Tíminn - 20.09.1981, Page 8

Tíminn - 20.09.1981, Page 8
8 Sunnudagur 20. september 1981 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastióri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sig- urður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson. Elias Snæland Jóns- son. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. úlafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Heloar-Tímans: llluqi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir. Bjarghildur Stefánsdóftir. Egill Helgason, Friðrik Indriöason, Friða Björnsdóttir (Heimilis-Timinn), Halldór Valdimarsson, Heiður Helga- dóttir. Jónas Guðmundsson, Jónas Guömundsson. Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar Orn Pétursson (iþróttir), Skafti Jónsson. Útlits- teiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einársson, Guð- jón Róbert Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn. skrifstofur og auglýsingar: Siöumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verð i lausasölu 5.00. Áskriftargjaldá mánuði: kr. 85.00-Prentun: Blaðaprent h.f. Samræmist kristindómur og spíritismi? eftir Halldór Kristjánsson Árásirnar á frétta- menn útvarpsins ■ Mikill styrr hefur staðið um fréttastofu út- varpsins að undanförnu. Fréttamenn, sem þar starfa, hafa orðið fyrir hatrömmum árásum af pólitiskum aðilum, sem hafa sakað þá um póli- tiska hlutdrægni i starfi. Þegar þessir sömu aðil- ar hafa svo reynt að rökstyðja árásir sinar hefur orðið fátt um dæmi. Það er að vonum, þvi frétta- menn útvarpsins hafa yfirleitt fylgt ströngum reglum um óhlutdrægni i störfum sinum. Ef hér væri aðeins um að ræða þetta venjulega pólitiska moldviðri, sem stormsveipur Alþýðu- flokksins þeytir upp annað slagið sjálfum sér til auglýsingar, þyrfti svo sem ekki að taka þessar árásir alvarlega. En gamanið tekur óneitanlega að kárna þegar aðrir og ábyrgari aðilar gefa til kynna, að þeir telji þessar árásir, eða hluta þeirra, réttmætar. Rikisútvarpið hefur þá sérstöðu meðal is- lenskra f jölmiðla að vera eign allrar þjóðarinnar. Þess vegna er það grundvallaratriði, að útvarpið verði aldrei hallt undir ákveðna hópa eða flokka. Þetta á alveg sérstaklega við um fréttastofuna. Þeir, sem fylgjast reglulega með útvarpsfrétt- um, vita að það er ekki með nokkrum rétti hægt að ásaka fréttamenn útvarpsins um pólitiska hlutdrægni. Þvert á móti vinna þeir sin störf, oft við mjög eríiðar aðstæður, i samræmi við af- dráttarlausar óhlutdrægnisreglur. Það er þvi eðlilegt að fréttamenn bregðist hart við pólitisk- um árásum, hvaðan sem þær koma, og það er illt verk pólitiskra spekúlanta að reyna að rægja af þeim mannorðið. Slik vinnubrögð eru að visu vel þekkt erlendis frá, en hafa alltaf um siðir hitt á- rásarmennina sjálfa fyrir. Svo mun vafalaust einnig fara nú. Þar sem fréttamenn útvarpsins hafa hreinan skjöid hvað varðar ásakanir um pólitiska hlut- drægni, er leiðinlegt til þess að vita að ásakanir, sem fram hafa komið um meint trúnaðarbrot, skuli ekki hafa verið skýrðar ofan i kjölinn. Það eina, sem virðist alveg Ijóst i þvi máli er, að um- mæli sem formaður Alþýðuflokksins sagði i trún- aði við fréttamann á útvarpinu um annan þing- mann Alþýðuflokksins barst umræddum þingmanni til eyrna. Fréttastofunnar vegna er nauðsynlegt að upplýsa það til fulls, hvort ein- hver núverandi eða fyrrverandi starfsmaður hennar átti hér hlut að máli. Trúnaður á milli fréttamanns ogþeirra, sem hann talar við, er eitt af grundvallaratriðum i siðareglum blaðamanna, og það má ekki leika nokkur vafi á þvi, að þær reglur séu ávallt i heiðri hafðar af fréttamönnum útvarpsins. Það er auðveldara að þyrla upp pólitisku mold- viðri en að hreinsa sig af óréttmætum ásökunum. Það ættu þeir, sem taka undir óábyrgar árásir, sem ljóslega eru af pólitiskum toga spunnar, að hafa vel hugfast, og fara með gát þegar ráðist er að starfsheiðri manna. Vonandi stendur frétta- stofa útvarpsins jafn rétt eftir þegar þessu óveðri slotar og lætur ekki hamfarir pólitiskra storm- sveipa hræða sig frá grundvallarreglum sinum um pólitiska óhlutdrægni i fréttaflutningi. — ESJ. ■ Nýtt land, sem út kom 10. september fékk þrjá fyrirmenn andlegra visinda til aö svara þvi, hvort spiritismi og kristindómur geti fariö saman. 1 svörum þeirra er sumstaöar vikiö aö atriöum sem fyrir ýmsum hafa Urslita- þýöingu um trúarleg viöhorf. Fyrir ýmsa mun kenning Páls Skúiasonar prófessors um fram- haldslifiö veröa heldur nýstárleg en hann segir: „Kristin kenning heldur þvi hins vegar fram aö andi og efni séu eitt í hverri persónu og þegar hinu jaröneska lífi hennar ljúki glatist hún eöa lifi eiliflega i guöi — og hún glatist ekki svo fremi aö hún viljilifa fyrir náö Drottins”. Þetta skil ég svo aö þeir sem glatast viö enda hins jarðneska lifs séu ekki til framar. Það er vitanlega i fullri mótsögn viö þaö sem kennt hefur veriö um allar aldir kristninnar og engan veginn i samræmi viö orð trUarjátning- arinnar...” og mun þaðan koma og dæma lifendur og dauða”. Aöur er prófessorinn búinn aö segjaaöhiö eilifa „lif persónunn- ar allrar, ekki hluta hennar eins og spiritisminn kveður á um” hef jist strax i þessu lifi um leið og persónan er vigð Kristi i skirn- inni, en þó sé þaö huliö sjónum kristins manns” meö hvaöa hætti persónan lifir i Guöi þegar þessu jaröneska lifi lýkur”. Það er þö strax í áttina aö prófessorinn veit að skrokkurinn á aö fylgja þó að annaö sé hulið sjónum hans. Það er ástæöulaust aö tala um stöönun og kyrrstööu i kirkjuleg- um boöskap á Islandi. Upprisan og dómurinn. Viða i guðspjöllunum kemur fram aö gengiö er út frá þvi aö sérhver maöur eigi aö mæta fyrir dómi I ööru lifi sem kallaö er eöa framhaldi þessa jarðlifs. Réttlát- ur guö dæmi menn eftir verkum þeirra. Menn skuli áöur en lýkur gjalda þess eöa njóta sem þeir hafa gert. Þetta kemur viða fram án þess að nokkur nánari lýsing sé á þvi hvernig þeim dómi veröi háttaö aö ööru leyti. Lengi hefur þó verið stuöst viö lýsinguna i 25. kafla Matteusarguöspjalls um skiptin eins og þegar hafrar eru skildir frá sauðum. Kristin trú tók aö erföum frá Gyðingum trúna á dóminn og upprisuna. Marta sagðist vita að bróöir sinn rísi upp á efsta degi eins og aörir. Trúarjátning sú sem hér er notuö er by ggð á þeim fornu hugmyndum. Og án þess aö ég telji trúarjátninguna nokkurn hyrningarstein kristinnar boöun- ar veröa þaö aö teljast tiöindi þegar gengiö er svo I berhögg við hana eins og ástatt er. Andlegur lfkami. Pállpostuli talaöi um andlegan likama og þaö hefur lengi veriö lagt til grundvallar fyrir hug- myndunum um eilift lif manns- sálarinnar. Aö visu var þaö ráö- andi skoöun alllengi aö hinir látnu svæfu i gröfum sinum þar til básúnurnar vektu þá til aö mæta á dóminn. Kirkjan kenndi um skeiö aö þá fengi hver og einn sinn gamla likama enda segir trúar- játningin „upprisu holdsins” ef rétt er fariö meö hana eins og hún var samþykkt fyrir 1600 árum, raunar eftir mikiö þref og deilur. Samkvæmt oröalagi Páls postula litu menn þannig á að hinn andlegi líkami upprisunnar værimaöurinn sjálfur meö vitund sina og tilfinningar. Auövitaö var Páll ekki óskeikull. Hann trúöi þvi að hann myndi lifa fram á dómsdag og umbreytast i staö þess að deyja. En hann var mikill hugmynda- fræöingur fyrir kristinn siö og lætur nærri aö kalla megi hann höfuðstofnanda kirkjunnar. Þarf spiritisminn guð? Ddctor Þórir Kr. Þórðarson segir réttilega aö samkvæmt kenningum spiritismans hafi maðurinn eilifa sál. Þaö sé hans eðli. „Maöurinn, salin lifi eftir likamsdauðann sökum eðlis mannsins sjálfs”. Það er 'alveg rétt sem hann segir: „I ritum og ræöum spi'ritista kemur fram sú skoöun, aö eftir likamsdauöann fari maðurinn (sál hans) inn á lendur lands lif- enda, þar sem hann byggir á sjálfum sér og þroska sinum. Hann fetar nýjar þroskaleiðir — væntanlega til æöstu fullkomnun- ar og sælu. A þessu landi lifenda hittir hann fyrir ættmenn sina og vini. Þar tekur hann þátt i fram- haldi mannlegs samfélags sem er á þroskabraut eiliföarinnar I kraftisins eigin eölis”. (Jt frá þessu ályktar svo dr. Þórir aö meö þessu hugmynda- kerfisé Guð óþarfur. Guö og Krist megi strika út úr slikri orðræðu. Vel má fallast á aö þetta gæti verið svo en þaö væri alls ekki sögulega réttef einhver héldi þvi fram aö spiritistar innan i'slensku kirkjunnar hefðu afskrifaö guð og Krist. Væntanlega segir það eng- inn maöur. En skemmtilegast er að tala um þaö sem er, halda sig við veruleikann. Og þaö er söguleg staðreynd að helstu boðberar spiritismans afskrifuðu ekki guð og Kríst enda þótt hægt sé aö hugsa sér veigamikinn þráö úr hugmyndafræði spiritismans meö þvi móti aö þaö væri gert. Er fra mha ldslifið náttúrulögmál? Samkvæmt kenningum spiritismans er framhaldslif mannsins náthirulögmál. Sumir halda þvi fram aö sú kenning leiöi til andvaraleysis. Menn hugsi sem svo aö nógur sé timinn og ekkert liggi á. Þö mun engu slður mega finna dæmi þess aö hugsunarháttur manna breytist á þann veg aö þeir hugsi lengra og leggi annað mat á hlutina þegar þeir gera ráö fyrir sliku framhaldi. Að sjálf- sögöu fer þaö mjög eftir hverjum og einum hvernig við er brugöist. Og sjálfsagt hefur það enga úr- slitaþýöingu um andlegan þroska hvaöa kenningakerfi menn aðhyllast. Hitt er annað mál aö sú skoðun aö mannssálin sé eillf byggir á fornri kenningarerfö sem kristnin tók viö frá fortíö sinni og mörgum þykireðlilegt að gera ráö fyrir aö þar gikii sama náttúrulögmál fyrir alla án tillits til trúar og skoöana. Hjálpin að handan. En margt er ósagt um spíritismann. Um hann veröur ekki rættaö gagni án þess aö geta þess aö hann gengur út frá þvi aö hinir látnu geti haft samband við þá sem eftir lifa. Bester i fræði- legum viðræöum um þessi mál aö talafáttum sannanir. Seintveröa mál sönnuö svo aö ekki sé unnt aö tortryggja og bera brigður á. Þaö má ekki alltaf trúa eigin augum. Hitt er staðreynd aö þaö hefur lengi fylgt kristinni trú aö treysta þvi aö látnir menn gætu litiö til meö eftirlifandi vinum sinum, geröu þaö og hjálpuöu þeim þann- ig á margan hátt. Aliöandi stundu trúa þvi' marg- ir að ósýnilegur verndarkraftur vaki yfir sér og hjálpi og styrki meö ýmsu móti. Þvi mun enginn trúaöur maöur neita. Og sjálfsagt erhægt aö leggja óþarflega mikiö kapp á aö þrýsta inn i aöra.sinum skýringum á þvi hvernig þeim máttaröflum sé háttaö. Þaö er margt i tilverunni sem viö ráðum ekki viö aö reikna út eöa skil- greina til fulls enda þótt viö telj- um okkur vita af þvi. En mörgum manni er hjálpin aö handan veruíeiki og reynsla, þó að skýringar séu ekki allar á einn veg og stundum óljósar. Getur þetta farið sam- an? Þeim sem þekkja islenska kirkjusögu á þessari öld mun viröast undarleg spuming hvort spiritismi og kristindómur geti fylgst að. Kristindómur hefur verið meö ýmsu móti og margt boriö á milli einstakra flokka og deilda. En sé þessari spumingu svaraö neitandi liggur ljóst fyrir að Haraldur Nielsson og mikill hluti islenskra presta á fyrri hluta þessarar aldar hafa ekki áttsam- leið meö kristindóminum. Þá liggur nærri að segja megi að þjóökirkjan islenska hafi áratug- um saman ekki veriö kristin kirkja. Er nú ekki timabært aö nema staðar og hugsa um hvert stefni þegar svo er komið? Það er a.m.k. litiö i samræmi viö taliö um einingu kristninnar aö útskúfa hugmyndinni um kær- leiksmátt framliðinna til áhrifa á jarðlifiö. Þar sem leiðir skilur. Annars skilst mér aö þaö sé raunar annaö en þetta sem eink- um skilur á milli og skiptir i flokka. Það erskilningurinn á eðli mannsins. Annars vegar er sú skoöun aö mannlegt eöli sé illt og spillt, geti ekki öðruvisi veriö og hljóti svo aö veröa. Vonin sé öll bundin viö náöina og einhverja frelsun frá sjálfs sin eðli aö mér skilst. Hins vegar er svo trúin sú aö þrátt fyrir allt hiö lága, óþrosk- aða og illa ímannlegu eðli sé okk- ur þó áskapaö aö hrifast af hinu góða, vilja velog þroskast meö tiö og tima. Þessalifskoöun er vissu- lega hægt aö styöja ýmsum til- vitnunum i guöspjöllin. Og óhætt er að fullyröa aö þessi lifeskoðun þarf alls ekki aö koma i veg fyrir þaö aö menn finni sig þurfa guös sins frelsara. Þaö er sjálfsagt erfitt aö leiða sér fyrirsjónir aö við náum langt á vegi fullkomnunar þegar þess er gætt hvar viö erum og hvernig viö erum núna. Þó er sennileea mörgum ennþá erfiöara aö hugsa sérhvernig hægt sé aö hafa okkur i guösriki eins og viö erum. En ef við trúum, ef viö erum kristin, þá getum viö þó haldiö i þá von aö unnt sé jafnvel aö hjálpa okkur til þroska, þó aö mikiö þurfi til. Kannske er þaö mesta trúar- raunin.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.