Tíminn - 07.08.1981, Qupperneq 23

Tíminn - 07.08.1981, Qupperneq 23
(*>r* X Föstudagur 7. ágúst 1981 23 Fóstra Fóstra (forstöðukona) óskast til starfa við leikskólann i Hveragerði . Laun samkv. 15. fl. B.S.R.B. Upplýsingar hjá undirrituðum i sima 99- 4150 eða i leikskólanum i sima 99-4139 Sveitastjóri Hveragerðis. í RYKI, ÞOKU OG REGNI — ERHÆPINN SPARNAÐUR Störf við Leikskóla Borgarness Starf forstöðumanns Leikskóla Borgar- ness og hálfs dags starf fóstru eru laus til umsóknar frá 1. sept. n.k. Umsóknir berist skrifstofu Borgarnes- hrepps fyrir 15. ágúst n.k. Nánari upp- lýsingar i sima 93-7224 eða 93-7207 Borgarnesi 5. ágúst 198’ Sveitarstjórinn i Borgarnesi ... aö kveikja ekki ökuljósin. ÞAU KOSTA LÍTIÐ. IUMFERÐAR RÁÐ Kennarar Kennara vantar við grunnskólann i Höfn i Hornafirði (Hafnarskóla). Kennslugrein- ar: Almenn kennsla fyrsta til fimmta bekkjar. Húsnæði á staðnum. Nánari upplýsingar veita Sigþór Magnús- son skólastjóri i sima 91-72649 og Árni Steíánsson formaður skólanefndar i sima 97-8240. Augfts endur mmi Nýja símanúmerið er: 45000 Beinn sími til verkstjóra: 4531 4 Umboðsmenn Tímans Vesturland Staður: Nafn og heimili: Sími: Akranes: Guðmundur Björnsson, Jaðarsbraut 9, 92-1771 Borgarnes: Unnur Bergsveinsdóttir, Þóróifsgötu 12 92-7211 Rif: Snædis Kristinsdóttir, Háarifi 49 93-6629 Ölafsvik: Stefán Jóhann Sigurðsson, Engihlið 8 93-6234 Grundarfjörður: Jóhanna Gústafsdóttir, Fagurhólstúni 15 Stykkishólmur: Esther Hansen, Silfurgötu 17 93-8115 > PRENTSMIÐJAN (u HF. JJclJa Er öryggi þitt ekki hjólbarða virði? UMFHRÐAR ' RÁÐ HELGAR Pantanir á auglýsingum, sem eiga að birtast í Helgar-Tímanum þurfa að berast fyrir kl. 5 á fimmtudögum Pantaðar auglýsingar í Helgar-Tímann þurfa að berast auglýsingadeild fyrir kl. 12 á hádegi á föstudögum Ath: Aðstoðum við gerð auglýsinga ykkur að kostnaðarlausu mmm SIMAR: 86396 18300 skrifad og skrafað Europe ; vwtRsionv Anger in the Streets J^ueíed by nsm% unemp/oytneni, g WgVeofno,scn,,^ Brúain -.cUU cities ■ Uppliat' frásagnar i Time uni óeirðirnar i Bretlandi. Þar er lögö áhersla á áhrif vaxandi atvinnuleysis — en það er bein afleiðing af slefnu Thatchers-stjórnarinnar — og meðvituð afleiðing stjórnar- herranna. Vílitil varnaðar ■ Hinir hörmulegu atburðir i breskum borgum i sumar hafa að sjálfsögðu verið mikið ræddir i fjölmiðlum sem manna á meöal. Þótt ljóst sé aö margar ástæður hafa með samverk- andi hætti leitt til þeirrar sprengingar, sem orðið hefur meðal fátækari stétta Bret- lands, þá fer ekki á milli mála, að það er hin miskunnarlausa stefna rikisstjórnar Margaret Thatchers i efnahagsmálum sem er hin beina orsök óeirð- anna. Sú stefna hefur aukið á misskiptingu gæðanna i Bret- landi, fjölgað atvinnulausum og dregið úr margvislegri félagslegri þjónustu. Þannig hefur stefna Thatchers þrengt enn frekar aö þeim, sem minna mega sin i bresku þjóð- félagi, og þess vegna fór sem fór. Fáir hafa orðið til þess að bera blak af hlut Thathcer- stefnunnar i þessum hörmu- legu atburöum. Þó hafa ein- staka raddir heyrst i þá áttina, nú siðast i Vísi. Þar er jafn- framt sérstaklega vikiö aö af- stööu, sem fram hefur komiö hér i blaðinu til þessara at- burða og sektar Thatchers, og talið að sú afstaða sé röng og ómerkileg. Það er þannig ennþá til ein- staka leiftursóknarmenn, sem rennur blóðið til skyldunnar að afsaka miskunnarlausa yfirstéttarstefnu rikisstjórnar Thatchers. En það breytir auðvitað engu um þá megin- staðreynd, að ábyrgðin á þvi ástandi, sem leitt hefur til óeirðanna i Bretlandi, á heima á herðum frú Thatchers. Og við hér á Timanum erum að sjálfsögðu ekki einir um þá skoðun nema siðursé. Þetta er skoðun, sem vi'ða hefur komið fram i' erlendum fjölmiðlum. Sem dæmi má nefna, að i bandariska vikuritinu Time er svipuð skýring höfð eftir Sir Edmund Leach, sem var áður yfirmaður hins þdckta Kings College i Cambridge. i frásögn Time segir, að Sir Edmund telji að orsök þessa „hörmulega ástands” sé að finna i ,,gri mm darlegri mónitariskri stefnu ” Thatch- ers. Hann segir jafnframt, að ef þessari stefnu verði ekki breytt, þá muni það leiða til félagslegs hruns i landinu. Afleiðing sértrúar- stefna. Það þarf út af fyrir sig eng- um að koma á óvart, að svona skuli hafa fariö. Thatcher- stjórnin hefur fylgt sértnlar- stefnu i efnahagsmálum. Slik- ar stefnur hafa áöur verið framkvæmdar og alltaf með sömu niðurstöðunni: hörm- ungum fyrir hinn almenna borgara. Sumir eru með þeim ósköp- um skapaðir, að þvier virðist, aö þeir verða að fella allt i kenningarkerfi. Slikir keríis- kallar eru út af fyrir sig hættu- litlir á meðan þeir komast ekki til valda og áhrifa. En þegar þau slys henda, að slfkir aðilar eru kjörnir til valda, eða ná völdum með öörum hætti, þá er voði á feröum. Þá skiptir mestu máli að koma kenningum sinum og sértrún- aði i framkvæmd. Þaö breytir þar engu þótt kenningakerfiö hljóti að leiða til hörmunga fyrir stóran hóp manna. Þannig hefur þetta verið i Bretlandi frá þvi að ri'kis- stjórn Thatchers tók við völd- um. Sértrúnaðurinn hefur ver- ið framkvæmdur miskunnar- laust, atvinnuleysingum fjölg- að með hverjum einasta degi, félagslegt óréttlæti aukist og gjáin á milli fátækra og rikra breikkað. Þrátt fyrir aðvaran- irskynsamra manna (Edward Heath hefur t.d. oftar en einu sinni sagt að áhrif þessarar stefnu hljóti aö verða ógnvæn- leg, hefur breska ihaldsstjórn- in haldiö sinu striki. Það er fyrst nú, þegar breskar borgir hafa logað i óeirðum, að rikis- stjórnin hyggst reyna að draga eitthvað úr atvinnuleysi ungs fólks t.d. i Liverpool. En það þýðir litið að setja smá- plástur á svöðusár. Sem betur fer eru nú ýmis teikn á lofti um, að verulegar breytingar séu i vændum i breskum stjórnmálum: að fólkið hafni öfgunum en sam- einist um skynsamlegri og raunsærri leiðir. Átökin i Bretlandi að undanförnu hljöta aö hraða þróuninni í þá átt. Og þá verður sagan um rikisstjórn Thatchers fyrst og fremst viti til varnaðar. —ESJ. Elías Snæland Jónsson ritstjóri, skrifar

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.