Tíminn - 07.08.1981, Page 11

Tíminn - 07.08.1981, Page 11
Föstudagur 7. ágúst 1981 dagskrá hljóðvarps og sjónvarps LOKSINS - LOKSINS - LOKSINS ■ Þá er leiðinlegasta timabili ársins 1981 lokið og fram undan ellefu mánuðir yndislegrar af- þreyingar i útmældum skömmt- um. Við getum lagt lúdóið til hliðar, hætt að raka okkur og fara i lagningu, hætt að óttast heimsóknir, hætt að horfa hvert á annað og, umfram allt, hætt að tala saman að nýju. Nú fáum við aftur sent uppbyggilegt . á- hugavert, spennandi og menn- ingarlegt afþreyingarefni i sér- hönnuðum neytendapakkning- um, gegn um vininn eina. Sjón- varpið er að hefja útsendingar sinar að nýju, eftir óralangt fri, sem um tima virðist ætla að verða óendanlegt. Það fer unaðshrollur niður um bakið við tilhugsunina um Löður á laugardagskvöldum. Ekki er heldur amalegtað orna sér við tilhlökkunina um kvikmynd, siðarum kvöldið, sem máske er orðin nógu gömul til að við höf- um gleymt sumum atriðum hennar. Og þessi fréttamynd á milli — um það hvernig prinsinn giftist stelpunni þarna i Breta- veldi um daginn, með Vigdisi sem vitni — er upplögö afsökun fyrir þvi að svæfa ekki krakka- gemlingana. Sunnudagarnir verða nú eðli- legiraðnýju. Krakkarnirstilltir og þægir, þvi ef þau hegða sér ekki verður ekki kveikt á Barbapabba. Þrjúbióið að sjálf- sögðu úr sögunni, þvi Emil i Kattholti kemur i staðinn.þann- ig að dagurinn verður eilifur friður, eins og vera ber. Ekki er það heldur verra, að pabbi hans Emilser slikur afstyrmis óvætt- ur, að hver einasti illskuflár og timbraður islenskur pabbi verð- ur ljúfmenni þar við hlið. Um kvöldið er dagskrá imb- ans að visu mistökum merkt. Þau fyrri eru sinfónían, er á að vera i útvarpinu á fimmtudög- um. Það værinærað sýna hana i vídeói i Skúlagötuhúsinu, spila mússíkina í útvarpið og láta Jón Múla lýsa myndinni. En þeir sjá ekki einföldu lausnirnar þessir menn. Og það er gottað sjá og finna, að islenska sjónvarpið er loks komiö á rétta braut i pólitikinni. A dagskránni eru að minnsta kosti tveir þættir þessa vikuna, sem sýna hvað kommúnistar eru hræðilegir menn. Annar er um illsku Kastrós, sem öllum hugsandi mönnum er löngu ljós, en hin um hræðilegan veruleik- ann i sovéska hernum, þar sem menn eru illa þjálfaðir, illa bún- ir tækjum, fullir og röflandi, ef marka má dagskrána. Væri ekki ástæða til að endur- sýna báða þættina i barnatim- anum á sunnudögum? Þaö er aldrei of vel byrgður brunnur- inn. Það versta er, að þessi þáttur um Rauöa Herinn getur veriö tvieggja. Hvort þýðir þetta með lélega þjálfun og lélegan bunað og endalaust fylleri, aö þessi ógnvaldur geti ekki, eftir allt, brennt bilana okkar og húsin, bannað okkur að tala og drepið okkur, eða hvort þýðir það að hann er enn hættulegri en jafn- vel Styrmir og Matthias hafa haldið. Liklega verðum viö að biða eftir úrskurði i Reykjavik- urbréfi eða Moggaleiðara og - máske er best að geyma endur- sýningu i barnalima fram yfir þann tima. Svo er i vikunni þáttur um Charles De Gaulle og á eftir þáttur um skúnk. Tekið skal fram, að þetta eru tveir aðskild- irþættirog fjallaekki um sama efni, eins og einn blaðamaður hér á blaðinu hélt i fyrstu. Og á miðvikudaginn fáum viö einn skammt af Dallas, á fimmtu- daginn förum viö i bió — von- andi, þvi annars er ekki að vita hvernig fer — og á fóstudaginn fáum viö nýja-gamla mynd, á- samt með öðru efni og öörum upplifunum. Já, það er munur að geta aft- ur skálaö viö imbann um helg- ar, i stað þess að þurfa aö horfa á misleiðinlegt fólk yfir glas- barminn. Vér þökkum þér, ynd- islegi og fjölmáttugi. ■ Rauöi herinn hættulegri en jafnvel Styrmir og Matthias hafa haldiö? Hin mistökin eru sýnu verri. Þau eru þessi nýi þáttur, sem virðist fjalla um það eitt að kon- ur geti verið án karla. Látum það vera þótt slikt efni sé borið - fyrir augu þeirra sem þroska hafa til að neyta þess. En, þeim láist sú sjálfsagða varúðarráð- stöfun að banna þáttinn konum. Slæm mistök, sem geta valdið erfiðleikum á heimilum, þar sem höfuð fjölskyldunnar gera sér grein fyrir þvi hvað hentar öðrum greinum hennar og hvað ekki. Og svo spinnum við ■ áfram, i rósrauðum sæluskýjum. Barna- efni sjónvarpsins er, að venju, klukkan hálf niu á kvöldin. Góður timi, þvi þá eru allir sæmilega uppaldir krakkar komnir i bælið og trufla ekki með spurningum og athuga- semdum. Halldór Valdimarsson, bladamadur skrifar um sjónvarp Dagskrá sjónvarps vikuna 9. til 15. 1981 sjonvarp Sunnudagur !). ágúst 18.00 Sunnudagshugvekja Séra Páll Pálsson, sóknar- prestur á Bergþórshvoli. ilytur hugverkjuna. 18.10 Barbapabbi.Tveir þættir, annar endursýndur og hinn frumsýndur. Þýðandi Ragna Ragnars. Sögu- maður Guðni Kolbeinsson. 18.20 Emil i Kattholti.Fimmti þáttur endursýndur. Þýð- andi Jóhanna Jóhannsdóttir. Sögumaður Ragnheiður Steindórsdóttir. 18.45 Flugdrekar.Bresk mynd um fhigdrekasmið og þá ánægju. sem má hafa af þessum leikföngum. Þýðandi og þulur Ingi Karl Jóhannesson. 19.10 Hlé 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Sjónvarp næstu viku 20.45 Sinfónfa nr. 36 i C-dúr eftir W.A. Mozart.Sinfóniu- hljómsveitin i Bamberg leikur. Hljómsveitarstjóri James Loughran. Ein- söngvari Edith Mathis, sópran. Upptaka frá Mozart-hátiöinni I WUrz- burg 1981. (Evróvision — Þýska sjónvarpið) 21.30 Annaö tækifæri. Nýr, breskur myndallokkur i sex þáttum. Höfundur Adele Rose. Aðalhlutverk Susannah York, Ralph Bates, Mark Eadieog Kate Dorning. Kate og Chris, sem hafa verið gift i nitján ár, á- kveða að skilja, og hún stofnar heimili ásamt tveimur börnum sinum. Þýðandi Dóra Hafsteins- dóttir. 22.20 Dagskrárlok. Mánudagur 10. ágúst 19.45 Fréttaa'grip á táknmáli 20.00 Fréttír og veöur. 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Muminálfarnir. Niundi þáttur endursýndur. Þýð- andi Hallveig Thorlacius. Sögumaður Ragnheiður Steindórsdóttir. 20.45 iþróttir. 21.15 Amorsörvar. Breskur gamanleikur eftir David Nobbs. Leikstjóri David Cunliffe. Aðalhlutverk Rob- in Bailey og Leslie Ash. Há- skólakennarinn Alan Cal- cutt kynnist kornungri konu, sem er gerólik öllum vinum hans og kunningjum. Þýöandi Dóra Hafsteins- dóttir. 22.05 Hinir reiöu Utlagar. Stutt fréttamynd um kúbanska útlaga og baráttu þeirra gegn stjórn Fidels Castrœ. 22.20 Dagskrárlok. Þriðjudagur 11. ágúst 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veöur. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Pétur. Nýr, tékkneskur teiknimyndailokkur i þret- tán þáttum. Fyrsti þáttur. 20.40 Þjóöskörungar tuttug- ustu aldar. Charles de Gaulle (1890 - 1970), fyrri þáttur. Þýöandi og þulur Gylfi Pálsson. 21.10 óvænt endalok. Skunkur. Þýðandi Óskar Ingimars- son. 21.35 Rauöi risinn. Um ára- tugaskeiö hefur Vesturlönd- um staðiö mikil ógn af her- sveitum Sovétrikjanna, og skuggi þeirra grúfir yfir Austur-Evrópu og viöar. Þessibreska heimildamynd leiðir i ljós, að Rauöi herinn er bagaöur af ónógri þjálf- un, lélegum tækjabúnaöi, drykkjuskap og þjóöarrig. Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. 22.20 Dagskrárlok. Miðvikudagiir • 12. ágúst 19.45 Fréttaágrip á táknmáli.. 20.00 Fréttir og veöur. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Tommi og Jenni. 20.50 Dallas. Attundi þáttur. Þýöandi Kristmann Eiðs- son. 21.40 Hjartaslag. 1 þessari kanadisku heimildamynd kemur fram, að ýmsir vis- indamenn draga nú i efa, að dýrafita sé jafnskaðleg starfsemi hjartans og áður var talið. Einnig er bent á leiðir til aö draga úr dauðs- föllum af völdum hjarta- áfalls. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 22.30 Dagskrárlok. Föstudagur 14. ágiist 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og da gskrá. 20.40 A döfinni. 20.50 Allt i gamni meö Harold Llovds/h. Syrpa úr gömlum gamanmyndum. 21.15 Pétur litli. Heimilda- mynd um dreng, sem fædd- ist illa bæklaður af völdum thalidomide-lyfsins. En Pétur litli er allur af vilja gerður til að bjarga sér sjálfur og hefur náð undra- verðum árangri i listinni að lifa. Þýöandi Jón O. Ed- wald. 22.05 Flóðaldan niikla. (The Last Wave) Aströlsk bió- mynd frá árinu 1977. Leik- stjóri Peter Weir. Aðalhlut- verk Richard Chamberlain og Olivia Hamnett. David Burton er lögfræðingur i Sydney og fæst einkum viö samningsgerð. Það kemur hopuín þvi á óvart að vera ftflið að verja nokkra frum- byggja, sem grunaðir eru um morö. Þýðandi Krist- mann Eibsson. 23.45 Dagskrarlok. Laugardagur 15. ágúst 17.00 tþróttír. Umsjónarmað- ur Bjarni Felixson. 19.00 Einu sinni var. Tólfti þáttur. Þýðandi Ólöf Pét- ursdóttir. Lesarar Einar Gunnar Einarssonog Guðni Kolbeinsson. 19.30 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 I.ööur. Gamanmynda- flokkur. Þýðandi Ellert Sig- urbjörnsson. 21.00 Þjófarnir. Tónlistarþátt- ur meö hljómsveitinni Thieves Like Us. 21.45 Irma la Douce. Banda- risk gamanmynd frá árinu 1963. Leikstjóri Billy Wild- er. Aöalhlutverk Shirley Maclaineog Jack Lemmon. Myndin fjallar um lögreglu- þjón i Paris, sem veröur ástfanginn af gleðikonu og gerist verndari hennar. Þýöandi Heba JUliusdóttir. 00.00 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.