Tíminn - 20.09.1981, Page 10

Tíminn - 20.09.1981, Page 10
10 Sunnudagur 20. september 1981 ■ Wolfgang Amadeus Mozart telst I hópi allra mestu tónskálda sögunnar og samtlöarmenn hans álitu sumir hverjir aö hann þægi tónlist sina beinustu leiö frá guöi — hann væri einungis miö- illhennar tilmannanna. Og þviskyldi þeir ekki hafa haldiö þaö? — fjögurra ára var Mozart farinn aö leika á pianó af þvilikri snilld aö fáum var viö hann aö jafna, innan viö tiu ára gamall setti hann saman sinar fyrstu sinfóniur og þegar hann dó fyrir aldur fram, árið 1791 er hann var aðeins þrjátiu og fimm ára gamall, lágu eftir hann reiöinnar býsn af tónverkum af öllum toga, þar á meöal óperur ekki slælegri en Brúökaup Figarós, Don Giovanni og Töfraflautan. Þetta er þvi merkilegra sem Mozart var enginn djúphugsi, spakvitur snillingur nema rétt meöan hann festi tónlist sina á blaö —hann var galgopi, ærsla- betgur, klámkjaftur vondur og I reyndinni barn I hugsanagangi og uppátektum. Um þennan mann, vini hans og ekki siöur óvini, hefur Englendingurinn Peter Shaffer sett saman leikrit sem frumsýnt var I breska þjóðleikhúsinu fyrir tveimur árum, hlaut næstum einróma lof gagnrýnenda og óbreyttra leikhúsgesta og hefur siöan veriö sýnt viöa um heim og alls staöar veriö vel tek- iö. Eftir áramót ætlar Þjóöleikhúsiö Islenska aö bjóöa okkur upp á þetta leikrít, „Ámadeus” heitir þaö, og hér fylgir ofurlitil sam- antekt um þaö meðan viö biöum. Eg byggi á leiksýningu sem ég sá i London fyrir stuttu. ■ Ætli menn geti ekki verið sam- mála um að Englendingar séu hreinir og klárir snillingar i þvi sem kallað hefur verið „well- madeplay”? — haganlega saman sett leikrit. Nú getur vel veriö að einmitt þetta hugtak teljist vera orðið úreit, enskir notuðu það fyrst yfir leikrit sem sýnd voru skömmu eftir aldamót og fram yfirheimsstyrjöldina fyrri, en við uppbyggingu þeirra leikrita get- um viö nútimamenn haft ýmis- legt að athuga þótt leikritin sjálf standi enn fyrir sinu — eða þá geri það ekki. En það má vel taka hugtakið aftur i brúk, og hefur veriö gert, yfir þau leikrit sem mest áberandi hafa verið i Lond- on (og vissulega viðar) nú allra siðustu áratugi. Inntak leikritsins skiptir hér engu máli og heldur ekki raunveruleg gæði þess — það eitt aö það sé haganlega saman sett! Uppbygging góö, persónu- sköpun trúverðug, möguleikar leikhússins notaðir út i ystu æsar án þess þó að neinum sé ofboöið. Sýning á sliku leikriti hlýtur um- fram allt að vera hnökralaus, prófessjónal og „nútimaleg”. Ný- legt dæmi um „well-made play” á Islandi: „Jói” eftir Kjartan Ragnarsson. Tviburabræður skrifa leikrit Peter Shaffer er maður að nálgast sextugt ef ég fer rétt með og hann er höfundur nokkurra þeirra leikrita sem hvað best hafa þótt á Englandi siðustu tuttugu árin. Hann kann enda frábærlega aö fara meö leiksviðið og leikhús- gestir eiga auðvelt með að heill- ast af þvi sem hann ber á borö — hitt er annað mál að eftir tvö til þrjú hundruð ár verður Shaffer varla leikinn mikið. Þó maður viti auðvitað aldrei. (Ég ætla að nefna hér i framhjáhlaupi aö Shaffer á sér tviburabróður, sem einnig skrifar leikrit þótt af ólik- um toga séu spunnin. Það er An- thony Shaffer sem skrifar morð- sögur fyrir sviö — þekktasta verk hans er „Sleuth” sem gert var að kvikmynd með Sir Lárensi og Michael Caine: hugguleg, ógnar- leg morðgáta. (Þeir bræöur eru eineggja.) Fyrsta leikrit Shaffers sem vakti athygli var „Five Finger Exercise” —rót sem utanaökom- andi gerir I venjulegri enskri fjöl- skyldu — en siðan komu meðal annars „The Private Ear”, „The Public Eye”, „Black Comedy” („Svört kómedia ” var sýnd hér á landi) og „The Royal Hunt of the Sun” — viðamikið og magnað verk um konkvistadorana sem brutu undir sig Indiánamenningu Suöur-Ameriku, i þessu verki ■ Saiicri/Salieri birtast áhrif frá Brecht hvaö sterkast i leikritum Shaffers. „The Battle of Shrivings” vakti athygli árið 1970 en fimm árum siðar kom það leikrit sem endan- lega kom Shaffer fyrir meðal hinna stærstu I enskri leikritun: „Equus’,’ Þetta leikrit er um dreng sem blindar nokkra hesta er sjálfsagt ekki mjög merkilegt i sjálfu sér en sem dramatiskt, leikrænt upplifelsi þótti það öld- ungis frábært og fékk f jöldan allan af verðlaunum og álika dóti. Eftir „Equus” tók Shaffer sér langt fri og þaö notaði hann til að skrifa „Amadeus”. Aðdáendum hans þótti óliklegt að honum tæk- ist að fylgja hestaleikritinu eftir en á frumsýningu á „Amadeus” varljóst að hann hafði gert betur. Hver var Antonio Salieri? Það er i rauninni ekki Mozart sem er þungamiðja leikritsins „Amadeus” — heldur keppi- nautur hans, tónskáld. frá italiu aö nafni Antonio Salieri. Kannast nokkur við það nafn? Nei, það var varla við þvi að búast. En fyrir aldamótin 1880 var Antonio Salieri nú engu að siður mjög mikils virt tónskáld og honum var hampað við hirð Jósefs II Habs- borgarakeisara i Vinarborg. Þangað kom hinn ungi Mozart árið 1781 og mikið látið með hann. Salieri sá stöðu sinni þegar i stað ógnað. 1 leikriti Shaffers er þaö bar- átta Salieris gegn Mozart sem allt snýst um, eða öllu heldur bar- átta Salieris gegn guði, þvi Salieri sér undir eins aö tónlist Mozarts tekur sinum eigin tónsmiöum langt fram, og fyllist reiði I garö guðs sem veitir þessum oflátungi slika náðargáfu en ekki honum sjálfum og hafði hann þó reynt að ástunda góða siði og guð- hræöslu eftir bestu getu. Salieri lýsir striöi á hendur guði, vig- völlurinn er Mozart. Siðan notar hinn afbrýðisami Itali öll meðul til að grafa undan Mozart viö hirð Jósefs keisara — sem unni tónlist en hafði litlar gáfur til brunns að bera — og tekst svo til að Mozart fellur i ónáð, verk hans eru litils virt og efnahagur hans hrynur. Mozart er þannig gert ókleift að stunda tónlistina sem skyldi, hann dregur fram lifiö með naumindum, en á þessum árum semur hann sin bestu verk — há- markiö er Töfraflautan. Eftir að Mozart lést er það sannanlegt aö Salieri lýsti sök á hendur sér og kvaðst hafa myrt hann — leikrit Shaffers hefst er Salieri er orðinn gamall og kynnir fyrir öndum framtiðarinnar siö- asta tónverk sitt, Dauði Mozarts, ■ Salieri/Frank Finley eða Framdi ég glæpinn? öþarfi er að fjölyröa um „plott” leikritsins hér enda er það ekkert aðalat- riði, það sem „Amadeus” bygg- ist á er persóna Salieris. Aðal sýningarinnar: jafnvægi Og Peter Shaffer hefur tekist vel með persónu Salieris. Maður- inn er kvalinn af afbrýði og metn- aðargirni, svifst einskis til að koma andstæðingi sinum undir, en jafnframt hlýtur áhorfandi, sem verkið hreyfir yfirleitt við, og fá samúð með honum og hafa skemmtun af honum þvi þetta er kómisk persóna i og með. Nú er leikritið sýnt i London i Her Majesty’s Theatre við Hay- market, það var flutt úr Þjóöleik- húsinu i vor og jafnframt gerði Shaffer nokkrar breytingar á verkinu. Frank Finley leikur Salieri en i Þjóðleikhúsinu var það sjálfurPaulSchofieldsem fór meö þetta hlutverk viö frábæran orðstir. Hafi hann veriö betri en Frank Finley má hann hafa verið góður þvi Finley fór i einu orði sagt frábærlega með hlutverkið. Hann átti leikhúsið þetta kvöld. Aörir leikendur voru m.a. Ric- hard O’Callaghan sem lék hinn æðisgengna Mozart á æðisgeng- inn hátt, Morag Hood sem lék konu hans Constanze geysivel. I Þjóðleikhúsinu voru þaö Simon Callow og Felicity Kendall sem II Mozart/Mozart léku þau skötuhjú. Ekki hvað sista athygli við sýn- inguna á „Amadeus” vakti leik- stjórnin — sem og allar tækni- hliðar. Hvaða álit sem menn kunna að hafa á breksri leiklist þá verður þvi ekki mótmælt að þar kunna menn sitt fag. Peter Hall leikstýröi hann er Þjóðleikhús- stjóri þeirra Breta, og hefur slikt vald á leiksviðinu að undrum sæt- ir að minnsta kost i þessu tilfelli. Jafnvægi sýningarinnar var sér- lega eftirtekttarvert, hvernig hver þáttur fékk að njóta sin til jafns við hina. Og ekkert skyggði á. Hvernig skyldi þetta koma út i Þjóöleikhúsinu hér heima? Það veröur forvitnilegt að sjá. Simon Gray og Harold Pinter Aöra leiksýningu sá ég i Lon- don: „Quartermaine’s Terms” eftir Simon Gray. Simon Gray hefur skrifað mörg leikrit sem hafa þótt afbragösgóð á breska visu — hann er fyrst og fremst fyndinn höfundur en undir niðri blundar auövitað alvaran. Hér er það kennarastofan sem Gray tekur til meðferðar og átti að vita hvaö hann er að tala um þvi hann er sjálfur kennari, við háskóla. Skólinn i leikritinu er litill skóli sem kennir útlendingum ensku. Hann er rekinn á gömlum og hefðbundnum grundvelli af tveimur mjög nánum vinum og ■ Mozart/Richard O’Callaghan sést annar þeirra aldrei i leikrit- inu. Lýst er upplausn þessa skóla smátt og smátt vandamálum kennaranna bæði i starfi og heima fyrir og úr vérður hin á- gætasta skemmtun. Leikritið dregur nafn sitt af St. John Q u a r t e r m a i n e , einum kennaranna við skólann, en hann er eiginlega dálitið utan við sig, reyndar er hann töluvert mikið utan viö sig. Reyndar er hann al- veg út i hött og veit varla hvað hann er að segja eöa gera stund- inni lengur. Þar kemur að segja verður honum upp störfum. Þaö er enginn annar en Harold Pintersem leikstýrði þessarisýn- inguog kannski ekki að furða þvi þeir Gray eru miklir vinir og til- einkaði Pinter Gray siðasta verk sitt, „Betrayal”. Pinter hefur náttúrlega mikið vald á leik- urunum og öllu þeirra dútli — ég er ekki frá þvi að aðrir þættir sýn- ingarinnar hafi orðið útundan af nokkru leyti. Það er Edward Fox — kunnur hér á landi fyrir leik sinn I myndinni um „Sjakalann” og i sjónvarpsþáttunum um Ját- varð hennar frú Simpson — sem lék St. John Quartermaine og geröi þaö barasta vel: maðurinn var út i hött! Og eftir að búið var að segja Quartermaine upp störf- um sagði Edward Fox: „Good God!” — betur en ég hélt að væri hægt. — ij ■ Peter Shaffer

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.