Tíminn - 12.08.1981, Qupperneq 8

Tíminn - 12.08.1981, Qupperneq 8
8 Miövikudagur 12. ágúst 1981 Útgefandi Framsóknarfiokkurinn Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Stein- grimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Af- greiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarins- son, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. olafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaöur Helgar-Timans: lllugi Jökulsson. Blaöamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghild- ur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friðrik Indriðason, Friða Björnsdóttir (Heímilis-Timinn), Halldór Valdimarsson, Heiður Helgadóttir, Jónas Guðmundsson, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar Orn Pétursson (iþróttir). Utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Agústsson, Elín Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Próf- arkir: Kristin Þorbjarnardóttir, María Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Simi: 34300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verð i lausa- sölu 4.00. Askriftargjald á mánuði: kr. 80.00 — Prentun: Blaðaprent h.f. Öll stóriðja á íslandi f eign landsmanna eftir Harald Ólafsson, dósent Annriki stjómarandstæðinga Það verður ekki sagt stjórnarandstöðunni til hnjóðs, að hún ónáði rikisstjórnina mikið um þessar mundir. Stjórnarandstaðan stendur siður en svo i vegi þess, að ráðherrarnir geti notið eðli- legra sumarleyfa og undirbúið sig undir næstu vertið. Þetta stafar þó ekki af þvi, að stjórnarandstað- an hafi ekki neitt fyrir stafni. Forkólfar hennar hafa sjaldan átt eins annrikt og um þessar mund- ir. En annriki þeirra snýst um annað en lands- málin. Hjá foringjum Sjálfstæðisflokksins snýst allt um væntanlegan landsfund. Geirsmenn og Gunnarsmenn keppast um að safna liði. í næsta mánuði munu hefjast kosningar á fulltrúum þeim, sem eiga munu sæti á landsfundinum. Liðsmenn Gunnars og Geirs eru ekki einir- um það innan Sjálfstæðisflokksins að vinna að undir- búningi fulltrúakosninganna. Sumir minni spá- menn hugsa sér til hreyfings. Von þeirra er sú, að hjá Geir og Gunnari verði bræðrabylta með þeim afleiðingum að þeir risi ekki upp aftur. Þá þarf bæði að velja nýjan formann og nýjan varafor- mann. Fleiri en einn og fleiri en tveir telja sig koma þar til greina. Við þetta bætist svo að verið er að undirbúa stefnuyfirlýsingu landsfundarins. Þar eigast við leiftursóknarmenn og gamlir áhangendur Ólafs Thors og Bjarna Benediktssonar. Enn er ekki séð, hvor fylkingin ber þar sigur úr býtum eða hvort þetta endar með moðsuðu, sem hefur eitt- hvað fyrir alla, allt frá Friedmanistum til Mao- ista. En það er ekki aðeins annrikt á höfuðbóli stjórnarandstöðunnar um þessar mundir. Senni- lega er annrikið enn meira hjá Alþýðuflokknum. Slikar eru deilurnar þar um innanflokks málin, að Alþýðublaðið hefur ekki komið út siðustu daga. Deilurnar hjá Aiþýðuflokknum eru með þeim hætti, að það vefst fyrir mörgum að finna deilu- efnið. Upphaíið er talið það, að Vilmundur Gylfason útbjó blað, sem hann hefur siðar kallað bjána- blað, en þvi var ætlað að sýna hvernig menn með húmor skrifa um stjórnmál. Blaðstjórnarmenn fundu hins vegar ekki húmorinn, heldur fannst þeim bjánablaðið slikt bull, að það bæri að stöðva það. Vilmundur knúði það samt fram að blaðið kom fyrir almennings- sjónir. Siðan lita margir á það sem mannlegan harm- leik, að Vilmundur skyldi setja saman slikan þvætting og þó enn meiri mannlegan harmleik, að blaðstjórnin skyldi taka þetta misheppnaða verk Vilmundar jafn alvarlega og raun varð á. Þeir, sem gleggst eru taldir sjá, álita deiluna snúast i raun um annað og meira en bjánablaðið. Raunverulega sé barizt um, hvort Vilmundur Gylfason og Jón Baldvin Hannibalsson eigi að taka sæti Benedikts Gröndal og Jóhönnu Sigurðardóttur á Alþingi. Þ.Þ. ■ Þegar mesta moldviörinu lýkur i sambandi viö súrál, hækkun i hafi, og skattamál tengd Islenzka álfélaginu og eigenda þess, sviss- neska auöhringnum AÍusuisse, er ekki úr vegi aö huga að framtiö- inni og hinni raunverulfegu merk- ingu þeirrar umræðu, sem hafin er i landinu um þessi efni. Það sem er aö gerast er einfaldlega, aö fram hefur komið djúpstæður klofningur meöal stjórnmála- manna um hvaöa stefnu skuli fylgt f iönaðar og orkumálum á tslandi. Annar hdpurinn heldur því fram, aö uppbygging orku- vera og oricunýting veröi ekki möguleg nema til komi viðtækt samstarf viö erlenda aöila. Er- lent auömagn er aö þeirra mati forsenda stóriöju á Islandi. Hinn hópurinn telur, að reynslan af er- lendri stóriöju sé meðþeim hætti, að ekki sé vogandi að treysta um of á alþjóölegt fjármagn, sem krefst hámarksgróöa. Þessir hópar eru þó sammála um, aö orkunýting veröi skipu- lögð með hag i'slenzku þjóðarinn- ar ihuga. A þeim grundvelli ætti aðvera unnt aö ná þjóðarsam- stöðu. En menn greinirá um leið- irnar. Stefna Framsóknar- manna er skýr Ég held, að umræöur um súr- álsverð, hækkun i hafi og „hagn- aö” tslendinga af starfsemi Alusuisse hér á landi séu ekki heppilegasti grundvöllurinn fyrir umræður um framtið orkusölu og stóriðju. Það er til litils að ein- blina á tölur (mismundandi ná- kvæmar) um það efni, ef engin raunveruleg skýr stefna er til um markm ið.Menn geta leikið sér að þvi að reikna út hvort okkur sé hagur eða ekki hagur að starf- semi Álversins i Straumsvik. Ef menn hafa kimnigáfu til að ræða um hvort Alusuisse er góðgerða- fyrirtæki eða ekki, þá er þeim frjálst aö viðra þær skoðanir sin- ar i blöðum. Alusuisse eða tsal eru ekki afgerandi fyrir stefnu- mörkun i orku- og iðnaðarmálum hér á landi. Það sem máli skiptir er, aö tslendingar sameinist um, að auður lands og lýös verði not- aöur i þágu þjóöarinnar, en sé ekki afhentur öðrum aöilum með einum eöa öðrum hætti. A 17. flokksþingi Framsóknarmanna, sem haldið var dagana 12.-15. marz árið I978varmörkuðstefna i þessum málum, sem auðvelt er að ná samstöðu um. Samþykktin hljóðar svo: „Þingið lýsir sig andvi'gt þeirri stefnu aö hleypa erlendum auðhringum inn i at- vinnuli'f Islendinga. Samstarf við erlenda aðila um orkufrekan iön- að komi aöeins til greina i ein- stökum tilfellum, enda sé þess ætíð gætt að meirihluti eignarað- ildar sé i' höndum tslendinga. Starfsemi slikra félaga skal háð islenzkum lögum og dómsvaldi, enda njóti þau ekki betri lögkjara ensambærileg islenzk fyrirtæki.” Hér er skýrt til orða tekið, og hef- ur þessi samþykkt margoft verið itrekuð af Framsóknarmönnum, nú siðast á Orkuþinginu fyrr i sumar. t samþykktinni er tekið fram, að markmiðið sé, að ts- lendingar hafi virk áhrif á starf- semi tengda orkufrekum iðnaði, m.a. með eignaraðild, og þvi, að slik fyrirtæki séu háð islenzkum lögum. Að óreyndu verður ekki ætlað, að um þetta sé ágreiningur i landinu. Agreiningurinn er, að þvi er virðist, um hvort ieitað skuli eftir fjármagni erlendra fyrírtækja þegar byggð er upp stóriðja á tslandi. Viðbrögð þingflokks Sjálfstæðismanna og Morgunblaðsins við greinargerð iðnaðarráðherra um súrálsmálið hljóta að stafa af þvi', að þessir aðilar telji að erlent fjármagn sé nauðsynleg forsenda iðnaðarupp- byggingar á Islandi, og þar af leiðandi verði vissulega að fá Alusuisse til að leiðrétta verð- lagningu ef ástæða þykir til, og fallast á endurskoðun samninga, en engin ástæða sé til að hverfa frá þeirri stefnu aö hleypa erlend- um auðhringum inn i atvinnuli'f tslendinga. Erlendir auðhringar eiga ekkert erindi hing- að Tilgangur þessa greinarkorns er ekki að hefja umræöur um stefnu einstakra flokka, eða taka þátt í talnaleikjum um góða eða slæma afkomu Isal, né heldur að vega og meta þá ensku heiðurs- menn Coopers og Lybrand, sem njóta þeirrar virðingar, vonandi með réttu, að orð þeirra eru end- anlegur sannleikur i íslenzkum fjölmiðlum. Erindi mitt er það eitt að undirstrika þá stefnu, er samþykktvará 17. flokksþinginu. Ég er sammála þvi, að erlendum auðhringum skuli ekkihleypt inn i íslenzkt atvinnulif. Ég tel, að ts- lendingar eigi að sameinast um, að tryggð verði virk yfirráð þeirra á öllum sviðum orkunýt- ingar og iðnaðaruppbyggingar. Þetta þýðir, að erlendum aðilum verði ekki gert kleift að „eiga” hér fyrirtæki, nema i alveg sér- stökum tilfellum, þó svo, að ts- lendingar fari ætið með meiri- hlutavald i' slikum fyrirtækjum. Ennfremur þýðir þetta, að stefnt skuli að þvi, að þau fyrir- tæki, sem nú eru i erlendri eigu verði hið fyrsta islenzk eign, að meirihluta ef ekki vill betur. Vel þjálfað starfslið Fátt er tslendingum nauðsyn- iegra nú, en að snúa sér af alefli að þvi að þjálfa starfslið til að stjórna rekstri iðjufyrirtækja og kynnast markaðsmálum. Við eig- um ekki að vera smeykir við að fara beint inn á erlenda markaði með afurðir okkar i framtiðinni. tekinn tali Gudmundur G. Þórarinsson, alþingismadur: Offramleiðsla á orku í árslok 1982 nema stór kaupandi fáist ■ Virkjunar- og orkumál hafa verið mjög til umræðu enda er þar um að ræða eitt mesta hags- munamál þjóðarinnar og mun framtið hennar mjög ráðast af þvihvernig staðið verður að verki i þeim málum og eru uppi djarf- huga hugmyndir um stórvirkjan- ir og orkunýtingu i framtiðinni. Ennúna stöndum við frammifyr- ir þvi, að i náinni framtið eykst orkuframleiðsla að mun og verð- ur meiri einhvern tima en við höf- um þörf fyrir eins og nu standa sakir. I árslok 1982 kemst Hraun- eyjafossvirkjun i gagnið og fæst þar mikil orka sem enn eru ekki kaupendur að. Virkjunin mun framleiða 6-8 gigavött og er þaö mikið hags- munamál fyrir Landsvirkjun að selja þá orku. Timinn sneri sér til Guðmundar G. Þórarinssonar al- þingismanns, til aö forvitnast um hvaöa hugmyndir hann hefði um hvaða kosta við ættum völ i þessu efni. Hann sagði það sitt álit að lang- besti valkosturinn viö þær að- stæður sem nú eru, sé aö bæta viö þriðja ofninum i járnblendiverk- smiðjunni i Grundartanga. Hann gæti nýtt talsvert af umframork- unni. Ef þriöji ofninn yrði tilbúinn á hentugum tima gæti orkusaian numið um 250 millj. kr. á ári til viðbótar þvi sem nú er. Ef borin er saman orkuspá og framleiðslugeta, sagöi Guömund- ur kemur greinilega iljós.að um- framorka verður ef ekki verður aukning hjá orkukaupendum. Á sinum ti'ma fór stjórn jámblendi- verksmiöjunnar fram á að byggja þriöja ofninn, en það fer að sjálfsögðu eftir markaðshorf- um á járnblendi hvort ráöamenn þar tdja hagkvæmt að ráðast i viðbótarframkvæmdir og aukn- ingu á framleiðsiu hiö bráðasta. OÓ. | Guðmundur G. Þórarinsson.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.