi, að nitrit er notað, er að það breytir lit á matnum. Kjötið verður ekki grátt heldur rauðleitt. En fólkið virðist ekki vilja kaupa kjötvörur, sem eru gráleitar. Við vorum t.d. fyr- ir nokkru með pylsur á markaði sem voru nitritlaus- ar, en þær seldust illa. t Danmörku hafa verið gerðar tilraunir með að selja nítritlausar kjötvörur. Það gengur illa, ef mtrítlausu kjötvörurnar eru hafðar í kjötborði með kjötvörum með nitriti. En ef kjötvör- urnar nitri'tlausu eru hafðar sér i kjötborði.þá seljast þær betur. Enhér er nú mjög strangt eftirlit með þvi að ekki sé notað of mikið nitrit í mat og er notkun þess alveg i lág- marki.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.