Tíminn - 12.08.1981, Qupperneq 2

Tíminn - 12.08.1981, Qupperneq 2
Miðvikudagur 12. ágúst 1981 Tröllaskófla ■ Þessi tröllaukna vélskófla vakti mikla athygli fólks á vinnuvélasýningu i Dusseldorf i Þýskalandi. Hún gnæfði yfir krana, vörubila og aðrar venjulegar vélar. Stærðina má marka af stúlkunni, sem stendur i skóflunni sjálfri. Hún nær alls ekki veggja á milli i þessari tröllaskóflu, og er eins og litil Þumalina. ■ „Ég held að Natasha litla sé 25. barnið mitt, en ég er svolítið farinn að ruglast í þessu", sagöi Harold Townsend, þegar hann kom að sækja Do- reen, þriðju konuna sina, á læðmgadeildina í Hor- ton-sjúkrahúsinu i Ban- burv, Oxfordshire i Eng- landi i júní. Þetta var 6. barn þeirra hjónanna, en Doreen er 44 ára. Yngsta barniö hjá þeim, þcgar Natasha fæddist 27. maí, var Hebecca litla, sem þá var 13 mánaða. ,,Ég sagði þeim á fæðingadeildinni þegar ég sótti konuna mína i fyrra, að hún kæmi áreiðanlega aftur næsta ár. en þá hlógu hjúkrunarkonurnar að mér, og kölluöu mig „kraftaverkakarlinn”, og sögðu svo að krafta verkin gerðust ekki á hverju ári, en ég hlæ bara að þeim núna. og ég sagðist vera nærri viss um að Doreen ætti eftir að koma aftur næsta ár!" „Við lifum góðu lifi á ellistyrknum minum og barnapeningunum." seg- ir llarold i blaðaviðtali. Hann sagðist að mcstu liafa misst sambandið við elstu börnin sin, þvi hann væti svo upptekinn af nyju fjölskyldunni sinni. Ungfrú leggjalöng i gönguferð ■ Tvítug stúlka, Martinc Bordenare að nafni, lét sig ekkí muna uri það að ganga 220 km leið frá Deauville til Parísar — á stultum! Það er þó nokk- uð þrekvirki, en ferðin gekk vel hjá Martine, hún sagðist aöcins hafa haft áhyggjur af því, að smá- vélabilanir voru að tefja bílinn, sem átti að fylgja henni. Þaö lá við að hún þvrfti að biða eftir biln- um, sagði hún. Ilarold með vngsta barnið sitt. Natasha litla er 25. barn hans og hún fæddist 27. mai sl. en þá var pabbi hennar nýlega 85 ára! „Ég á — að þvi að mér telst til — 19 syni, og þeir elstu eru orðnir afar fyrir löngu og hálfgerðir karl- ar," sagði gamli maöur- inn og hló. l.æknar voru spurðir álits á þvi, hvort llarold Townsend væri ekki met- hafi „á sínu svtði". Þeir svöruðu þvi til, að vissu- lega væru karlmenn leng- ur frjóir en konur, og dæmi væru til að karl- menn yrðu feður komnir yfir áttrætt. Læknar hafa mikinn áhuga á þvi að rannsaka þessi mál nán- ar, og má þvi kannski bú- ast við fréttum af fleiri slikum sprækum öldung- um. is llarolds, „en hann segir — það fylgir blessun hverju barni —”.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.