Tíminn - 12.08.1981, Blaðsíða 9

Tíminn - 12.08.1981, Blaðsíða 9
Miövikudagur 12. ágúst 1981 9 „Stóriðja er ekki neitt bannorð meðal Framsóknar- manna, en hún verður þjóðinni því aðeins til góðs að þess sé gætt, að hún raski ekki um- hverf i, ef nahag eða félagslegu umhverfi, og skili landsmönn- um sjálfum arði". Um langt skeið hafa Islendingar verið byggja markað sinn fyrir fisk og sjávarafurðir erlendis. Sá markaður er ekki siður flókinn og vandasamur en málmmarkaður eða efnavarningsmarkaðurinn. Starfsmenn tslenzka álfélags- ins hafa nú þegar hlotið mikla þjálfun i álframleiðslu. Þeir kunna sitt fag. Sú þekking er mjög dýrmæt. Hins vegar hefur þess ekki verið gætt að þjálfa menn til starfa við markaðsöflun, eða til að kynnast hinu flókna kerfi alþjóðaviðskipta. Þegar íslendingar hafa þjálfað fólk til að fara með markaðsmál- in, þá er þeim ekkert að vanbún- aði að reka eigið álver. Það er þvi ekkert að vanbúnaði að ræða end- urskoðun álsamningsins á þeim grundvelli, að íslendingar eignist álverið en semji við Alusuisse um hráefniskaup og sölu á fullunnu áli. Alusuisse malar hér gull Hafa verður i huga eftirfar- andi: Mikið er gert úr þvi, að Alusuisse hafi veitt miklu fjár- magni inn i landið og skilið eftir hér allmikinn auð. Hitt gleymist að Alusuisse hefur flutt gifurlegt fjármagn úr landi. fslenzkar hendur og hugvit hefur verið not- að til að mala gull fyrir eigendur Alusuisse. fslenzkir verkamenn, tæknimenn, verkfræðingar og skrifstofumenn hafa verið að byggja upp veldi hins erlenda auðhrings. Það á ekki að breyta neinu fyrir starfsmenn Isal hvort þeir vinna fyrir Islenzku þjóðina eða sviss- neskan auðhring, — nema kannski einhverjum þætti það ekki óþægileg tilfinning að hætta að selja orku sina og þekkingu nafnlausum hluthöfum einhvers- staðar úti i heimi. Ekki ætla ég mér þá dul að halda, að eigendur Álversins i Staumsvik hlaupiupp til handa og fóta þótt minnst sé á, að rétt sé, að fyrirtæki þeirra hér verði is- lenzk eign. En Islendinga skiptir l»ð miklu að hætta að einbli'na á einstök atriði, að losna úr neti mótsagna og auka-atriða, en þess i stað að ræða i alvöru og rósemi um hvernig bezt verði tryggt, að auður landsins komi þjóðinni til góða. Stóriðja er ekki neitt bann- orðmeðal Framsóknarmanna, en hún verður þjóðinni þvi aðeins til góðs, að þess sé gætt að hún raski ekki umhverfi, efnahag eða félagslegu umhverfi, og skili landsmönnum sjálfum arði. menningarmál Saga Islandsbanka og Útvegsbanka ólafur Björnsson prófessor Saga íslandsbanka hf og Útvegsbanka íslands 1904-1980 Útgefandi Útvegsbanki íslands Reykjavik 1981 165 bís. Bók rituð i tilefni af 50 ára afmæli Útvegsbank- ans Það er ekki fyrr en á seinni hluta 19. aldar, að byrjað er að talaum banka, eða peningastofn- un á Islandi. Að vísu höfðu peningar i einhverri mynd verið notaðirhér á landi frá landnáms- öld, en mest var um landaurabú- skap alla tið, eða vöruskipta- verslun, og menn voru færðir inn i kladda kaupmanna og verslana, sem hirtu afurðir landsins, en létu istaðinn munað og nauðsynj- ar. Ef m enn vildu verða ri'kir, urðu þeir að safna jörðum, og sumir áttu visastnokkra dali i handrað- anum llka. Um eiginlega fjármögnun at- vinnuveganna var ekki að ræða, ef frá eru taldar verslunarskuldir og privatskuldir, og litið var auð- vitað hægt að leggja til hliðar, eins og enn er sagt, þrátt fyrir ærna verðbólgu. Bankasaga landsins er þvi stutt, nær til ársins 1868, er spari- sjóður var stofnaður i Norður- MUlasýslu, en hann starfaði stutt, og siðar, eða 1872, var stofnaður sparisjóður i Reykjavi'k, sem starfaði þar til hann var samein- aður Landsbankanum. Fleiri komu i kjölfarið, en banki sem sllkur var hér enginn, en nokkur ágreiningur var um það, hvort það væri seðlabanki, sem vantaði, banki sem annaðist út- gáfu seðla og aðra bankastarf- semi, sem var að verða knýjandi nauðsyn, vegna t.d. útgerðar- innar. Margir voru andvigir þessu og ■ ólafur Björnsson, prófessor. vildu heldur stofna veðlánastofn- un, er lánaði fé til lengri tima, gegn fasteignaveði. Mikið var karpað í þinginu, en svo komu lögin um Landsbankann og var hann opnaður árið eftir eða 1886, banki án seðlaútgáfu, með hálfa milljón i vinnufé úr rikissjóði. Hin hliðin á málinu, banki með seðlaútgáfu, var eftir og sá banki kom árið 1904 og hét þá Islands- banki, og það er einkum og sér i lagi sú saga, eða bankasaga, er Ólafur Björnsson, prófessor rek- ur i þessu merka riti sinu. Ævintýrið um tslandsbanka, er nefnilega sérstakur kapituli i peningasögu landsins og i senn mikill harmleikur og spennandi viðburður, svona eftir á að hyggja, einkum fyrir okkur, sem engu töpuðum. Þörf bók uní banka Þótt míkið sé af bankabókum, er minna af ritum um bankasög- una þótt eitt og eitt rit sé til og greinar I peningaritum og fræði- ritum. Ólafur Björnsson hefur þvf með þessu riti um tslandsbanka og arftaka hans Útvegsbankann unnið þarft verk.Hann rekuB-hina miklu sögu, og manni verður það ljóst, að hrun tslandsbanka var ekki vegna skuggalegra fjárveit- inga, heldur fór bankinn á haus- inn af þvi að útgerðin fór á haus- inn.Eyrst Milljónafélagið, og svo önnur, eitt af öðru, og að þvi dró að bankinn gat ekki fjármagnað þennan taprekstur öllu lengur. Jafnframt verður mönnum það ljósara, að tslandsbanki og siðar Útvegsbankinn hafa haldið sjávarútveginum I landinu gang- audi, ef svo má orða það, þótt frekari verkaskipting á þvi sviði hafi orðið, alveg seinustu árin. Þegar tap er á Utgerð og fisk- vinnslu, safnast skuldirnar upp á Útvegsbankanum, og þvi miður eru landsmenm ekki ávallt nógu duglegir til að spara upp i þau töp, og þá verður að prenta þess- ar skuldir og nefna peninga. Þetta rit Ólafser fræðiritog lik- lega er enginn fræðimaður til þess liæfari en Ólafur Björnsson, sem lengi stýrði Útvegsbankan- um san formaður bankastjórnar, en það gjörir Albert Guðmunds- son núna. Hann veit þvi um allan sársauka þessa banka og gjörir hann ýmsar athugasemdir við bankalög, skýrir þau I ljósi reynslunnar, en nóg um það. Bókinni skipti Ólafur I 10 aðal- kafla, auk formála. Að lokum er heimildaskrá, en nafnaskrá er engin, sem er galli. Annars er frágangur þessa rits með ágætum og það prýtt mynd- um. Jónas Gud- munds- son skrifar Meiri og betri ull ■ 1 umræðum um landbúnað- inn er oft vikið að þeirri sér- stöðu sauðfjárræktarinnar að leggja til verðmæt hráefni til útflutningsiðnaðar — ull og gærur. Minna kjöt, meiri ull og gærur segja sumir, en svo ein- falt er málið ekki, þar eð framleiðsla þessara afurða helstnokkurn veginn i hendur. Auk þess er ljóst, að það er kjötframleiðslan sem skiptir bændur mestu máli þvi að verðmæti ullar og gæra til þeirra nemur aðeins 15-20% af heildarverðmæti sauðfjáraf- urðanna. Miðað við þróun ýmissa greina iðnaðar I landinu hefur verið sérlega mikil gróska i ullariðnaðinum. Einnig eru taldir miklir möguleikar i gæruiðnaði. Óskað er eftir meira og betra hráefni, sem mest af velhvitriullog gærum i háum gæðaflokkum. Mislitir mega fylgja með i hófi, sér- staklega mórauð og svört ull og ákveönar gerðir af gráum gærum, en talsmenn ullar- og sérstaklega gæruiðnaðarins, telja mislita féð orðið of margt. Aætlað er að þaðsé nú um 20% af heildarfjöldanum. Flestirbændur teljasig fá litið i aðra hönd fyrir þetta verð- mæta iðnaðarhráefni, ull og gærum. Meðferð Ég ætla að vikja fáeinum orðum að meðferð ullarinnar, tel miður farið, að þessiafurð, sem sauðkindin færir okkur upp Ihendumar, komi svo illa til nytja er raun ber vitni. Vera má að hér borgi hirðu- semi og nýtni sig ekki reikn- ingslega séð, en ég sætti mig þó ekki við þá staðreynd, að verulegur hluti fjárins I land- inu er ekki rúinn fyrr en á haustin. Þetta er að visu mis- jafrit eftir sveitum. Þess eru jafnvel stöku dæmi, að ær gangi I tveim reyfum á húsi veturlangt — óverjandi trassaskapur sem er augljóst vitnisburður um virðingar- leysi fyrir ullinni og sauðkind- inni sjálfri. Það skal fúslega viðurkennt að viða hagar þannig til i sveitum, að annmarkar eru á að smala fé ti! rúnings á hefð- bundnum tima I lok júni eða byrjun júll, t.d. vegna fólks- fæðar. Þeir sem eiga afgirt heimalönd standa að sjálf- sögðu best að vigi. A þessum tlma eru heyannir viða byrj- aðar og af ýmsum ástæðum getur verið erfitt að samræma smalamennskur á samliggj- andi jörðum, sem eiga vlð- áttumikil, ógirt heimalönd. Sé mið tekið af þróuninni siöustu tvo áratugina er þess ekki að vænta,aðull skilisér betur við sumarrúning i framtiðinni Þvert á móti hygg ég, að muni fara fækkandi, sem smala til rúnings á hefðbund- inn hátt. Frá minum sjónar- hóli séö er ekki viðunandi að láta fjölda fjár ganga i ull til hausts, enda ullin þá orðin lé- leg og svo til verðlags. Helsta leiðin til úrbóta er að vélklippa féð á húsi, einkum i febrúar og mars. Vetrarrúningur hófst fyrir um 20 árum og mikil reynsla er komin á kosti hans og galla. Nú er talið, að um helmingur ullarinnar sé vetrarrúin, og er hún jafn- framt sú besta. Að sjálfsögðu verða fjárhúsin að vera sæmi- lega hlý og þurr, og fóðrun þárf að vera góð fram I græn grös. Margir, sem vetrarrýja, alklippa yngra féð, en skilja eftir kápu á afturparti eldri ánna — ná þannig bestu ullinni sem er á bógum og herðum. Verðmunur á ullarflokkum er það mikill, að til nokkurs er að vinna, en vera má að sá verðmunur þurfi að vera meiri. Þannig er greitt rúm- lega fimm sinnum hærra verð fyrir kllóið af bestu ullinni en af þeirri verstu. Með vetrar- rúningi skilar ullin sér mun betur, og unnt er að koma meiru i efstu flokkana, — láta islenska gæðaull koma alger- lega i stað innfluttrar ullar. Það má i raun stórauka bæði magn og gæði ullarinnar án þess að fjölga fénu i landinu. Ég fæ ekki betur séð en að þetta sé stórmál. Fjárhúsin Ýmsir kunna að spyrja, hvort það borgi sig að vanda svo til fjárhúsabygginga og innréttinga I þeim, að vetrar- rúningur sé gerlegur og uUin náist af fénu I sem bestu ástandi. Mér er ekki kunnugt um, að það dæmi hafi verið reiknað til hlitar, en ætla að minna á þrennt i þessu sam- bandi: t fýrsta lagi eru fjárhús ekki aðeins vistarvera fjárins hálft árið, heldur einnig vinnustaö- ur bóndans. Einangrun, loft- ræsting og grindagólf koma þviekki aðeins ullinni tilgóða. 1 öðru lagi má gera ráð fyrir bættri fóðurnýtingu fjárins, eftir þvisem húsin eru betri. t þriðjalagi erunntað koma að mestu i veg fyrir að hey og mor berist i ullina og rýri gæði hennar, meðþvi að koma fyrir sérstökum grindum i görðum (jötum).Heyslæðingur verður þá hverfandi litill, og gæti viða munað nokkuð um þau strá, sem þannig sparast eftir veturinn. Þetta, og margt fleira, hlýtur að vera umhugs- unarefni þegar rætt er um leiðir til að bæta meðferð og nýtingu islensku ullarinnar. Olafur R. Dýrmundsson, landnýtingar- ráðunautur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.