Tíminn - 20.09.1981, Qupperneq 9

Tíminn - 20.09.1981, Qupperneq 9
Sunnudagur 20. september 1981 9 menn og málefni Ofsóknir gegn samvinnu hreyfingunni í sextíu ár ■ Þorsteinn Glslason Upphaf Morgun- blaðsins ■ Arásir þær, sem Morgun- blaöið hefur haldið uppi gegn sam vinnuhreyfingunni að und- anförnu, rifja það upp, að slikar árásireru ekki nýjar afnálinni. Þærhafa verið aöaliðja Mbl. I 60 ár. Það er ekki ófróölegt aö rifja það upp, hvert var upphafið að þessari iöju Morgunblaðsins. I lok annars áratugar aldar- innar hófu nokkrir kaupmenn i Reykjavik að mynda samtök, sem m.a.höfðu það markmið að vinna gegn samvinnuhreyfing- unni, sem hafði eflzt verulega slðustu árin. Samtök þessi töldu mikilvægt að ráöa yfir sem mestum blaðakosti. Félags- skapur nokkurra þeirra hafði keypt Isafold, sem var útbreidd utan Reykjavfkur. Þetta töldu kaupmannasamtökin þó ekki nægja. Þau_þyrftu einnig að ráða yfir málgagni, sem hefði, útbreiðslu i hinu vaxandi þétt- býli við Faxaflóa. Vilhjálmur Finsen, sem er einn merkasti brautryðjandi i blaðaútgáfu á Islandi, hafði þá fyrir skömmu hafið útgáfu á Morgunblaöinu og aflaö þvi vin- sælda, sem hafa dugaö þvi til þessa dags.Undir ritstjórn hans var Mbl. tiltölulega óháð blað, þótt það væri hliöhollt kaup- mönnum sökum auglýsinga frá þeim. Umræddum samtökum kaup- manna fannst Morgunblaðið þó ekki nógu hliöhollt sér. Þeir vildu þvi annaðhvort ná Morg- unblaðinu undir full yfirráð sín eða stofna nýtt blað. I blöðum frá þessum tima er sagt frá þvi, að kaupmenn seu búnir að safna milljónarfjórðungi til þessarar blaðaútgáfu sinnar og var það rifleg upphæð á þessum tfma. Finsen hótað 1 bók sinni Alltaf á heimleið, segir Vilhjálmur Finsen frá þvi, hvernig kaupmenn náöu Morg- unblaðinu á vald sitt. Frásögn hans er á þessa leið: „Snemma sumars 1919 fór ég til Kaupmannahafnar, en þang- að hafði konan min farið áður með börnin til þess að njóta sól- ar og sumars I Danmörku. Litlu siðar kom Ölafur Björnsson þangað til að leita sér lækninga og lagðist inn á ..Finsens Insti- tut” vegna nýrnaveiki. Ólafur hafði heldur en ekki fréttir aö færa mér. Aður en hann fór að heiman kvaðsthann hafa selt lsafold fé- lagi kaupmanna og annarra i Reykjavik. Hann haföi umboð til þess að semja við mig um kaup á Morgunblaðinu, ef ég vildi selja minn hluta. Sjálfúr væri hann fastákveöinn i að selja sinn hluta i Morgunblað- inu, og ef ég vildi ekki selja þessu nýja félagi minn hluta, væri ekki um annaö að ræða en ég keypti hans hluta. Ólafur tjáði mér, aö i félaginu væru flestir kaupmenn, sem kvæði að I Reykjavik, og þannig mestu auglýsendumir. Þeir byöu svo og svo mikið i blaðiö. Þeir væru búnir að kaupa vikublaöið Isa- fold og ætluöu aöstofna dagblað með Morgunblaðssniði, ef ég vildi ekki selja, og gefa þannig út bæði dagblað og vikublað. Bæði blöðin áttu að vera póli- tisk.... Ég svaraði Ólafi, að ég vildi hugsa máliö, og kvaðst hann 'skilja það... En svo bar viö dálitiö, ,sem ■ I ■ Vilhjálmur Finsen gerði það að verkum, að ég gat ekki frestaö að taka ákvörðun mina þangað til ég kæmi heim til Reykjavikur aftur og gæti at- hugað allar aðstæður þar, ólaf- ur fékk nefnilega simskeyti frá Reykjavik, undirritaö af Jes Zimsen i umboöi kaupenda heima. Zimsen simaði eitthvaö á þá leið, að vildi Finsen ekki selja fyrir það verð, sem boðið hefði veriö, væru kaupmennirn- ir staðráðnir i að stofna annað dagblað.” Greitt í sterlings- pundum Vilhjálmur Finsen heldur áfram frásögn sinni á þessa leið: „Mér fór ekki að litast á blik- una. Ef margir kaupmenn i Reykjavfk væru i þessu nýja fé- lagi, yrði erfitt fyrir mig að fá augíýsingar fyrir mitt blað. Ég átti ekki neitt, og ég komst aö þeirri niðurstöðu, að þetta gæti orðið mér aö falli. Ekki hvarfl- aði þó að mér, að dagblað kaupmanna gæti orðiö betra en það blað, sem ég gæfi út, en auglýsingar kaupmanna væru mér þó nauðsynlegar. Auðvitaö myndu kaupmennimir heldur auglýsa i sinu eigin blaði. Ég ráöfærði mig gaumgæfilega við konu mína, og okkur kom sam- an um, að iiklega væri hyggileg- ast að selja blaðið. • Og þannig komst hjartans barnið mitt i hendur á kaup- mönnunum i Reykjavik. Ég var eins og halaklipptur hundur, þegar búið var aö ganga formlega frá þessu. Nokkrum dögum seinna kom greiðslan fyrir blaöiö. Hún kom i sterlingspundum, og var þaö brezki fiskkaupmaöurinn George Copeland, sem greiddi bei nt f rá L ondon. Hinn 1. j úlí tók hið nýstofnaða félag við blaðinu. Félagið hlaut nafnið ,,Ar- vakur”, og á það Morgunbíaðið enn.... Hverjir voru þaö svo, sem blöðin (þ.e. Isafold og Mbl). höföu keypt? Það kom i ljós, það þaö voru ekki nema örfáir kaupmenn i Reykjavik, sem voruhluthafar i útgáfufélaginu, og meöal þeirra erlendu kaupmennirnir George Copeland, Carl Olsen, John Fenger, Jensen-Bjerg. Enn- fremur voru hluthafar Th. Thorsteinsson, Jes Zimsen, Johnson & Kaaber, Hallgrímur Benediktsson, Magnús Einars- son dýralænir og einhverjir flári „smákarlar”. Liðið var þannig hið friðasta...”. Þorsteinn rekinn Isafold missti fljótt áhrif sin og útbreiðslu eftir aö hún lenti undir stjórn kaupmanna. Gengi Timans, sem þá var nýstofn- aöur, efldist að sama skapi. Kaupmenn ákváðu þvi að leggja Isafold niöur, en ná samkomu- lagi við eigendur Lögréttu, sem var vinsælt blað undir ritstjórn Þorsteins Gislasonar um að út- gáfa hennar og Morgunblaðsins yrðu sameinaðar og Lögrétta yrði eins konar vikublað Morgunblaðsins. Þetta tókst á þeim grundvelli, að Þorsteinn Gíslason yrði ritstjóri beggja bla ðanna. Þetta samstarf hélzt hins vegar ekki iengi, þvi aö Þor- steinn Gfslason vildi ráöa yfir þeim blöðum, sem hann stjórnaöi. Fljötlega eftir áramótin 1924 komst sú saga á kreik, að Þor- steini Gislasyni heföi veriö sagt upp sem ritstjóra Morgunblaðs- ins og tveir menn ráðnir i stað hans. Þorsteinn hefði verið rek- inn sökum þess, að hann hefði ekki þótt nógu röskur i barátt- unni viö kaupfélögin, Fram- sóknarflokkinn og Alþýöuflokk- inn. Þessi orörómur staðfestist, þegar Lögrétta tilkynnti i april- byrjun, að slitiö væri tengslum hennar við Morgunblaðið, en Isafold yröi endurvakin og yrði fylgiblað Morgunblaösins i stað Lögréttu. Jafnframt var skýrt frá þvi", að Þorsteinn Gislason væri hættur ritstjórn Morgun- blaðsins. Lögrétta myndi hér eftir koma út sem óháð blað. Litlu siðar eða 15. april birtist eftirfarandi klausa í Lögréttu. „tsafold er nú farin að koma út á ný og á að sendast bændum landsins. Útgefendurnir eru: Firmaet Nathan & Olsen, Brödrene Proppé, C, Höepfner, Geo Copland, Kjöbmændene Jensen-Bjærg, Egií Jacobsen o.s.frv. Þvi verður ekki neitaö, að eignarumráöin yfir Morgun- blaðinu og hinni nýstofnuðu tsa- fold erumeira i höndum útlend- inga en innlendra manna, enda hefur Hka útlendum manni tek- izt að komast i formannssessinn i útgáfufélaginu”. Alyktun Blaða- mannafélagsins 1 framhaldi af þessu urðu harðar og miklar umræður I blöðunum. Timinn og Alþýðu- blaðið bentu mjög á þá hættu, sem gæti veriö þvi samfara, að útlendir aöilar réöu yfir stærsta blaði landsins. I grein, sem Tryggvi Þórhallsson skrifaði, var m ,a. komizt svo að orði: „Hvort myndi verða hættu- legra fjárhags- og pólitisku sjálfstæði Islands aö láta út- lenda menn frá Grimsey til eignar eða að liða þaö, aö þeir gefi út tvö einna stærstu blöö landsins —þau blöð, sem lands- stjórn Islands styöst viö fyrst og fremst”. Mál þetta var tekið til sér- stakrar meðferðar á fundi i Blaðamannafélagi Islands og samþykkt þar svohljóöandi ályktun: „Biaðamannafélag lslands ályktar aö lýsa yfir að þaö telur mjög varhugavert að haldið sé uppi pólitiskum blööum á ls- landi þannig að umráöin eða meirihluti fjármagns þess, sem aö baki stendur sé i höndum manna sem eiga annarra en inniendra hagsmuna að gæta. Telur félagiö sjálfstæði landsins geta stafaö hin mesta hætta af sliku”. (Lögrétta 22. apf-il) Af hálfu Morgunblaðsins var m.a. svarað með vottoröi frá yfirvöldunum, aö hluthafar i út- gáfufélagi þess væri 21 og væru 17 af þeim islenskir rikisborg- arar. Hinir fjórir erlendu hlut- hafar ættu ekki nema 1/3 hluta hlutafjárins. „Det gælder at udskælde Jonas og Hjedin” I hinum blöðunum var þvi haldið fram, að sumir hinna 17 væru af Utlendum ættum eða nátengdir hinum útlendu hlut- höfum. Þorsteinn Gislason upplýsti að hann hefbi ekki verið látinn hætta vegna slæmrar afkomu Mbl. Halli hefði verið á rekstr- inum, þegar hann tók við rit- stjórninni, en blaðið var rekið með hagnaði, þegar honum var sagt upp. Þorsteinn sagði, ab hann hefði eingöngu verið látinn hætta sökum þess, að hann hefði ekki þótt nógu vikaliðugur. Hann sagðist hafa kunnað illa stjálki erlendra manna I ritstjórnar- skrifstofum blaðanna Mbl. og Lögréttu og fyrirskipanir þeirra oft gefnar á erlendu máli (Det gælder at udskælde Jonas og Hjedin og alt det slæng). Næstu árin var alltaf öðru hverju vikib að þessu máli, eba þátttöku útlendinga i útgáfu Morgunblaðsins. Svo fór siðar, að þessi eignarráð færðust að mestu yfir á islenskar hendur. Þetta hefði eins getab snúist á hinn veginn. Hinar rnðriu um- ræður, sem urðu um þetta mál, uröu til aövörunar og drógu úr þessari hættu. Brottvikning Þorsteins Gíslasonar haföi þvi þýöingu. Jafnframt minnir hún á, að blöö, sem eru eign hluta- félaga, geta alltaf komist undir erlend yfirráð og eru þess ekki fá dæmi. Þar sem erlent fjár- magn sækist eftir áhrifum, þykirþvifáttmikilvægara en að ráða yfir útbreiddum blöðum eöa eiga vingott viö þau. En þótt ráðin yfir Mbl. hafi færst á íslenskar hendur, hefur það stöðugt haldið áfram að þjóna þvi markmiði þeirra, sem á sinum tima flæmdu Vilhjálm Finsen I burtu og ráku Þorstein Gislason — að fjandskapast viö samvinnuhreyfinguna. Að þvi leytihefurMorgunblaðiö haldist óbreyttisextíuár.En þaðhefur ekki haft erindi sem erfiði þviab samvinnuhreyfingin er ólikt öfl- ugri nú en fyrir sextiu árum. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.