Tíminn - 20.09.1981, Qupperneq 3

Tíminn - 20.09.1981, Qupperneq 3
Sunnudagur 20. september 1981 3 misjafnan hátt. 1 upphafi leiksins er Súpermann hetja stráksins, en þetta er vaxandi einstaklingur, og er liður á leikinn veröur hlutverk ofurmennisins veigaminna. Hann er rétt eins og önnur börn, þótt ekki geti hann hlaupið. Leikhópurinn sagðist litið hafa- þekkt til málefna fatlaðra þegar verkiö var tekiö til æfinga, en að þau hefðu reynt að kynna sér þau eftir föngum, m.a. hafa fatlaðir fylgst með æfingum á leikritinu. I tilefni af þessu, og svo bara af sjálfsögðum mannréttindaá- stæðum, hafa nú veriö rýmdar burt tvær sætaraðir i miðjum á- horfendasal Hafnarbiós — þar er nú pláss fyrir um 10 hjólastóla. Að auki eru tvær sýningar i æfingu — Arnar Jónsson og Tinna Gunnlaugsdóttir leika saman i tveggja manna leikriti eftir dönsku skáldkonunna Vitu Andersen, Elskaðu mig. Þau eru ungt skrifstofufólk sem býr saman og eru í leit aö hamingju og ást. Þau gera mismunandi væntingar til hvors annars, og sú spurning vaknar hvort þau hafi farið réttar leiðir hingað til.Blm. spuröi með semingi hvort þarna færi vandamálaleikrit. Arnar Jónsson svaraði að bragði að þetta væri „bráðskemmtilegt á- takaleikrit”. Úlfur Hjörvar þýðir Elskaöu mig, Sigrún Valbergsdóttir leik- stýrir, og frumsýning verður væntanlega 18da október. „Loot” heitir leikrit sem menn hafa beðið með óþreyju i mörg ár, en ekki fengið að sjá vegna tækni- legra örðugleika. Illur fengur heitir það i meðförum Alþýöu- leikhússins, sem hyggst frum- sýna það 7da nóvember i þýðingu Sverris H ó lm a r s s o n a r . Höfundurinn er Joe heitinn Orton, sem i eina tið skaut enskum leik- hússgestum skelk i bringu. Þetta er kolsvartur farsi —undarlegir og hryllilegir atburöir gerast á ofurvenjulegu bresku milli- stéttarheimili, t.a.m. morð og sifjaspell. A yfirborðinu er allt slétt og fellt en undir niöri kraumar spilling og viðbjóður. Nokkrar þreifingar standa enn yfir um leikstjóra. Jón Kígóði frá Holtamó I november færir barnahópur- inn upp leikrit fyrir krakka á for- skólaaldri, það verður farand- sýning, en um verkefnaval er enn allt á huldu. Alþýðuleikarar vildu ekki láta mikið uppi um það sem sýnt veröur eftir jól — enda mun þaö allt á umræðustiginu ennþá. Don Quijote.eða Jón Kígóði frá Holta- mó og Sanko vinur hans, er leik- gerð á sigildri sögu Cervantes eft- ir James Saunders sem Karl Guð- mundsson þýöir. Frumsýning er fyrirhuguð i janúar. Franz Xavier Kroetz er okkur kunnur af „Að sjá til þin maður”, sem sýnt var i Iðnó i fyrra. Hann er annars afkastamesta og þekktasta leikskáld af yngri kyn- slóð i Þýskalandi og róttækur mjög. Alþýöuleikhúsið sýnir i febrúar Hvorki fugl né fiskur —„Nicht Fisch noc Fleisch”, eitt nýjasta verk Kroetz þessa. tslensk leikrit sitja ekki heldur á hakanum hjá Alþýöuleikhúsinu i vetur — Þjóðhátið, áður ósýnt leikrit eftir Guömund Steinsson veröur væntanlega sett upp um jólin. Auk þess situr Ólafur Haukur Simonarson við skriftir á vegum leikhússins. Stjórnleysingi ferst af slys- förum eftir Dario Fo verður endurupptekinn frá fyrra leikári i október, en nú sýndur á mið- nætursýningum. Blm. spurði hvort það væri meiri bróðavon svo siðla kvölds þvi var svarað til að ar teldu þau sig ná i nokkuð annað públikum, m.a. fólk sem trauöla á heimangengt vegna vinnu eða barna. Afsláttarkort A aðrar sýningar en barna- og unglinga, sem eru niðurgreiddar eins og mjólkin, býöur Alþýðu- leikhúsið upp á afsláttarkort, sem gilda fyrir tvo og slá 50% af miða- verði. Verð kortanna er 200 krónur. Ennfremur er rétt að geta þess að leikhópum gefst kostur á að taka Hafnarbió á leigu einstök kvöld i vetur, það er vist bara aö slá á þráöinn með góðum fyrir- vara. í lok blaðamannafuridarins snerust umræðurnar á þennan veg: Meö Hafnarbiói hefur Al- þýðuleikhúsiö tekið á sig fjár- hagslegar skuldbindingar og lagt út i viðameira starf. Það hefur veriö á hálfgerðum hrakhólum undanfariö, fólk ekki fengist til að starfa og þvi hefur vantað eðlilegt og nauðsynlegt framhald i starfið — það hefur ekki náð að myndast viss still eöa stefnumörkun. Leik- húsið hefur lifað á skammtima- grundvelli, fra einu verkefni til annars. Húsiö er ekki stefnumið i sjálfu sér, mun fremur gerir það leikhúsinu kleift að halda fastan kjarna i lengri eða skemmri tima — þannig ætti að færast einhver heildarsvipur á starfsemina. EH Auglýsið í Tímanum AÐSTAÐA BUNAÐARBANKINN Austurstræti BÚNAÐARBANKINN Hlemmi NY FERÐASKRIFSTOEA: Nýir heillandi áfangastaðirí Vika í Amsterdam: Búiö á lúxushótelinu Hilton eöa notalegu fjölskylduhóteli í miðborginni. Brottför alla fimmtudaga. Verö frá kr. 3.400.-., Amsterdam — París: Tvær skemmtilegar heimsborgir í einni og sömu feröinni. Búiö á góöum hótelum. 8 dagar. Brottför alla fimmtudaga. London — Amsterdam: Átta daga feröir, þar sem hægt er aö njóta alls þess besta sem þessar tvær borgir hafa upp á aö bjóöa. Brottför alla fimmtudaga. París — Amsterdam — Róm: 15 daga ferö. Brottför 24. sept. London — Amsterdam — Kaupmannahöfn: 15 dagar. Brottför 17. sept. Flug og bíll: Innifaliö í veröi feröar eru flugferöirnar til Amsterdam fram og til baka, bílaleigubíll meö fullum tryggingum og ótakmörkuöum kílómetrafjölda í heila viku. Brottför alla fimmtudaga. Verö frá (4 saman í bíl) kr. 2.960.-. Flugfarseðlar til fjarlægra heimsálfa: Vegna hagstæðrar samvinnu viö þýska „feröaheildsala" getum viö boöiö flugfargjöld meö áætlunarflugfélögum til flestra heimshluta á ótrúlega hagstæöu veröi. Dæmi Reykjavík— Ástralía, fram og til baka frá kr. 10.800.-, Reykjavík — Los Angeles, fram og til baka kr. 7.900. -, Reykjavík — Bangkok, fram og til baka kr. 9.700.-, Reykjavík — Tokyo, fram og til baka kr. 11.400.-, Reykjavík — Rio de Janeiro, fram og til baka kr. 11.900. -, Reykjavík — Johannesburg, fram og til baka kr. 11.200.-. Viö erum ekki lATA-skrifstofa og höfum því fullt viðskiptafrelsi á alþjóölegum flugleiðum. Leitiö upplýsinga. Fluqferðir Airtour Icéfcujtf Miðbæjarmarkaðinum 2 h. Aöalatræti 9. Sími 10661.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.