Tíminn - 12.08.1981, Side 3

Tíminn - 12.08.1981, Side 3
ililíUt!IÍ!U 3 Miðvikudagur 12. ágúst 1981 Humarvertíd lýkur f dag: AFUNN ORHNN UM 2.700 TONN — meiri afli og stærri humar en undanfarin ár ■ Humarvertið lýkur i dag, og eiga allir bátar að hafa hætt veið- um á miðnætti. Útlit er fyrir að heildaraflinn verði nálægt þeim aflakvóta sem settur var fyrir vertiðina, sem hófst 27. mai, eða um 2.700 tonn af óslitnum humri. Um mánaðamótin júli-ágúst voru komin á land 2.432 tonn. Verður þetta meiri afli en veiddur hefur verið undanfarin ár, en i fyrra nam heildarafli um 2.400 tonnum, en þá stóð vertiðin aðeins til júli- loka. „Þetta hefur verið mjög góð vertið”, sagði Ingólfur Arnarson, hjá Fiskifélagi Islands i samtali við Timann i gær. „bað hafa færri bátar stundað veiðarnar en i fyrra, en afli hefur verið meiri og humarinn heldur áfram að stækka, eins og hann hefur gert undanfarið ár frá ári”, sagði Ingólfur. Fiskiíélagið gaf i gærút aflatöl- ur eftir landshlutum fyrir tima- bilið frá vertiðarbyrjun og út júli, og vekur athygli að þær sýna nokkurn flutning á aflanum frá Suðvesturlandi til Suðaustur og Austurlands, miðað við fyrra ár. Þannig var humaraflinn á Suður- nesjum i júlilok aðeins 790 tonn, en var á sama tima i fyrra 880 tonn. A Austfjörðum var aflinn hins vegar orðinn 879 tonn miðað við 755 tonn i fyrra. Suðurland er með svipaðan afla, eða 763 tonn, en 750 tonn i fyrra. Enginn hum- arafli hafði borist til Vesturlands en 13 tonn i fyrra. He;mir Hávarðsson fram- kvæmdastjóri hraðfrystihúss kaupfélagsins á Höfn, sem er langhæsti löndunarstaðurirn á humarvertiðinni, sagði i samtali við Timann i gær að þangað hefðu borist um 260 tonn af slitnum humri, sem samsvarar 845 tonn- um af óslitnum humri. I júlilok höfðu borist til Hafnar 813 tonn af óslitnum, en á sama tima i fyrra 634 tonn. Heimir átti siðan von á stórri löndun i dag, á lokadaginn. — JSG ■ Nú geta menn haldið hvalskurðinum áfram. Deilan í Hval- stödinni leyst ■ Lausn er nú fundin á deilu þeirri sem reis upp milli Vinnu- eftirlits rikisins og Hvals hf. i Hvalfirði vegna vinnutilhögunar þeirrar sem rikt hefur i Hvalstöð- inni, þar sem ekki hefur verið far- ið að lögum um aðbúnað, holl- ustuhætti og öryggi á vinnustöð- um. Ólafur Hauksson hjá Vinnueft- irlitinu tjáði blaðamanni Timans i gær að Vinnueftirlitið hefði sl. föstudagskvöld fengið þá i Hval- stöðinni til þess að undirrita yfir- lýsingu þar sem stjórnendur hefðu skuldbundið sig til þess að sjá um að starfsmennirnir tækju fri, samkvæmt áðurnefndum lög- um. Hefði þeim siðan verið veitt frestur til mánudags til þess að senda Vinnueftirlitinu staðfest- mgu um það hvernig frium yrði háttað i framtiðinni, og var sá frestur framlengdur til kveldsins i gærkveldi. I gær barst Vinnueftirlitinu sið- an bréf frá framkvæmdastjóra Hvals hf„ Kristjáni Loftssyni og Verkalýðsfélaginu Herði sem var svo hljóðandi: „Það tilkynnist Vinnueftirliti rikisins hér með, að undirritaðir haí'a skipað vöktum starfsmanna Hvals hf. i Hvalfirði þannig að hver starfsmaður fær tveggja sólarhringa, eða 56 klukkustunda fri á tveggja vikna fresti”. Það eina sem Ólafur sagði að vantaði nú, væri að Vinnueftirlitið fengi frá Hval hf., vaktatöilur, en að öðru leyti væri málið leyst. — AB veiðihornið: Aflinn í lok júlí: Heildaraflirm minni — en þorskafli meiri en í fyrra ■ Heildarfiskafli íslendinga á fyrstu sjö mánuðum þessa árs hefur reynst nema 680.306 tonn, að þvf er kemur fram í af layfirliti sem Fiskifélag Islands hefur sent frásér. Erþað um 200.000 tonnum minna en i fyrra, en skýringar á mismuninum er að leita i loðnu- afla, sem var 237.000 tonnum minni frá janúar til júli á þessu ári, heldur en á sama timabili i fyrra. Botnfiskafli hefur hins vegar aukist um 39 þúsund tonn frá i fyrra, og var orðin i júlflok 503 þúsund tonn. Þar af hefur þorsk- afli aukist um 26 þdsund tonn, en þorskaflinn var kominn i 340 þús- und tonn I jdfllok. Svipaður afli hefur verið á hörpudiski, nokkru minni á rækju, en um 2000 tonnum meiri á kolmunna heldur en i fyrra. jsg. í varðhald fyrir ávisanafals ■ Ferðalag þriggja manna um Suðurland um siðustu helgi — þar af a.m.k. tveggja gamalla kunn- ingja lögreglunnar — endaði með handtöku og Urskurði um gæslu- varöhald hjá tveimur þeirra. Annars til 18. ágúst en hins til 25. ágúst. Menn þessir brutust m.a. inn i bóndabæ á Rangárvöllum, og höfðu þaðan á för með sér blöð úr ávisanahefti. Vitað er aöa.m.k. i Hveragerði höfðu þeir selt falsað- ar ávisanir. Við handtöku höfðu þeir einnig í fórum sinum tvö seðlaveski með ávisanaheftum frá Landsbankanum á Akureyri og er talið að eitthvað hafi þeir falsað af blöðum úr þeim. Að sögn Þóris Oddssonar hjá Rannsóknarlögreglunni er talið að enn sé eitthvaðútiaf ávisunum sem ferðalangar þessir hafi fals- að. Enda hafi minni þeirra kannski ekki veriö upp á það besta varðandi það, hverju þeir komu í umferð. Við rannsókn svona mála sé venjan að ná ávis- unum inn, þannig að hægt sé að yfirheyra viðkomandi um hverja þeirra fyrir sig. Hinn þriöji ferðalanganna mun aðeins hafa tekið þátt i útgáfu einnar ávisunar, en siðan hætt að vera alveg dús við framhald æv- intýrisins. Við það slettist eitt- hvað upp á vinskap þeirra félag- anna, þannig að eftir smá bank var honum visað Ur félagsskapn- um. Erkomiðvar til Reykjavikur hefur samviskan kannski eitt- hvað verið farin að naga þennan náunga, sem leiddi til þess að hann gaf sig sjálfur fram við lög- regluna. — HEI ■: Trimmíö er hollt og trimmiö er gott. Þessi stúlka viröist lika vera i ágætu formi. Tlmamynd: Róbert. Hafbeitin er arðbær ■ Undanfarin ár hafa staðið nokkuð umfangsmiklartil- raunir með hafbeit laxa hér- lendis og virðast þær ætla að gefa mjög jákvæðar niður- stöður. Þykir sá árangur, sem þegar hefur orðið af þessum tilraunum, staðfesta það, að séu seiði af á- kveönum laxastofni ekki flutt mjög langar vega- lengdir, þurfi litla sem enga aðtögpn. Góöir möguleikar Tlmin hafði i gærsamband við Veiðimálastofnun og spurðist fyrir um árangur þessarra tilrauna, til þessa. Fékk blaðið þær upp- lýsingar, aö niðurstöður undanfarinna tveggja ára benti eindregiö til þess að i þessum efnum væru mögu- leikarnir mun betri, en margir hefðu talið til þessa. Af um átta þúsund seiðum, af Kollafjarðarstofni, sem sleppt hefur verið i Lárós, um hundrað kllómetra leiö frá Kollafirði, hafa nær tiu prósent skilaö sér til þessa. Er talið aö sá árangur sé nægjanlegur, til þess að sannað sé að stunda megi hafbeit með arðsemi þvl um leið og endurheimtur ná tiu prósent markinu mun hagnaöur af fyrirtækinu vera orðinn þó nokkur. 1 Súgandafiröi, nánar til tekið Botni i Súgandafirði, var sleppt um sex þúsund seiðum, og um tvöhundruö og þrjátiu laxar eru komnir aftur á land. H.V.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.