Tíminn - 20.09.1981, Síða 2
2_____________
Ijós vikunnar jgj
Kræsi-
legar
trakter-
ingar
■ Flestum ber — er þaö ekki? —
saman um að leiðarar, eða
forystugreinar, dagblaðanna séu
ekki i hópi skemmtilegasta efnis
þeirra. bað er helst að Jón Múli
Ámason skemmti sér við lestur
þeirra ef marka má tóntegundir
hans á morgnana. 1 fyrragær lás-
um við aftur á móti i Morgunblað-
inu okkarleiðarastúf sem tók öðr-
um svo fram i andagift og orð-
kynngi að við stóðum agndofa.
Þessi leiðari leiftraði skærast alls
lesefnis blaðanna siðustu viku og
á sér ekki nema fáa eina keppi-
nauta um heiðurstitilinn Ljós vik-
unnar. Leiöarinn heitir ,,Or salt-
pæklinum” og cr á þessa leiö:
„Eitthvert steinbarn er aö
bjástra vió að skrifa leiðara-
ómynd i Tímagarminum i gær.
Ómyndin er frá fjórða áratugn-
um, dregin upp úr saltpækli
framsóknarmaddömunnar. Það
þykja ókræsilegar traktéringar. 1
hálfa öld hefur ekkert breyst i
hrútakofa framsóknar, þar er
Þórarinn enn að stangast á við
sjálfan sig. Leiðarakomið fjallar
um vonsku danskra kaupmanna
og Morgunblaöið. Nú spyrja allir:
Hvenær fæðir Timinn steinbam-
ið,svo að það verði lif i hrútakof-
anum?”
Það var lagið! Svona eiga leið-
arar að vera! Er hann betur stil-
aöur, hvassari og beittari en við
höfum átt að venjast úr þessum
herbúöum um langt skeið. Gott er
ef Eyjólfur er að hressast en
menn þykjast kenna handbragö
Matthfasar Jóhannessen, rit-
stjóra, á leiðaranum. Þá þykir
okkur týra hversu stuttur hann
er...
Matthiasar, eða þess leiðara-
höfundarannars sem gangast vill
við leiðaranum, og þykir okkur
ekki mikil skömm að þvi — hér
uppá Tima, i sjálfum hrútakofan-
um, biður splunkunýtt Antik-kerti
frá Hreini til sannindamerkis um
aö þessi leiðari ber af öðru rituöu
máli vikunnar. Munum viö reyna
að fá Þórarin sjálfan til að
afhenda kertið.
Einhverra hluta vegna hefur
svo farið aö menn hafa reynst
tregir til aö sækja kertin sin og
skiljum við það ekki. Ef það
mætti verða til að þetta kerti
fyndi eiganda sinn viljum við
, vekja athygli á að með þvi aö
^sækja kertið styrkir Matthias
stöðu Geirs Hallgrimssonar, for-
manns.svoaö um munar! Vitum
við ekki betur en Geir sé einn
aðaleigenda Hreins og þvi fram-
leiöandi Antik-kerta. Væri hreint
ekkert slor fyrir ritstjóra
Morgunblaðsins að hafa slikt
kerti á skrifborðinu fyrir framan
sig!
Tíminn er til húsa i Siðumúla
15, Matthi'as.
Alþýðuleikhusið
fastræður leikara
— fyrsta frumsýning leikhússins á laugardag
■ Nú er að hefjast 6ta starfsár
Alþýðuleikhússins, og eru enn
einu sinni fyrirhugaöar
breytingar á rekstri þess, má
meö sanni segja að ekkert standi i
stað á þeim bæ. Þetta verður
annað ár Alþýðuleikhússins i nýju
húsakynnunum i Hafnarbiói, i
fyrra þótti húsnæðið gefa dágóða
raun, þá haföi leikhúsiö alls 5
verk til sýninga og 32780 áhorf-
endur komu i Alþýðuleikhúsið á
leikárinu.
A dögunum héldu Alþýðu-
leikarar blaðamannafund til að
kynna starfsemina á komandi
vetri. 1 fyrirsvari sat stór hópur
leikhússfólks. Þeir töldu sig enn
hafa sannaö tilverurétt sinn i
fyrra og að á þeim væri nokkur
þörf, þvi ætluöu þau aö færa enn
út kviarnar, enda geröi svo stórt
og mikið hús sem Hafnarbió
kröfur til þess aö vera nýtt til hins
ýtrasta. Nú myndi leikhúsiö fast-
ráða sér leikara, eins og það gerði
i minna mæli þegar starfsemin
var á Akureyri hér um áriö.
Hingað til hafa leikarar verið við-
loðandi leikhúsið af hugsjón og
fengið siðan i laun það sem eftir
var þegar búið var aö borga upp
skuldir um mánaðarmót. Þvi
hefur eðlilega veriö erfitt að
manna sýningar á siðari hluta
leikárs, leikararnir hafa einfald-
lega leitað annað til að vinna fyrir
lifibrauðinu.
Það er úrvalshópur fastráðinna
leikara og leikstjóra sem mun þvi
bera hitann og þungann af starf-
seminni i vetur. Leikararnir —
Arnar Jónsson, Bjarni Ingvars-
son, Borgar Garðarsson,
Guömundur Ólafsson, Guðlaug
Maria Bjarnadóttir, Helga Jóns-
dóttir, Margrét ólafsdóttir, Sig-
fús Már Pétursson og Tinna
K b
■ Viðar Eggertsson og Sigfús Már Pétursson I hlutverkum sfnum f
Sterkari en Súpermann, sem frumsýnt verður á laugardag.
Gunnlaugsdóttir. Og svo leik-
stjórarnir Tómas Ahrens og Þór-
hildur Þorleifsdóttir. Nokkrir eru
lausráðnir i eitt eöa fleiri verkefni
— Viðar Eggertsson, Björn
Karlsson, Jórunn Sigurðardóttir,
Sigrún Valbergsdóttir leikstjóri
og leikmyndateiknararnir Grétar
Reynisson og Messianna Tómas-
dóttir. Alþýðuleikhússfólk taldi
að það yrði varla færri en 20
manns sem ynnu i húsinu að stað-
aldri I vetur.
Leikararnir munu skiptast i tvo
nokkuð jafna hópa, annar mun að
mestu helga sig barna- og ung-
lingaefni, en hinn mun huga aö
andlegum þörfum fulloröinna.
Pláss fyrir
tíu hjólastóla
Blaðamönnum var einmitt
boðiö að sjá brot úr fyrsta við-
fangsefni barnahópsins, og virtist
þeim það holl og góð næring. Það
er leikritið Sterkari en Súper-
mann eftir enskt leikskáld , Roy
Klift, i þýðingu Magnúsar
Kjartanssonar. Tómas Ahrens og
Jórunn Sigurðardóttirf en Grétar
Reynisson gerir leikmynd. Leik-
hópurinn er aö mestu sá sami
sem stóð að umdeildri áyningu á
Pæld’i’ði i fyrra — Björn Karls-
son, Guðlaug Maria Bjarnadóttir,
Sigfús Már Pétursson, Tómas
Ahrens og Viðar Eggertsson.
Leikritið veröur frumsýnt
laugardaginn 19.sept. kl. 17.00, en
önnur sýning er á sunnudag kl.
15.00.
Alþýðuleikhúsfólk vildi reyndar
frekar meina að hér væri um fjöl-
skylduleikrit en barnaleikrit að
ræöa. Sterkari en Súpermann
fjallar um fatlaðan dreng i hjóla-
stól einstæða móöur hans og
systur. Þau eru nýflutt i ókunnugt
umhverfi, sem bregst við þeim á
5
Eg vildi gjarnan
iga leðurjakka99
— Rætt við Sigurð Gí:
■ Hótel Borg hefur haft nokkra
sérstöðu meðal islenskra
skemmtistaða ipp á siðkastið,
þar hefur svo kölluð „lifandi tón-
list” verið meira áberandi en við-
ast hvar annars staöar og jafn-
framt er ekki laust við aö Hótel
Borg sæki annaö fólk en er hag-
vant á hinum skemmtistööunúm.
Viö fréttum af því fyrir nokkrum
dögum að fyrir dyrum stæöu rót-
tækar breytingar á rekstri
Borgarinnar, þar sem eigendur
og starfslið hefðu fengið nóg af
erlinum og umtalinu síöustu
mánuði og vildu færa Borgina
aftur til „rólegra” horfs. Við
slógum á þráðinn til Sigurðar
Gislasonar, hótelstjóra, og spurö-
um hvort satt væri.
„Nei, nei, þetta er ekki rétt”,
sagði Sigurður undir eins. „Það
sem geröist var að við héldum
fund um reksturinn á laugardag-
inn si'ðasta, viö starfsfólkiö, og
þaö hefur spurst eitthvaö út af
þessum fundi sem ekki kom þar
fram. 1 sjálfu sér eru engar
breytingar i sjónmáli hjá okkur
nema hvað gömludansamir,sem
hingað til hafa verið eingöngu á
sunnudögum, verða framvegis
einnig á föstudögum. Eldra fólkið
, hótelstjóra, um
■ Sigurður Glslason, „Borgar-
stjóri”: Gömlu dansamir verða
framvegis bæði á föstudögum og
sunnudögum.
sem stundar gömlu dansana
hefur viljaö fá meira svigrúm en
sunnudagarnir hafa leyft og við
komum til móts við þaö með
þessu fyrirkomulagi. A fimmtu-
dögum og laugardögum verður
eftir sem áður diskótek”.
— En erþaö rétt aöhljómsveit-
irfái ekki lengur að spila á Borg-
inni?
„Nei, þaö er ekki rétt. Ég segi
fyrir mig, ég hef miklu meira
gaman af lifandi tónlist en hel-
vitis grammófóninum, ég fékk^
nóg af honum áriö 1944 þegar við"
misstum hljómsveit Bjama Bö i
tvo, þrjá mánuöi og þurftum aö
notast við grammófón á meöan!
breytingar á Borginni
Oft geta gestir ekki sofið
fyrir hávaða
Hitt er annaö mál aö hljóm-
leikahald hér i salnum fer ekki
alltaf velsaman við gestaganginn
á hótelinu sjálfu. Oft hefur verið
slikur hávaöi i salnum að gestir
hafa engan veginn getað sofiö og
þaö segir sig sjálft að slikt getur
ekki gengið endalaust. Hljóm-
sveitirnar hafa margar hverjar
spilað alltof hátt og það hefur
ekkert þýtt að biðja þær um aö
lækka í tækjunum. Ef þessir
strákar geta ekki spilað eins og
menn þá er illt að sjá að viö get-
um notað þá.
Enhér verða hljómsveitir, það
er ekkert vafamál. Ég get i fljótu
bragði nefntað Big-bandið hefur
beðiö umaðfá hér einn mánudag
i hverjum mánuði og það er ný-
farinn frá mér maður frá Jazz-
vakningu sem var að leita hóf-
anna um tónleikaaðstöðu fyrir
einhverja útlendinga. Svo það er
ekkert hik á okkur.”
— Nú fréttist lika aðfatareglur
yrðu hertar.
„Ja, hertar og ekki hertar. Þaö
hefur alltaf veriö lagt nokkuð upp
úrþvihér að fólk sé þokkalega út-
litandi, en við getum auðvitað
ekki ráðið þvi hvaða föt fólk
kaupir sér út i búð. Auövitaö eru
til takmörk, fólk má ekki vaða
hér inn á drullugum klofstigvél-
um, það er ljóst.
Hins vegar erum við að skipta
um teppi hér á salnum og dytta að
hinu og þessu, „sjæna” staöinn
dálitið tú.”
— Enn hefur heyrst aö leður-
jakkar verði ekki framar gjald-
gengur fatnaður á Borgina?
„Leður jakkar? Hvað er að
heyra” Ég veit ekki betur en
leðurjakkar séu dýrustu flíkur
sem hægt er að kaupa. Ég segi
fyrir mig, ég vildi gjarnan eiga
leðurjakka!”
— Hótel Borg hefur haft sér-
stöðu meðal skemmtistaðanna i
Reykjavik...
„Já, já.”
— Þið ætlið að reyna að halda
þeirri sérstöðu?
, ,Já, skilyrðislaust. A fundinum
sem ég minntist á áðan kom fram
mikill áhugi meöal starfsfólksins
á að hafa reksturinn sem bestan,
þvi þetta er nú einu sinni okkar
lifibrauð.”
—*j-